Vísir - 22.06.1968, Síða 6

Vísir - 22.06.1968, Síða 6
6 TÓJ9ABÍÓ íslenzkur texti. Mjög vel gerö og æsispenn- andi, frönsk sakamálamynd í litum. Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuö börnum innan 16 ára. KÓPAVOGSBÍÓ íslenzkur texti. (The Wild Angels) Sérstæð og ógnvekjandi, ný, amerísk mvnd í litum og Pana vision. Peter Fonda Nancy Sinatra Sýnd kl. 5.15 og 9. Bönnuð börnum innan 16 ára. NÝJA BÍÓ Rasputin tslenzkir textar. Stórbrotin amerísk mynd. Bönnuð börnum. Sýnd kl. 5. 7 og 9. STJÖRNUBÍÓ ' Fórnarlamb safnarans | Sýnd kl. 9. Jóki Björn Bráðskemmtileg ný teikni- ; mynd. Sýnd kl. 5 og 7. AUSTURBÆJARBÍÓ Blóð Maria Höhkuspennandi ný, frönsk- j ítölsk sakamálamynd í litum. í Ken Clark Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5 og 9. V í SIR . Laugardagur 22. júní 1968. JT'iske-skákmótinu, sterkasta skákmóti sem hér hefur verið haldið, er lokið. Rússun- um tókst nú að sigra Friörik á heimavelli en það hefur ekki skeð síðan Tal sigraði á Reykja- víkurmótinu 1964. Taimanov virtist taka mótið nokkuð létt og komst aðeins einu sinni í vandræði. Var það gegn Frey- steini, sem fann þó ekkert af- gerandi I tímahrakinu. Vasjúkov lagði mun meiri vinnu í skákir sínar og teflir þyngri stll. 1 síðustu umferö virtist Vasjúkov einna næstur sigri í mótinu en hann lét sér nægja jafntefli í skák sinni gegn Braga, lítt tefldri. Friðrik byrjaði fremur illa. Æfingaleysi hans kom fram í mikilli tímaeyðslu á fyrri helming skákanna og gegn Vasjúkov kostaöi þetta heilan vinning og efsta sætið í mótinu. Byme tefldi léttan og lipran skákstíl, þótt hann virtist skorta styrkleika á við Rússana og Friðrik. Byrne er sagöur vin- sælasti skákmeistari Bandaríkj- anna og vissulega var hann á- nægjulegur fulltrúi lands sins á móti þessu. Uhlmann virkar skákþreyttur enda hefur hann kvartaö undan miklu álagi sem eini stórmeistari A.-Þýzkalands. Þáttur Guömundar Sigurjóns- sonar er vissulega ánægjuleg- asti hluti mótsins. Til að ná titli alþjóölegs skákmeistara þarf mikinn skákstyrkleika, styrk- leika sem Guðmundur hefur og virðist sífellt vera að bæta við. Freysteinn tefldi einnig mjög vel og vantaði aðeins hálfan vinning til að ná sama árangri og Guðmundur. Freysteinn tefldi sérlega vel gegn Rúss- unum og hafnaöi reyndar jafn- teflistilboðum frá báðum, þótt hann yrði að sætta sig viö skiptan hlut í lokin. Gegn Júgóslavanum Ostojic tefldi Guömundur mjög létt og skemmtilega og vann sannfær- andi. Fram að þessari skák hafði Guömundur ávallt hafiö tafliö með e4, en breytti nú útaf með eftirfarandi árangri. Hvítt: Guðm. Sigurjónsson. Svart: P. Ostojic. 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. f3. Samisch-árásin sem löngum hefur verið beittasta vopniö gegn kóngsindversku vörninni. 5. ... 0-0 6. Be3 b6. Ein af mörgum leiðum gegn Samisch-árásinni. Markmið henn ar að koma í veg fyrir langa hrökun hjá hvítum, sem væri slæm á þessu stigi málsins. 7. Bd3! Bb7. Þvingað. Ef 7. ... c5 8. e5 Re8 9. Be4 og vinnur skipta- mun. 8. Rge2 c5 9. d5 e6 10. 0-0 exd 11. cxd Ra6 Hér er algengara að leika 11. ... Ba6 og ef 12. Rb5 Rxd! 13. exd De8 og vinnur manninn aftur með betri stöðu. Leikur Ostojics reyndist full hægfara. 12. Dd2 He8 13. Bg5 Rc7 14. Rg3 Dc8 15. Bh6 Bh8 16. Hael Ba6 17. BxB DxB 18. Df4 b5 19. Rf5 b4 20. Rdl Rb5 21. Rde3 Rh5? Vafasamur leikur. Betra var að leika 21. Rd7 og ná tangar- haldi á reitnum e5. 22. Dh4 Bxb 23. g4 Rg7 24. RxR BxR 25. BxB KxB 26. g5 Kh8 27. Rg4 f6. Sókn hvíts er nú orðin óstöðv- andi. Síðasti leikur svarts var þvingaður vegna hótunarinnar Rf6 og mát á h7. 28. gxf Db7 29. Rh6 Hf8 30. e5! Dxd 31. e6 g5 32. De4! DxD 33. fxD Rd4 34. e7 Hxf. Svartur var hér í þvílíku tíma hraki aö hann mátti ekki vera að því aö gefast upp. 85. HxH Kg7 36. Hf8. Einfaldast. Hvítur hefur nú heilan hrók yfir. 36. ... HxH 37. exHDt KxD 38. Hflt Ke8 39. Rf5 og hér tapaði svartur á tíma. Jóhann Sigurjónsson. Fréttabréf frá Herferð gegn hungri: Unnið að vélvæðingu áraskipa Á þróunarsvæðum Asíu og Afríku er nú unnið svo stööugt og kappsamlega að því aö færa fiskveiðar og fiskiönaö til nú- tímahorfs, að útbúnaöur sá sem látinn er 1 té heldur oft alls ekki til jafns við það sem fiski- mennirnir raunverulega þarfn- ast. í Austur-Pakistan báðu til dæmis 700 fiskimenn nýlega um 285 hentugar utanborðsvélar til að búa fiskiskip sín og fiski- báta. Alls stendur til að leggja fram 600 utanborðsvélar sam- kvæmt vélvæðingaráætlun SIDA (Sænska alþjóðlega þróunar- nefndin), sem hrint hefur verið á flot af Herferð gegn hungri meö Matvæla- og landbúnaðar- stofnun Sameinuðu þjóðanna að bakhjarli. I Indlandi hafa um 5000 bátar verið búnir innan- borðsvélum og miklu fleiri er enn þörf. f Dahomey ræða fiski- menn meira að segja um það að snúa baki við utanborðsvél- um en taka þess I stað upp afl- .neiri innanborðsvélar og aðrar jafnvel enn kraftmeiri. Önnur landsvæði hafa skýrt frá vax- andi þörf fyrir nælon-net, önn- ur veiðiáhöld og bætta aö- stöðu á landi, þar á meðal frystingu. Fiskimenn hafa og hvarvetna farið fram á, að þjálf- un í nýrri tækni verði stórlega aukin. Utanborösvél var fyrst reynd I frumstæöu fiskiskipi árið 1951 á vegum FAO á Ceylon. Tilraun in bar góðan árangur og hug- myndin breiddist út til annarra þróunarsvæða, þar sem hún varð fyrsti vitnisburðurinn um þróun fiskveiðanna frá „frum- stæði“ til „nýtízku". Auövitað er ekki hægt að ætlast til þess að fiskimenn, sem aldir eru upp við hefðbundnar, gamaldags að ferðir, verði f einu vetfangi fær ir um að fara með stóran, ný- tízku togara. Þeir mundu ekki vita hvað þeir ættu við hann að gera. Þaö er ærið skref til að byrja með að aðlaga þau skip, sem fyrir eru, lítilli vél. Að sjálfsögðu leiðir vélvæð ing til framfara í tilhögun og tækni við fiskveiðar og viö geymslu, dreifingu og sölu fisks. Byrjað var að þjálfa fiski menn, sem áður höföu aðeins þekkt hinar gömlu, hefðbundnu aðferðir við störf sín, en sem komust nú aö raun um að þeir gátu náð til mun víðáttumeiri svæða og aflað þrisvar eða fjór um sinnum meira. Bætt meðferð aflans, þar á meöal með fryst- ingu, minnkaði til muna aflatjón vegna skemmda og gerði miklu stærri hluta aflans markaðshæf an og skilaði fiskimönnunum þarmeð auknu verðmæti. Herferð gegn hungri hefur mjög stuðlað að framförum af þessu tagi með áætlunum sfnum um stuðning við fiskiönaðinn, en þar er gert ráð fyrir vélvæð ingu báta, bættri meðferð afl- ans, auknum fiskmörkuöum sam fara notkun kælitækni, stofn- un fisksölusamtaka og þjálfun starfsliðs. Frá 1963 hefur HGH haft með höndum eða haft með að gera átján slíkar áætlanir í fimmtán löndum, þar sem sam- anlagt verðmæti aðstoöar og út- búnaðar hefur numið hvorki meira né minna en $ 4.403.873. Meðal þeirra landa, sem notið hafa góös af. má nefna Lýðveld ið Filippseyjar, Mali, Samein- aða Arabalýðveldið, Madagascar Togo, Dahomey og Austur-Paki- stan. Sérlega athyglisverð er vél- væðingaráætlunin fyrir Austur- Pakistan. Þeim $ 526.573 sem þangað hafa runnið, hefur verið ráðstafað til Cox Bazar, Kaptai og Rangamati, þar sem unnið hefur verið að vélvæðingu, end- urskipulagningu og þjálfun fiski manna. Til þessa hefur 285 ut- anborðsvélum, 6 og 12 hestafla, verið úthlutað af 600 áætluðum Vélarnar sem Svíar hafa gefið Herferö gegn hungri, eru seld ar fiskimönnunum með sér- stökum kjörum (leigu-kaupa- 10. síöu. GAMLA BÍÓ Njósnaförin mikla (Operation Crossbow) Ensk stórmynd með: Sophia Loren George Pappard íslenzkur texti. Sýnd kl. 5 og ö. Bönnuö innan 14 ára. KAFNARBÍÓ Hættuleg kona Sérlega spennandi ■ g viðburða rík ný ensk litmynd. Mark Surns og Patsy Ann Noble, Islenzkur texti. Bönnuö innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. BÆJARBfÓ HÁSKÓIABÍÓ Sim* 22140 Vetrargleði tónafloð (The Sound of Music) Sýnd kl. 5 og 8.30. RAUOARABSTlG 31 SlMI 22022 Einkalif kvenna (Veriíisberg) Sérkennileg og djörf, ný, þýzk mynd um konur enskt tal, leik stjóri Rolf fhiele. Sýnd kl. 9. Bönnuð bömum. Hver var Mr. X Gamansöm og spennandi leyni lögreglumynd. Sýnd kl. 5. ISLENZKUR TEXTI Sýnd fcl. 5, 7 og 9. VEFARINN H.F. GÓLFTEPPALAGNIR GÓLFTEPPAHREINSUN HÚSGAGNAHREINSUN Söluumboð fyrir: 7é TEPPAHREINSUNIN Bolholti 6 - Simor 35607, 35785 NÝJUNG f TEPPAHREINSUN ADVANCE Tryggir að tepp- i ðhleypur ekki. Reynið vlðskipt- in. Uppl. verzl- Axminster, simi 30676. Helma- simi 42239. I

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.