Vísir - 11.07.1968, Blaðsíða 7

Vísir - 11.07.1968, Blaðsíða 7
VlSIR . Fimmtudagur 11. júlí 1968. morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd 1 morgun útlönd BOSTON, Mass.: Frönsk kona var handtekin á Logan-flugvelli fyrir tilraun til að smygla inn heroini um 4 milljóna dollara virði. Það var „snoturlega innpakkað" og falið undir fölskum botni 1 ferðatösku hennar. LISSABON: Hinn 5. júií hafði Ant- onio de Oliveira Salazar verið for- sætisráðherra Portúgals í 36 ár. — Hann er 79 ára. — Salazar kvaðst ekki áforma neinar breytíngar. Hann kvað kerfi sitt hafa dugað vel. Engir stjömmálaflokkar em leyfð- ir í Portúgal. KAUPMANNAHÖFN: Danmörk hefur bannað Bandaríkjamöimum eldflaugatilraunir á Grænlandi á þessu ári. Utanríkisráðuneytið hef- ur staðfest þetta. Bandarfkjastjórn var sagt, aö ræða mætti máiið á næsta ári. Uppkast að nýrri grískri stjórnar- skrá lagt fram í Aþenu / morgun — Vald konungs takmarkað, prentfrelsi skert og þingmönnum fækkað um helming ■ George Papadopoulos forsætis- ráðherra Grikklands lagði í morgun fram uppkast að nýrri stjómarskrá fyrir landið. Gríska fréttastofan tilkynnir, aö samkvæmt stjómarskránni veröi Grikkland áfram konungsbundið iýöveldi, en völd konungs allmjög skert frá þvl sem verið hefur. Er gert ráð fyrir svokölluðu þjóöar- ráði, sem konungi ber að leita ráöa hjá, áður en hann tekur mikilvæg- ar ákvarðanir. Samkvæmt núgildandi stjórnar- skrá hefur konungur víðtækt vald. Hann getur skipað forsætisráðherra og rofiö þing, hann er yfirmaður landhers, sjóhers og flota, og skipar yfirmenn landvarnanna. Næstum ávalít, þegar þjóðarvandi er á hönd- um, er úrslitavaldið í höndum kon- ungs, og undir honum komið hvaða ákvörðun er tekin. Samkvæmt nýju stjórnarskránni á þjóðarráðið að taka við af kon- ungsráðinu. Ríkisstjórinn, sem skipaður var, er Konstantin konungur flýöi land I desember í fyrra, á áfram aö gegna embætti sínu, þar til kosn- ingar hafa farið fram, nema þvl aöeins að ríkisstjómin bjóði kon- ungi að hverfa heim áður. Rlkisstjórinn, sem skipaður var, ekki sömu ákvæði og áður um prentfrelsi. í greinargerö segir, aö blöðin hafi ábyrgðarskyldu að gegna og njóti forréttinda. OG ÞESS VEGNA hafi það ákvæði ver- ið sett I stjórnarskráruppkastið, að það teljist brot á lögum, að ráðast á kirkjuna og konunginn, grafa und an landvörnum, og veita aðstoð fé- lögum og samtöikum, sem miða að því að steypa stjórn landsins eða boða „ólögleg sjónarmiö", eins og það er kallað. Þingmönnum á að fækka ur 300 í 150, en starfsemi stjórnarflokka skal leyfð. ■ Wilson svarar fyrirspurnum varðandi Rhodesiu ,Gott tákrí', að Harper innanrikis- ráðherra varð að fara frá Harold Wilson forsætisráðherra Bretlands svaraði í fyrradag fyrir- spurnum í neðri málstofunni varð- andi horfur um samkomulag I Rhodesíu. Wilson kvað þaö ánægjuefni, að Ian Smith hefði látið William Harp- ar innanríkisráðherra vlkja úr stjórninni, en of snemmt væri að draga ályktanir vegna þessa. Ef til vill væri það þó gott tákn, en ennþá væru menn innan stjórnar- innar, sem berðu höfðinu við stein- inn og vildu ekkert samkomulag, | og Smith ekki losaö sig undan ; áhrifum þeirra, — hann væri I ,,fangi“ þessara manna, eins og I haftn orðaði það. Það var William Harper, ~ serft barðist harðast innan stjórnarinn- ar gegn jafnréttisákvæði stjórnar- skráruppkastsins um þingseturétt- indi blakkra og hvítra. í fyrri fréttum frá Salisbury var það staðfest, að þrátt fyrir það, að' William Harper væri farinn úr stjórninni, væri ágreiningur mikill áfram innan hennar, en Smith á vísan stuðning mikils hluta stjórn- arflokksins (Rhodesian Front), og kom það fram er formaöur flokks- ins. William Knox ofursti lýsti yf- ír, aö hann sjálfur, varaformaður '’lokksins, og formenn allra flokks- leilda, hefðu verið samþykkir á- kvörðun Smiths um að láta Harp- er. víkja úr stjórninni. Sá hluti flokksins, sem styður Harper, vill koma á „apartheid- skipan“ að suður-afrískri fyrirmynd og vilja stuðningsmenn hans, að mm Winston Field. hann verði áfram í stjórninni, því að þar geti hann bezt barizt áfram að þeirri skipan — og þar með bar- izt gegn áformum Smiths um nýja stjómarskrá. Smith lýsti yfir s.l. sunnudag, að það væri ekki vegna ágreinings, sem Harper yrði að víkja. Haft er eftir áreiöanlegum heimildum, að Smith hafi gramizt, að Harper lét blööum í té upplýsingar um þaö sem gerðist á fundum miðstjórnar flokksins, upplýsingar, sem halda átti leyndum, en almennt er álitið, að meginorsökin sé aö mikið djúp er staðfest milli skoðana þeirra um framtíð Rhodesíu. Afturhaldsmenn í flokknum tala um ,,hreinsun“ I flokknum, sem haf in sé með frávikningu ráðherrans, til þess aö koma úr flokknum and- stæðingum stefnu hans — fyrir landsfund flokksins, sem áformað er að halda í september. Þess er að geta, að daginn eftir að Harper varð að víkja, baðst hann ar annar ráðherra, Winston Field, sem var forsætisráðherra frá í des- ember 1962, er Rhodesian Front komst til valda tli miðs árs 1964 og kvað hann orsök lausnarbeiðn- innar óánægju með flokksforust- una. George Papadopoulos. Tékkar og sovétliðið - nýr vandi og viðhorf Tékkneskum stjórnarvöldum er vandi á höndum vegna þess að sovézka liðið er enn kyrrt í land- inu. Talsmaður tékkneska landvarna- ráðuneytisins svaraöi í gær fyrir- spurn I sjónvarpi um herliö Var- sjárbandalagsins í Tékkóslóvakíu. Kvað hann nýtt viðhorf hafa skapazt, vegna þess að liöið væri ófarið, en boðað haföi verið áður, að það myndi Ýara að loknum her- æfingunum fyrir tæpum hálfum mánuðh Talsmaðurinn kvað máliö verða tekið til nýrrar íhugunar. Líklegt, að Pompidou taki við forsetaembættinu af de Gaulle T — sem ! gær bað hann að vera viðbúinn □ De Gaulle Frakklandsfor- seti tók I gær til greina lausnarbeiðni Pompidou og fól Couvé de Murville fjármálaráö- herra að mynda stjórn. Lauk hann miklu lofsorði á Pompidou, kvaðst vona, að ná- in tengsl héldust þeirra milli, og að Pompidou yrði reiðubúinn aö taka að sér hvert þaö hlutverk, sem honum kynni að verða fal- ið í þágu þjóðarinnar. Þetta er skilið sem vísbending um, aö de Gaulle líti á Pompidou sem viðtakanda forsetaembættisins, er hann sjálfur lætur af þvi. Stórárás á Saigon fyrirfram dauðadæmd //' Víetcong-herflokkar réðust I fyrrinótt inn í Cholon og kom til átaka á allmörgum stöðum I hverfinu milli beirra og stjórnar- hermanna. Cholon er stundum kallaður hinn „kfnverski hluti Saigon“ eða „tvf- \44 burabær Saigon“, en þarna munu flestir íbúanna vera Kínverjar eða af kínverskum stofni. Að undanförnu hefir mikið verið rætt um, að I undirbúningi væri árás Vietcöng og Norður-Vietnamk á Saigon, og er hugsanlegt, aö þetta sé forleikur aþ slíkri árás. Ef til vill eru þessir herflokkar aðeins að þreifa fyrir sér nú, ekki taliö víst, að meginárás sé yfirvofandi. í Saigon eru mer.r, r.ú öruggari en áður um, að árás. þótt um stórárás verði að ræða. verði hrundið, þar sem hún kæmi ekki óvænt og verjendur við henni búnir, I frétt frá Saigon I gær var jafnvel talið, að árás á borgina væri „fyrirfram dauöadæmd". I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.