Vísir - 02.03.1968, Blaðsíða 3
VÍSIR . Laugardagur 2. marz 10^8.
La Bostella og Jenka voru vinsælustu dansarnir á grímuballinu, enda höfðu börnin öll lært þá hjá He rmanni.
.Bráðum koma breyttar reglur,
börnin eiga að muna þær"
— sungu börnin á grimuballi hjá Dansskóla Hermanns Ragnars
”Eitt spor til vinstri og eitt
■^spor til hægri.“ Þessi orð óm
uðu á móti okkur er viö gengum
upp stigann á Hótel Sögu, og
þegar við vorum komin upp í
Súlnasalinn blasti nú heldur en
ekki skrautleg sjón við okkur.
Þama var nefnilega grímubali.
Það fyrsta sem við sáum var
ævintýraprinsessa í bláum silki-
kjól, við hlið hennar stóð Mikki
mús og arabískur soldán með
kvennabúrsmey í ökklasíðum bux
um. stóö þarna álengdar. Dans-
gólfið liktist eiginlega helzt
skreyttum jólaglugga tilsýndar,
en þegar við komum nær sáum
við að þetta voru allt saman
grimuklædd böm, 4—6 ára göm-
ul, sem vom þama að dansa.
Og uppi á pallinum stóð Her-
mann Ragnars og stjórnaði, en
börnin eru öll nemendur hans
í dansskólanum.
„Og nú syngjum við ví'suna
um hægri-umferðina,“ segir Her-
mann uppi á pallinum. „Þiö vit-
ið öll hvað er hægrl og hvað er
vinstri, er það ekki?“
Allir flýta sér að rétta upp
hendurnar og segja: „Þetta
hérna er hægri og þetta er
vinstri,“ og svo var tekiö til
að syngja um hægri umferðina,
en vísan er eftir Magnús Péturs-
son píanóleikara i dansskólan-
um:
Bráðum koma breyttar reglur,
börnin eiga að muna þær.
Allir verða þá að víkja
vel til hægri nær og fjær.
Þegar búið var að syngja um
hægri umferðina, settust börnin
hjá mæðmm sínum við borðin,
og gafst okkur þá tækifæri til
að skoða búningana dálítið nán-
ar. Margir þeirra höfðu verið
leigðir, en flestir voru þó heima-
tilbúnir. Þarna voru brúðhjón,
þjónn og þjónustustúlka, Mjall-
hvít, Rauðhetta, H-umferðin,
blómálfar og sjáum við hér á
síðunni sýnishom af búningun-
um.
Það fór ekki milli mála, að
bömin skemmtu sér hið bezta
og áður en Hermann Ragnars
kvaddi þau, tók hann af þeim
loforð að þakka nú pabba og
mömmu fyrir að búa þau svona
vel og skemmtilega á grímuball-
ið, en það mun láta nærri, að
þama hafi verið um 200 böm
samankomin öll í mismunandi
búningum.
Hér sjáum við eina spánska
senjórítu að dansa Jenka.
„Snemma byrjar það,“ sagði einhver, þegar brúðhjónin birt-
ust. Þau heita Ásgeir Sigurðsson og Sigrún Sæmundsdóttir.
Þessi tvö vöktu mikla athygli, enda búningarnir mjög fallegir,
báðir heimasaumaðir. Soldáninn heitir Þór Björnsson, 7 ára,
og ambáttin, Margrét Björg Hilmisdóttir, 5 ára.
j