Vísir - 02.05.1968, Side 16
Fimmtudagur 2. maí
Jóhannes Geir
opnnr sýningu
í Unuhúsi
Jóhannes Gelr, listmálari
opnaði í gœr málverkasýningu
í Unuhúsi við Veghúsastíg, en
hann hefur ekki haldið sjálf-
stæða máiverkasýningu lengi.
Myndimar sem Jóhannes sýnir
að þessu sinni eru gerðar á ár-
unum ’62—’68, tuttugu og þrjár
talsins og verða sautján þeirra
tii sölu.
Sýningin verður opin til 12.
mai.
Fanney RE fórst í ísnum
við HORN í nótt
— Sjö menn björguðust á gúmmbáti
Q 138 brúttólesta vél-
bátur frá Reykjavík,
Fanney RE-4, sökk á
miðnætti í nótt, staddur
25 sjómílur suðaustur af
Horni. Áhöfnin, 7 menn,
bjargaðist í 2 gúmbjörg-
unarbáta og síðan um
borð í vélbátinn Björg-
vin frá Dalvík, sem kom
með skipbrotsmennina
til Siglufjarðar um kl. 8
í morgun.
Skipstjóri á Fanney,
Kristján Rögnvaldsson,
sem er búsettur á Siglu-
firði, sagði í viðtali við
Vísi í morgun, að þeir
á bátnum hefðu orðið
varir við leka í bátnum í
gærkvöldi um kl. 10.30,
þegar þeir voru staddir
vestur við Reykjafjarð-
arál.
„Dælurnar höfðu ekki undan
og um tólf-leytið uröum við að
fara í bátana, en tíu mínútum
yfir miðnætti var hún sokkin.“
„Voruð þið einskipa, Kristj-
án?“
„Já, en það voru bátar aust-
an við okkur, sem við náðum
sambandi við og Björgvin frá
Dalvík kom og tók okkur kl.
0.30.“
„Við vorum á leið ti'l Siglu-
fjarðar frá Reykjavík, en þar
hefur báturinn verið í viðgerð
í vetur. Þaö var sett i hann spil
og fleira tilheyrandi og ætlun-
in var að fara á troll. Frá
Reykjavík lögðum við af stað
kl. 9.30 á þriðjudagskvöld."
„Var ekki ógreiðfært fyrir
Horn vegna íssins?"
„Ja, ógreiðfært!? Það var
tölvert íshrafl og þéttar spang-
ir, en auövelt að krækja fyrir
þær.“
„Hvað heldurðu, aö hafi
valdið lekanum? Rekizt á fs
kannski?"
„Það er ekki svo gott að segja
til um það.“
„Gátuð þið bjargað ein'hverju
með ykkur í bátana?"
„Við gátum bjargað mestu af
fatnaöinum."
„Varð nokkrum meint af?“
„Nei. Engum varð meint af.“
V.b. Björgvin skildi skipverja
á Fanneyju eftir á SiglufÍTði, en
báturinn lagði strax af stað til
Dalvíkur til að landa afla sin-
um þar. Báturinn var á togveið-
um út af Húnaflóa, þegar frétt-
ist, hvernig komið var fyrir
skipverjum á Fanney.
„Við vorum ábyggilega næst-
ir þeim“, sagði Jón Sigurðsson,
skipstjóri á Björgvin, við Vísi.
„Ætli við höfum ekki verið
svona 15 sjómílur frá þeim, en
það var töluverður ís á leiðinni
og myrkur og feröin sóttist
seint. Ótal stefnubreytingar og
siglt á hægri ferð.“
„Við vorum með trollið úti,
þegar þetta gerðist, en hífðum
það inn. Annars var það tog-
arinn Kaldbakur, sem fyrstur
m-> 10. sfða.
Öxulþungi bifreiöa er ennþá
takmarkaöur á flestum þjóðvegum
landsins, og hefur takmörkunin
nú verið í gildi í langan tíma. Var
henni þó aflétt fyrir skömmu á
þjóðveginum í Árnessýslu og í
Mosfellssveit. Færð hefur batnað
víða undanfarna daga, þar sem
frostið hefur og dregið úr aur-
bleytu. Margir fjallvegir norðan-
lands eru þó ófærir sem stendur
vegna snjóa, en reynt verður að
opna þá eins fljótt og veöur leyfir.
Þessi mynd er tekin i Hvalfirði,
er stór bifreið festist í aurbleytu á
veginum. Myndina tók Edvard
Sverrisson, en hann var einn af
Verzlunarskólanemunum, sem
gistu á Holtavörðuheiði og er
myndin tekin þegar þau voru að
fara í bæinn á mánudaginn.
ísraei
20
ara
i
Jóhannes Geir hjá myndum sínum.
miklar tilfæringar til aö ná honum upp.
dag
Heybíli sökk niöur í veginn í Hvalfjarðarbotni og
FORARSLARK Á VEGUM-
SNJÓÞYNGSLI Á HEIÐUM
Herþotur mynduðu Dav'iðsstjörnur yfir
Jerúsalem meðan hergangan mikla var farin
i trássi við tilmæli Öryggisráðs S.Þ.
230 toim í netin
í fjórum róðrum
Þegar í gærkvöldi hóf-
ust hátíðahöld í ísrael til
þess að minnast 20 ára af-
mælis ísraelska ríkisins.
IVIest var um að vera og
verður í Jerúsalem, en þar
var dansað og sungið í gær
kvöldi fram á nótt á göt-
um úti, og í dag fór fram
hergangan mikla í trássi
við tilmæli Sameinuðu
hjóðanna um að hætta við
hana.
Veður er hið fegursta, himinn
heiður og blár og aöeins hvítir
þokuhnoörar á stangli, svo að
hundruð þúsunda geta notið þess
við v aztu skilyrði, að sjá næstum
300 herþotur og sprengjuflugvélar,
sem sigruðu Egyptaland á nokkr-
um klukkustundum að segja má,
fljúga yfir Jerúsalem og aðra bæi
landsins í fópflugi og mynda
Davíðsstjörnur á fluginu.
í hergöngunni, sem veröur
margra klukkustunda ganga, verða
sovézkir skriðdrekar og önnur
hertekin vopn.
Arabar f jórdanska hlutanum í
Jerúsalem halda sig flestir innan-
húss að tilmælum leiðtoga sinna.
Öryggisráö Sameinuðu þjóðanna
kom saman á fund í gærkvöldi og
ræddi málið, en frestað var fundi
eftir nokkrar umræður þar til
í kvöld, án þess að neitt væri gert
í málinu.
Vélbáturinn Ásþór er búinn að
fá um 230 tonn í fjórum róðrum
nú í vikunni og vikunni sem leið.
Asþór rær með net og hefur aflaö
mjög vel í vetur.
Söniu sögu er þó ekki að segja
um alla netabáta hér suðvestan-
lands. Fiskirí hefur verið mjög mis-
jafnt, 20 tonn í lögn hjá netabátum
þegar bezt lætur, en margir bát-
anna iáta netin liggja tvær nætur.
Nótabátar hafa rekið í dágóðan
afla öðru hverju og komu tveir
inn til Reykjavíkur i fyrradag,
Sigurvon með 45 tonn og Birtingur
með 38 tonn. Hæstur Reykjavíkur-
báta á þessari vertíð er Ásþór með
um 750 tonn núna um mánaðamót-
in.
Nokkrir Suöurnesjabáta eru
komnir með um þúsund tonn á ver-
tíðinni sömuleiðis hæstu bátarnir
á Hornafirði en þar hefur fiskazt
vel í vetur, einkum framan af ver-
tíð og er aflinn þar mun betri en
i fyrra.
Aftur á móti er þessi vertið með
þeim lélegri á Breiðafirði og hafa
netabátar þaðan sótt hingað suður
nú til skamms tíma.
Námsstyrkir
Háskólinn í Köln býður fram
styrk handa íslendingi til náms þar
við háskólann næsta háskólaár, þ.e.
tímabilið 15. október 1968—15. júlí
1969. Styrkurinn nemur 400 þýzk-
um mörkum á mánuði og styrkþegi
þarf ekki að greiða kennslugjöld.
Næg þýzkukunnátta er áskilin.
Spænsk stjórnarvöld bjóða fram
styrk handa íslendingi til háskóla-
náms á Spáni námsárið 1968—69.
Styrkfjárhæðin er 5000 pesetar á
mánuði tímabiliö 1. október—31.
maí, en auk þess fær styrkþegi
3000 peseta við komuna til Spánar
og er undanþeginn kennslugjöldum.
Umsóknir um styrki þessa skulu
hafa borizt menntamálaráðuneytinu
fyrir 31. maí n.k., og fylgi stað-
fest afrit prófskírteina, svo og með-
mæli. Umsóknareyðublöð fást í
menntamálaráðuneytinu og erlendis
hiá sendiráöum íslands.