Vísir - 18.05.1968, Blaðsíða 12

Vísir - 18.05.1968, Blaðsíða 12
12 VTSÍR . Laugardagur 18. maí 1968. CAROL GASNE: i > NÚ ER ÉG AÐEINS ÞINN. Peter kom aö sækja mig klukkan sex um kvöldiö. Ég beið inni í saln- um þangaö til ég heyröi í bílnum hans, og þegar hann nam staöar við hliðið flýtti ég mér á móti hon- um, svo að hann skyldi ekki fá færi á að tala við Marciu á undan mér. Hann laut fram og opnaði fyrir mér. — Skjóztu inn! Hann tók snöggvast um hönd- ina á mér. Svo ræsti hann bílinn og við runnum niöur veginn. Ég leit við og sá að Marcia stóö fyrir utan gistihúsið og horfði á -eftir okkur. Ég þóttist sjá, að Peter hefði líka séð hana í speglinum. Hann stöðvaði bílinn og sagöist koma aftur eftir eina sekúndu. Svo flýtti hann sér til Marciu. Ég var fok- reið, þegar hann kom aftur, en sagði ekkert. Ég vildi ekki að hann fengi að vita að ég vissi, að hann hafði skipti á mér og Marciu í gær- kvöldi. Ég horfði á vangann á honum og fannst að eiginlega hefði hann eins vel getaö fariö einn, því að hann lét sem hann vissi ekki af mér. Hann var hvass á brúnina og munnurinn eins og strik. Hann var að hugsa um eitthvað — en áreið- anlega ekki um mig. Ég varp öndinni og allt í einu virtist Peter vita að ég væri ná- læg. Hann leit á mig og brosti afsakandi. — Fyrirgefðu. Ég var að hugsa annaö. Ég var langt burtu. — Já, þaö var vandalaust að sjá þaö, svaraði ég. — Er ónær- gætni að spyrja þig hvar þú varst, og með hverjum? — Mjög ónærgætið. En nú er ég aðeins þinn — aftur. — Það efast ég um, sagði ég hikandi. — Ég er það, Joyce. Þú veizt þaö. — Hvernig ætti ég að vita það? spurði ég. — Ég hélt að þú heföir séð það, svo ekki var um að villast í gær- kvöldi. — Meö því að senda mig svona snemma heim? — Þú veizt hvers vegna ég varð að gera það. Ég varp öndinni. Þetta samtal miðaði ekki að neinu — nema ég vildi láta fara í hart — en ég hafði engan hug á því ennþá. Ég færði mig nær honum, svo að olnboginn á mér snerti hans, og reyndi aö visa öllum beiskju- hugsunum á bug. — Langar þig til að koma á nokkurn sérstakan stað? spurði hann er við ókum hægt út með ströndinni. ÝMISLEGT ÝMISLEGT Tökum aö okkur hvers konai rnúrbrot og sprengivinnu i húsgrunnum og ræs um. Leigjum út loftpressur og víbra sleða Vélaleiga Steindórs Sighvats- sonar Alfabrekku við Suöurlands braut. sími "Í04J5 GÍSLI JÓNSSON Akurgeröi 31 Sírni 35199 Fjölhæf jarðvinnsluvél, annast lóöastandsetningar, gref hús- grunna, holræsi o. fi. ■' fEKUR ALLS KÖNAR KLÆÐNINGAR SLJór-'oG'VÖNDUÐ VINNA * , . ÓRVAL AF AKLÆÐUM LAUGAVEG 62 -SlMI 10825 HEIMASlMI 83634 SáitiK r? BOLSTB U N — Nei. Þú ræður hvert við för- um. Hann sveigði út á lítinn afleggj- ara niður að sjónum og stöðyaði bílinn. Svo faðmaði hann mig aö sér og kyssti mig. Þegar hann sleppti mér aftur sagði hann með hægð: — Ég geri ráö fyrir að þú skiljir hvar þetta endar, Joyce? — Ja-á, sagði ég hikandi. — Er þér verr við það? — Bæði já og nei. Ég hugsa að mér líði ekki illa. — Elskan mín, hvers vegna ætti þér að líöa illa? — Ég er hrædd um að það geti vel farið svo. — Kannski verð það ég, sem lendi í kvölunum. — Æ, viö skulum ekki vera svona alvarleg, Peter, sagði ég f léttari tón. — Við skulum skemmta okkur sem bezt saman. Hann leit á mig og augnaráðið var einkenni- legt. — Þá það, sagði hann stutt, — ef þú vilt helzt hafa það þannig. MARCIA AFTUR? Við skemmtum okkur vel þetta kvöld. Við gengum um fjöruna og töluðum saman, og á meðan var ég að velta fyrir mér, hvort hann mundi alltaf taka upp á einhverju hatrammlegu og óskiljanlegu, og ég mundi aldrei geta staðizt töfra hans, samt sem áður. Síðar um kvöldiö borðuðum við miðdegisverð á gistihúsi, sem stóð á kletti við sjávarborðið og sval- irnar náðu út yfir sjóinn. Tunglið glitraði í vatninu. Um miönætti var dregiö úr ijósadýrðinni og sígauna- hópur kom dansandi inn á gólfið. Ég haföi séö flamenco-dans áð- ur, en þessi gagntók mig algeriega. Ég hafði aldrei séð neitt jafn fall- egt. Karlmennirnir voru í hvítum treyjum og nærskornum buxum, og kjólar stúlknanna með öilum regn- bogans litum. Ég fékk hjartslátt, þegar ég heyrði smellina í kastan- jettunum. Lófaklappið ætlaði að æra mig, þegar dansinum iauk. Fólkið hróp- aöi og öskraði: „Olé! Oié!“ Ég h^.d að ég hafi hrópað hærra en flestir aðrir, og ég hoppaði og hoss- aðist á stólnum mínum og réði ekki við mig fyrir hrifningu. Peter þrýsti mér fast að sér, þegar við dönsuðum aftur, og sagði blítt: — Sagði ég þér ekki hvernig ig fara mundi, þegar þú heyrðir flamenco-lögin? Manstu hvað ég sagði? Ég kinkaði kolli og horfði í augun á honum, en leit fljótt undan. Ég vildi ekki láta hann sjá of greinilega, hve mikils viröi hann væri mér. En þegar við ókum heim óg hann kyssti mig, vissi ég að það var vonlaust af mér að láta sem mér væri ekki alvara — þetta var meira en „gamánið" sem ég hafði minnzt á fyrr í kvöld. Loks sleit ég mig, þó sárt væri, úr faðminum á honum og sagðist verða að fara inn. Höndin á mér skalf þegar ég strauk háriö frá enninu. Ég vonaði aö allir væru háttaðir. — Góða nótt, Joyce! hvíslaöi Peter. — Góða nótt, Peter. — Þú veizt að ég elska þig, er það ekki? — Ég vona að þú gerir það. - Óg þú . ..'? — Óþarfa spurning, muldraðí ég og flýtti mér inn í gistihúsið. Ég heyrði að hann ók burt, þegar ég var á leiðinni upp stigann og inn í herbergið mitt. Gegnum gluggann við stigann sá ég rauða bakljósið á bílnum aka niður veginn. En þegar hann kom að hliðinu nam hann staðar. Ég stóð kyrr og beið eftir að hann héidi áfram, en ang- istin læsti sig um mig. Mínúturnar liðu. Var það Marcia, sem hafði stöðvað Peter? Ég leit á úrið mitt. Klukkan var háifþrjú. Var líklegt aö Marcia væri svona seint á ferð tvær næt- ur í röð? Sérstaklega þegar Carlos hafði reiðzt henni svona. Loks ók bíllinn áfram. Ég flýtti mér inn í herbergið mitt og lokaði dyrunum. Ef Marcia hafði staðið þarna og beðið eftir Peter vildi ég helzt ekki vita það. Nokkru síð- ar heyrði ég fótatak á mölinni fyr- ir neðan gluggann minn, en vildi ekki líta út. Ég dró sængina upp yfir höfuð, en sæluvíman var runnin af mér. Ég heyrði rödd Peters aftur: „Þú veizt að ég elska þig, er það ekki?“ Hafði hann meint þetta? EÖa var hann þannig gerður, að hann spar- aði ekki stór orð? Gat hann hafa þrýst mér svona að sér og kysst mig svona, ef þetta var ekki ann- að en leikur? Auglýsið í Vísi allett LEIKFIMI JAZZ-BALLETT Frá DANSKIN Búningar Sokkabuxur Netbuxur Dansbelti •fc Margir litir Ailar stærðir Frá GAMBA Æfingaskór Svartir, bieikir, hvítir Táskór Ballet-töskur SÍMI 1-30-76 I liliiliililiiMI 11 I I I I I I I I II I I I I I I I I I II I I I I I I: I I 1.11.11.11 I I I I I l.l l.l.l.l I M I il.'Ll.llil Lækkiö viðgerðarko-stuaainn með bví að vinna siálfir aö viðgerð bifreiðarinnar. — Fag- menn veita aðstoð ef óskað er. Rúmgóð húsakynni, aðstaða til þvotta. iýjsi bilœþjáiaustan Hafnarbraut 17. Sími 42530. Onið frá kl. 9—23. NÝJUNG í TEPPAHREINSUN ADVANCE Tryggir að tepp- i ðhleypur ekki. Reynið viðskipt- in. Uppl. verzl- Axminster, sími 30676. Heima- sími 42239. mrn itMA ’BUAiaaut miLlM/lSTi RAUÐARARSTÍG 31 SÍIUU 22022 ýöUtvýíiiK ■iUix/ fátfri‘< ffJ* 17 SimiWgoS „Vertu kyrr, La er eklti óvinur Um ieið ráöast villimennirnir að Tarz- an. — „Nei.“ — „Drepum Tarzan!“ „Tarzan, hjálpaðu La. — Ó, hann heyr- ir ekki til mín.“ BELTI og BELTAHLUTIR áBELTAVÉLAR BERCO KeSjur Spyrnur Framhjól Botnrúllur Topprúllur Drifhjól Boltar og Rær jafnan fyrirliggjandi BERCO er úrvals gæðavara ó hagstæSu verSi EINKAUMBOÐ ALMENNA „ VERZLUNARFÉLAGIÐS SKIPHOLT 15 —SÍMI 10199 swejjb ‘X 'v

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.