Vísir - 10.07.1968, Blaðsíða 5
VlSIR . Mlðvikudagur 10. ffilí 1968.
^KVENNJlSífl,
Övinsælar vörur
9Sl\
ovin-
sælir framleiðendur
— crð hvaða leyti stendur islenzk vara oð baki erlendri?
það lítur ekki út fyrir það, afe
Islenzkir matvælaframleið-
p.ndnr hafi nokkru sinni spurt
sjáJfa sig að því hvers vegna ís
lenzkar husmæður vilja oft á tíö
um erlendan framleiðsluvarning
freimur en hinn íslenzka. Þessa
ályktun dregur Kvennasíðan af
einni verzlunarferð fyrir
skömmu. Sýndi hún það betur
en nokkur orð að hvaða leyti Ifs
lenzkur varningur getur staðið
langt að baki erlendum. Þjón-
usta við neytendur virðist nefni
lega vera hulin ráðgáta þeim
mönnum, sem þó mest berjast
fyrrr framgangi og sölu sinnar
vöru.
Troðfull hilla meö girnileg-
ustu vörum blasir við kaupand-
anum. Hann tekur upp dósir,
krukkur, sem geyma þessa eða
hina vöruna og ætlar að bera
saman þyngd og verðlag. Hvað
er eðlilegra en það að kaupand
inn vilji gera sem bezt kaup. En
hann rekur f rogastanz, á_ fs-
lenzkan varning vantar undan-
tékningalítið alla þyngdarmérk
ingu, hvað þá að getið sé um
þyngd vökvainnihalds á móti
þyngd fastainnihalds, sykur-
magn, samsetningu o. fl. Þetta
er nógu alvarlegur galli á vöru
tfl þess að húsmóðirin hugsi sig
: vel um áður en hún ræðst til
kaupa á henni. Ekki sfzt, þegar
hún hefur aðgang að sams kon-
ar vöru þar sem gefnar eru
upp nákvæmar upplýsingar um
innihald Iláts, sem varan er
geymd í. Hvort varan sé ekta
f gegn eða notuð séu gerviefni
vökvaþyngdin gefin upp þannig
að hún sér hversu mikið magn
flátið geymir af vörunni, sem
hún sækist eftir.
" Þessu sleifarlagi og sveita-
mennsku íslenzks iðnaðar verð
ur að kippa sem fyrst f lag. Ef
framleiðendurnir sjálfir sjá sér
ekki hag f því að setja þyngdar
merkingu á framleiðslu sína
þar sem hennar er þðrf, verður
að gríp- til annarra ráða, neyt
andanum til varnar og öll erum
við neytendur — en það er laga
setning, sem skyldar framleið-
andann til þyngdarmerkingaf-
innar.
En tökum nú nokkur dæmi
ar verzlunarferðinni. Hið fyrsta
er Kvennasiðan rak augun í var
krukka með jarðarberjasultu.
Utan á stóð Jarðarberjasulta og
nafn fyrirtækisins, ekkert meir.
Hvergi var getið um innihald
krukkunnar að öðru leyti. Við
gengum á rööina og sömu sögu
var að segja, íslenzku umbúðirn
ar gátu ekki um þyngd né inni-
hald. Ööru máli skipti um þær
erlendu. Þar var undantekninga-
laust getið um þyngd — í
grömmum og ýmsar fleiri upp-
lýsingar var þar að finna.
Við athuguðum fleiri vörur,
sama sagan endurtók sig að
mestu. Það eina sem gefið var
upp, voru leiðbeiningar um
Um margt er að velja í matvörubúðunum.
matreiðslu viðkomandi rétta.
Einu framleiðendurnir, sem viö
rákum augun í að höfðu merkt
vöru sína þyngdarmerkingu
voru Mjólkursamlag K. Þ. á
Húsavík, en pappaöskjurnar þaö
an voru merktar — Mysuostur
250 gr. — S. R. Siglufirði, sem
merkti Sigló-síldina með forn-
legri enskri þyngdarmerkingu
7 oz, (áður en langt um líður
taka Bretar upp sama þyngdar-
kerfi og aðrar þjóðir — metra-
og kilómælieininguna), og fyrir
tæki Kristján Jónssonar & Co. á
Akureyri.
Dagsetningarstimpilinn vant-
aði alveg. Þvf ætlazt er til að
húsmóðirin geti átt það á hættu
að kaupa vöru sem liggur undir
skemmdum ef ekki þegar
skemmd af aldri í búðinni. Fram
leiðendur Camemberts-ostsins
láta leiðbeiningar um gerjun
hans fylgja sinni vöru en hvern
ig f ósköpunum á húsmóðirin
eða neytandinn að finna það út
á hvaða stigi osturinn er þegar
hann kaupir hann í búðinni? Á
öðrum ostum, áleggi, salötum
o. s. frv. var hvergi um það get-
ið hvort varan væri ný, myndi
endast til þessa tiltekna dags
eða hort hún væri komin fram
yfir það aldursskeið að hún
væri hæf sem mannamatur.
Erindi Kvennasíðunnar tðk
sem sé allt aðra stefnu en upp
haflega var hugsað, að bera
saman þyngd og verö, en þó
gerði hún smákönnun á hun-
angi. Kaupið vel inn og meö um
hugsun, ef þið ætlið aö spara.
í þessari verzlun var mikið úr-
val hunangs frá ýmsum löndum.
Yfirleitt var þyngdin gefin upp
sem 450 gr. verðlagið var hins
vegar mjög misjafnt. Lægsta
verö var 39.40 en það hæsta
54.00. Þaö kom í ljós að ílát með
helmingi minna innihaldi voru
dýrari og gildir það um allar
aðrar vörur, að því smærfa sem
ílátið er og minna innihald, ,er
varan að sama skapi dýrari. Þar
er um að kenna umbúðakostn-
aði I flestum tilfellum og eflaust
gróðasjónarmiði framleiöandans
einnig.
Önnur ráðlegging til neytand-
ans er þessi: Látið ekki lögun
umbúöa t.d. utan um þvottaefni
Ieika á ykkur. Athugið vel áður
en keypt er hvaða umbúðir inni
halda í raun og sannleika mest
innihald. Þegar um erlenda vöru
er að ræða athugið hvort ekki
:sé gefið upp innihald f grömm-
um.
FlLMUR OGVELAR S.F.
FRAMKÖLLUN
99
STÆKIUN
SVART HVI
& LITFILMUR
FILMUR OG VELAR SiF,
SK0LAV0RÐUSTIG 41 SIMI 20235 ¦ B0X 995
KS.L ls.1.
laugardalsvöllur
Norðurlandamót unglinga
í knattspyrnu heldur áfram í kvöld miðviku-
daginn 10. júlí og hefst kl. 7 síðdegis þá leika
DANMÖRK - PÓLLAND
Dómari Rafn Hjaltalín.
Strax að leik loknum hefst Ieikur milli
Islendinga og Norðmanna
Dómari Guðjón Finnbogason.
Verð aðgöngumiða: barnamiðar kr. 25.—-
stúkusæti kr. 100.—
og gilda miðarnir á báða leikina..
Komið og sjáið spennandi keppni.
Knattspyrnusamband íslands.
Iðnskólinn í
Reykjavík
óskar að kaupa ttóki til verklegrar kennslu
fyrir málmiðnaðar-nema, svo sem hér segir:
rennibekki, (litla) rafsuðuvélar,
hefil, borvél, fræsivél og vélsög.
Nánari upplýsingar fást í skrifstofu skólans
næstu daga.
Tilboð óskast send skólanum fyrir næstu
mánaðamót.
Skólastjóri.
ym i s i-iGf: % 'mmmsm
S-«-» 30435
Tökum aO okkur hvers Kanai tuúrbri)i
og sprengivinnu i húsgrunnum og ræs
um Leigjum út loftpressui og víbr?
sleða Vélaleiga Steindórs Sighvats
sonai AJfabrekkL viO Suourlands
braut. sfmJ 10435
mi
THKURÍALLS KONAR Í<LÆ:ÐNINGAR
FÍ.JÓT ÓG VÖNDUp VINNA "
. ,, ÚRVAL AF.ÁKLÆÓUM f,
IAUGAVEG 62-SJMI 10825 ' HEIMASlMI B3634^/
UN