Vísir - 11.07.1968, Blaðsíða 12

Vísir - 11.07.1968, Blaðsíða 12
12 VlSIR . Fimmtudagur 11. júlí 1968. ANNE LORRAINE — Heyriö þér! sagöi hún gröm. — Ég er ekki einn af sjúklingun um yðar og hef ekki hugsað mér að verða það heldur, doktor Carey. Ef ég þarf einhvem tíma á ráðum yðar að halda, skal ég láta yöur vita. En svo aö maður víki aftur að drengnum.... Það virtist fjúka í hann sem snöggvast. Svo yppti hann öxlum og brosti. — Allt í lagi — segið mér bara til syndanna. Þetta kemur mér ekki við. Eða — gerir þag það? — Hvaö meinið þér? Hann horfði hugsandi á hana. — Heyrið þér, sagði hann eftir stutta þögn. — Ef þér hafið fimm mín- útur afgangs, langar mig að tala við yður. Getið þér ekki orðiö sam ferða 1 læknabústaðinn? Þetta er áríðandi. Henni lá við að reka upp trölla hlátur. Skyldu þau veröa fleiri, þessi „áríðandi" samtöl, sem hún þyrfti að sinna? Fyrst kom Tony, Og nú Simon Carey ... — Jæja, sagði hún með semingi. — Ég er laus núna og hef nægan tíma. Með einu skilyrði... Hún reyndi að brosa. — ... að við töl- um saman yfir tebolla Hann brosti ekki, og hún yppti öxlum. Þessi maður var vandræöa- gripur, þegar hann var ekki að starfa. Hún bar hann saman við Tony og gat ekki varizt að brosa. Hún tók ekki eftir einu orði, sem hann sagði, og þegar þau voru kom in út í garðinn, sneri hann sér að henni og horfði íhugandi á hana. — Ef yður leiðist þetta, þá veröiö þér að segja mér eins og er, sagði hann stillilega. — Ég vil helzt ekki vera yður til leiðinda. Hún fann sneðina, og af því að sólskin var úti, spuröi hún, hvort BÍLAKAUP - BÍLASKIPTl þau ættu ekki heldur að setjast í garðinum og tala saman. — Við höfum ekki oft tækifæri til þess að sameina starfið og á- nægjuna, sagð hún létt. — Við höfum bæði gott af hreinu lofti, og hér truflar okkur enginn. Við skul- um setjast hérna. Og hvað er yður svo á höndum? Þau voru setzt, þegar hún tók eftir, að þetta var sami bekkur- inn, sem hún hafði setzt á fyrsta skiptið, sem hún hitti Tony. Hún reyndi að gleyma því og festa hug- ann við það, sem Carey hefði að segja. — Fyrst ætla ég að spyrja yður frekjulegrar spurningar, sagði Car- ey. — Hve mikils virði er starfið yður eiginlega? Hún kipptist við og leit forviða á hann. — Hve mikils? Þetta finnst mér einkennileg spuming. Ég hef vndi af starfinu mínu! Ég hélt, að þér vissuð þaö. — Ég var ekki að spyrja aö því, sagði' hann þolinmóður. — Allir geta haft yndi af starfi sínu, en allir eru ekki fúsir til að helga sig þvi. Mig langar til að vita, hvort þér eruð fús til að afsala yður öll- um áhueamálum um ófyrirsjáan- legan tín .i og fórna öllum yðar kröftum fyrir starfið hérna? — Ég skil yður ekki... Það var gremjuhreimur í rómnum. — Álít- ið þér, að ég fórni ekki öllum mín- um tíma og kröftum í starfið hérna í sjúkrahúsinu? Ef eitthvað hefur veriö fundið að því, þætti mér vænt um, að þér segðuö mér eins og er. — Þér megið ekki vera svona dramatísk, sagði hann óþolinmóð- ur. — Ég hélt, að þér væruð und- antekning, en mér hefur skjátlazt. Þér getið ekki gefið skýrt svar viö spurningu, fremur en annað kven- fólk. Hvað er yður mest virði í líf- inu? Það er bað eina, sem mig lang- ar til að vita ... W.VAV.V.V.V.V.V.V.V.VV.V.V.V.V.V.W.V.V.V.V.V. '5 PIRA-SYSTEM Tvímælalaust hagkvæmustu og fjölbreyttustu hillu- húsgögnin á markaðnum. Höfum lakkaðar PIRA-hillur, teak, á mjög hagstæðu verði. Lítið í SÝNINGARGLUGGANN, Laugavegi 178. STÁLSTOÐ s/f, Laugavegi 178 (v/Bolholt), sími 31260 v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v *. Vel með famir bilar í rúmgóðum sýningarsal. Umboðssala' . Við iökum velútlíiandi biia I umboðssölu. Höfum bílana ttyggða gegn þjófnaSi og bruna. SYNIHGARSALURINN SVEINN EGILSSON H.E LAUGAVEG 10S SfMI 22466 TILBOÐ. Mary starði á hann. Var hún vit- laus eða var hún bara flón? Fyrir einum mánuði hefði hún svarað hon um viðstöðulaust. Starf hennar hafði veriö henni lífið sjálft, og ekkert gat haggaö þeirri vissu. En nú? Gat hún sagt í fullri einlægni, að hún væri fús til aö fórna öllum sínum tíma og öllum sínum hug fyrir starfið, og gleyma öllu öðru? Hún leit á sjúkrahússbyggingarnar i kring, og minntist dagsins sem hún kom hingað fyrst. Þá hafði það verið henni kappsmál að hrinda öllu öðru burt og helga líf sitt starfinu sem hún unni. — Læknisstarfiö mitt er aðalþátt urinn í tilveru minni, sagði hún dræmt. — Ég er sannfærð um það, 'æknir. Honum létti. — Það var gott að heyra, sagði hann. — Ég verð að játa, að ég hef efazt um það upp á síökastið. Þér verið að afsaka ef j vður finnst ég vera nærgöngull og forvitinn, en þér munuð skilja l hvers vegna ég er það, þegar ég hef ; sagt yöur hvernig í öllu liggur. i Þér munuð vita að ég kom hingað j eiginlega til reynslu. Ég var áfjáð- ur í aö rannsaka sjúklinga úr ýms um deildum, og þetta sjúkrahús er með þeim stærstu, sem til eru í landinu. Stjórn spítalans var fús til aö leyfa mér aö gera tilraunir hérna, gegn því að ég ynni á spítal anum í staðinn. Ég hef áhuga á rannsóknum — þér vítið þaö líka. Nú hef ég haft tækifæri til að vinna I að því, sem ég var byrjaöur á — I með samþykki spítalastjómarinnar. '. Og það þýðir aö ég get komið ævi- ! hugsjón minni fram. j — Á hvern hátt? ! Hann brosti og andlitið ljómaði af áhuga. — Ég ætla að stofna lækningadeild hérna, og fæst þar ; aðeins við erfið tilfelli, sem j ómögulegt er að fást við með venju | legu móti meö Iyflækningum eða ' skurðlækningum. Þér vitið að áhugi j minn beinist einkum að geðlækn- ! ingarannsóknum. Ég hef lengi haft í huga að koma upp lækningastofu tii að lækna sálarlífstruflanir, sem geta valdið líkamlegum sjúkdóm- um. Þetta er gríðar umfangsmikiö verkefni, læknir, og tekur mikinn tíma. En ef mér gengur vel þá er fyrsta skrefið upp þann stiga, sem ég ætla að reyna að klifra áfram. Ég get bara ekki gert þetta einn. Ég þarf færan lækni, sem getur unnið með mér — lækni, sem er fær í sjúkdómagreiningu og sem getur bent á likamlegu ástæöumar til sjúkdóma. Með því móti þarf ég ekki aö hugsa um þá hlið máls- ins. — Hvað segið þér um þetta? Mér er í sjálfsvald sett hvaða sam- verkamann ég kýs mér, og þess vegna spyr ég yður fyrst. Hún starði á hann og þorði varla að trúa sfnum eigin eyrum. Blóðiö sauð í æðum hennar og hún kaf- roðnaði í kinnum. — Spyrjið þér mig? hvíslaði hún eins og hún tryði honum ekki. — En — hvers vegna mig? Hér er um svo marga að velja lækna, með miklu meiri reynslu, sem eru margfalt hæfari en ég. — Ég spyr yöur, sagði hann ró- lega. En áður en þér svarið, ætla ég að segja yður, að þetta verður ekki létt starf, sérstaklega ekki fyr ir konu. Nú var Mary undireins á verði Hvers vegna ekki fyrir konu? spurði hún. — Ætli það væri ekki jafn erfitt fyrir karlmann? Og hvers vegna spyrjið þér mig þá? Hann brosti. — Af því að kven- fólkinu hættir við að skipta sér. Ef þér tækjuð þetta starf að yður, munduð þér engan tíma hafa til að sinna neinum öðrum áhugamálum. Ef þér væruð tii dæmis trúlofuð og væruö að hugsa um aö giftast.. — Ég geri það ekki, sagði hún með óþreyju. — Er yður alvara, doktor Carey, að ég eigi að aðstoða yður við þetta? Þá get ég aðeins svarað: Já. Já. JÁ1 Áður en þér komuð hingaö hafði ég ekki hug- mynd um, að þessi sérgrein gæti verið jafn forvitnileg og hún er. Þetta er ekki sérgrein, sagði hann vingjarnlega. Það er læknis- fræði. Ég er sannfærður um, að ekki er hægt að neita því að sam- i band sé á milli líkamlegra sjúk- dóma og sálarástands sjúklingsins. Margir læknar eru farnir að hall- ast að þessari skoðun, og ég er staðráðinn í að sanna, að hún sé : rétt. Þetta verður margra ára verk j — kannski tekur það aldir — og : það eina sem við getum gert, þér ' og ég, er að sá-fræinu, sem kannski j ber ávöxt einhvern tíma. Ætlið þér j að hjálpa mér við þetta? Eruð þér j fús til þess? Maðurinn sem aldrei les aualýsingar Furðumennirnir virðast ætla að flytja mig og stúlkuna til þorpsins og þar bíða okkar örlög, sem aðeins þeirra grimmd- arlegi hugur veit hver eru. Hvað skyldi hafa orðið af Jane? Ég veit að hún er lifandi og þarfnast hjálpar minnar, en ég veit ekki hvar hún er nið- urkomin. REIKNINGAR ' LÁTIÐ O’CKUR INNHEIMTA... Ooð sparar vður timo og óbægindi INNHEIMT USKRIFST OFAN T larnargötu 10 — III hæd — Vonarstrætismegm — Simi 13175 (3linur)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.