Vísir - 26.06.1968, Blaðsíða 7

Vísir - 26.06.1968, Blaðsíða 7
VÍSIR . Miðvikudagur 26. júní 1968. morgun útlönd í nförgúii "útlörid 'í morgwri ;dté3ri(i^ í morgun TÍtKSniÍ FRJÁLSL YNDIR VINNA MIKINN KOSNINGASIGUR IKANADA Flokkur Trudeaus fær hreinan meirihluta ¦ Frjálslyndi flokkurinn í Kanada, flokkur Pierre Elliott Trudeau forsætis- ráðherra, vann greinilegan sigur við kosningarnar í gær, og nú getur hann myndað hina fyrstu rfkis- stjórn í tíu ár, sem hefur hreinan meirihluta á bak við sig. ¦ f morgun var talning- unni ekki lokið, en frjáls- Eyndum hafði aukizt mjög fylgi í austur-héruðum iandsins. Þetta á einkum við um úrslitin í Quebec og (Jntario, þar sem Trudeau hef ur unnið mikinn sigur í kosningunum. f austurhér- uðunum hafa frjálsryndir íryggt sér a. m. k. 104 af samtals 264 sætum á þjóð- ¦ Leiðtogi fhaidsHokksins Ro- bart Stanfield, viðurkenndi ósigur- Pompidou — hvetur Frakka til sam stöðu utn lýðveldiö. Pontpidou flytur kosninguræður Pompidou forsætisráðherra lýsti yfir f gær, aö f.anska þjóðin stæði sameinuð um málstaö lýðveldisins. Hann sagði," að enginn mætti fara i j sumarleyfisferð, fyrr en síðari hluta frönsku kosninganna er lok- !ð á sunnudag. Fompidou hét því að berjast fyr- ;r bvf aö rtívna aö bjarga hinum 'iríðversnandi efnahag landsins, og íagði að nauðsynlegt yrði að grlpa til sérstakra ráöstafana til að kom ast hjá atvinnuleysi og skorti á kaupgetu. 'inn 1 kosningunum löngu áður en talningu var lokið í vesturhéruð- um Iandsins. Stanfield vann þó 6- væntan sigur í kosningunum á ein- um stað. 1 Nýfundnalandi fékk flokkur hans sex af sjö þingsætum, en f síðustu kosningum höfðu frjáls lyndir hlotið öll sjö þingsætin. Einn ráðherra, Charles Granger, ráö- herra án ráðuneytis, náði ekki kjöri í Nyfundnalandi. Ihaldsmenn héldu einnig styrk sínum 1 Nova Scotia, þar sem Stanfield var forsætisráðherra á sínum tfma, og flokkurinn vann nýtt þingsæti I New Brunswick. En þegar kosningatölur frá vestur- rfkjunum tóku að streyma inn, varö það Ij.óst. að íhaldsmenn töpuðu hverju þingsætinu á fætur öðru, þar sem þeir höfðu verið sigurvissir fram til þessa. í Winnipeg unnu frjálslyndir tvö þingsæti, m. a. féll formaður íhaldsflokksins Dalton Camp við kosningu í bænum Don Valley. 1 yfiriýsingu f nótt sagði Trudeau forsætisráöherra, aö takmarkið sé að vinna að þjóðlegri einingu í Kanada, en einmitt það atriði var aðalinntakið í kosningabaráttu hans. Trudeau vinnur einnig að þvf að finna lausn á erjunum við fröjiskumælandi Kanadamenn í Quebec, en hann hefur þó tekið skýit fram að sambandsstjórnin muni ekki láta í einu og öllu aö vilja ríkisstjórnarinnar í Quebec í deilumálinu. 1 Ontario fengu frjálslyndir 14 þingsætum meira en árið 1965, svo að nú hafa þeir þar 65 af 88 þing- sætum. í Quebec varð lokaniðurstað an sú, aö frjálslyndir fengu 54 þing Pierre Elliott Trudeau virðist hafa unnið mikinn sigur i kanadísku kosn- ingunum. sæti af 74, en „creditistar" juku fylgi sitt þar úr átta í fimmtán þingsæti. í Manitoba, Alberta og Saskatc- hewan unnu frjálslyndir átta þing- sæti af íhaldsmönnum og munu án efa bæta aöstöðu sína í Brezku Columbia, sem er síðasta ríkið þar sem lokaniðurstöður fást. Hinn nýi flokkur sósíaldemokrata vann á í Saskatchewan, en tapaöi í Ontarío, og í heild þefur fylgi þans lftiö breytzt. Lincoln Alexander er fyrsti negr- inn, sem tekur sæti á þjóðþingi Kanada. Hann var kjörinn þingmað ur fyrir íhaldsflokkinn. SÍÐUSTU FRÉTTIR: Því er spáð meö hliðsjón af þeim tölum, sem nú liggja fyrir í kanad- íslui kosningunum, að frjálslyndir muni fá um 40 þingsæti i hreinan meirihiuta. Annars er spáin þessi: (Tölurnár frá 1965 í sviga). Frjálslyndir 152 (129) íhaldsflokkur 72 (99) Sósíaldemókratar 23 (21) „Creditistar" 15 (8) Þjóðfélagsflokkurinn 1 (5) Oháðir 1 (2) „RAUÐI DANNI" vill kollvarpa stjórn Ulhrichts í A-býzkalandi Stúdentaleiðtoginn Daniel Cohn-Bendit eða „Rauði Danni" gerir vfðreist. Um þessar mundir er hann í Beriin, þar sem hann flutti ræðu viö Humboldt-háskðl ann f Austur-Berlfn. Hann hvatti til þess að stofn- uð yrði f Austur-Þýzkalandi and spyrnuhreyfing til að steypa af stóli stjórn Walters Ulbrichts, sem hann sagði, áð væri skrif- finnskuveldi. Cohn-Bendit hafði meiri áhuga á þvi, að sameina öll vinstri öfl í Austur-Þýzkalandi heidur en að hvetja stúdentana við Humboldt-háskólann til að gera menningarbyitingu. Daniel Cohn-Bendit — ferðast um og flytur æsingaræður. Tékkneskir stúdentar setja fram kröfur um úrbætur — Kommúnistaleiðtogar þar taka máli þeirra vel Tékkneskir stúdentar vilja fá rík- isstyrki sína aukna um 40% og fá meiri áhrif á daglegan rekstur há- skólanna, eftir því sem frá var skýrt í Prag. Sagt er, að kröfur studentanna hafi fengiö góðar undirtektir hjá málsmetandi mönnum, og þeir telji kröfur stúdenta vera sanngjarnar. Einnig segir tékkneska fréttastof- an, aö margar aðrar breytingar sé verið aö gera til bóta á kjörum stúdenta. 1 október í fyrra kom til harðra átaka milli stúdenta og Iðgregluliðs. Þau átök voru álitin fyrsta merki þess, að dagar Novotnys fyrrúm forseta væru taldir. Hinir nýju kommúnistaleiðtogar i Tékkóslóvakiu undir forystu Al- exanders Dubcek viröast hafa unn- iö sér mikiö fylg! meðal æskufólks, bótt óánægju gæti stöðugt vegna þess, að reynt er að' þvinga stúd- enta til að hafa tengsl við æsku- lýðssamtök kommúnista. Giovunni Leone i myndur ntinni- hlutustjórn ú Itulíu Italski öldungadeildarþingmaður- inn Giovanni Leone hefur tilkynnt Saragat forseta ítaliu, að hann hefði myndað minnihlutastjórn kristi- legra demókrata. Hin nýja stjórn mun væntanlega sitja að völdum þangaö til í október. Sósíalistaflokkurinn mun halda ársfund sinn þá, og búizt er viö að flokkurinn taki afstöðu til þess, hvernig þeir vilja haga þátttöku sinni í ríkisstjórninni, sem þar með mundi öðlast þingmeirihluta. WASHINGTON. — Ríkislögreglu- menn og sérþjálfaðir lögreglumenn voru við öllu bunir f Washington í gær, því aö þar ríkir nú nokkur spenna vegna óeiröanna á mánu- dag og handtöku negraleiðtogans séra Ralphs Abernathys. Þeir sem handteknir hafa verið veröa ákærð- ir fyrir aö hafa virt að vettugi fundabann, og fyrir mótmælaaðgerö ir fyrir utan þinghúsið á Capitol- hæð. SAIGON. Þrjár bandarískar þyrl- ur með ameríska og thailenzka her- menn innanborðs rákust á í Ioft- inu í gær yfir Suður-Víetnam, og allir þeir 29, sem í flugvélunum voru, fórust. Sett hefur verið af stað rannsókn til að grafast fyrir um orsakir slyssins, sem varð á þann hátt, að tvær þyrlur lentu f árekstrinum, og varö af þvf svo mikil sprenging, að flugmaðurinn á þriðju þyrlunni missti stjðrn á henni og hún hrapaði til jarðar. BRUSSEL. Franska stjórnin til- kynnti f gær Evrópunefndinni í Brussel um ýmsar ráöstafanir, sem hún hyggst gera til að finna lausn á efnahagserfiðleikum Frakklands eftir hin langvarandi verkföll f land inu og launahækkanirnar, sem af þeim leiða. MOSKVA. Sendinefnd frá norska stórþinginu er nú í heimsókn í Sovétríkjunum. Sendinefndin mun verða í Rússlandi í vikutíma og heimsækja borgirnar Leningrad. Volgograd og fleiri borgir viö Svartahaf. t MONTREAL. Samtals varð að flytja 135 manns í sjúkrahús og 250 voru handteknir i miklum 6- tökum milli frönskumælandi að- skilnaðarsinna frá Quebec og lög- regluliðs i gær. Til átakanna kom vegna kröfugöngu, sem farin var f tilefni kanadísku kosninganna. — Trudeau forsætisráöherra var við- staddur þessa göngu, og létu að- skilnaöarmenn ófriðlega við hann, og köstuðu að honum tómum flösk- um og þess háttar. Trudeau vék sér undan skeytunum og hélt ótrauð- ur áfram ræðu sinni. Bardagar v/ð skæruliba skammt frá Saigon Suður-víetnamskir fótgönguliðar felldu í gær 32 skæruliða í Vfet- cong í bardaga um 25 km norður af Saigon. Stjórnarhermennirnir náðu vopna og skotfærabirgðum af Vietcongliö inu, sem hörfaði undan á flótta. Hinár stóru sprengjuflugvé>ar Bandaríkjamanna,, B-52 vélarnar héldu í.gær uppi stöðugum sprengju árásum á bækistöðvar skæruliða umhverfis Saigon. 3fSðTKM

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.