Vísir


Vísir - 02.05.1968, Qupperneq 3

Vísir - 02.05.1968, Qupperneq 3
V1SIR . Fimmtudagur 2. maí 1968. 3 Ennþá er of kalt til þess að spranga mikið um bakkana... I LEIT AÐ SOL Jþó að sumarkomunni hafi ver- ið fagnað í sólskini, andar ennþá köldu og viö finnum þannig návist hafíssins, sem lón ar fyrir Norðurlandi í löngum röstum. Eigi aö síður láta sól- dýrkendur enga stund sem gefst ónotaða til þess að safna hraust legum litarhætti á húðina. Þaö fjölgar á baðstöðunum í borg- inni og sjá má um hádegisbil, hvar fólk leitar skjóls fyrir norð angoiunni og sleikir þessa fyrstu sólargeisla sumarsins af áfergju. Það fer jafnvel svolítill vor- fiðringur um vanafasta kontor- þræla, þegar þeir létta af sér okinu í ofurlitlum göngutúr um miðdegið, ellegar bregða á sund sprett vestur i sundlauginni á Melunum. — Kannski eygja menn ofurlitla huggu í sumrinu, í sumarfríi norður í landi, eöa lystireisu suður á sólarströnd Spánar. — Ef til vill er þaö bara draumur um ökutúr upp í sveit... í Sundlaug Vesturbæjar, þar sem yndisþokki þessarar borgar opinberast hvað bezt á heitum sumardögum — svömluðu nokkrir kyrrsetumenn í veikri von um að ná aftur einhverju af þeirri hreysti, sem vetrin löng hafa rænt þá meö eilífri inniveru og ofhleðslu í mat. Flestum veitir sannarlega ekki af að fá sér vænan sundsprett eftir fermingarveizlurnar og páskahátíðina. Má vera að ein- hver verði sprækari í haust... f heitu kerunum dormaði fólk letilega — golan er enn þá of köld til þess að spranga um bakkana í baðfötum, eða leggja sig í sólbað úti á grasbiettin- um við laugina. Fáeinar blóma- rósir lónuðu um iaugina af hæg um þokka og nokkrir sundgarp- ar brugðu þar á hraustiegan sprett... Ljósmyndarinn brá sér niður í kjallarann við Iaugina og beindi ljósopinu gegnum glugg- ann — undir yfirborðið. Geisla brot vatnsins koma fram eins og stríðsmálning á andliti sund- konunnar, sem synti þar fram hjá .. Svo lygnir hann einn daginn og sólbekkirnir fyllast af lífi, sóiþyrstu fólki, sem bíður þess í þoiinmæði að verða brúnt.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.