Vísir - 13.07.1968, Blaðsíða 1

Vísir - 13.07.1968, Blaðsíða 1
 58. árg. - Laugárdagur 13. júlí 1968. - 153. tbl. Þekkt hús rifið Stórvirkar vinnuvélar unnu f gaer við það að rífa húsið að Bergstaðastræti 36, þar sem lengi bjó Gísli Þorbjarnarson kallaður búi. Hús þetta stendur á horni Hellusunds og Bergstaða strætis. L'iklega var húsið byggt um aldamótin, og hin síðustu ár var það f eigu Reykjavikurborg ar. HORFUR Á MINNKANDI jt sr SELVEIÐI I AR — Isinn hefur rekið selinn suður q bóginn, betri söluhorfur á selskinnum erlendis ¦ Búizt er við minni sel- veiði í ár en áður, að því er Skúli Ólafsson, deildarstjóri f búvörudeild Sambands ísl. samvinnufélaga sagði Vísi í gær. Sagði Skúli, að svo virt- ist, sem hafísinn hefði algjör- lega spillt veiðum sels á sum- um stöðum, og valdið minnk- andi veiðum annars staðar. Söluhorfur á selskinnum eru nú betri en áður, sagði Skúli ennfremur. Á Breiðafirði er svipuð veiði og veriö hefur og var í fyrra. Veiðin á Hunaflóa, í Stranda- sýslu hefur aftur á móti minnk- að, hafísinn hefur þar skemmt láturnar. Viö venjulegar aðstæð iir er A-Skaftafellssýsla mikið selveiðasvæði, en þar, svo sem við Stokksnesið, er svo til engin veiði. Við Hornafjörð hafa veið- arnar og ^tórlega dregizt saman. Aftur á móti er nú meiri veiði en áður í Öræfunum, sagði Skúli Virðist sem hafisinn hafi rékiö selinn suöur á bóginn. Útflutningshorfur og markaðs horfur á selafurðum eru nú betri en oft áður. Af selnum er skinn ið verkað, og selt til V-Þýzka- lands, Hollands, Frakklands og Danmerkur. Þar sem eldra fðlk er á bæjum, þar sem selveiðar eru stundaðar, er kjöt selsins sums staðar verkað, sagði Skúli að lokum . Handfæraafli heldur uppi atvinnu- lifinu norianlandsog austan Fjöldi manns i sól og hita að Eiðum • Fjöldi fólks var kominn til Eiða f gær, en landsmðt ungmenna- félaganna hófst þar með keppni f starfsíþróttum í gærkvöldi. í gær var mjög gott veður þar eystra, sólskin, logn og 16 stiga hiti. Keppnin riefst af fullum krafti á morgun, og heldur áfram og lýkur á sunnudag. Dansleikir verða í sam- komuhúsinu að Eiðum og í Vala- skjálf á Egilsstöðum í kvöld annað kvöld og á sunnudagskvöldið. Er gert ráð fyrir miklu fjölmenni eystra um helgina og fór fólki mjög fjölgandi þar í gær. Er blaðið fór í prentun í gærkvöldi, var ekki kunnugt um úrslit i þeim starfs- fþróttum, sem keppt var í í gær- kvöldi. í Vísi á mánudag verður nánar skýrt frá mótinu. Handfæraafli hefur mikið til haldið uppi atvinnu í frystihúsum margra kaupstaða og kauptúna norðanlands og austan síðustu dagana. Mjög góður færaafli hefur verið við Langanes og hafa margir bátar sótt á þau mið frá Austfjarðahöfnum og Norður-* landshöfnum. Auk þess hefur góður afli fengizt á troll allt til þessa, en óvenju mikill afli hefur verið hjá togveiðibátum nyrðra allt síðan í vor. Handfærabátar frá Neskaupstað hafa komið með upp í 40 skippund eftir 4ra til fimm daga útivist en tveir 40 tonna bátar stundá þessar veiðar frá Neskaupstað og tveir minni dekkbátar. Auk þess hafa trillur aflaö vel á nærmiöum. Trillur frá Húsavík hafa fengið 3—4 tonn yfir sólarhringinn, en 2- 3 menn eru á hverjum bát og hafa þeir góð daglaun. Sumir róa einir á bát og hafa þeir fengiö jafnvel 1 — 2 tonn yfir daginn. . Hins vegar er daufara yfir ufsa- nótaveiðinni seinustu dagana. Mikil vinna hefur verið í frystihúsinu á Húsavík og var unnið til eitt og tvö á nóttunni suma dagana f síð- ustu viku, en heldur hefur þó I Aftur á móti hefur verið unnið dregið úr eftirvinnunni þar sein-! til kl. 11 á hverju kvöldi í frysti ustu dagana. I húsunum á Neskaupstað. Vísir í vikulokin tylgir blaðinu i dag til askrifenda Erum ekki óvanir árásum — segir Ágúst Kristjánsson form. Fjár- eigendafélags Reykjavikur ¦ Við viljum ekki að skepn- urnar okkar eyðileggi garða fyrir fólki né annað ræktað land, sagði Ágúst Kristjáns- san formaður Fjáreigenda- félags Reykjavíkur í samtali Grænmetisskortur í Reykjavík um mitt sumar — Ekki hægt að jafna grænmeti niður á all'ar verzlanir — Sölufélag garðyrkjumanna vill taka að sér innflutning grænmetis ¦ Grænmeti hefur verið með allra minnsta móti í verzlunum undanfarið eins og komið hefur fram í frétt- um Vísis. Hvítkálið mun vera þrem vikum á eftir tímanum vegna lélegs tíðarfars. Græh- metisverzlun landbúnaðarins átti von á hvítkálssendingu i frá Danmörku en vegna stór- rigninga þar í landi var farm- inum ekki skipað upp í Gull- foss á réttum tima. Það litla grænmeti, sem kemur í verzl- anir fyrir utan tómata og gúrkur gengur strax til þurrð ar. Talaði Vísir viö Níels Mart- einsson hjá Sölufélaginu," sem sagði aö grænmeti væri keyrt út í verzlanir á þriðjudögum og föstudögui.. og væri reynt að jafna því niður á verzlanirnar eins og mögulegt væri. Nytu út- hverfin þó meiri forréttinda vegna þess, að miðbærinn með öllum sínum stóru verzlunum myndi annars yfirtaka sending- arnar eins og þær legðu sig. Sagði Níeis, það vera bagalegt að ekki væri méira flutt inn af erlendu grænmeti þegar þörf væri á eins og nú og oftar áður. Kvað hann Sölufélagið vera reiðubúið til að taka þann inn- flutning að sér enda hefðu þeir garðyrkjumenn fulla vitneskju um það hvenær væri þðrf á inn flutningi til þess aö bæta úr grænmetisskortinum hverju við Visi í gær. Skýrði Ágúst énnfremur frá því, að borgar- yfirvöldin ættu að sjá um að hindra sauðfé í þvf að nota skrúðgarða Árbæjarhverfis, sem beitiland. Hefðu borgar- yfirvöldin sett nokkra ungl- ínga sem verði við gæzlu á veginn við Almannadal, sem liggur upn gegnt Rauðhðlum á vinstri hönd en það verk hafi verið slælega unnið. — Þegar v.ið erum búnir að koma fénu á, fjall getum við ekki gætt þess lengur, sagði Ágúst, við höfum ekki ábyrgð- ina lengur, heldur sveitafélög- in, samkvæmt fjallskilareglum. Við vöfum sótt um vörzlu fiár- ins í bréfi í fyrra^ til borgarráðs en vorum ekki virtir svars. Við hefðum gjarnan viljað taka að okkur vörzluna og bera með því ábyrgðina á kindunum enda okk ar hagur að standa okkur vel í því starfi. Þá sagði Ágúst, að féau væri venjulega sleppt á fjall á Sand- skeiði og við Kolviðarhól, en þar væri upprekstrarland Reykjavík- »-> 10. sfða

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.