Vísir - 02.03.1968, Blaðsíða 10
70
VISIR . Laugardagur 2. marz 1968.
Langvarandi verkföll undirbúin
Margvísleg vandræði munu
hljótast af yfirvofandi verkföll-
um, þó aö menn hafi reynt að
búa sig undir langvarandi verk-
föll eftir megni. Öll vertíðarstörf
munu þegar stöðvast, þar sem
verkföll hafa verið boðuð, en
aðeins heimabátar mega leggja
upp þar sem vinnufriður verður.
Nokkur verkalýðsfélög hafa ver-
'ð treg til að boða verkföll vegna
vertíðarinnar, sérstaklega félög-
in á Suðurnesjum og Snæfells-
nesi. Atkvæðagreiðsla stendur
nú yfir hjá Verkalýðs- og sjó-
mannafélagi Keflavíkur um það,
hvort félagið' eigi að boða verk-
fall, en atkvæðagreiðslunni mun
Ijúka í dag.
Af því er Ragnar Guðleifsson,
formaður félagsins sagði í viðtali
við Vísi hafa verkamenn og sjó-
menn í Keflavík ávallt verið tregir
til að standa I verkfallsaðgerðum
um þetta leyti árs. „Þorskurinn bíð
ur ekki“, sagði hann.
Ragnar sagði að útlit væri fyrir
ágæta vertíð, ef ekki kemur til
verkfalla og sæmilegar gæftir verða
bví að meiri fiskur virðist vera
genginn upp en verið hefur undan-
farin ár, a.m.k. meira en í fyrra-
vetur.
Ef til verkfalla kemur í Keflavík
stöðvast allt utanlandsflug frá
Keflavíkurflugvelli, þar sem flug-
völlurinn er á áhrifasvæði verka-
'vðsfélaganna í Keflavík. Þota
Flugfélags íslands mun þá stöðvast
en óvíst er hvort flugvélar Loft-
leiða muni stöðvast, þar sem þær
geta flogið milli Evrópu og Banda-
ríkjanna án þess að lenda hér á
leiðinni.
Alfreð Elíasson, forstjóri Loft-
leiða sagði, að ekki heföi verið tek-
in nein afstaða hvort flugvélarnar
verði látnar fljúga yfir, enda er
enn vika til stefnu, þó aö til verk
faila komi í Keflavík.
Nokkrir útgerðarmenn hafa
undirbúið báta sína til þess að
fara á salt, 'ef til verkfalla kem-
ur og reyna þá aö halda þeim úti
eins lengi og kostur verður á.
Útgerðarmenn munu ekki hafa
áhuga á að leita eftir undanþágum
til þess að veiða fisk í soðið fyrir
íbúa á Reykjavíkursvæöinu. Þeir
telja heppilegast að verkfallið komi
af fullum þunga niöur á öllum —
Útgerðarmenn virðast vera svart-
sýnir á að verkföllunum verði af-
stýrt.
Bæjarútgerð Reykjavíkur hefur
nú sent alla sína togara til veiða
áður en verkföllin skella yfir. Þrír
togarar fóru í gærkvöld, einn í
dag, en sá fyrsti fór í fyrrakvöld.
Marteinn Jónasson forstjóri BÚR
sagði, að tveir togarar heföu verið
kallaðir gagngert inn til þess að
búa þá undir verkföll í landi og
að togararnir yrðu látnir sigla með
aflann og halda beint á miðin, ef
verkföll drægjust á langinn.
Ekki viröist vera ástæöa til að
óttast, að til matvælaskorts komi
í Reykjavík og í nágrenni, þó að
verkföllin dragist á langinn.
Sigurliöi Kristjánsson, annar eig-
andi Silia og Valda, sagði að ekki
myndi koma til vöruþurrðar í mat-
vöruverzlunum í borginni. Þeir
hefðu t. d. birgðir til mánaðar og
sjálfsagt væri ástandið svipað hjá
öörum matvörukaupmönnum.
Þá sagðist Stefán Björnsson, for-
stjóri Mjólkursamsölunnar búast
við því, að veitt yrði undanþága
til mjólkursölu, þó að samninga-
nefndirnar hafi ekki tekið afstöðu
til þess ennþá.
VerkfalB —
m-*-1. siðu.
Gunnar benti og á að flest félög
væru mjög illa sett og mörg, eins
og t. d. hraöfrystihúsin, hefðu ver-
ið rekin með miklum halla að und-
anförnu. Það væri því spurningin
hvar ætti aö taka fjármunina ti!
að greiða vísitölubæturnar..
Gunnar kvaöst vera svartsýnn á
að samkomulag næðist fyrir mánu-
dag, en í sama streng tóku Hanni-
bal Valdimarsson, Björgvin Sigurös
son, framkvæmdastjóri Vinnuveit-
endasambands Islands og fleiri,
sem Vísir hafði tal af.
UMFERÐAR-
TAKMÖRKUN
KL. 0300-0700
Umferðarstöðvun—
!»->- 1. síöu.
ráð fyrir aö sjálfboðaliðar í
Reykjavík verði 1000 til 1200.
Á það var sérstaklega bent á
fyrrnefndum fundi, að sami há-
markshraði úti á þjóðvegunum
verður fvrir stóra bíla og litla
eftir breytinguna, en núgildandi
reglur gera ekki ráð fyrir að
fólks og vöruflutningabílar aki
hraðar en 60 km á klukkustund.
Með þessu ætti framúrakstur að
minnka, en við hann verða flest
alvarlegri umferðarslysin úti á
vegum landsins.
Framkvæmdanefnd H-umferð
ar var að þvf spurð, hvort tafir
yrðu á framkvæmd hægri um-
ferðar, ef langvarandi verkfall
skylli á, því var til svarað, að
verkfall mundi ekki breyta fyrir
huguðum H-degi. Hins vegar
gæti það haft alvarlegar tafir í
för meö sér, varðandi breyting-
ar á almenningsvögnum og vrði
væntanlega að gera sérstakar
ráðstafanir ef til kæmi.
BORGIN
LÆKNAÞJÚNUSTA
SLYS:
Sími 21230 Slysavarðstofan 1
Heilsuverndarstöðinni. Opin all-
an sólarhringinn. Aðeins móttaka
slasaðra
SJÚKRABIFREIÐ:
Sími 1X100 f Reykjavík. í Hafn-
arfirði ' sfma 51336
NEYÐARTILFELLI:
Ef ekki næst f heimilislækni
er tekið á móti vitjanabeiðnum i
síma 11510 á skrifstofutfma. —
Eftir kl. 5 sfðdegis f sfma 21230 f
Revkiavfk
KVÖLD- OG HELGIDAGS-
VARZLA LYFJABÚÐA:
I Reykjavík: Reykjavíkurapótek
— Borgarapótek.
I Kópavogi. Kópavogs Apðtek
Opið virka daga kl. 9—19 laug-
ardaga kl. 9—14. helgidaga kl
13-15
Læknavaktin f Hafnarfirði:
Laugard. til mánudagsmorguns
Kristján Jóhannesson, Smyrlu-
hrauni 18. Sími 50056.
NÆTURVARZLA LYFJABÚÐA:
Nfæturvarzla apótekanna t R-
vík, Kópavogi og Hafnarfirði er '
Stórholti 1 Sfmi 23245
Keflavíkur-apótek er opið virka
daga kl. 9—19. laugardaga ki
9 — 14 helea daga kl 13 — 15
ULKYNNINGAR
Kvenfélag Háteigssóknar minn
ist 15 ára afmælis síns með sam-
komu í veitingahúsinu Lídó
sunnudaginn 10. marz og hefst
hún með kaffidrykkju kl. 3 e.h.
Til skemmtunar verður m. a. upp-
lestur og einsöngur. — Safnað-
arfólk, sem vildi taka þátt í af-
mælisfagnaðinum er velkomið eft-
ir því sem húsrými leyfir. Þátt-
taka tilkynnist fyrirfram og eigi
síðar en fyrir hádegi á föstudag
í síma 13767, 16917 og 19272.
Kvennadeild Slysavarnarfélags-
ins í Reykjavík. — Heldur fund á
Hótel Sögu mánudaginn 4. marz,
kl. 8.30. Til skemmtunar: Gaman
þáttur: Jörundur Guðmundsson.
2 þjóðkunnir leikarar skemmta
kl. 10. — Fjölmeonið.
Stjórnin.
Frá Bridgefélagi Reykjavíkur
Eftir sjöttu umferð (af níu) í
sveitakeppni félagsins í Domus
Medica er staöan þessi: 1. Hjalti
Elíasson 43, 2. Steinbór Ásgeirs-
son 35, 3. Hilmar Guðmundsson
32, 4. Ilörður Biöndal 31, 5. Sím--
on Símonarson 31, 6. Jakob Ár-
mannsson 26, 7. Dagbjartur
Grímsson 26, 8. Öm Amþórsson
26, 9. Benedikt Jóhannsson 24, 10.
Halia Bergþórsd. 24, 11. Gunnar
Sigurjónsson 24, 12. Elín Jónsd.
24, 13. Halldór Ármannsson 23,
14. Andrés Sigurðsson 19, 15.
Guðrún Bergs 18, 16. Árni Páls-
son 15, 17. Unnur Jónsd. 11, 18.
Ólafur H. Ólafsson 1r. 0.
HEIMSÓKNARTIM! Á
SJÚKRAHÚSUM
ELiheimilið Grund Alla daga
kl 2-4 og 6.30-7
“æðingardeild Landsspftalans
Alla dag' kl 3 — 4 og 7 30 — 8
Fæðingarheim«li Revkiavíkut
lla daga kl 3 30—4 30 og fvm
"i'ður kl 8—8 30
Kópavogshælið Eftir hádeg'
daelega
Hvítabandíð Mla daga frá kl
3—4 og 7-7.30
Farsóttahúsið Alla daga kl
' 70 5 og 6.30-7
Klepnsspítalinn Alla daga kl
3-4 op 6.30—7
Sér-símaskrár
Götu- og númeraskrá yfir símnotendur í
Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garða-
hreppi og Hafnarfirði, er komin út í takmörk-
uðu upplagi.
Skrárnar eru bundnar í eina bók. Fremst er
götuskráin og númeraskráin næst á eftir.
Bókin er til sölu hjá Innheimtu landssímans í
Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði.
Verðið er kr. 175.00 eintakið.
BÆJARSÍMINN í REYKJAVÍK
Skrifstofuhúsnæði
Til leigu er 240 ferm. skrifstofuhúsnæði á 2.
hæð að Grettisgötu 2 A (áður skrifstofur Ás-
björns Ólafssonar). Laust nú þegar.
Upplýsingar gefur
RAGNAR TÓMASSON hdl.
Austurstræti 17 . Símar 24645 og 16870
SMITH-CORONA
30GERÐIR
Stórkostlpgt úrval rit-og reikni-
véla til sýnis og reynslu'i nýjum
glæsilegum sýningarsal;
ásamt Taylorix bókhaldsvélum og
fullkomnum samstæðúrri skrifstofu-
húsgögnrjim
SKRIFSTOFUTÆKNI
ArnuUa 3, afnii 3B DUO.
Þú verður að sveria aö segja
það engum, þó að ég hafi svarið
að segja það engum...
VISIR
50
jyrir
árum
HLUTAVELTA
I sambandi við verka-
mannafélagiö Dagsbrún og Há-
setafélagiö heldur V. K. F. Fram-
sókn hlutaveltu sunnudaginn 3.
marz kl. 8 e. h. í G. T. húsinu til
ágóða fyrir styrktarsjóð félag-
arina. Þar verða margir góðir og
eigulegir hlutir, bæði ætir og ó-
ætir. Engin núll.
Drátturinn kostar 25 aura.
Inngangur 25 aura. — Allir félags
menn og konur ættu að styrkja
hlutaveltu þessa með því að
koma og draga. — Nefndin.
Vísir 2. marz 1918.
Frá Núpverjum
I fréttagrein, sem birtist í öll-
um dagblöðum borgarinnar fyrir
jólin í vetur og sagði frá nýgeröu
líkani af gamla skólahúsinu á
Núpi, var þess getið, að Núpverj-
ar yrðu boðaðir á fund snemma á
þessu ári, til skrafs og ráðagerða.
Slíkir fundir hafa verið haldnir
áður og þótt vel takast. Næsti
fundur er ákveðinn sunnudaginn
3. marz n. k. f Tjarnarbúð uppi
(Oddfellowhúsinu), og hefst kl.
14. Er hér með heitið á nemendur
Núpsskóla. yngri og eldri búsetta
hér syðra, svo og aðra vini og vel
unnara skólans, að sækja fund
þennan. Þar gefst mönnum tæki-
færi til þess að ræða við skóla-
systkini sín, og þar geta menn
líka komið á framfæri nýjum hug
myndum um, hvernig fjariægir
vinir skólans geta bezt unnið að
hagsmunum hans og velgengni.
Nefndin, sem kosin var á síö-
asta fundi, mun á þessum fundi
gera erein fvrir störfum sínum
skyndihappdrætti verður til
stuðnings málefnum skólans og
gjafabókin verður til sýnis. Nefnd
armenn munu og hafa líkön af
namla húsinu með sér, svo að
fundarmenn geti eignazt það, sem
vilia Enn er nokkuð óselt af
líkönum, en með því, að unolagið
var ekki stórt. er mönnum rient
á að kaupa líkan sem fyrst. Vænt
anleca verður hægt að sýna mynd
ir að vestan á fundinum.
Nefndin trevstir hví, að menn
sæki vel umræddan fund, sjálf-
um sér til skemmtunar og mál-
efnum Núpsskóla til stvrktar.
Nefndln.
er- ■ ~-ran
•Vrrerr-