Vísir - 11.07.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 11.07.1968, Blaðsíða 3
 sumarleyfanna" Þær eru íonar stúlkurnar vio ao moka áburðmum. Eins og öllum er kunnugt er Vinnuskóli Reykjavíkur starf- ræktur á sumri hverju. Mynd- sjáin heimsótti að þessu sinni flokka sem starfa rétt utan við Heiðmörk við gróðursetningu. Fyrir hverjum flokki er einn verk stjóri og er hann yfirleitt feng- inn úr kennarastéttinni. í hverj um hóp eru um 25 stúlkur á aldrinum 12—14 ára og starfa þar daglega frá klukkan 2 til 5.30. Á því svæði sem stúlkurnar voru, var yfirleitt búiö að gróð- ursetja, en þær voru að bera áburð á plönturnar. Verkstjór- arnir tveir sem þarna voru heita Valgerður Kristjónsdóttir og Steinunn Ármannsdóttir. Þær sögöu okkur að mjög skemmti- legt væri að vinna með stúikun um og sýndu þær flestar mikinn áhuga. Allt gróðursetningarstarf ið er skipulagt af Skógrækt rík- isins og útvegar hún allar plönt- ur og áburð. Vinnuskólinn legg _ur síðan fram vinnukraftinn, sem starfar frá júníbyrjun til ágústlqka. Viö röbbuðum dálítið við stúlk- urnar og heyrðum að þær voru ekki ailar jafn ánægðar með vinnuna og kváðust margar þeirra hlakka til aö fara í sum- arfrf, en stúlkurnar fá frí í eina viku f sumar, að vísu alveg kauplaust. — Hvemig áburöur er þetta? — Iss, þetta er hrossaskitur og sag, sagði ein þeirra. — Heldurðu að það sé eitt- hvað soennandi fyrir stelpur að véra í svona vinnu, sagði sú sem næst stóð. — Eruð þið ekki ánægðar með verkstjórana? — Jú-hú, þær eru alveg stór- ffnar, en það er bara ekki nóg. Við horfðum á stúlkurnar nokkra stund handfiatla fötum- ar með áburðinum og dáðumst að dugnaöi þeirra. Hálf fata af áburði fer á hverja plöntu, sem þær hafa gróðursett. Er við kvöddum hópinn heyrðum við verkstjórana kalla með þrumu- raustu: „Vinnunni er lokið í dag, tökum saman dótið og höldum heim“. Þær bera áburðinn á meðfram plöntunum. Stúlkumar vinna saman í hópum. Og síðan er dreift úr. VlSIR . Fimmtudagur 11. júlí 1968. „Við hlökkum til

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.