Vísir - 20.07.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 20.07.1968, Blaðsíða 2
/ .aug; VI SIR . Laugardagur 20. júlí 1968. Þetta er enska knattspyrnuliðið Manchester United, sem m. a. sigraði Iiðið Benefica í úrslitum í Evrópukeppni meistaraliða í knattspyrnu með 4 mörkum gegn 1. Liðið varð nr. 2 í ensku 1. deild- inni s.l. keppnistímabil og hefur mörgum ágætum Ieikmönnum á að skipa. Má þar m. a. nefna þá George Best, Brian Kidd, Dennis Law. Manch. United hefur nú selt Herd, framherja sinn til Stoke. Erlendar frétiir Rússar urðu Evrópumeistarar í körfuk/iattleik kvenna, unnu Pól- verja 92—55. Þetta er 1 fimmta skipti í röð, sem sovétstúlkurnar vinna titilinn. Bandariska knattspyrnuliðið New York Generals sigraði liðið Santos frá Brasilíu 5 — 3 í leik á Yankee Stadium nýlegg. Pele skor- aði eitt af mörkum Santos Santos er nú á ferð um Bandarík in og spilaði þar 10 leiki, en gekk ekki of vel. f síðasta leiknum unnu Brasilfumennirnir Washington Whips, 3—1. Ástralíumaðurinn Rod Laver sigraði á Wimbeldon tennismót- inu í þetta sinn, en í fyrra sigraöi þar hinn frægi John Newcombe. Á alþjóðlegu tennismóti í Frakklandi sannaði Laver aftur ágæti sitt og vann þar Newcombe i úrslitum í einliðaleik, 6—2, 6—2 og 6 — 3. í tviliðaleik sigruðu þeir Roy Emer- son og Laover þá Ken Rosvall og Fred Stone, 1—6,3-6, 11—9, 6-3, 6—2. Garby Player, Suður-Afríkugolf meistarinn, vann brezka opna golf meistaramótið að þessu sinni. Fór hann 72 holur á 289 höggum. 1 öðru og þriðja sæti voru þeir Bob Charles og Jack Nicklaus með 291 högg hvor. i Tottenham liðið fræga í London hóf fyrir skemmstu æfingar af fullum krafti fyrir leiktíma enskra knattspymumanna, sem hefst í byrjun ágúst. Tveir leikmanna hafa ekki enn undirritað samninga um áframhaldandi veru í liðinu en það eru þeir Jimmy Robertson, útherjinn frægi, og Dave Mackay, hinn ágæti og sívinnandi framvörð ur. Jimmy Robertson, sem áður var félagi Þórólfs Becks i Giasgow Rangers, kveðst ekki vera ánáégður með kjörin, og Mackay hefur fengið tilboð um að gerast framkvæmda- stjóri skozka liðsins Hearts, en með ! því liði lék hann áöur. Billy Nich- olson, frkvstj. Tottenham kveðst þó viss um, að báðir leiki þessir ágætu leikmenn meö Tottenham næsta leiktímabil. Á alþjóðlegu frjálsíþróttamóti i Stokkhólmi í fyrrakvöld náðist á- gætur árangur í mörgum greinum. Fyrst skal telja heimsmet Finnans Kouha í 3000 m grindahlaupi á tímanum 8:24,2 mín, 2,2 sek betri tíma en eldra met, sem Roelants, Belgíu átti. Bob Seagren, USA, stökk, 5,20 m á stöng, Mason USA vann 1500 m hlaupið á 3:40,5. — Keino varð annar á 3:40,7. Forsand er, Svíþjóð, vann 110 m grinda- hlaup á 13,9 sek., Matthews, USA, vann 400 m hlaup á 46,0 sek, — Greene, USA, vann 100 m hlaup á 10,3 sek,. og Nikiciuk, Póllandi kastaði spjóti 79,10 m. V-Þjóðverjar senda 220 þátttak- endur á Mexikó leikana i október, og hafa 114 þátttakendur þegar ver ið valdir. jþeir Martens, Svíþjóð, og Bas- man Englandi, eru tveir fulltrúar hinnar ungu skák- kynslóðar sem stööugt er í vsxti. Martens er líklega minna þekktur, en hann hlaut 2. sætið í sterku skákmóti í Gautaborg sem haldið var um síðustú ára- mót. Varð Martens hálfum vinn- ing fyrir neðan sovézka stór- meistarann Geller og þótti tefla mjög vel. Þessi árangur Mart- ens nægði til hálfs alþjóölegs tiltils. Basman vakti fyrst á sér verulega athygii í Hastjngs- mótinu 1966 — 67, er hann hlaut 3. sætiö á eftir Botvinnik og Uhlmann. Var Basman fyrir ofan Penrose sem talinn hefur verið sterkasti skákmaður Eng- lands síðustu tíu ár. Þá hlaut Basman mjög góða útkomu á heimsmeistaramóti stúdenta 1967, 6 vinninga af 9 mögulegum. Vann Basman m. a. 1. borðs mann sovétsveitarinnar, Savon. Basman tefiir gjarnan á tvær hættur og er hressileg tilbreyting frá hinum ungu ensku jafnteflismönnum sem athygli vöktu á síðasta Hast- ingsmóti. Við skulum þá sjá fjöruga skák milli Basmans og Martens. Hvitt: Basman, Englandi. Svart: Martens, Svíþjóð. Drottningarbragð. 1. d4 Rf6 2. Rf3 c5 3. Rc3 Basman fer gjarnan eigin leið- ir í byrjunum. Þessi frumlegi leikur leiðir til skemmtilegra sviptinga. 3. ... cxd 4. Rxd d5 5. Bg5 e5 Betra virðist e6 eða -Rc6. Staðan opnast nú hvítum mjög í hag. 6. Rdb5 d4 Ef 6. ... a6 7. Rxd! axR 8. RxRt gxR 9. DxDt KxD 10. Bxff og vinnur 7. Rd5! Ra6 8. e4 Be6? Hér var nauðsynlegt að leika 8. ... Be7. 9. Rxd! exR Ef 9. ... BxR 10. Bb5f Bc6 11. RxB bxR 12. Bxct Ke7 13. Df3 með ýmsum hótunum, svo sem Da3t BxH og Hdl 10. Bb5t Bd7 11. BxBþ KxB Þvingað. Ef svartur leikur 11. ... DxB 12. BxR 12. Dxd Kc8 13. 0-0-0 De8 Ekki hefði dugaö að leika 13. ... Bc5 vegna 14. Dc3 og leppar biskupinn. 14. RxR gxR 15. Dxf Bc5 16. Hd5 b6? Nauðsynlegt var að leika 16. ... Bb6, en eftir Hhdl hefur hvítur þrjú peð gegn manni og unna stöðu. 17. He5 Df8 18. Dc6t Hér hefði 18. HxBf verið fljótvirkari viriningsleið. 18....Rc7 19. Hdl Kb8 20. Hd7 Dc8 21. HxB Gefið. % Bezta framhald svarts væri 21. .. . bxH 22. Bf4 Db7 23. DxRf DxD 24. HxD a6 25. Hxft og hvítur vinnur létt. Jóhann Sigurjónsson. Um helgina íslendingar leika landsleik við Færeyinga á morgun, sunnudag í Þórshöfn. Tefla íslendingar fram B-landsliði, og fór liðið utan eftir hádegi í gær. Vonandi tekst B- landsliðinu betur upp en A-lands- iiði okkar gegn Norðmönnum á fimmtudagskvöldið. Liðið er skip að eftirtöldum leikmönnum: Guðmundur Pétursson, KR, Æv- ar Jónsson, ÍBA, Jón Stefánsson, ÍBA, Þóröur Jónsson, KR, Gunnar Austfjörð, ÍB Magnús Torfason, ÍBK, Magnús Jónatansson, ÍBA, Hörður Markan, KR, Skúli Ágústs- son, IBA, Hreinn Elliðason, ÍA og Gunnar Felixson, KR. Varamenn eru þeir Kjartan Sigtryggsson, ÍBK, Guðni Jónsson, ÍBA, Helgi Núma- son, Fram, Erlendur Magnússon, Fram. Engir stórviðburðir verða á í- þróttasviðinu hér heimafyrir en nokkrir leikir verða leiknir í bikar keppni KSl, og tveir leikir 1 3. deild: t Meistaramót íslands hefst á mánu dag á Laugardalsvellinum. Mjög er vandað til mótsins, og vonandi verður þátttaka góð. íslenzkir frjálsíþróttamenn hafa ekki enn náð lágmarki til þátttöku á Ol-leik- unum í Mexikó, en viðri vel, getur allt gerzt á mótinu. Unglingameistara- mót ú Akureyri Unglingameistaramót Islands í frjálsum íþróttum verður haldið á Akureyri 27. og 28. júli n.k. Þátt- taka tilkynnist fyrir 23. þ.m. Frjálsíþróttaráði Akureyrar, c/o dr. Ingimar Jónsson, Byggðavegi 154, sími 11544 og á íþróttavell- um sími 21588. : : | Leiðrétting : • Sá leiöi misskilningur kom * * ^ fram í frásögninni af landsleikn • •um á síðunni í gær, að síðasta* Imark leiksins hefði verið sjálfsj Jmark og hefði Ellert Schram • • skorað það. Þetta er ekki rétt,J Jmarkið var ekki sjálfsmark, þój •að það sýndist vera það séð» • frá stúku blaðamanna. LeiðréttJ Jist þetta hér með og eru hlutað* • eigandi beönir velvirðingar á» • þessum mistökum. J • o >•••••••••■•■■•■■••••••• Ritstj Stefán Guðjohnsen T eikur okkar við Filippseyjar á ^ Ólympiumótinu var mjög góð ur, enda vannst hann með 20 vinningsstigum gegn 2. Við gerð- um lítið rangt í leiknum og þar að auki höfðum við meðbyr. 1 spili nr. 11 borgaði sig að fara var- lega og það gerðum við lika. Spilið var þannig: Suður gefur og enginn á hættu: Stefán 4 D-7-6-4 V Á-D-8-4 ♦ 9-3 * G-6-5 Figurements 4 Á-10-8-5-2 4 ekkert. 4 D-10-8-7-6 4> D-4-2 Da Silva ♦ 3 4 G-7-6-5-3 4 Á-K-6-5 4> 10-8-7 Á góöum dégi standa fjórir á þessi spil, venjulega standa þrír en á vondum degi er hægt að tapa tveimur. Austur spilaði út tígul- kóng, síðan spaðaþristi sem vestur drap á ásinn. Hann spilaði meiri spaða, austur trompaði, tók á tígul ás og spilaði laufi. Norður drap á kónginn, spilaöi tromptvist og leg- an kom í ljós. Nú var. laufás tek- inn og síðan voru trompin tekin í botn. Þegar síðasta trompinu var spilaö var staðan þannig: 4 D-7 V D 4 enginn * G 4 4 4 <4 enginn G 6-5 -10 4 10-8 4 ekkert 4 D * D Eggert 4 K-G-9 4 K-10-9-2 ♦ G-2 4> Á-K-9-3 Sagnir í opna salnum voru þann ig, a-v sögðu alltaf pass: Suður Norður 14. 14 24 P 4 G 4 10 4 enginn <4 9-3 Vestur er í óviðráðanlegri kastþröng og norður fær alltaf þrjá slagi í endastöðunni. I lokaða salnum lentu Reyes og Yap í fjórum hjörtum og urðu þrjá niður og græddum við 6 punkta á spilinu. GÓÐ BÍLAKAUP 2 nýir Fíat 1100, er hafa skemmzt lítils hátt- ar, verða seldir með afslætti og góðum kjör- um. BÍLAVAL Laugavegi 92. Símar 19092, 18966 og 19168.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.