Vísir - 18.05.1968, Blaðsíða 8
3
VÍSIR . Laugardagur 18. maí 1968.
VÍSIR
Otgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson
Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Sfmar 15610 og 15099
Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Sfmi 11660
Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur)
Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuði innanlands
I lausasölu kr. 7.00 eintakið
Prentsmiðja Vísis — Edda hf.
Er þetta samdráttur?
Blöð stjórnarandstöðunnar hafa fyrr og síðar deilt
hart á ríkisstjórnina fyrir það, hve illa hún hafi búið
að iðnaðinum. Á Alþingi hafa stjórnarandstæðingar
ár eftir ár borið fram tillögur um að rannsakað yrði,
hvað ylli samdrættinum í íslenzkum iðnaði, sem eftir
orðum þeirra að dæma, ætti fyrir löngu að vera kom-
inn á algera vonarvöl, vegna skilningsleysis ríkis-
stjómarinnar. Hafa stjórnarandstæðingar lagt allt
kapp á að telja almenningi trú um að þessi atvinnu-
grein væri senn úr sögunni.
í erindi, sem Jóhann Hafstein iðnaðarmálaráðherra
flutti á iðnþróunarráðstefnu Sjálfstæðismanna í byrj-
un þessa mánaðar, syndi hann fram á, hvílík fjarstæða
þetta er, eins og hann hafði áður gert á ársþingi iðn-
rekenda. Hann gerði þar samanburð á tveimur 6 ára
tímabilum, frá 1955—1961 og 1961—1967 um fjár-
munamyndun í íslenzkum iðnaði og kvaðst vilja leggja
áherzlu á, að allt væri borið saman á sambærilegu
verðlagi, þ. e. verðlagi ársins 1967. Á fyrsta 6 ára tíma-
bilinu nam aukning fjármunamyndunar 1.230 millj.
kr., en hinu síðara 2.129 millj. kr. „Af þessu má
marka,“ sagði ráðherrann, „að fjármunamyndunin,
eða fjárfesting í iðnaði, er nærri því tvöfalt meiri á
síðara tímabilinu.“ Þá nemur aukningin um 173%. Er
þá ekki reiknað með fjárfestingu í sambandi við ál-
bræðsluna í Straumsvík, en væri hún tekin með, næmi
aukningin um 278%.
Það er líka mjög eftirtektarvert, eins og ráðherrann
benti á, að á árinu 1967, sem í efnahagslegu tilliti var
okkur mjög erfitt á flestum sviðum, var þó fjármuna-
myndun í iðnaði nærri 500 millj. kr. eða nálega hin
sama og árið áður.
Samkvæmt könnun Efnahagsstofnunarinnar, sem
verið er að ljúka, kemur í ljós að á tímabilinu 1960—
1966 hefur magn iðnaðarframleiðslu vaxið um 31%,
eða að meðaltali 4,6% á ári, og er þá fiskiðnaður og
mjólkuriðnaður ekki talinn með né heldur byggingar-
iðnaður og mannvirkjagerð. Það er aðeins s.l. ár, sem
engin framleiðsluaukning varð í iðnaðinum, og stafar
það vitaskuld af hinum miklu efnahagserfiðleikum,
sem koma niður á öllum þjóðarbúskapnum, en ríkis-
stjórninni verður á engan hátt kennt um með réttu.
íslendingar eru hér ekki einir á báti. Hjá ýmsum há-
þróuðustu iðnaðarþjóðum heims hefur beinlínis orðið
samdráttur á þessu ári t. d. Vestur-Þjóðverjum. Þá
er talið að hjá mesta iðnveldi heims, Bandaríkjunum,
hafi vöxtur þjóðarframleiðslunnar numið aðeins 3%
árið 1967.
Allt eru þetta staðreyndir, sem ekki verður fram
hjá gengið, ef menn vilja hafa það sem sannara reyn-
ist.
Listir ■"Bækur~Menningarmár
Loftur Guðmundsson skrifar leiklistargagnrýni:
Úr „Leynimel 13“. Frá vinstri Guðmundur Pálsson, Áróra Halldórsdóttir og Jón Sigurbjörns-
son í hlutverkum sínum.
Leikfélag Reykjavíkur:
LEYNIMELUR 13
Eftir Þridrang — Leikstjóri: Bjarni Steingrimsson
/Yneitaniega væri það gaman
;fyrir mann, sem oröinn er
nokkuð við aldur, að mæta
sjálfum sér aldarfjórðungi yngri
— gaman og gaman ekki, því
að vafalaust hlyti það að vekja
nokkurn söknuð. En fróölegt
væri það að minnsta kosti. Eða
að mæta kunningja sínum frá
þeim árum, sem máttarvöldin
hefðu sýnt þá einstöku tillits-
semi, að hann væri á allan hátt
samur og hann var þá? En þá
hlýtur að vakna sú spurning,
hvort hann gæti í rauninni ver-
ið samur og hann var, jafnvel
þótt hann hefði ekki vitund
breytzt, nema að umhverfið
hefði ekki heldur tekið neinum
breytingum, því aö einstakling-
urinn verður aldrei skoðaður án
umhverfis og aðstæöna, eöa
slitinn úr samhengi við sinn
tíma. Og um leið kæmi annað
til greina, sem reyndar mundi
ráða úrslitum — þótt þessi
kunningi væri á allan hátt sam-
ur og fyrir 25 árum, og um-
hverfi og aðstæður hefðu ekkert
breytzt, mundi hann samt
veröa allur annar í okkar aug-
um, nema viö hefðum líka stað
ið í stað.
Þannig verða líka endurfundir
okkar við ærslaleikinn „Leyni-
mel 13“, sem við kynntumst
fyrst fyrir 25 árum. Hann hefur
f rauninni ekkert breytzt á
þessu tímabili, en umhverfiö og
allar aðstæöur hafa tekið stökk-
breytingum, og við höfum
breytzt. Á stundum er rætt um
sígild verk í bókmenntum og
listum. og látið í það skína, að
þau séu hafin yfir allt, sem kall-
ast þróun; að þau séu og verði
söm um allan aldur. Þá vizku
hef ég aldrei getað skilið. Þau
eru, eins og allt annað, þaö sem
hver kynslóð sér í þeim; það
sem ver einstaklingur sér í
þeim á hverjum tíma og hljóta
því að vera önnur í dag, en
fyrir öld eða tugum alda. Sígild
eru þau aðeins fyrir bað. að
þau hafa eitthvað það í sér
fólgið, sem talar til manna þrátt
fyrir allar breytingar og bylt-
ingar varðandi umhverfi og að-
. stæður; að þau voru ekki fyrst
og fremst. börn síns tíma.
•„Leynimeluf 13“ var fyrst og
fremst barn síns tíma, enda
munu feður hans hafa veriö
blessunarlega lausir við þá grillu
að þeir væru að skapa þar sí-
gilt verk. Hefði einhver dróttaö
þvi að þeim, mundu þeir hafa
tekið það sem ósvikinn brand-
ara.
Þvi ber heldur ekki að neita
að við höfum fjarlægzt „Leyni-
melinn" drjúgan spöl á þessum
25 árum, þótt við • höfum
kannski ekki gert okkur það
ljóst til hlítar fyrr en á frum-
sýningunni í Iðnó s.l. fimmtu-
dagskvöld, að við værum löngu
flutt f allt annaö bæjarhverfi.
Engu að síður var ánægjulegt,
og einkar fróðlegt aö hitta
þennan fornkunningja aftur
þessa kvöldstund; eiga þar kost
á einskostar viðmiðun þeirra
breytinga, sem orðið hafa frá
því við sáum hann síðast, og
ekki hvað sízt á okkur sjálfum.
Aö því leyti til á Leikfélag
Reykjavíkur þakkir skilið fyrir
að leiða hann aftur fram á svið
eftir öll þessi ár.
Guömundur Pálsson leikur
klæðskerameistarann, Kristófer
K. Madsens. af fjöri og kæti
eins og vera ber, Guðrún Ás-
• undsdóttir leikur Dóru konu
hans, sem er — vægast. sagt —
heldur ósennileg persóna frá
höfundanna hendi. en verður
furðu sennileg í meðferð Guð-
rúnar. Emelía Jónasdóttir leik-
ur tengdamömmuna af sínum
alkunnu tilbrifum í þeirri sér-
grein sinni. Pétri Einarssvni
tekst merkilega vel að blása
lífsanda f hinn heldur líflitla
lækni. frænda klæðskerans. og
Margrét Ólafsdóttir leikur Disu
þernu miög snoturlega Og svo
er það Jón Sigurhiörnsson !
hlutverki Sveins Jóns Jóns-
sonar. hins eina rétta skó-
smiðs. Tón hefur sýnt það að
undanförnu. að hann er vaxandi
leikari og þegar í fremstu röð
þeirra, sem við þá list fást. í
þetta skipti lætur hann sig ekki
muna um það aö skapa svo eft-
irminnilega og ótímabundna
persónu úr hinum eina rétta
skósmiö, að maður spyr sjálfan
sig ósjálfrátt, hvort „Leynimel-
urinn“ sé svo ýkja fjarskyldur
þessum margumræddu sígildu
verkum „meistaranna", þrátt
fyrir allt og allt. Áróra Hall-
dórsdóttir leikur sambýliskonu
hans, hófstillt og þokkalega.
Sigríður Hagalín leikur frú
Magnhildi spákonu af fjöri og
einaröleik, en Ósk, dóttur henn-
ar leikur Anna Kristín Arn-
grímsdóttir og virðist eiga
heima á sviðinu. Þá gerir Sig-
urður Karlsson skemmtilegt,
fordrukkið alþýðuskáld úr Þor-
grími.Guðmundssyni og Borgari
Garðarssyni verður það. sem
unnt er úr Márusi heildsala.
Gaman var að heyra prent-
smiöjudönskuna enn einu sinni
á sviði í Iðnó. Jón Aðils. sem
leikur Hekkenfeldt af prýði nær
góðum tökum á henni. Þá Ieik-
ur Kjartan Ragnarsson lög-
regluþjón og er þá upptalið.
Leikstjórr. annast Bjarni Stein-
grímsson, í ,,hefðbundnum“ stíl
frá tíð Þrídrangsmanna. leik
mynd Jóns Þórissonar er og
mjög skemmtileg f sama anda
Þeir Þrídrangsmenn, Emil
Thoroddsen Indriði Waage oe
Haraldur Á. Sigurðsson vorn
sniallir höhmdar f léttari dúr
lefklistarinnar á sínum tíma
og margar ánægiustundir eiga
menn á mínu reki samstar?'
’reirra að bakka F.n tímabund’n
verk eldast t'liótt — eða ölli'
heldur — við eldumst fljótt frá
þeim. og nú er eftir að vita
hvernig b“ssari unnvaknine
verður tekið Hver man t d
húsaleiguF' ’in sem bessi farsa
smíð bvggisí á? I-Iver man til
efni velflestra brandaranna. sen'
þarna fjúka, og hæfðu svo
lystilega f mark áður fyrr0
Þessi uppvakning er þvi óneit-
anlega djörf tilraun, að ekki sé
fastara að orði kveðið.
itmw