Vísir - 02.03.1968, Blaðsíða 2
2
V í S IR . Laugardagur 2. marz 1968.
TÁNINGA-
SÍDAN
Hugleiðing um tónsnilling-
inn Mozart og iist hans
J^æstum því daglega heyrum
viö og sjáum nafnið Mozart
nefnt, í útvarpi, blöðum og bók-
um — og alls staðar í sambandi
við hljómlist, hina fullkomnustu
og göfugustu listgrein, sem
mannsandinn hefur skapað. —
Hún spannar yfir alla sögu
mannkynsins og yfir öll ríki
jaröarinnar. Hún nær til hjarta
manna af öllum þjóðum og trúar
brögðum og er til í óteljandi
myndum og tegundum. Þaö er
í þessari list, sem nafnið Moz-
art gnæfir svo hátt, Mozart,
sem hefur samið fjölda tónverka
smárra og stórra, tónverka
sem næstum þvi hvert manns-
bam í hinum vestræna heimi
hefur heyrt einhvern tíma á
ævinni. Li„t hans er svo göfug,
og svo fullkomin, aö ekki aðeins
kóngar og furstar liðinna alda
dásömuðu verk hans, heldur
einnig tónskáld síðari tíma. En
hver var hann svo, þessi mikli
Mozart?
Johannes Chrysostomus Wolf
gangus Iheghilus Mozart eða
Wolfgang Amadeus Mozart, eins
og hann var löngum kallaður,
var sonur austurrísks fiðluleik-
ara, Leopolds Mozarts. Hlaut
hann mjög viðunandi uppeldi,
og sýndu foreldrar hans honum
fulan skilning á hneigð hans til
tónlistariðkana, en hennar varð
mjög snemma vart. Hann lék á
fiðlu og slaghörpu kornungur
að aldri og samdi jafnvel smá-
lög. Foreldrarnir notuðu sér
hæfileika hans sem undrabarns
og fór fjölskyldan í mörg ferða
lög um meginland Evrópu. —
Þanig reyndu þau að ná hylli
aðalsfólksins og kóngafólksins,
sem að vísu veittu litla „undra-
barninu" eftirtekt, en ekki urðu
allar þessar feröir til fjár fyrir
Mozartfjölskylduna. Páfinn
sæmdi Mozart riddaratign er
hann heimsótti Ítalíu, fjórtán
ára gamall, en ekki notaði hann
þá nafnbót mikið.
Er hinn ungi snillingur eltist,
hætti fólk að veita honum eins
mikla athygli og áður. Hann
varð síðan tónlistarmaður hjá
erkibiskupnum í Salzburg, fæð-
ingarborg sinni, og líkaði illa
við erkibiskupinn, sem von var
því að hann kom jafnan rudda-
lega fram við Mozart. Þetta
leiddi til þess, að Mozart sagöi
skilið við erkibiskupinn og fæð-
ingarborg sína og hélt til Vínar
borgar, Þar eyddi hann síðan
meginhluta hinnar stuttu ævi
sinnar, og þar samdi hann flest
stórverk sín.
í Vín samdi Mozart óperur
fyrir aðlasmenn og sjálfan keis-
arann. Þannig vann hann sér inn
töluveröa peninga. En Mozart
kunni ekki að fara meö peninga,
og hann og kona hans, Const-
anze, eyddu og sóuðu fé sínu.
Oft gaf Mozart- tónverk sín
af einskærri góðvild. Hann leit
alltaf á lífið með sömu barnsaug
unum. Það lék hann þó að lok-
um grátt. Mozart andaðist úr
lungnatæringu í Vín árið 1791,
35 ára gamall, fésnauður og vina
fár. Hann sem hafði kysst Maríu
Theresiu og leikið fyrir konunga
Englands og Frakklands,
var grafinn í almenningsgraf-
reit Vínarborgar, þar sem eng-
inn getur fundið leiði hans.
Þó að Mozart gæti ekki svalað
leiklöngun sinni í lífinu án þess
að verða meint af, þá geröi hann
það svo sannarlega í tónlistinni.
Tónverk Mozarts búa yfir
miklum töfrum, sem fylla menn
lotningu fyrir meistaranum. Þar
skiptast á gaman og alvara, leik
ur og örlagaþrungnir þættir, allt
hnitmiðað, fágað og dásamlegt.
Mozart var snillingur af guðs
náð, hjá engu öðru tónskáldi
hefur snilligáfa komið fram svo
snemma og í eins glæsilegri
mynd. Og verk hans verða því
glæsilegri, því eldri og reynd-
ari sem hann verður í listinni.
Þau blása mönnum í brjóst bjart
sýni og aðdáun á lífinu. Sum
verk hans eru sem unaðssöngur
um óendanlega fegurð og mikil
*leika lífsins. önnur eru þrungin
örlögum, — örlögum tónskálds
ins sjálfs. Má þar t.d. nefna
miðkafla slaghörpuverksins í
A-dúr K. V. 488. Tónsköpun
meistarans er í sjálfu sér furðu
leg. Það er eins og höfundurinn
sé að leika sér að marglitum
brotum, sem hann raðar saman
á óteljandi vegu. Hugmyndaflug
hans virðist vera ótakmarkaö,
og hann hefur lag á því að koma
brotunum þannig saman, að
myndin falli áhorfendum í geð.
Þegar hlustað er á eitthvert
tónverk eftir Mozart í fyrsta
skipti, hefur áheyrandi það á
tilfinningunni, aö hafa heyrt
verkið áður, hann skilur það
og fer að syngja með í hjarta
sínu. Svo fullkomin er skilning
ur meistarans á eðli tónskynjun
ar mannsins. Þó að verk Moz-
arts séu einföld og sum jafnvel
barnaleg, eru þau aldrei léttvæg.
Það er alltaf viss andi yfir þeim
hinn fágaði, glæsilegi blær snill
ingsins Mozarts. Þessi einfaldi
stíll er þó ekkert sérkenni Moz-
arts, heldur einkenni timabilsins
er hann lifði á.
Synir „gömlu hárkollunnar“
frá Eisenach, Jóhanns Sebasti-
ans Bach, höfðu mikil áhrif á
tónlist fyrri helmings 18. aldar.
Þó að þeir hafi e. t. v. ekki haft
bein áhrif á tónlist WTozarts dáði
hann þá og virti bæði C. Ph. Em
anuel og Jóhann Christian Bach.
Joseph Haydn hafði einnig mikil
áhrif á tónlist aldarinnar. Þótt
Mozart hefði hin einfalda stíl
og hiö hefðbundna snið í verk-
um sínum. Danskur tónlistar-
fræðingur segir: „Mozart. .. var
alllengi talinn hafa lært af Jo-
seph Haydn. og er það rétt á-
lyktað. en aðeins með tilliti til
tímans. Skoðun þessi tekur alls
ekki tillit til þess, að Mozart —
eins og Bach — er algjörlega
óskýranlegt fyrirbrigöi i sögu
tónlistarinnar“.
Og enskur sérfræðingur segir
í þessu tilefni: ..Tónlistin hafði
ákveðið svið eins og sonetta i
skáldskap, og Mozart naut þess
að semja tónverk innan slíkra
takmarka. Fegurð sonnettna
Shakespeares er fólgin í því. að
skáldið getur látið i ljós hugsan
ir sínar á svo skýran og áhrifa-
mikinn hátt. Hinn strangi agi,
sem það form lýtur, gerir orð
þess enn snjallari. Og þannig
er þvi farið um tónlist Moz-
arts.“
Það mundi vera efni í heila
bók að telja upp öll verk Moz-
arts og tala um hvert þeirra
fyrir sig. Það verður því að
nægja hér aö geta þess, að hann
samdi hljómkviöur, fiðlu- og
slaghörpukonserta, óperur og
ýmis slaghörpuverk auk fjölda
smáverka. Hann er sívinnandi,
og segja má, að hann hafi skrif
að fyrir öll nútimahljóðfæri hins
vestræna heims. Síðasta verk
hans var Sálumessa, skrifuð fyr
ir óþekktan aðalsmann. Hún
varð sálumessa hans sjálfs.
Erlendur Jónsson
Nýjar plötur
Jimi Hendrix:
„Jimi P ndrix And Curtis
Knight“ heitir nýja ,,LP“-plata
Jimi Hendrix Experience. Lög
plöturnar eru: „Get, That Feel-
ings“, „Balled Of Jimi“. „No
Business" „Tuture Trip“ „Gotta
Have A New Dress“ „Hornet’s
Nest‘ „Do Not Accuse Me“,
,Flashing“ „Hush Now“,
„Knock Yourself Out“ og
„Happy Birthday".
Eric Burdon And The Animals:
Ný tveggja-laga plata gefin út
af „MGM“ Lögin eru „Sky
Pilot Part Two“ og „Sky Pilot
Parts One And Two“.
Petuia Clark:
Ný tveggja-laga plata frá
„Pye“. Lögin íeita: „Kiss Me
Goodbye" og „I Have Got Love
Going For Me“.