Vísir - 02.03.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 02.03.1968, Blaðsíða 8
V í S I R . Laugardagur 2. marz 1968. s I— Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Símar 15610 og 15099 Afgreiðsla : Hverfisgötu 55. Sími 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuöi innanlands í lausasölu kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda hf. Hagfræðileg sfaðreynd Ekki verður annað séð á Þjóðviljanum en ritstjórar hans þrái af öllu hjarta að verkföll skelli á eftir nokkra daga. Blaðið talar mikið um „einhug alþýðusamtak- anna“ og hótar öllu illu í krafti þess einhugar. Vel má vera að samstaða hafi verið um „kröfurnar og hinar sameiginlegu aðgerðir“ á þingum Alþýðusam- bands íslands og Verkamannasambandsins, en það segir ekki allt um vilja almennings í félögunum inn- an þessara samtaka. Það.er öldungis víst, að fjöldi fólks í þessum stéttum hefur svo mikla ábyrgðartil- finningu, að því hrýs hugur við að fara nú að steypa þjóðinni út í langvinn verkföll, ofan á allt annað, sem yfir hana hefur gengið að undanförnu. Það er hagfræðileg staðreynd, sem flestir eru nú farnir að skilja, að laun einstaklinganna verða að miðast við getu þjóðarbúsins.Framleiðslugreinarnar verða að geta borið útgjöldin. Þjóðarframleiðslan að geta staðið undir þeim; að öðrum kosti er voðinn vís. Kauphækkanir, sem ekki eru byggðar á þessum grunni, eru því óraunhæfar og stórhættulegar fyrir þjóðina. Raunar má það furðulegt heita, að þjóðinni allri skuli ekki hafa lærzt það síðustu 25 árin, að óraun- hæfar kauphækkanir magna dýrtíðarskrúfuna og verðbólguna og grafa undan öllu efnahagskerfinu. Allir stjórnmálamenn vita þetta, forsprakkar komm- únista engu síður en aðrir. Þeir eru því vísvitandi að vinna gegn hagsmunum allrar þjóðarinnar, þegar þeir þykjast vera að gera hið gagnstæða. Hugsun þeirra og annarra stjórnarandstæðinga, sem nú taka þátt í þessum ljóta leik, snýst um það eitt, að valda ríkis- stjórninni sem mestum erfiðleikum og koma henni frá, ef unnt er, og fá nýjar kosningar. Að þessu er stefnt með öllum tiltækum ráðum, hvað sem slíkt kann að kosta þjóðina. En mesta undrun hlýtur þó afstaða Tímans og Framsóknarflokksins að vekja hjá þeim, sem muna þá daga er sá flokkur var í ríkis- stjórn. Það hefði einhvern tíma þótt ótrúleg spá, að Eysteinn Jónsson yrði einn helzti kaupkröfufor- sprakki landsins, en svo átakanlega geta sumir menn umsnúizt og afneitað fyrri orðum og gjörðum. Þjóðviljinn segir, að blöð Sjálfstæðismanna taki ekkert tillit tii kjósenda flokksins í verkalýðshreyf- ingunni, af því að þau hafa varað við afleiðingum verkfalla. Þær aðvaranir ættu raunar að vera óþarfar, því allir skynibornir menn hljóta að vita, hverjar af- leiðingarnar yrðu. En hjá þeim er hægt að komast, segir Þjóðviljinn, með því að verða við þeim kröfum, sem fram eru bornar. Allir skynibomir menn eiga líka að vita, hvaða dilk það drægi á eftir sér. — Það sem mest ríður á nú, er að reyna að tryggja öllum atvinnu gegn greiðslú, sem atvinnuvegirnir geta borið. Rhodesiuför Sir Alecs Dougfas- Home fyrrv. forsætisráðherra Sir Alec Douglas Home fyrrv. forsætisráðherra - reynir að fá hrundið af stað viðræðum um Rhodesíudeiluna. in í Rhodesíu áliti — hún átti aö vera búin aö því, og Ian Smith hefur áður lýst yfir, að hann bíði ekki lengur en þar til skýrslan sé komin fram (að lýsa yfir sjálfstæði landsins). Þaö er engum' blöðum um það að fletta, að tilganginum með refsiaðgeröunum hefir ekki enn vérið náð, ef hann næst þá nokkurn tíma, verði þeim áfram haldið en um það er engum blööum að fletta, að refsiaö gerðirnar hafa valdið Rhodesíu stórkostlegu tjóni og öllum landsmönnum þar, ekki aðeins kaupsýslustéttinni, heldur öll- um almenningi, en yfirgnæfand meirihluti hans er blökkufólk Nágrannalandinu Zambíu hafa þær og valdið miklu tjóni — og Bretland hefir misst. viðskipti sem nema tugum milljóna punda. Bretar hafa löngum átt stjórn kæna menn og því ef til vill ekki loku fyrir það skotið, þar sem nauðsynin er knýjandi, að hyggnustu menn beggja flokka taki höndum saman, og finni leiðir til lausnar — „finni form- úluna“, eins og það einhvers staðar var orðaö. Þess er að geta, að Hæsti- réttur Rhodesíu hefur úrskurð- að stjórn Ians Smiths í vil í áfrýjunarmáli blökkumanna, sem dæmdir höfðu veriö til líf- láts, og viðurkenndi rétt hennar til fullnægingu slikra dóma, þar sem hún væri hin raunverulega (de facto) stjóm landsins. ■ Bandaríkjamenn og Suður- Vietnamar hafa sökkt fyrir Vietcong 3 togurum, sem voru í birgöa- og hergagnaflutning- uni. gj Forsætisráðhérra Bretlands ávarpar þingflokk jafnaðar- manna á miðvikudaginn kemur. Gremja er mjög vaxandi í flokknum, og ágreiningur um mestu vandamálin svo mikil, að tugir þingmanna flokksins eru í byltingarhug. LUBKE neitar öllum sakargi'tum Sir Alec Douglas-Home fyrr- verandi forsætisráðherra Bret- lands og nú talsmaður íhalds- flokksins á þingi um utanríkis- mál fór fyrir nokkru í „einka- heimsókn“ til Rhodesíu, en það var opinbert leyndarmál frá upphafi, að hann fór til við- ræðna um Rhodesíumálið við leiðtoga þar, Ian Smith forsæt- isráðherra, landstjóra Breta, leiðtoga stjómarandstöðunnar og fleiri. 1 ferðinni ræddi hann tví- vegis við Ian Smith og er hann kom aftur til London fyrir fá- um dögum, sagði hann, að hann óskaði eftir að ræöa við Har- old Wilson forsætisráöherra „vissar hugmyndir og uppástung ur“, sem gætu orðiö til þess að leysa deiluna. Þegar þetta er ritað var Sir Alec ekki búinn að ganga á fund forsætisráð- herrans og segja honum frá þessum „uppástungum og hug- myndum", sem hann segir vera „innan vébanda þeirra atriöa, sem stjórnin hefir Iagt fram sem grundvöll samkomulagsumleit- ana“, og er eitt hið mikilvæg- asta þeirra, að miðað verði á- fram að því marki, að meiri- hlutastjórn komist á í landinu. Ian Smith forsætisráðherra. Sé það nú rétt, sem komið hefir fram í fréttum, að Sir Alec telji Ian Smith reiöubú- inn að fallast á tillögur sem innifela þetta heit, hefir Ian Smith vissuiega slakað mikiö til. Vafalaust verður nánara um þetta kunnugt bráðlega. Sir Alec vildi ekki segja nánara frá uppá stungunum en aö ofan getur, fyrr en hann heföi rætt þær við Wilson. Sir Alec tók það fram við fréttamenn, aö hann væri ekki aö reyna að stuðla að samkomu- lagi vegna þess, að hann bygg- ist við, að íhaldsflokkurinn næði völdum innan tíðar, heldur vildi hann stuðla að samkomu- lagi nú, það væri nauðsynlegt, að sættir tækjust og það hið fyrsta milli Rhodesíu og stjórn- ar Bretlands án tillits til, hverj- ir færu með völdin. í fréttum hefir margt verið um þetta sagt í blööum, og íhaldsblaðið Daily Telegraph, sagði um þaö bil og Sir Alec fór vestur, aö meginhlutverk hans væri að hindra, að Ian Smith tæki sér eitthvað fyrir hendur nú (svo sem að lýsa yfir sjálfstæði), sem ekki yrði afturkallað, — eitthvað sem íhaldsstjórn, er hún yrði mynd- uð, gæti ekki sætt sig við. En blaðið sagði, aö nokkurrar bjart sýni gætti um árangur af ferð Sir Alecs til Salisbury. M. a. er þess aö geta, að brátt skilar stjárnarskrárnefnd- Lubke forseti Vestur-Þýzka- lands neitaði í gær öllum ásök- unum, sem á hann hafa verið bornar, en þær komu fyrst fram hjá austur-þýzku fréttastofunni, sem kvað hann hafa gegnt á- byrgðarhlutverki varðandi skipu lagningu og byggingu fangabúða þar sem fangar voru látnir vinna þvingunarvinnu, og bæri hann ' ábyrgð á hinum ómannúðlega aðljúnaöi, sem fangarnir bjuggu við. Lubke kvað arkitektafirma það, sem hann vann hjá, ekki hafa haft með höndum skipu- lagningu neinna fangabúða eða byggingu þeirra, en nú, næst- um aldarfjórðungi eftir að þetta hafði átt að gerast, sem hann var sakaður um, gæti hann vit- anlega ekki munað eftir öllum skjölum, sem hann hefði undir- rit.að. — Um leið oa forsetinn flutti ræöu sína birti vestur- þýzka stjórnin yfirlýsingu, kvaðst bera til hans traust og hét honum fullum stuðningi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.