Vísir - 18.05.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 18.05.1968, Blaðsíða 3
' mm V1SIR . Laugardagur 13. maí 1968. LÁTIÐ OKXUR INNHEIMTA... Þab sparar yður t'ima og óþægindi INNHEIMTUSKRIFSTOFAN Tjarnargötu 10 — 111 hæð -Vonarstrætismegin — S'imi 13175 (3l'mur) Hér sjáum við allan hópinn framan við verðlaunamyndirnar með verðlaunin í höndunum, bókina „Veröldin og við“. \ Þær voru margar skemmtilegar myndirnar sem hlutu verð- laun. Þessi sérkennilega mynd er eftir Sigmund í Laugalækj- arskóía. Þarna hefur einhver ekið á Ijósastaur, en myndina teikn„ði Finnur í Mýrarhúsaskóla. OGREIDDIRI REIKNINGARm UMFERÐARMYND- IR BARNANNA T dag bregður Myndsjáin sér niður í Góðtemplarahús til að skoða sýningu sem Umferðar nefnd Reykjavíkur stendur fyrir en þar eru meðal annars til sýn is 20 verðlaunamyndir eftir börn úr barnaskólum Reykja- víkur og nágrennis, en efnt var til samkeppni í öllum barnaskól unum á höfuðborgarsvæðinu sl. vor um beztu teiknimyndir úr umferðinni. Síðan valdi teiknikennari hvers skóla 10 beztu myndirn ar og Fræðslu- og upplýsinga- skrifstofa Umferðarnefndar Reykjavíkur fékk síðan myndirn ar £ hendur 3ja manna dóm- nefnd, sem valdi eina mynd úr hverjum skóla. Dómnefndina skipuðu þau Ásmundur Matth- íasson lögregluvarðstjóri, Jens Kristleifsson teiknikennari og Þórir Sigurðsson teiknikenn- ari. S.l. fimmtudag afhenti Ósk- ar Ólason yfirlögregluþjónn síðan 20 börnum bókina „Ver- öldin og við“ í verðlaun. Nú er búið ag hengja myndirn ar eftir börnin upp niðri í Góð- templarahúsi, og þar geta allir skoðað þær, og annað sem þar er til sýnis, svo sem verðlauna myndir úr ljósmyndasamkeppni, líkan af nýju lögreglustöðinni, Það er líka hægt að fá ýmsar upplýsingar varðandi umferðar- breytinguna, en það er Fræðslu og upplýsingaskrifstofa Umferö arnefndar Reykjavíkur sem hef ur með alla upplýsingastarf- semi varðandi þau mál að gera. Ýmsa bæklinga um umferðar- mál er einnig hægt að fá þar á staðnum. Sýningin veröur opin frá 2 — 10 daglega fram að H-degi. Börnin sem verðlaunin fengu fyrir myndir sínar eru þessi: Elísabet (Lækjarskóla Hafn.) Elínborg (Öldutúnsskóla Hafn.) Sævar (Vesturbæjarskóla) Elín (Varmárskóia Mos.) Freyr (Laug arnesskóla) Jódís (Miðbæjar- skóla) Sigmundur (Laugalækjar skóla) Si'gurbjörg (Æfingad. Kennaraskólans) Elín Ágústa (Álftamýrarskóla) Haukur (Höfðaskóla) Kristjana (Barnaskóla Garðahr) Ósk (Aust urbæjarskóla) Anna (Landakots skóla) Elín Ebba (Digranes- skóla) Erla (Bjarnastaðaskóla Bessastaðahr.) Kristinn (Grinda víkurskóla), Einfríður (Kársnes- skóla), Sigrún (Kópavogsskóla), Finnur (Mýrarhúsaskóla) og Trausti (Árbæjarskóla). Þessi mynd er gerð af Elínu Ebbu í Digranesskóla.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.