Vísir - 26.06.1968, Blaðsíða 16

Vísir - 26.06.1968, Blaðsíða 16
VTSTR Miðvikudagur 26. júní 1968y l FRAKKAR DRÓGU UMRÆÐUR FUNDARINS Á LANGINN — einkum er rætf var um ásfandið v/ð Miðjarðarhaf — Rætt Wð Willy Brandt, Pippinellis og Josef Luns ¦ Vorfundi utanríkisráðherra Atlanzhafsbanda- lagsins lauk í Reykjavík í gær og var í lok fundar- ins gefin út yfirlýsing aðildarríkja bandalagsins. Er frá þessu sagt á öðrum stað í blaðinu í dag. VÍSIR náði tali af þremur utanríkisráðherranna eftir fundinn í gær, Willy Brandt, Luns og Pip- inellis. Kom m. a. fram í viðtalinu við Brandt, að fundurinn tafðist vegna afstöðu Frakka til þeirrar greinar yfirlýsingarinnar, sem fjallar um ástandið við Miðjarðarhafið. Josef Luns utan við Sögu í gær. Pippinellis, utanríkisráðherra Grikklands. Viö hittum Willy Brandt á Hótel Sögu, en hann hélt þar til meðan á fundi utanríkisráð- herranna stóö. í>að er trú mín, að umræö- urnar á ráðstefnunni hafi gagn- leg áhrif á gang heimsmálanna. Vil ég þar helzt nefna umræð- urnar og yfirlýsingu ráðherra- fundarins, sem fjallar um, að herafli sem í Evrópu er, verði minnkaður stig af stigi. — Eruð þér ánægður með umræðurnar um Berlínarvanda málið? — Já, umræðurnar voru gagnlegar í heild, og ríkti ein- ing innan aðildarríkjanna um málið. En því miður er Berlinar- vandamálið enn óleyst. — Hvers vegna var.morgun- fundur ráðherranna eins langur og raun ber vitni? — Umræður um yfirlýsingu slíks fundar vilja ávallt drag ast á langinn. I þessu tilfelli var það sá hluti yfirlýsingarinn- ar, sem f.iallar um ástandið við Miðjarðarhaf og eflingu sovézks herstyrks þar. Frakkar gátu ekki sætt sig við orðalag yfir- . lýsingarinnar og umræöur dróg- u'st því. Ég vjldf segja að lokum, að fundurinn hér og dvölin hér á íslandi hafi verið okkur ráðherr- unum og meðiimum sendinefnd- anna til óblándinnar ánægju. Fundurinn var vel skipulagður og heppnaðist vel í heild sinni Sú staðreynd, að hann var hald- inn hér f Reykjavík virtist setja skemmtilegri svip á hann. Við náðum örstuttu viötali við Josefs Luns, utanríkisráð- herra HoIIands, þar sem hann stóð utan við Hótel Sögu, um- kringdur aðstaðarmönnum sín- um. — Ég held, að eining meðal ríkja bandalagsins hafi eflzt viö þennan fund hér, sem var svo vel skipuhgöur sem raun ber vitni. Umræður á fundinum voru gagnlegar og ályktun ráð- stefnunnar mun eflaust hafa heillavænleg áhrif á þróun heimsmálanna. Vil ég þar eink- um benda á eftirfarandi atriði i ályktuninni: , Willy Brandt, utanríkisráðherra V-Þýzkalands ræðir við blaða mann VÍSIS í gær. 1. Harðorð yfirlýsing banda- lagsins á samábyrgð Sovétríkj- anná á ástandinu í Berlín. 2. Aögerðir hinna 14 ríkja sameiginlegs herafla bandalags- ins um að viðhalda jafnvægi á Miðjarðarhafi eins og í öörum heimshlutum. 3. Yfirlýsingin um afvopnun og minnkun herafla Evrópu stig af stigi. Pippinellis, hinn umdeilda ut- anríkisráðherra Grikklands hitt- um við á Hótel Ioftleiðum. Lík- lega var þetta "nokkuð óvenju- legt fyrir hann, þar sem hann sat þár einsamall. og éngitin öryggisvörður sjáanlegur. Hann vildi fúslega svara sumum spurningum blaðamanns, en öðrum ekki. — Ég held, að umræðurnar á fundinum og fundurinn í heild muni láta gott af sér leiöa varö- andi framtiðarverkefni banda- lagsins. Ég er ánægður meö þær umræöur, sem fram fóru á fund- inum um álitið í heiminum al- mennt. — Hvaö getið þér sagt um ástandiö í innanríkismálum Grikklands? — Þar sem ég er nú á er- lendri rund og fjalla um ut- anríkismál svara ég spurning- um uni bau, en ekki um inn- anríkismál. . — Getiö þér sagt eitthvaö um framtíð Konstantíns kon- ungs? — Nei, þaö get ég ekki. — Heyrir málefni konungs- ins og konun; iölskyldunnar allrar undir innanríkismál eöa utanrikismál? Aö sjálfsögðu heyra málefni konungsins og konungsfjölskyld unnar undir (innanríkismál Grikklands. ÁHORFANDIVAR Skreiðarframleioendur HANDTEKINN r — Látinn dúsq í S'ibumúla / 7 t'ima — engar skýringar teknar til greina Piltarnir, sem voru á forsíðumynd Vísis í gær hafa báðir komið að máli við Vfsi og neita þvi að þeir séu mótmælamenn. Báðir kváðust þeir hafa verið forvitnir áhorfendur og alls ekki hafa verðskuldað það að sitja í fangelsi í 7 klukkutíma. Annar piltanna, sá sem var til vinstri á myndinni, sagði að hann hefði staðið í hópi lögregluþjóna, þégar skipun var gefin um að ryðja tröppurnar. Hefði hann ekki tekið þátt I Fjölmennur fundur í Stupa Stuðningsmenn Kristjáns Eld- járns boðuðu í gærkvöldi til fund- ar í félagsheimilinu Stapa. Rúmlega 2000 manns sóttu fundinn, en sú tala er fengin frá Ragnari f Smára, sem veitir fórstöðu skrifstofu Kristjáns Eldjárns, vill blaðið láta bess getið að útilokað er að það taki ábyrgð á sannleiksgildi talna <rá slíkum fundum, þar eð þar er jm hreinar ágizkanir er að ræða Frh. á bls. 10. neinum mótmælaaðgerðum, hafði forvitni hans vakríað þegar hann ók framhjá Háskólanum, sem hann nemur við og stöövaði bíl sinn skammt frá aðalinnganginum. Þeg- ar hann ætlaði að yfirgefa staðinn kom lögregluþjónn og handtók hann. öll rök reyndust haldlaus vopn gegn þessum lögreglumanni. Samkvæmt þvi sem hinn maður- inn segir voru fleiri teknir þannig saklausir. Meðal þeirra voru 5 vél- smiðir i vinnugalla, sem voru mftð- al áhorfenda. Hefur maðurinn það eftir Bjarka Elíassyni yfirlögregluþjóni að fólk hafi þarna veriö á bannsvæöi pg enginn greinarmunur gerður á mönnum í sambandi við handtök- una. Kvörtuðu ungu mennirnir 5 yfir því að, hafa verið 7 tíma í Síðu- múla án þéss að géta látið heyra frá sér. hálfa millj. til Biaf ra Hafskip flytur hana oð kostna&arlausu Söfnun sU, sem Rauði krossinn gengst fyrir um þessar mundir fyr- ir hið bágstadda ríki Biafra í Afr- íku, hefur gengið vel. Komnar eru 110 þúsundir í peningum til skrif- stofu Rauða krossins, auk þess sem dagblöðin veita viðtöku fjárfram- löigum. Ýmsir skreiðarframleiðend- ur hafa gefið skreið að virði tæpar 500 þúsund krónur. Stærsti gefand- inn vill ekki láta nafns síns getiö, en Haraldur Böðvarsson & Co og ísfélag • Vestmannaeyja hafa látið mikið magn af hendi rakna. Þá hef- ur skipafélagið Hafskip h.f. boöizt til að flytja skreiðina til Biafra Rauöa krossinum aö kostnaðar- lausu. Hins vegar er það miklum erfiðleikum bundið að koma henni til Biaframanna þar sem sambandy stjórnin i Nigeríu ræður helztu að- flutningsleiöum, svo sem hafnar- borginni Port Arthur. Pað er kunn ugt af fréttum, að sambandsstjórn in í Nigeríu (Lagos-stiórnin) þjarra ar nú mjög að Biaframönnum. nc telja hinir siðarnefndu, að útrým ing vofi yfir. Fundurmenn líSc- legu nærrl 1600 Rétt er aC gera þá athngaseniu við frétt blaðsins i gær um fundar- sókn hiá Kristjáni Eldjárn á Akur- eyri, aö fundarmenn munu hafa verið tæp 1600, en ekki 1000, eins og sagt var, samkvæmt talningu á mynd. Komið var fyrir á niunda hundrað stólum á keppnisgólfinu i íþróttar!:emtnwin! í venjulegum stæðuni sátu o« stóöu 400-500 manns. Þí voru 100-200 við suður og vesturvegg hússins. — Sam- kvæmt þessu er hað einnig rangt, að 2500 hafi sótt framboðsfundinn, eins og kosningaskrifstofan hefur fullyrt. /# Farsótt" spítalann % í gær ýfirtók Borgarspítalinn starfscmi Farsóttahussins, og 'tekur geðdeild hans við með 30 I. iM.JUIIJ— ni »«i.ii ..... ^jwi rúmum. Þá er áætlað, að Hvita- bandið verði lagt niður í haust, en skurðdeild taki til starfa í Borgarspítalanum í pess stað. Svo sem kunm ' er, hefur slysavarðstofa" nýlega verið flutt úr Heilsuverndarstöðinn) ' spítalann. Auk þessara deilda er Iyfiadeild með 57 rúmum f Fossvogi og 35 rúmum á Heilsuverndarstöðinni. i l>-itÉ^r^.'M ..'

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.