Vísir - 11.07.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 11.07.1968, Blaðsíða 9
VlSIR . Fimmtudagur 11. júlí 1968. 9 siœj: upp á Siglufirði, en Geirharður er útlærður vefari. „Það eru 7 ár. Ég kom beint frá háskólanum í Leipzig.“ „Hvenær byrjaðir þú að stjórna kórnum?1 „Það var 1964. Það er ágætis dægrastytting". ,^Hverjir voru nú helztu tón- listarviöburðir hjá ykkur í vet ur?“ „Það eru þessir tveir konsert ar, sem við höldum. Jólakonsert inn og lokakonsert sem tón- skólinn 1 heldur við skólaslitin. Nú ... og jú, hápunkturinn í vetur var eölilega förin til Frakklands." „Já, sem frægt er orðið. Ykk- ur var vel tekið í þeirri ferð.“ „Já, okkur var mjög vel tekið, en svona ferðir eru svo dýrar. Það er nú sama! Ferðin var mjög ánægjuleg og það var ævintýri .lúcast að. koma fram í salha prógrammi í París og nokkrir frægústu !menn í Evr- ópu. T.d. var Tom Jones í pró- gramminu og fleiri.“ „Þér líkar svona vel á Siglu- firði. Ætlarðu að setjast hér að fyrir fullt og allt?“ „Já, mér líkar prýöilega. Það ær að vísu svolítið dauft á vet- uma, en það er ýmislegt hægt að gera til þess aö tíminn líði.“ G. P. Á SAMA PRÓGRAMMI OG TOM JONES Rætt v/ð Geirharb Valtýsson, stjórnanda Karlakórsins VISIS Tónlistarlíf hefur verið með afbrigðum fjörugt á Siglufirði, svö það hefur verið yrkisefni skálda. — Þjóðin dáir, veit og virðir VÍSIS-söng og Bjarna-lögin. — T>otturinn og pannan í tónlist Siglfirðinga undanfarin ár hefur veriö Geirharður Valtýs- son, stjómandi Lúörasveitar Siglufjarðar, söngstjóri karla- kórsins VÍSIS, og skólastjóri tónlistarskóla Siglufjaröar. Flestir kannast þó við hann undir nafninu Gerhard Schmidt, eins og hann hét áöur en hann varð íslenzkur ríkisborgari. „Hvemig líkar þér á Siglu- firði, Geirharður?“ spurði blaða- maður VÍSIS þennan fjölhæfa tónlistarmann fyrir stuttu. „Þetta er indælt að vera hér.“ svaraði hinn sem náð hefur furðu góðum tökum á íslenzk- unni, þótt hann tali hana ekki fullkomlega lýtalaust. „Það er gott að starfa í svona litlum bæ. Maður hefur svo gott yfirlit yfir allt tónlistarlifið í svona litlum bæ og lærir að þekkja betur hvern félaga, svo maður getur hagað starfinu svo mikið meö tilliti til þess.“ „Hefur þetta ekki verið erf- itt hjá ykkur að undanförnu? Þetta hefur verið svo annasamt. Fyrst lúðrasveitamótið og mús- ikkabarettinn og allt það.“ „Nei, ekki svo tilfinnanlega. Það fór mánuður í undirbúning að kabarettinum. Það var bara að koma saman hittast, svo var þetta jíomiö. Við vorum með kabarettinn í fjórða sinn núna í vikunni og þaö var enn sleg- izt um miöana.1 „Hann hefur verið svona vel sóttur?“ „Já, það var uppselt í öll skiptin." „Það er svona mikill tónlist- aráhugi á Siglufiröi?" „Já, mjög mikill." „Hvað eru margir í karla- kómum?“ „Það eru venjulegast um 50.“ „En í Lúðrasveitinni?" „Það er misjafnt. Við gerum á henni þær breytingar, að við getum varla kallað hana lengur lúörasveit. Til þess vantar okk- ur í hana hljóðfæri. Viö gerðum þetta, svo að hún gæti frekar tekið að sér undirleik meö öðru.“ „Sækja margir nám viö tón- listarskólann?“ „Þetta eru nú raunar tveir tónlistarskólar, sem nú starfa saman. Nemendur sem sóttu skólann ! vetur voru 75, en þeir voru misjafnlega langan tíma hver. Sumir sóttu aöeins nám- skeiö.“ „Hvað er langt síðan þú komst hingaö?“ llESENDIIR E IHAFA DRÐHI-1 Hvar er hringakstursmerkiö? Gussi skrifar og hrósar okkur í upphafi bréfsins. Þess vegna birtlst bréf hans aö sjálfsögðu fyrst. Góðir Vísismenn. Það var vel til fundið að ætla þessum dálki rúm handa stuttum bréfum frá lesendum. Vonandi verður það ekki eintómf nöldur, eins og oft vill brenna við. — Fram- kvæmdanefnd hægri umferðar hefur unnið gott starf, að mínu áliti, breytingin tókst vel og lögreglu og liðsmönnum hennar hefur' tekizt betur en áður að kertna mönnum að virða um- ferðarreglurnar. Góður andi ríkir á götunum og mikið er það viðkunnanlegra heldur en heiftin og gremjan, sem oft sýndi sig, þegar eitthvað bjátaði á. Við skulum vona, að kurteisi og góðvild megi einkenna um- ferðina sem allra mest. Hægri- nefndin og Slysavarnafélagið i hafa sent frá sér hefti um akst í ur á þjóövegum, og fylgdi því i litprentað spjald með umferöar merkjum. Úm leið og ég þakka fyrir hvort tveggja langar mig til að spyrja hvers vegna eitt táknið á spjaldinu, hringakst- urs-merkið, sem er þríhymingur með þrem örvum, er mynda hring, hefur ekki verið tekið í notkun við hringtofgin hér í bæ. — Gussl — ISl Klæðaburður unga fólksins skyggir á fegurð landsins. Erlend kona nýkomin til landsins skrífar: „Mér finnst þetta dásamlegt land, þótt ég hafi enn lítið séð af því. Fjöllin eru unaðsfögur og litirnir á himnin um eru slíkir, að orö fá ekki lýst. Ég vona að straumur ferða manna til þessa fagra lands fari vaxandi. Fólkiö er alúölegt og tekur gestum opnum örmum. Eitt finnst mér þó skyggja á feg urð lands og þjóðar, en það er klæðaburöur unga fólksins, eink um piltanna. Þeir röltu um bæ- i inn klæddir í mjög skringi- lega og spjátrungslega bún- inga, sumir klæöast nánast lörf um. Væntanlega verða þetta mætir menn, þegar þeir vaxa úr grasi, en sem stendur mætti bú- ast við þeim í rennusteininum | innan skamms. tSl Æskilegur blómainnflutningur. Blómaunnandi, sem er mikið niðri fyrir skrifar: Ég varð dálítið ill um daginn eftir að hafa lesið pistil Þránd- ar í Götu um innflutn. danskra tertubotna og skozkra plantna. Ég er sammála Þrándi, þegar hann telur innflutning tertubotn anna hinn mesta óþarfa en öðru máli gegnir, þegar hann víkur að plöntunum. Vegna einangr- unar og legu Islands er jurta-. líf hérlendis fáskrúðugt. Því hafa blómaræktendur gripið til þess að leita uppi erlendis jurtir, sem hægt er að aðhæfa náttúru og veðurfari landsins. Þetta hafa þeir gert um árabil og án þess að vikið væri að því einu orði. Ólíkt fáskrúöugra væri í Ígörðum Reykvikinga og annars staðar, ef þetta ráð hefði ekki L verið tekið upp fyrir mörgum J árum og munu víst fæstir blóma ’ unnendur við þá sakast. Ég óska \ öllum ræktunarmönnum, sem i með þessari tilraunastarfsemi , sinni vinna að fegrun landsins ) allra heilla í starfi. \ Blómaunnandi VANN REYKJAVÍKURRADÍÓ ORUSTUNA UM ATLANTSHAFIÐ? úrdráttur úr grein eftir Friðbjörn Aðalsteins son. Hallgrimur Mafthiasson tók saman I jegar Island var hemumið af Englendingum 1940 lagðist niður allt talsamband við skip samkvæmt ákvörðun hernaðar- yfirvalda. Einnig voru brezkir verðir við tækin og mjög tak- markað það er Reykjav.radíó mátti afgreiða. íslenzkt fólk hafði aðsetur á stöðinni og var ætlunarverk þess að þýða öll skeyti er afgreidd voru til og frá skipum og afhenda þýðingu skeytanna brezkum yfirvöldum. í skeytunum mátti ekki minnast á veður, ferðir skipa o. fl. Siðar var öllu þessu fólki sagt upp starfi og okkur treyst til að þýða skeytin í hvert sinn. Frið- bjöm Aðalsteinsson þáverandi stöðvarstjóri hefur i góðri grein skráð kafla viðvíkjandi veru setuliðsins á stöðinni og birtist sá kafli hér á eftir: VANN TFA ORUSTUNA UM NORÐUR-ATLANTSHAFIÐ? Það er ekki lengur neitt hern- aðarleyndarmál, og hefir raunar aldrei verið, að sjóherinn brezki settist að í loftskeytastöðinni í Reykjavík (TFA) á hvítasunnu- dag 1940 og sat þar og notaöi radiotæki stöðvarinnar í tæp fjögur ár. Vinnuskilyrði starfsmanna TFA voru erfið í þessu „tví- býli“ og þótt „sambúöin" hafi yfirleitt verið sæmileg og báðir aöilar sýnt sanngimi og til- hliðrunarsemi varö naumast hjá komizt smávægilegum árekstr- m-*- 13. síða. Loftskeytastöðin á Melunum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.