Vísir - 18.05.1968, Blaðsíða 4

Vísir - 18.05.1968, Blaðsíða 4
sv> w : Hann hefur spilað „Rock Around the Clock44 9 þ ús. sinnum — og heldur jbv'i enn áfram Skoöun bifreiða. Ymsar skyldur eru lagðar á herðar borgaranna, og ýmsa þjónustu ber þeim að þiggja. — Meðal annars skulu allar bifreið ar færðar til skoðunar ár hvert. Þetta véfengir enginn og öllum þykir þetta sjálfsagt, enda er notkun bifreiða snar þáttur í daglegu lífi borgarbúa sem ann- arra. Skoðun bifreiða hefur staðið um nokkurt skeið í Reykjavík og skal ákveðin núm- eraröð koma dag hvern. Telja bifreiðaeigendur að þessi bif- reiðaskoðun hafi ekki farið fram sem vera ber, og gangi skoðun in alltof seint, svo að menn hafi orðið að bíða tímum saman. Einn bíleigandi segir meðal annars þá sögu, að hann hafi mætt með slnn bíl klukkan hálf þrjú þann dag sem koma átti tll skoðunar. Voru þá tveir skoðunarmenn að starfi, en fljótlega þurfti annar skoðunar- manna að vikja sér frá, þrátt fyrir það að nokkrir bifreiða- eigendur voru þegar farnir að bíða. Eftir rúma klukkustund kom sá til baka, sem frá hafði vikið sér, en þá þurfti hinn skyndilega að skreppa, þrátt fyrir óánægju beirra sem biðu, en heir létu hana óspart í ijósi. Klukkan hálf fimm komst þessi bifreiðareigandi að, sem segir söguna, en bá var biðtim inn orðinn tveir tímar. Til skoð unarinnar varð hann að eyða þremur tímum alls frá þvi að hann vék sér frá vinnu en hann varð að fá sér frí til að færa bíl sinn til skoðunar en þannig mun baö vera hjá all- mörgum. Var þessi bifreiðaeig- andi sáróánægður með þjónustu Bifreiðaskoðunar ríkisins að þessu sinni og taldi að með þessu væri bifreiðaeip'-ndum .sýndur dónaskapur, sem væri óþarfur. Spurningin. er, hvort ekki er nauðsyn á að breyta fyrirkomu-' lagi á skoðun bifreiða. Ef bif- reiðaeftirlitiö getur ekki haft fleiri starfsmenn við vinnu sem hafa tíma til að sinna starfi sínu, bá þarf að láta skoðunina fara fram á lengri tima, svo að færri bílar séu færðir til skoð- unar hvern dag. Ekki ætti aö saka þó að skoðunin færi fram meiri hluta ársins. H-messur. „Kaffikerling" vill koma á framfæri mótmælum vegna H-á- róðurs í kirkjum landsins. Þó .^•••••••••••••••••••••••« að nauðsyn sé á að brýna hægri handarumferð fyrir fólkinu, þá ættu kirkjur landsins að fá að vera friðhelgar fyrir slfku, nóg er aö gert samt. Það er nóg sem kirkjunnar bjónar hafa að segja sóknarbörnum sínum, þó að ekki sé við bætt áróðri dæg urmáianna. Ég er „kaffikerlingu" hjartan lega sammála, enda minnist ég ekki neinnar umferðarfræðslu úr mínum kristinfræðilærdómi i skóla. Þar var aðeins minnzt á hinn hrðnga veg dyggðarinnar og hinn breiða veg syndarans Varðandi hinn þrönga ve- er að eins talað um að fara ekki útai en á hinum breiða vegi þykir jafnillt hvorum megin sem ek ið er. Með bökk fyrir bref or anentmgar. Þrándur í Götu ^•••••••••••■o«ooi Roberto Rosselini. Eins og sagt var frá á 4. síð- unni á dögunum handtók enska lögreglan bandarísku þjöðlaga söngkonuna Julie Felix fyrir að hafa i fórum sínum talsvert magn af Marihuana, og þar að auki reyndi hún að fara með úr- landi hærri upphæð en leyfilegt er. Síðasta þriðjudag var síðan dómur kveðinn upp í máli henn ar í Uxbridge. Hún var dæmd í um 20.000 króna sekt. Julie var á leið frá Heathrow-flugvelli til Genfar, þegar hún var handtekin. fyrirhugaö er að hann skemmti i Sviþjóð 8. til 18. júní. Bill er þó ekkert sérstaklega bjartsýnn vegna vinsældanna. Hann er 41 árs gamall og segir: „Ég trúi því ekki að „rock n’ roll-músikin“ eigi eftir að slá í gegn eins og í gamla daga. Fólkið kemur til að minnast liðinna tíma og sjá sitt gamla goð.“ Bill Haley hefur ekki sent frá sér nýja hljómplötu í fimm ár, en gömul lög hans seljast vel ennþá. „Rock Around the Clock“ hefur fram til þessa selzt í 16 milljón eintökum og samtals hafa selzt 60 milljónir eintaka af plöt um hans. Hann hefur spilað „Rock Around the Clock“ 9000 sinnum, það er aö segja 600 sinnum á ári í fimmtán ár. Þriðji sjúklingurinn sem skipt hefur verið um 1 jarta í af frönsk um læknum er presturinn séra Damien Bollogne. Hann er 45 ára gamall, og mánuðinn, áður en skipt var um hjarta í honum fékk hann hjartatilfelli 30 sinnum. — Nú heilsast honum vel og mikl ar líkur eru til að hann nái fullri heilsu aftur. Bill Haley er að vinna aftur vinsældir sínar. 20.000 KR. SEKT JUUE FELIX FÉKK •••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• Vanessa Redgrave er flestum kunn. Nú síöast vann hún mikinn leiksigur í stórmyndinni ,Camelot‘ sem fjallar um kónginn Arthur og riddara hringborðsins. Þar leikur á móti henni Richard Harris, og einnig ungur leikari, sem hefur verið lítt þekktur fram til þessa. Hann heitir Franco Nero. I mynd inni leikur hann elskhuga Van- essu og hefur staðið sig með slíkri prýði, að nú er talið að trúlofun þeirra standi fyrir dyr- um. Vanessa er fráskilin. Hún var áður gift enska kvikmyndaleik- stjóranum Tony Richardson, sem gerði myndina Tom Jones er naut mikilla vinsælda. Anna Magnanl Samstarf eftir langt hlé Þau eru að vísu bæði oröin miðaldra, en engu að síður eru starfskraftar þeirra og lífsorka óskert. Anna Magnani ítalska leikkonan og kvikmyndahöfund- urinn Roberto Rosselini hafa nú ákveðið að gera mynd saman. Nú eru liðin tuttugu ár siðan þau störfuðu síðast saman og árang urinn af því samstarfi var „Róm — opin borg“, sem öðlaðist mikla frægð. Snúinn hárlokkur á enninu á Bill, Haley varð árið 1954 tákn- merki fyrir rokk músik, sem unga fólkiö á Vesturlöndum dýrk- aði þá, eins og bítlamúsik nýtur almennrar lýðhylli núna. En vinsældir almennings eru hverfular, og.Bill Halev var ekki lengi á töppinurh, en nú stefnir hann þangað á nýjan leik. Með á hlaupi vann hann mikinn sigur yfir enskum áhorfendum, þegar hann var á hljómleikaför um England. í Albert Hall hljómleika salnum í London var hvert sæti skipað og þáö gerist ekki á hverj um degi. Og Bill Haley fram- lengdi ferðalág sitt um England í fjórtán daga. Pantánir um hljómleikahald streymdu inn til Bill Haleys, og Stjörnurnar eiga sér einkalíf /Ji

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.