Vísir - 02.04.1968, Side 2

Vísir - 02.04.1968, Side 2
- ■ ' : Siglfirðingarnir vöktu verðskuldaða athygli. Þeir heita Jóhann Jónsson, Sig. Steingnmsson, „VILDI HAFA Þ MEÐ MÉR, HAUKANA" — segar nýliðinn í Inndsliðinu, ÞÓRÐUR SIGURÐSSON © Um næstu helgi stendur slagurinn við Dani í lands- leik í Laugardal, — öðru sinni hér heima gegn þess- um „erfðafjöndum“, sem alltaf hafa „s!oppið“ með sigur yfir landsliði okkar í handknattleik. Lið íslands hefur verið kynnt í blöðurn, og leikur einn nýliði með liðinu, Þórður Sigurðsson úr Haukum, en hann þekkja handknattleiksunnendur fyrir skemmtilega leiki, góða knatttækni og skothörku í leikjum með „spútnik“-lið- inu Haukum. Þórður er 23 ára gamall fæddur 3. fhaí 1944 í Hafnarfirði og varð hann þar af leiðandi snemma spenntur fyrir handboltanum eins og fleiri þar um slóðir, en Hafn- firðingar hafa útvegað ófáa menn i landsjiðið eíns og kunnugt er og er Þórður sá nýjasti 1 hpói lands- liðsmanna þaðan. Þóröur fékk eins og fleiri Hafn-, fiðingar tilsögn frá Hallsteini j Hinrikssyni í æsku. Hallsteini má i þakka það öðrum fremur aö hand- I knattleikurinn, leikurinn, sem virö j ist eiga svo vel við íslendinga, ! festi rætur hér á landi. Hallsteinn j „ól upp“ jafnaðarlega stóra hópa af j handknattleiksfólki, — og sjálfur j „útvegaöi“ hann afbragðs fólk í i raðir íþróttamanna í Firðinum, m.a. í keppa tveir synir hans, Örn og j Geir með landsliðinu um helgina. j Það var með FH, sem Þórður byrjaði að leika. Þaö var í 3. fl„ en tveim árum síðar skipti hann yfir í Hauka með félögum sínum úr sama bæjarhverfi, seni ákváðu að fara að keppa fyrir þetta hálf gleymda og hálfdauða félag, sem þá var. Ári síðar varð Þórður Is- landsmeistari með Haukum í 3. flokki, var þar lykilmaður ásamt Ólafi Ólafssyni og frjálsíþrótta- manninum Kjartani Guðjónssyni. I 2. flokki var Þóröur lítt virkur, en þegar Haukar byrjuöu í 2. deild kom hann aftur fram á sjónarsvið- iS- Haukar reyndust þegar mikilr' keppnismenn og skemmtilegt lið, lið, sem fólk kunni aö meta, liðið sem gat gert hið óútreiknanlega. Li,6ið fór upp í 1. deild og hefur vérið þar í nokkur ár. Þórður, sem er lærður mátsveinn fór utan eitt ár, steikti gimilegar lambasteikur úti við glugga Iceland Food Centre steinsnar frá Piccadilly Circus í London, en nú hefur hann ásamt öðrum sett á laggimar matvöm- verzlunina Kjöt og Réttir við Strandgötu í Hafnarfiröi. Vinnur hann einnig að sinni grein, sér um veizlur í heimahúsum m.a. Þórður hefur alltaf reynzt drjúg- I áð skora mörk fyrir lið sitt og ævinlega veriö meðal marka- hæstu manna í 1. deild, en eihnig hefur hann verið varnarmaður í bezta flokki: Við röbbuðum við Þórð stuttu eftir að landsliðsnefnd tilkynnti val sitt. Þóröur hafði þá ekki fengið neina vitneskju um að hann hefði verið valinn. „Ég bjóst hreinlega ekki við að verða valinn, þó að ég væri £ lið- inu gegn pressuliðinu á dögunum, það komu svo margir tii greina £ lið ið þetta sinn. Ég er yfir mig ánægð ur með að fá þetta tækifæri og verð að segja að ég er mjög ánægð ur með liöið í heild. Ég hef kynnzt strákunum i gegnum æfingamar og finnst að „mórallinn", liðsand- inn, sé eins og bezt verður á kosið þó að menn væm ekki ánægöir eftir jafnteflið við pressuna. En það er kannski ekki að undra þvi að allt of oft hefur landsliðið tapað nið ur því sem áunnizt hefur í fyrri leikjum. Þetta verður að laga sem fyrst, —og það áður en við keppum við Danina'*. — Hverja mundirðu vilja hafa með þér í landsliðinu úr Haukalið- inu, ef þú mætt.ir velja? spyrjum við Þórð. „Alla“, segir hann af bragði, „en þó sérstaklega þá Ólaf Ólafs- son og Stefán Jónsson. Með Óla er gott að leika handbolta". segir Þórður. Þetta sama sagði „maður inn á þröskuldinum“, Gísli Biöndal við undirritaðan, eftir að hann lék með Ólafi í pressuliðinu á dögun- um. — klp — Haraldur Kornelíusson og Jóhannes Guðjónsson, efnilegustu leikmenn okkar í unglingaflokkum. Badminton á réttri leið: Nú koma unglingarnir fram í sviðsljósið Dagana 23. og 24. marz s.I. var háð í Reykjavík landsmót ungmenna I badminton, hið fyrsta sinnar tegundar á Islandi. Þátttakendur voru ails 33 að tölu, og skiptust milli féiaga sem hér segir: Frá Tennis- og badmintonfélagi Siglufjarðar 4. Frá íþróttabandalagi Akraness 7. Frá Knattspymufélagi Reykjavíkur (K.R.) 3. Frá Knatt- spyrnufélaginu Val 10. Frá Tennis- og badmintonfélagi Reykjavikur 9. Keppt var i þrem flokkum, þ. e. unglingaflokki, drengjaflokki og sveinaflokki. Orslit urðu þessi: í unglingaflokki einliöaleik sigr- aði Haraldur Komelíusson frá TBR. Jóhannes Guðjónsson frá ÍA, meö 15:6 og 15:2. Unglingar tvíliðaleikur: Jóhannes ansson frá TBR sigruöu Harald Kornelíusson og Finnbjöm Fiim- bjömsson meö 15:11 og 15:8. I drengjaflokki einliðaleik sigr- aði Jón Gíslason, Val, Sigurð Steingrímsson frá Siglufirði, með 11:5 - 1:11 og 12:10. í drengjaflokki tvíliðaleik sigr- uðu Gunnar Blöndal og Ingólfur Jónsson þá Jóhann Jónsson og Sigurð Steingrímsson, með 18:14 — 12:15 og 15:4, en allir þessir piltar em frá Siglufirði. Sveinaflokk einliöa vann Hörð ur Jóhannsson frá Akaanesi. Keppi nautur hans ver Helgi Benedikts- son frá Val. Hörður sigraði með: 12:10 — 11:8. í sveinaflokki tvíliðaleik sigruðu Helgi Benediktsson Val og Þórhall ur Bjömsson einnig frá Val, þá Öm Geirsson TBR og Hörö Jó- hannesson frá Akranesi með 15:6 — 15:2. Mót þetta, sem stjómað var af Garðari Alfonssyni, fór í alla staði vel fram og var spennandi á að horfa allt til loka. Eftirtektarvert var hve Siglfirð- ing eiga efnilega pilta þegar tekiö er tillit til þess skamma tíma sem þeir hafa haft góða aðstöðu til badmintoniðkana . En mesta eftirtekt og aðdáun áhorfenda vöktu þrír leikmenn i unglingaflokki, þeir Jóhannes Guð jónsson frá Akranesi, og Haraldur Kornelíusson og Sveinn Kjartans- son frá TBR. ICS8 skipar í nefndir KSÍ hefur nú skipað í hinar ýmsu nefndir, sem vinna eiga hin margvíslegu verk fyrir sambandið á næsta starfsári og skýrir stjórn in frá skipun þeirra í nýútkomnu fréttablaði, sem er nýjung frá þeim bæ. Nefndirnar eru þannig skipað- ar. Unglinganefnd skipa: Árni Ágústsson Öm Steinsen Steinn Guðmundsson Dómaranefnd skina. Einar Hjartarson m-* 10. síða. V í SIR . Þriðjudagur 2. april 1968. Q

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.