Vísir - 02.03.1968, Blaðsíða 7
VIS IR . Laugardagur 2. marz 1968.
7
iitr
Gangan til Jerúsalem
TEXTI: LÚK. 18, 31—34.
i"* angan til Jerúsalem. — Þaö
er gangan með Jesú Kristi,
til krossins á Golgata.
Þetta vitum við, sem í dag
iifum og játum trú á Jesúm
Krist sem Frelsara okkar — og
Drottinn kirkju sinnar á þess-
ari jö.rð.
En þetta vissu þeir ekki, læri-
sveinarnir, sem voru í fylgd með
Meistara sínrnn í þessari för.
Páskahátíðin var í næstu
nánd.
Hvaðanæva að af landinu
þyrptist fólkið tíl Jerúsalem til
þátttöku í hinni miklu hátíö.
Þeir, sem voru í fylgd með
Jesú, þeir fundu, að eitthvað lá
í loftinu, — eitthvað nýtt var
í vændum — eitthvaö mikið og
stórfenglegt var í þann veginn
að gerast. En hvað var það? —
Vafalaust hafa nánustu vinir
hans, — hinir tólf, — aiiö þá
von í brjósti sér, að nú mundi
hann opinbera dýrð sína — á
þann hátt, sem flestir væntu, —
með því að setjast í konungleg-
an veldisstöl í hinni helgu Dav-
íðs borg, — og stofnsetja þann-
ig ríkið mikla, — Messíasarrík-
ið, sem spámennirnir höfðu
spáö um — og þjóðina dreymt
Um, — öldum saman.
En Jesús viil ekki láta þessa
vini sína vaða í slíkri villu.
Hann kallar þá til sín út úr
hópnum og segir þeim með ský-
lausum og ótvíræðum orðum,
hvað framundan sé: „Sjá, vér
förum upp til Jerúsalem, og
mun þá allt það, sem skrifað er
af spámönnum, koma fram við
Mannssoninn. Því að hann mun
veröa framseldur heiðingjunum,
og hann mun verða hæddur, og
honum mun verða misþyrmt, og
það mun verða hrækt á hann, og
þeir munu húðstrýkja hann og
deyöa, — og á þriðja degi mun
hann upp rísa.“
Naumast er hægt að kveöa
skýrar og ákveönar að og taka
greinilegar til orða en þarna er
gert. Og auk þess hafði Jesús
a. m. k. tvisvar áöur komið inn
á þetta sama efni við lærisveina
sína. En — það er eins og eyru
þeirra séu haldin heyrnarleysi.
Þeir virðast hvorki hafa getu né
vilja til skilnings á gátu kross-
ins. Þeir voru reyndar farnir að
gera sér ljóst, að örðugleikar og
Endurvígsla Keflavíkurkirkju.
KEFLAVÍKURKIRKJA setur að
vísu ekki sama svip á hinn hrað
vaxandi kaupsfað og hún gerði
fyrrum á 300 manna þorp-
ið þegar hún var reist þar
árið 1914. En hún er samt
virðulegur og viðkunnanleg-
ur helgidómur, sem hlotið
hefur stækkun og endurbætur i
samræmi við þarfir tímans. Hún
tekur nú um 300 manns í sæti,
en hina hátíðlegu endurvígslu á
pálmasunnudag í fyrra sóttu um
500 manns.
Keflavíkurkirkja á sér vitan-
lega sína sögu, líka fórsögu.
Hún er þannig:
„Sérstakt slys var það, að
kirkja var ekki fyrir löngu kom-
in í Keflavík. Var lagt stórmik-
ið fé fram skömmu fyrir alda-
mót, og komin upp fokheid
kirkja, en þá lestist hún svo og
skekktist í ofviðri, að upp var
gefist við þá ótraustu smíð. Nú
Ieggja Keflvíkingar af nýju í
kirkjusmíð og dugir þeim þar
vel stórkaupm. O. A. Óiavsen,
sem borinn er og bamfæddur i
Keflavík. Leggur hann nú fram,
jafnt og söfnuðurinn 6000 kr.
til steinkirkjunnar nýju. —
Ilrökkvi ei þær 12 þús., bætir
hann við á næsta ári 2 þús.,
dugi það heldur ekki, bætir hann
við á öðru ári 2 þús. kr. Stórfé
hafði hann og áður gefið til
ónýta verksins. Mun slíkt alveg
einsdæmi.“
(Nýtt kirkjubl., nóv. 1913).
raunir í einhverri mynd gætu
oröið á vegi Jesú á leið hans upp
í hásæti Messíasar. En útskúfun,
þjáningar og kvaladauöi hans,
sem þeir vissu, að var heilagur,
syndlaus og hreinn, gátu á eng-
an hátt samrýmzt Messíasar-
vonum þeirra. Fagnandi sjá þeir
framundan — í fegurstu hilling-
um — ríki Davíðs-sonarins
mikla í Jerúsalem blasa við.
Þeirri björtu hugsjón þrá þeir
að veita brautargengi viö hlið
Meistara sfns. Djarfir og víg-
reifir vilja þeir berjast gegn
hvers konar ofurefli, sem á veg-
inum kann aö veröa, sannfærðir
um sigur — að lokum. Þeir vissu
að enginn mannlegur máttur
megnar mót Guði aö standa, —
hans vilja að hefta eða hindra.
En hitt var gjörsamlega ofvaxið
skilningi þeirra, að Guð hefði
fyrirhugaö sínum elskaða syni
sárustu kvalir og smánardauða.
— „Og þeir skildu ekkert af
þessu,“ segir guðspjallamaður-
inn. „Og þetta orð var þeim
hulið, og þeir skynjuðu ekki
það, sem sagt hafði verið.“
Þeir vissu — og höföu játað,
á helgri stundu, að Jesús var
„Kristur, sonur hins Iifanda
Guðs.“ En þýðing krossins í
hjálpræðisverki hans var þeim
ennþá hulin. — Síöar opnuðust
augu þeirra og þeir öðluðust
nýjan skilning á fórnardauða
Frelsarans. Orð hans birtust
þeim í nýju og ægibjörtu Ijósi.
— „Sá sem týnir lífi sínu mín
vegna og fagnaöarerindisins mun
finna það. Mannssonurinn er
kominn til þess að gefa líf sitt
til lausnargjalds fyrir marga."
Á krossinum á Golgata var unn-
inn eilífur sigur yfir synd og
dauða. Mennirnir leystir úr þræl
dómshúsi syndarinnar.
Hjartað sem brast á krossin-
um, opnaöi syndugum mönnum
sólarsýn í kærleikshimin Guðs.
Þannig varð gangan til Jerú-
salem, þrátt fyrir allt og allt,
hin dýriegasta sigurför.
Á hvítasunnudag, þegar hinn
upprisni og til himins farni
Frelsari og Drottinn lét fyrirheit
sitt um sendingu heilags anda
rætast, þá fæddist heilög kirkja
sem stofnun í heimi hér. Boö-
skapur hennar, um það dýrðar-
frelsi Guðs barna, sem fæst fyr-
ir trúna á Jesúm Krist og í sam-
félaginu viö hann, barst út um
löndin, sem væri á englavængj-
um. Hin harövítugasta mót-
spyrna með ægilegurn ofsóknum
\ megnaöi þar ekkert á móti að
standa. Með lofsöng á tungu og
bænarorð í hjarta gengu her-
skarar kristinna manna og
kvenna mót kvölum og dauða,
sem þeim var fyrirbúinn í ýms-
um myndum.
Þeir vissu, hvert leiðin lá. Þeir
voru'með Drottni sínum á göng-
unni til Jerúsalem. Krossinn á
Golgatahæð var sigurtáknið og
markmiðiö sem ti! var stefnt.
Við Islandsstrendur var einn-
ig numið land. Hér risu kirkjur,
sem höföu það hlutverk hæst
og helgast, að vera hverjti barni
sínit vegvísar og leiðarljós á lífs-
ins óræðu og villugjö.rnu veg-
um. Lífsins orð var flutt og
lofgjörð sungin, svo að ljós trú-
arinnar mætti tendrast í hjört-
um Iandsins barna. Og hvað var
það fremur en hin heilaga trú,
er boðuð var í kirkju Jesú Krists,
sem gaf forfeðrum okkar og for-
mæðrum baráttuþrek og styrk í
stríði á liðnum öldum? Eitt er
a. m. k. alveg víst, að án kirkj-
unnar, — án kristinnar trúar
hefði þjóðarsagan okkar orðið
önnur og ég vil segja störum
dapurlegri, en nú er raun á
orðin.
Þaö hefir svo oft verið aug-
Ijósara og áþreifanlegra en svo,
að á móti verði mælt — f sögu
íslenzku þjóðarinnar, þetta sem
skáldið segir:
„Oss þjáðu þúsund bönd,
en þá kom Drottins hönd
og lét oss lífi halda."
Já, það ætti hverjum aö vera
Ijóst, sem horfa vill með sann-
girni og réttsýni á íslenzka þjóð-
arsögu, að hinn bjarti og vígði
þáttur þeirrar sögu er skráður
með hjartablóði hans, sem kirkj-
an boðar og hyllir, sem hinn
eina konung sinn og Drottin. —
Og víst ætti það þá einnig að
vera okkur öllum hið helgasta
lofgjörðar- og þakkarefni.
Þannig hlýtur kirkjan alltaf
að verða sterkur þáttur í lífi
einstaklingsins, þó að hún sé
svo alltof oft sniðgengin, van-
rækt og jafnvel gleymd.
Og hlutverk hennar er og
verður ætíö hið sama: Að boða
Guðs orö, — að flytja fagnaöar-
boðskapinn um Jesúm Krist, sig-
ur hans yfir dauðanum og sólar-
ljóð hans um kærleika Guös til
syndugra manna. Eða — með
öðrum oröum: að varða — og
vísa þeim, sem til hennar leita,
veginn upp til Jerúsalem, —
veginn ti! krossins með Kristi.
Hvað áunnizt hefir á þeim
vettvangi hér með okkar þjóð,
er ekki mitt eða nokkurs manns
að dæma. „Guðs riki keniur ekki
svo að á því beri,“ segir heilagt
orð. Þar er hjarta þitt, vinur,
eitt til frásagnar um. Hér sem
alls staðar annars staðar í hin-
um kristna heimi, hafa veikir
og hrösulir þjönar verið að verki.
En það hefir verið unnið í trausti
þess, að Drottinn kirkjunnar er
með í verki, og hann hefir bæði
viljann og máttinn til þess að
láta“ verk hinna veikustu handa
bera dýrlegan ávöxt að lokum.
Gangan til Jerúsalem heitir hug-
vekja Kirkjusíðunnar f dag. Það
er föstuhugleiðing, skrifuð af
sr. Birni f Keflavík. Hann er
Skagfirðingur að ætt. Foreldrar
hans eru Jón Stefánsson bóndi
á Grænumýri í Blönduhlíð og
kona hans Gunnhildur Björns-
dóttir prófasts i Miklabæ. Sr.
Bjöm er fæddur 1927, stúdent
frá M.A. 1949, cand. theol vor-
ið 1952. Sama ár fékk hann hið
nýstofnaða Keflavíkurpresta-
kall, sem hann hefur þjónað sið-
an. Auk prestsstarfsins hefur sr.
Björn jafnan kennt við gagn-
fræðaskóla og unnið mikið að
bindindis- og félagsmálum i
þágu barna og unglinga í presta-
kalli sinu.
Kona sr. Björns er Sjöfn Jóns-
dóttir, prests Guðjónssonar ð
Akranesi.
„Sjá, vér förum upp til Jerú-
salem,“ segir Drottinn Jesús
Kristur.
Þá leið vill kirkjan þfn kenna
þér að þekkja. — Hún bendir
þér á krossinn, sem lokatak-
mark á þeirri leið.
Og viljir þú hlíta þeirri veg-
sögn, vinur, í bæn og trú, þá
verður undursamleg breyting f
Mfi þínu. Krossins heilaga orð
verður lifandi í vitund þinni. Og
þú sjálfur tekur að ummyndast
til líkingar við hann, sem á und-
an fer og veginn vísar. Þú finn-
ur sárt til veikleika þins, en
kærleikur hans fyllir hjarta þitt
friði og veitir þér nýjan þrótt.
Þú hrasar oftar en tölu verður
á komið, en hann sér aumur á
þér og reisir þig fallinn á fætur.
Þú hlítir vegsögn kirkjunnar
þinnar, — og fylgir Jesú upp til
Jerúsalem, þegar þú hlýðir þessu
kærleikskalli hans .— og segir
— af hug og hjarta:
„Gjör við mig sem þú vilt,
þinn vilji æ sé minn.“
Mig dreymdi
Ingveldi m'ma
Jóhanna Magnúsdóttir og Þorgerður vinnukona sváfu
saman í rúmi á móti Gesti, afa mínum, síðasta veturinn,
sem hann lifði. Kvaðst Jóhanna venjulega hafa lesið
fyrir hann í biblíunni jafnvel fram til kl. 4 á nóttum,
en svo svaf hann til kl. 10. Þorgerður fór snemma á
fætur á morgnana. Eitt sinn þegar hún er að klæða sig
um kl. 7, segir hún við Jóhönnu: „Nú á hann Gestur ekki
langt eftir, því þegar ég vaknaði áðan, sá ég hvítklædda
kvenveru líða utar eftir gólfinu frá rúmi hans.“ Þennan
sama morgun, þegar Gestur vaknar, segir hann: „Jæja,
Jóhönnutetur, nú held ég eigi ekki langt eftir. Nú
dreymdi mig hana Ingvcldi mína í morgun. Hún kvaðst
vera komin að sækja mig.“
Hann dó tveim dögum seinna. Það var í fyrstu vlku
Góu árið 1880.
Eir. Einarsson.