Vísir - 10.07.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 10.07.1968, Blaðsíða 3
\i'v <°i' “Hi1 i‘íi BKB - ■ Yfirlitsmynd yfir orlofshúsin. Þau standa undir hlíðinni. Húsið lengst til vinstri er kirkjan. (Herbert Guðmundsson tók allar myndirnar), Björn Jónsson, formaður Alþýðusambands Norðurlands ræðir við starfsmenn við byggingu VlSIR . Miðvikudagur 10. júlí 1968. Þegar bysgingu húsanna verö- ur lokið, er eftir mikið starf við að byggja upp ýmislegt á svæðinu, svo sem að koma upp útivistarsvæði með sundiaug, íþróttaveili, leikvelli og húsi fyrir sameiginlega þjónustu. Er landið mjög hentugt fyrir slíkar framkvæmdir, or verður ráðizt í þær strax og byggineu siáJfra húsanna lýkur og fjárhagur Al- þýðusambands Norðurlands leyf ir. Hér sjáum við eiít húsanna. Húsin eru úr tré, og fullfrágengin með innbúi kosta þau um hálfa milijón króna. fallegu umhverfi og skjólgóðu, þannig að gera má ráð fyrir, aö þau njóti mikilla vinsælda. Það var Alþýöusamband Norð urlands, sem festi kaup á jörð- inni Illugastöðum, og sér Al- þýðusambandið um allar sam- eiginlegar framkvæmdir svo og greiðir kostnað þeirra. Við kaup jarðarinnar og framkvæmdir fékk, Alþýðusambandið lán úr Atvinnuleysistryggingasjóði. Á- formað er, að hvert einstakt verkalýösfélag innan Alþýðusam bands Norðurlands eigi sérstakt hús eitt eða fleiri. Verkalýðs- félögin á Akureyri eiga 6 af þeim 15 húsum, sem byggð verða í 1. áfanga, en 12 félög og félagasambönd eiga hin 9 húsin f I. áfanga. Við kaup hús- anna hafa félögin notið veru- legs styrks af orlofssjóðum sín- um, en atvinnurekendur greiða í þá 1% af launum. / Jörðin IHugastaðir er 12—15 km frá Fnjóskárbrú við Vagla- skóg og er um þriggja stundar- fjórðunga akstur þangaö frá Ak- /ureyri. Þar er eins og fyrr seg- ir mjög skjólsælt, fallegt og fjöl- breytt landslag. Berjaland er gott, veiðiréttur f Fnjóská og handan hennar er Þórðarstaða- skógur. Það er þvf Ijóst, að þessi staður hefur verið vel valinn fyrir orlofsheimili. Frá því var skýrt hér í blaðinu í gær, að á laugardag voru tek- in í notkun þrjú hús í nýju hverfi orlofsheimila, sem reist eru á Ulugastöðum í Fnjóskadal fyrir frumkvæði Alþýðusam- bands Norðurlands. í fyrsta á- fanga framkvæmdanna hafa 15 hús verið reist, fimmtán hús, sem hvert er 58 ferm., eldhús, þrjú svefnherbergi, snyrting með baði og stór stofa. Eru húsin hin vistlegustu og eiga efalaust eftir að gegna sínu hlutverki vel í framtiðinni. Orlofsheimilin standa í mjög pflÉI Séð inn í eitt hinna þriggja svefnherbergja í einu húsanna. Þar mun verkafólk Norðurlands hvíla lúin bein

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.