Vísir - 02.03.1968, Blaðsíða 16

Vísir - 02.03.1968, Blaðsíða 16
Laugardagur 2. marz 1968. IMI Varðskip til sölu Einar M. Einarsson, skipherra. Ægir er nú til s'ólu eftir oð hafa verið eitt af skipum Landhelgisgaezlunnar i tæp 40 ár • Landhelgisgæzlan hefur auglýst, að varðskipið Ægir TFEA sé til sölu, að vísu án þess útbúnaðar, sem sérstæður er fyrir Landhelgisgæjílúna. >' > ■ , / • Ægir er smíðaður árið 1929 hjá Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn. Hiann er 507 brúttóiestir, 52 metrar á Iengd og 9 metra breiður, knúinn 1300 hestafla dísilvél frá B&W. A þessum tæpu fjörutíu árum hafa margir skipherrar verið með Ægi, en fyrstur stjórnaöi honum Einar M. Einarsson, sem sótti hann til Kaupmannahafn- ar sumarið 1929. Einar er nú á Dvalarheimili aldraðra sjómanna, en hann er 75 ára að aldri. Hann vildi sem fæst orð hafa um skipstjórnar- ár sín á Ægi og sagöi, að fátt hefði borið við, sem ástæða væri til að rifja upp í dagblöðum nú eftir allan þennan tíma. Á þessum árum var all mik- iö um brezka togara í landhelg- inni og þýzka einkum fyrir Suö- urlandi, og Ægir komst fljótlega í gagnið, því að á heimferðinni frá Kaupmannahöfn tók hann togara, sem hann stóö að ólög- legum veiöum. En þegar til Reykjavíkur kom beið embættisverk af öðru tagi en það var að fara með alþingis- menn í ferð upp í Hvalfjörð og sýna þeim hið nýja skip, sem nú hefur lokið störfum sínum fyrir Landhelgisgæzluna. Ekki ástæða að óttast um íaxinn í Elliðaánum — rætt v/á veiðimálastjóra um áhrif flóöanna á hrygningastöðvar „Við höfum ekki ástæöu til að ætla, að hrygningastöðvar í Elliöa- ám hafi orðiö fyrir skemmdum af völdum flóðanna“, sagði Þór Guð- jónsson, veiðimálastjóri, við Vísi í gær. „Menn munu almennt á- líta, að flóð sem þessi geti vald- ið tjóni á laxeldi, þar sem allt viröist á ferö og flugi, en Elliða- ár hafa mjög „stabílan" botn og því er ekki ástæða til ótta. Búast má við að hrygningar- laxinn í ánum hafi gengið út í sjó í þessum flóðum, en lax gengur yfirleitt úr ám í flóðum, mismun- andi snemma, eða seint, eftir árs- j tíma, og hitastigi hverrar ár fyrir sig. Laxinn gengur úr Elliðaám að Tyge Dahlgaard boðið til íslands Stúdentafélag Reykjavíkur hefur boðiö hingað Tyge Dahlgaard, fv. markaðsmálaráðherra Danmerkur, til þess að flytja opinberan fyrir- lestur um EFTA og horfur í við- skiptasamstarfi álfunnar. Er Dahl- gaard væntanlegur til landsins hinn 6. marz n. k. og mun dveljast hér 3—4 daga á vegum félagsins. Hinn opinberi fyrirlestur Dahl- gaards veröur fluttur fimmtudags- kvöldiö 7. marz n. k. í Sigtúni við Austurvöll. Tyge Dahlgaard, sem er 46 ára að aldri, var sem kunnugt er sendi- herra lands síns hjá Efnahags- bandalagi Evrópu (EBE) i Brussel, áður en hann gegndi embætti mark aðsmálaráðherra. Hann hefur haft náin afskipti af markaðs-og við- skiptamálum I störfum sínum í-tvo áratugi, m. a. sem fastafúlltrúi Dana hjá Efnahagsnefnd Samein- uðu þjóðanna fyrir Evrópu í Genf og efnahagsráðunautur dönsku sendinefndarinnar hjá Efnahags- samvinnustofnun Evrópu (OEEC), auk mikilvægra starfa að norræn- um efnahagsmálum. Meðan heimsókn Dahlgaards stendur mun hann m. a. hitta að máli ýmsa þá aðila, sem fjalla um undirbúning hugsanlegrar umsókn- ar fslands um aðild að EFTA. Koma í veg fyrir bilun á frumstigi Það þykir heldur óráðlegt á dögum vísinda og tækni að bíða þess að einhver sjúk- dómur „grasseri“ í manns- líkamanum. Því þykir það nú líka sjálfsagt með ýmsar eig- ur manna að komið sé í veg fyrir eyðileggingu á frum- stigi og þannig er að farið * hjá hinni nýju skoðunarstöð 1 Félags fsl. bifreiðaeigenda við Suðurlandsbraut. Þar munu þeir FÍB-menn reyna eftir niegni að leita að „sjúkdómum" bílanna, ’áður en þeir fara að verða alvarlegri en svo að hægt verði að stemma stigu við þeim. Fulíkomin skoð un á bíl fer fram á 48 atriðum og færir skoðunarmaðurinn inn á lista athugasemdir. Að lokinni skoðun, sem mun taka fimm stundarfjórðunga fær ökumaður öllum jafnaði seint f október, eöa í byrjun nóvember, en alltaf verður eitthvað eftir af honum. Úr Sog- inu gengur laxinn um jólin, en úr ám á Noröur- og Austurlandi, gengur laxinn í ágúst, eða þar um bil. Elliöaár flokkast undir svokall- aöar lindár, en þæp hafa farveg sem þolir meiri breytingar, en svo- kallaðar dragár, sem hafa minni fallhæð og þola illa breytingar og ísalög, en hrygningastöðvar þeirra síðarnefndu eru gjarnan á malar- eyrum. Þegar ísalög gerir, skeður það stundum, aö ísinn tekur hrogn- in með sér þegar hann losnar frá botninum. Mér er ekki kunnugt um að nein ar eldisstöðvar hafi oröið fyrir tjóni, að frátalinni eldisstööinni við Elliðaár, en ég hef ekki ná- kvæmar upplýsingar um tjónið þar. 1 Kollafirði varð ekkert tjón, enda engum flóðum fyrir að fara þar. Úrkoma þar varð aldrei mjög mik- il og mun minni en hér í Reykja- vík.“ Grænlandssýning- unni lýkur annað kvöld Grænlandssýningunni í Þjóð- minjasafninu lýkur á sunnudags- kvöld. Kristján Eldjárn bað blaðið að geta þcss að alls ekki kæmi til greina að framlengja sýninguna henni lýkur kl. 10 á sunnudags- kvöld ,en opið er í dag og á morg un frá 2—10. Aðsókn hefur verið mjög góð, um 5000 manns hafa séö sýninguna og hún vakið einstaklega mikla athygli fóiks. inn Iistann og getur þá athug- að hvort ekki sé eitthvað, sem rétt sé að gera við til að bfll- inn sé í fullkomlega góðu ásig- komulagi. Mælt er meö því að bílar séu skoðaöir þannig tvisvar á ári, en skoðun kostar 500 krónur fyrir félagsmenn. Með þessu möti er talið að bfleigendur geti lækkað viðhaidskostnaðinn og ekið að jafnaði á betri bíl en ef þeir trassa að láta gera við fyrr enn bíllinn hreinlega stöðvast af biluninni. Danskur skoðunarmeistari V. Bergmann kom hingað til að setja stöðina upp, en hún mun hafa kostað á aöra milljón kr. Egill Hjálmarsson og Ögmund- ur Runólfsson munu annast rekstur stöðvarinnar fyrir FÍB. Samræming matsgerða vegna eignarnáms — Mismunur á undirmati og yfirmati nemur allt að 10 milljónum króna Á nýloknum fundi fulltrúa- ráðs Sambands ísl. sveitarfélaga var m. a. gerð ályktun á þá leið, að fram fari samræming á mats- gerðum vegna eignarnáms og að hið fyrsta verði settar á regl- ur til að tryggja slíka samræm- ingu, svo og að settar verði regl- ur um þóknun fyrir matsgerðir. Ástæðan fyrir ályktun þessari, er sú að mikið ósamr; mi er í mats- gerðum vegna eignarnáms, og má nefna að nýlega hefur farið fram yfirmat á 92 ha af bæjarlandi í Keflavík og var yfirmatiö nær 10 millj. króna lægra en undirmatið, eða 29 millj. í stað 38,5 millj. f undirmati. Einnig hefur farið fram yfirmat á nokkrum eyjum, við Hornafjörð sem hreppsnefnd Hafn- arhrepps haföi ákveöið að taka eignarnámi, og var yfirmatið nær helmingi lægra en undirmatiö, eða 2.950.000.00 kr. f stað 4.994.500.00 í undirmati. Kostnaður í sambandi við þessar matsgerðir hefur verið mjög mikill, t. d. var kostnaðui Hafnarhrepps viö matið um 270 þús. króna. Einnig má nefna Viðeyjarmatið, sem lækkað var um 4,6 millj. í yfirmati. Var endanlegt matsverð ákveðið 5,1 millj. króna, í stað 9,75 millj. í undirmati, og nemur lækkunin því nær helmingi. Gestirnir dansa sjálfir á danssýningunni Danskennarasamband íslands gengst fyrir skemmtun í Súlnasaln um nk. sunnudag kl. 3 síðdegis og verður skemmtunin endurtekin kl. 8.30 um kvöldið. Að skemnituninni standa 7 félög sambandsins, en meðlimir þess eru nú 17 talsins. Sú nýjung verður á þessari skemmtun, aö gestir fá tækifæri til aö dansa sjálfir, eftir hvora sýn ingu fyrir sig og mun hljómsveit Ragnars Bjarnasonar leika fyrir dansi eftir seinni skemmtunina. — Einnig verður glæsilegt happdrætti meðal nýjunga, en fyrsta skemmtun Danskennarasam- bandsins var haldin fyrir ári í Aust urbæjarbíói og vakti mikla athygli. Dánsmennt verður æ víðtækari með þjóðinni og eru þeir margir sem telja hana hafa mikið uppeldis legt gildi og mæla með henni fyrir þær sakir meðal annars. Á sýn- ingunum nk. sunnudag verða sýndir margir dansar og mætti til dæmis geta balletta, steppdansa, bama- dansa, samkvæmisdansa og síðast en ekki sízt nýjasta táningadansins sem heitir SNEEKERS. Úr skoðunarstöðinni. Daninn Bergniann annar frá vinstri við eitt tækjanna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.