Vísir - 10.07.1968, Síða 6

Vísir - 10.07.1968, Síða 6
1 •5 TÓNABIÓ Tom Jones islenzkur texti. Heimsfræg og snilldar vel gerð ensk stórmynd i litum er hlotif: hefur fimm Óskars- verölaun, ásamt fjölda annarra viðurkenninga. Albert Finney Susannh York Endursvnd Kl. 5 og 9. Bönnuð börnum. KÓPA VOGSBÍÓ serstæð og ógnvekjandi, ný, amerisk mynd i litum og Pana vision. Peter Fonda Nancy Sinatra Sýnd kl. 5.15 og 9. Bönnuð börnun. innan 16 ára. BÆJARBÍÓ / hringiðunni (The Rat-race) Amerísk litmynd með: Tony Curtis og Debbie Reyn- olds. Sýnd kl 9. Dætur næturinnar Japönsk mynd með dönskum texta. Sýnd kl. 7 Bönnuð börnum. HÁSKÓLABÍÓ FARAÓ Fræg stórmynd'í litum og Diali scope frá „Film Polski" Leik stjóri Jerszy Kawalerowic Tónlist Adam Walacinski Myndin er tekin í Usbekistan og Egyptalandi. Bönnuð innan 16 ára. Islenzkur texti. Aðalhlutverk: George Zelnik Barbara Bryl. Sýnd kl. 5 og 9. AUSTURBÆJARBÍÓ Orrustan mikla Stórfengleg og mjög spenn- andi ný amerísk stórmynd í litum og Cinemascope. íslenzkur texti. Bönnuð börnum innan 14 ára. Sýnd kl. 5 og 9. V1 S 1R . Miðvikudagur 10. júlí 1968. |—Listir -Bækur -Menningarmál CAIHLA BÍÓ Njósnaförin mikla Sophia Loren George Pappard tslenzkuf texti. Sýnd kl. 9. Bönnuö innan i4 ára. Kappakatursmyndm: Fjör i Las Vegas með Elvis Presley og Ann- Margaret. — Sýnd kl. 5. STJÖRNUBÍÓ Bless bless Birdie Islenzkur texti. Bráðskemmtileg ný kvikmynd. Sýnd kl. 5, 7 og 9. KÝJA BÍÓ Ótrúleg furðuferð Sýnd kl. 5, 7 og 9 íslenzkur texti. LAUGARÁSBÍÓ / KLÓM GULLNA DREKANS ISLENZKUR TEXTI Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð bömum. Auglýsið í VÍSI WMmmmmmBmmsíEiBmBBmmmmmmHBE* Kýjes bílaþjénustan Lækkið viðgerðarkostnaðmn — með bvi að vinna siálfir afl viðgerð bifreiðarinnar — Fae menn veita aðsto? ef óskafl er Rúmgófl húsakynni. aðstaða tii bvotta. Kýjo bílaþjénustun Hafnarbraut 17 - Slmi 42530 Opið frá kl. 9—23. Tjegar líður á sumar eru fyrstu leikrit næsta leikárs sviö- sett í leikhúsum stórborganna. Leikhúsmenn um allan heim fylgjast vel með þeim atburöum og leikarar gera sér feröir til að fylgjast með væntanlegum afrekum „kolleganna". Hér á landi hefur leikhúslíf blómgazt: og dafnað á seinni árum og hefur þegar myndazt hópur fjölda áhugamanna um eikhús: mál. Ef þeir eiga ferð um stór-i borgir á næstunni er ekki siður skemmtilegt fyrir þá en atvinnu menn að nota tækifærið og sjáj a.m.k. eina eöa tvær leiksýning ar í leiðinni. London hefur títt verið gist af íslenzkum leikurum og er nú talin einna fremst leikhús- borga. Þar hafa nú nýlega verið settar á sviö tvær sýningar, er; vakið hafa athygli. £ Önnur er nýtt leikrit „The Real Inspector Hound” eftir. Tom Stoppard ungt enskt leik skáld. Þetta er annað verk þessa höfundar sem vakti heims- ■ Gagnrýnendurnir í hinu nýja leikriti Stoppard. Þeir eru leiknir af Ronnie Barker t. v. Richard Briers t. h. Tvö leikrit tvö leikskáld athygli með fyrsta leikverki sinu „Rosenkrantz og Gylden- stern eru dauðir“. Þær vonir, sem bundnar voru við hið þrítuga - leikskáld hafa eitthvað daprazt með nýja leik- ritinu, sem fékk misjafna dóma. í fyrra leikriti Stoppard voru Rosenkrantz og Gyldenstern Tom Stoppard. sem í harmleikritinu Hamlet eru aukapersónur, gerðar að aö- alpersónum leiksins. I nýja leik ritinu eru tvær aðrar auka- persónur, leikhúsgagnrýnendum ir i fyrstu sætaröð, sem eru dregnir með inn I leikritið, sem þeir voru komnir til að gagn- rýna. Leikhúsverkið, sem þeir horfa á er findin skopstæling af „Músagildru“, Agatha Christ ie (það leikrit hefur árum sam an gengið f London) eða öðru svipuðu og aðaluppistaða leiks ins er ást og morð. Leikhúsgagnrýnendurnir tveir geta samhæft sig „aðaltemum" leiksins ást og morö. Annar þeirra hefur leynilega ástkonu sem er leikkona að atvinnu og er á nálum um að ef upp kom- ist um sambandið muni það eyði leggja álit hans sem hlutlauss gagnrýnanda. Hinn er ekki bet ur á vegi staddur þar sem hann þjáist af öfund út f annan gagn rýnanda þekktari en hann sjálf ur, sem hann leysir af þetta kvöld. Gagnrýnendurnir sitja aftar- lega á sviðinu og horfa á leik- ritið sem er leikið fyrir þá. Hvísl þeirra er sent með hátöl- urum til hina raunverulegu á- horfenda. Það kemur fram að á meðan þeir horfa á leikritið læðast að þeim hugsanir sem þeir myndu aldrei hleypa fram í dagsljósið. Hvor um sig sam hæfir sig elskhuga og morðingja ieiksins og skrifa niöur á meö- an yfirdrifið gagnrýnendakjaft- æði á sn .ssíu leikskrárinnar. 1 þessu tekst Stoppard mjög vel upp og þannig lýkur fyrsta þætti. Eftir þennan þátt bland- ast gagnrýnendumir inn í sjálft leikritið og rekjum viö þá sögu ekki lengra. H itt leikritið er „Hótel i Amsterdam“ eftir John Os borne, sem leikhúsgestir hér munu kannast við. Osborne er sem kunnugt er einn af fram- vörðum nýju bylgjúnnar i leik- skáldskap enskum og varö heimsfrægur eftir aö leikrit hans „Horfðu reiður um öxl“, var fyrst sett á svið. Osborne, en hljótt hefur veriö um hann að undanfömu, hlýtur góða dóma fyrir þetta leikrit sitt. 1 stuttu máli er efni þess á þessa leið: Hópur starfsmanna kvik- myndavers eins flýr einræði K.L. yfirmanns síns til þess að njóta frelsisins, nafnlausir I Amsterdam Þeir hlakka yfir van mætti K.L., þegar hann mun komast aö því að þeir eru horfnir eða ein's og rithöfundur inn Laurie segir „Látum K.L. krossfesta sjálfan sig“. Hann getur ekki ráðið við sig né neinn hinna f hópnum hvaða veitinga- stað í Amsterdam þeir eigi aö heimsækja þetta fyrsta frelsis- kvöld í Amsterdam. Þeir koma með uppástungur og hætta við þær. Inn í samræðurnar flétt- ast einnig upphrópanir þeirra og ánægja yfir óþægindum K.L. En þeim stendur ekki á sama, skuggi K.L. hvílir yfir þeim, þeir eru hræddir. Laurie, rithöf undinn leikur Paul Scofield með yfirburöum, en hann vann sér fyrst verulegan frama með aöalhlutverkinu i kvikmyndinpi „A Man for all Seasons". í raun og veru fjallar leikrit ið um óttann sem stundum á rétt á sér en oftar ekki, ótt- ann, sem grípur miðaldra fólk, þegar framtíðin virðist ekki eins björt og fögur og áður. Leikritið er einnig um vináttu og góð- leika. Eftir ummælum úm þetta leik rit Osþorne, virðist hann aftur vera að risa úr öskustónni, en hann o.fl. frægustu leikskáld Breta hafa mörg undanfarin ár látið sér nægja að semja kvik- mynda og sjónvarpshandrit og hlotið fyrir ámæli yngri full- huga í brezku leikhúslífi. John Osbome

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.