Vísir - 26.06.1968, Blaðsíða 4

Vísir - 26.06.1968, Blaðsíða 4
llflSBS Æ síðan V Fá stúlkurnar digrari fætur af því að ganga stuttklæddar? >f Maureen Reagan, dóttir fram- bjóðandans. Nokkrir Frakkar hafa tekiö upp á þvi að mæla læri stúlkna, áður en þær taka að klæðast sam- kvæmt stuttu tfzkunni, úg síðan eftir nokkurn tíma. Niðurstöður þeirra urðu þær, að 5% meiri ,fita og 7% meira af kjöti safn- 'ist á lærin, gangi þær um hríð í stuttum pilsum, það er pilsum, sem sýna lærl þeirra. Það er skoðun Frakkanna, að vegna þess að um minni hita er að ræða, myndist sérstakt f itulag, sem verndar blöðstreymið að vissu marki og örvar það sam- tímis. Danski læknirinn Erik Fangel Poulsen sagði um þessar niöur- stöður: „Mér þætti gaman að vita hverjum hefur dottið í hug þessi bráðsnjalla afsökun til að skoöa lærin á blessuðum stúlkunum. Það er ef til vill engin tilvilj- un, að þetta gerist í Frakklandi, þar sem menn neyðast til að finna upp á slíku til að koma nærri dömunum. Hvað um það. Þetta er ef til vill aö leita langt yfir skammt. „Eigi að reyna að skýra þetta á skynsamlegan hátt, kemur tvennt til greina. Það er alkunna að kon- ur, sem þjást af næringarskorti og blóðleysi og hafa ekkert hlýtt um fæturna, kunna á veturna að fá rauða og bólgna fótleggi. En þá hefðu Frakkarnir sennilega nefnt bólgurnar öðrum til viövörunar. Hin skýringin er sú, þótt ég leggi ekki mikið upp úr henni, aö stúlkurnar hafi fengið sér bux ur ,sem heröi fast að efsta hluta lærisins. Sé svo, gildna ' lærin vegna þess að blóðrásin verður hægari í fótunum. Þetta er þó ekki fita heldur vökvi, sem safn- ast fyrir. Þá gæti manni dottið í hug að skjóta því aö Frökkun- um, að þeir auki tilraunir sínar og láti þær ná til kanína, án buxna. Það er svo allt annað mál. að mér finnst flestar stúlkur hafa gild læri, þegar þær klæðast mini pilsum. Ef til vill vilja þær helzt sýna á sér fæturna. Aö lokum verður að taka það með í reikninginn til huggunar, að einungis er um að ræða 5% vöxt. Það samsvarar um 2—3ja senti- metra breikkun. Það er svo lítið, að menn sjá það ekki með berum augum." Niðurstaðan er sú, að engin stúlka þarf aö vera hrædd þótt hún kjósi að klæðast samkvæmt stytztu tízku í sumar. SÖNN DÓTTIR FÖÐUR SÍNS Það er engin önnur en Maureen Reagan, dóttir Reagans rlkis- stjóra í Kaliforníu og frambjóö- andans í forsetakosningunum, sem kom til New York í fataleit. Smekkur hennar virðist fremur íhaldssamur. Maureen er 27 ára skolhærð og einnig fráskilin. Hana langar til að verða þjóð- lagasöngkona og syngja um Ame- ríku. Faðir hennar, sem' er upp- gjafaleikari svo sem kunnugt er, eignaðist dóttur þessa með leik- konunni Jane Wyman, fyrstu konu sinni. HUn á því ekki langt aö sækja áhuga á leiklist. Einn blaðamaður lýsti henni þannig: „Maureen líkist móður sinni í út-» j liti og hugsar eins og pabbinn." J \ Það munaði minnstu að hún •- talaði af sér, þegar hún var spurð % t um álit sitt á stríðinu f Víetnam.J | „Þetta er s'iðlaus styrjöld", sagöi» ] hún. Fljótlega sá hún þó að sér,J* þar sem faðir hennar er einn»-; harðasti „haukurinn" í VietnamJ' málinu og vill berjast til þrautar.J „Ég á viö, að það er siöleysj. að> ¦ við höfum ekki unnið enn. Við J I höfum ekki stigiö skrefið til • § fulls. Því meira, tjón, sem við» bökum þessum herrum í Norður-J§| Víetnam, þeim mun fyrr fáum við • *** þá til að semja við okkur". Þetta er hún Greta - klæðist stuttu pilsi. 20 ára dönsk stúlka. Fætur hennar eru alltaf jafn laglegir, þótt hún Ný skemmtiferðaleið. Umferðartroðningurinn á veg- uimm um helgar er að nýlu orð ínn plága, enda komlð sumar og fólk þyrstir eftir upplyftingu og frísku lofti, og flykkist fólk því um hverja helgi út fyrir borgina. Það versta er, að l'lest ir skuli hafa áhuga á sömu leið unum, það er að segja Þingvalla leið og austur fyrir fjall, því það er einmitt á þessum leiðum, sem umferðarhnútar myntiast og alls kyns vandræði vegna mikillar umferðar á góðveðurs- helgum. Verst er ástandið á sunnudagskvöldum, þegar fjöld- 'nn drffír í bæinn aftur að því er virðist aðallega á sömu klukkutlmunum og myndar hinn eilífa umferðarhnút við Elliða- árnar. ÞaB er einkennilegt að það skull vera tízka að fara alltaf sömu lelðina, því syöri leiðirnar út úr borginnl virSast mlnna vera farnar, svo sem Krfsuvikur leið og um Suðurnes. Váfalaust batnar ástandið inu ekki eins mikil og oft áður, svo það virðist vera brýnt, að fólk fái fleiri mðguleiká til að aka, þegar það vill aka út úr Iiggur ofan í Hafnarfjörð. Þó að fjárhagsskortur sé nú tilfinnan- .. Iegur' &• 'flestVim sviöum og hái ¦. flestum • •-. framkvæmdum, þá borginni um helgar og á hátíð- . ¦ ættí þessi v^garíagning ekki að isdögum. vera tílfinnanlega dýr sem veg. nokkuð, begar hin nýja brú kem ur á Elliðaárnar, en þar verður ástandlð verst, þegar umferðin streymir til borgarinnar af mikl um þunga, en hitt verður einnlg að hafa í huga, að bifreiðaeignin er enn að aukast hér í borginni, þó fjölgun bfla sé í augnablik- Það ætti til dæmis að vera athugandi, hvort ekki væri hent ug leið, ef lagður væri vegur fra Sandskeiði o., suður með fjallgarðinum og suður í Vatns- skarð, sem er á Krisuvíkurveg- inum. Þann veg má auðveldlega tengfa v'S Kaldárselsveg, sem argerð vegna þess, að þessi leið er þurr ob yrði að mestu á hraunum og í bruna. Þessi leið mundi hafa marga kostl fyrir skem'- 'í^fólk, þvf á þessari leið er margt sérkennilegra elds stöðva og fallegra staða, sem eru borgarbúum ókunnir nú. Mundu því opnast þarna al- gjörlega nýjar slóðir flestum þeim, sem veigra sér við langar ;öngur. Leið sem þessi o» aðrar leiðir sem tengja saman brautirnar, sem liggja að og frá borginni, myndu dreifa hinni gífurlegu umferð, sem manni stundum finnst geigvænleg, og skapa nýja möguleika til hringaksturs frá og að borginni. Þvi þð lagn- ing varanlegra vega sé á næsta leiti á nokkrum brautum í ná- grenni borgarinnar, þá mun þaS ekki léysa allan vanda. Ný lelð eins og sú sem hér hefur verlð nefnd mundi vafalaust verða skemmtileg og vinsæl, þó hún mundi aðeins leysa málið að nokkru f '>ili, eins og öll önnur úrræði og framkvæmdir sem gripið yrði til. Þrándur í Götu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.