Vísir - 02.03.1968, Blaðsíða 12

Vísir - 02.03.1968, Blaðsíða 12
12 ____________________________________ V í SIR . Laugardagur 2. marz 1968. SENDi FÖR Kvikmyndasaga eftir Jack Pearl fyrirlitningu. Wartell var honum þolinmóöari, en gat þó ekki stillt sig um að svara honum í glettni. „Jú“, svaraöi hann, „McArthur sendir einkabíl sinn til móts við okkur í Pangassan. Sennilega bíður hann þar þegar, og bilstjórinn orö inn steinhissa á því að sjá hvergi til ferða okkar.“ Þetta nægði til þess að Grenier hélt aftur á sinn stað í röðinni og bar ekki fram fleiri spurningar í bili. Wartell leit til Coreys. „Hann tekur óneitanlega dálítið á taug- arnar, pilturinn", varð honum aö orði. Corey svaraði ekki. Klukkustundum saman héldu þeir áfram göngunni í brennandi sólarhitanum. Svitinn rann án af- láts í augu Greniers og hálfblind- aði hann. Hann sveið í kverkarnar, þegar hann dró andann. Senditæk- ið varð blýþungt í fangi hans. Það var eins og það þyngdist við hvert skref. Hann beit á jaxlinn og starði á breitt bak Corevs framundan^sér. „Það ætti einhver að reyriá að koma honum í skilning um að við séum samherjar hans en ekki fjend ur“, urraði hann. Maccone leit til hans um öxl og hleypti brúnum. Undarlegt að þessi fyrrverandi hænsnahirðir skyldi aldrei geta haldið sér saman. Grenier talaði enn við sjálfan sig, fyrst enginn virti hann svars: „Já, karl minn“, tautaði hann. „Þessir félagar mínir, þeir eru ekki að leyna því, að þeir líti niöur á mig.“ Wartell nam staðar sem snöggv- ast og virti þá félaga fyrir sér. Þeir báru sig allir vel að sjá, nema Grenier. Það kom áhyggjusvipur á andlit Wartells, þegar hann sá hvernig hknn var útleikinn. „Hvernig væri að við fengjum okkur svolitla hvíld, Steve“, sagði hann við Corey. „Mér lízt svo á að við höfum allir nokkra þörf fyrir það.“ Corey blés ekki einu sinni úr nös, en féllst þó á uppástungu War- tells. „Það er í lagi,“ sagði hann. ,,Ég þarf hvort eð er að athuga landabréfið og áttavitann. Segöu þeim að nema staðar.“ Leiðangursmenn létu ekki segja sér það tvisvar. Þeir settust niður þar, sem þeir voru staddir. Þeim varð það fyrst fyrir að grípa til vatnspelans, og enda þótt vatnið væri moðvolgt, teyguðu þeir það eins og ískældan svaladrykk. Corey braut sundur landabréfið, en Wartell leit á áttavitánn. „Við erum komnir talsvert af leið,“ sagði hanp gremjulega, „og við megum þó engan tíma missa.“ „Ég veit þaö,“ svaraöi Corey. „En það er að ráði Manuels. Hann telur ótryggt að fara inn á yfir- ráðasvæði Moroanna." Wartell fussaði. „Móroar... öll eyjan er krökk af japönskum her- mönnum, og við látum eins og okkur stafi ekki nein hætta af þeim. Það eina, sem viö óttumst, eru sem sagt þessir Moroar." „Ég þekki þetta ekki nógu vel til að geta dæmt um það,“ mælti Cordy stillilega. „En það litur út fyrir að þessi Moroakynþáttur sé harður í horn að taka, stúridar hausaveiöar og annað þess háttar. Víst er um það, að hinir eiginlegu Filippseyingar eru hræddari við þá en nokkuð annaö.“ Hann glotti við. „Það undarlegasta er þó, að þeir japönsku eru ekki síður hræddir við þá, enda hafa Moroarnir fellt hermenn þeirra svo hundruöum skiptir, eftir að þeir hernámu eyj- arnar.“ „Þá eru þeir líka samherjar okk- ar,“ varð Wartell að orði. „Hvað höfum við þá að óttast?" „Samherjar,“ endurtók Corey. „Vertu ekki of viss um það. Þeir eru aöeins fyrir sjálfa- sig, og þá gildir áreiðanlega einu hvort haus- inn er sniðinn af bandarískum bol eða japönskum." ,,Það kann að vera satt,“ maldaði Wartell í móinn. „En hitt er stað- reynd jafnt fyrir þaö, aö við eyð- um dýrmætum tíma í að 'ganga í kringum einiberjarunn á þennan hátt.“ Corey athugaöi landabréfið enn um hríð. Loks kallaöi hann á leiö- sögumanninn, Manuel. „Hvað held- urðu að þessi krókur taki okkur langan tíma enn?“ spurði hann. Filippseyingurinn yppti öxlum. „Kannski fjörar stundir, hann. ,Það er alltof löng töf“, sagði Corey ákveðinn. „Við skulum halda beinustu leiö.“ Þaö kom skelfingarsvipur á and- lit leiösögumannsins. „Maroarnir hættulegir“, sagði hann. „Við verðum að láta kylfu ráða kasti“ sagði Corey. „Höldum af stað — beinustu leiö“. Leiðangursmennirnir risu á fæt ur. Að hálftíma liönum voru þeir komnir á götuslóðann. Manuel gekk fyrstur, Corey næstur, síðan Parr ish, Wartell, Grenier, Maccone og Ross í einni röð. Það leyndi sér ekki að filippeyski leiðsögumaður- inn var uggandi og kvíðinn. Hann skimaði stöðugt í allar áttir eftir hættumerkjum. Corey athugaði enn landabréfið á göngunni. Það var eitthvað þar, sem honum gekk illa aö átta sig á, svo hann kallaði á leiðsögumanninn. „Manuel... komdu hingað andar tak”. Leiðsögumaðurinn hlýddi um- yrðalaust, og nú var það Parrish, sem hafði forystuna. Slóðinn lá þarna milli ungra trjáa, og laufkrón ur þeirra náðu saman uppi yfir, svo líkast var því, að gengiö væri um gotnesk súlnagöng í miðaldadóm- kirkju. Parrish svipaðist um var- fæmislega og hélt rifflinum skot- búnum fyrir sér, Allt í einu fannst honum sem eitthvað kvikt snerti stígvélin og hann nam staöar, leit niður og bjóst við að sjá' eitur- §löngu eða eitthvað viðlíka ógeð- fellt kvikindi. Honum létti, þegar hann kom auga á granna vafnings- viðartág, sem lá yrir þveran slóö- ann. Hann hugðist halda aftur af stað, en heyrði þá einhvern annar- legan þyt, og um leið sá hann af- berktan viðarteinung, sem bambús spjót var bundið við, sveiflast upp og að sér. Áður en hann fékk vik- ið sér undan, stóð spjótið í gegn- um harin og svo hart var lagið, að hann hneig dauður niðúr án 'þéss á$ gefa frá ser minrista ihljóð..: ■ Þetta var eins og martraðarsýn. Corey bölvaði. Einhver tuldraöi Maríubæn. Grenier fannst sem inn yflin byltust til undir bringspöl- sagði | „Hver fjansdinn var þetta?‘ Það var Ro-as ' sem spurði. „Belatic", svaraði Manuel. „Belatic ... og þvað er það?‘‘ .„Gilcjra^ s^m Mbroft#(Jeggja þar,! sem þefi^úSst við márifiaférðum”, svaraði leiösögumaöurinn. „Fantar“, hvæsti Wartell. „Ég sagði þér, að Moroar gerðu sér ekki þjóðemismun“, varð Corey að orði. „Og; eiginlega er ekki unnt að lá ,þeim það. Við hyggjumst gera hið fágra eyland þeirra að orr- ustuvelli“. Lík Parrish var losaö með gætni úr gildrunni. Corey svipaðist um. Það var komiö /Pram. uridir rökkur. —- , , ________________________________ »ip—liill!lllllil, U» I I I I I, I. llillll'T l: I I I I I I.! LEIKFIMl JAZZ'BALLETT Frá DANSKIN Búnángar Sokkabuxur Netbuxur Dansbelti 1 ■fc Mlírgir litir Tk Allar stærðir Frá GAMBA I Æfinciaskór Svartir,. bleikir, hvítir Táskór Balflet-töskur V'tófí. • SÍMI 1-30-76 imnriniiiiLi1111ni111iii11111 RYÐVðRN Á EéFREIÐINA Þér veljið efnin, vönduð vinna. Gufuþvottur á mótor kostar íít. 250.00 Gufuþvottui, albotnþvottur.undirvagn kr. 600.00 Ryðvörr undirvagn og botn. Dinetro) kr.; 900.00 Ryðvörn undirvagn og botn, Tectyl kr. 900.00 Ryðvörn undirvagn og botn Encis fluid kr. 600.00 Ryðvörn undirvagn og botn Olíukvoðun kr. 450.00 Alryðvöm, Tectyl utan og innan kr 3500.00 Ryðvarnarsfóbin Spitalastig 6 FLJÖT OG GÖÐ ÞJÖNUSTA. ! ÓDÝR 0G GÓÐ ÞJÓNUSTA TEPPAHREINSUN ADVANCi Tryggir að tes>?- ið hleypur ekki Reynið viðskipt- in. Uppl. verzl Axminster, stmi 30676. Heima- sími 42239. í Þér getið sparað Með því að gera við bílinn sjálf ur. Rúmgóður og bjartur salur. Verkfæri á staðnum. Aðstaða til að þvo, bóna og ryksuga bílinn. Nýja bíiaþjónustan Hafnarbraut 17 — Kópavogi. Sími 42530. Frá Jfeklu URUOVGHS WHY ARE 30 FEW WORKERS INTHE FIELDS? AND THEY OO NOT RETURN . MYGREETING! V SOMETHINfl 15 4 WfíOA/G-f /j THE COMPOUND IS PESERTED...EXCEPT FOR MOURNERS AT OUR COTTASE! ?5M>67 by Ur Tarzan er léttur í spori, þegar hann nálgast tieimili sitt. Það er gott að koma heim eftir langa fjarveru. Hvers vegna eru svona fáir verkamenn á akrinum? Og þeir svara ekki kveðju minni. Það hlýtur eitthvað að vera að. Hér er allt autt, fyrir utari tvci syrgj endur við hús mitt. „Jane, Korak.“ PT m ** fMenwood OHEF Frá Jfeklu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.