Vísir - 20.07.1968, Blaðsíða 1
VISIR
58. árg. - Laugardagur 29. iúlí 1968. - 159. tbl.
Ráðherrarnir ræddu stúdentaóeirðirnar
Norrænu menningarmálanefndinni falið
að ræða málið i september
■ I gær lauk í Reykjavík
fundi menntamálaráðherra
Norðurlandanna, sem haldinn
var í Alþingishúsinu. Að fund
inum Ioknum ræddu ráðherr-
arnir við fréttamenn, og Gylfi
Þ. Gíslason skýrði stuttlega
frá helztu umræðuefnum
fundarins.
■ Margt kom þar til tals,
^g eítt af því sem vekur senni
iega mesta athygli íslendinga,
var stofnun norrænnar eld-
fjallarannsóknastofnunar á ís
landi. Þetta sagði ráðherrann,
að væri samnorrænt áhuga-
mál, og starfar fimm manna
nefnd frá öllum Norðurlönd-
unum að undirbúningi þess.
Ennfremur var ákveðið að
halda áfram samnorrænum sum-
m->- 10. síða
ÞORSK VCIBA RNA R NOSDAN'■
LANDS STÖD VAST ÍDAC
Markaðurinn orðinn fullur — Löndunarbann
á Húsavik — Atvinnuleysi að skapast i metveiðinni
$ Vandræðaástand vofir nú yfir í atvinnumálum
norðanlands, þar sem frystihúsin verða að hætta
að taka á móti smáfiski af bátunum. Frystigeymslur
\ húsanna eru víðast hvar orðnar fullar og búið er að
verka upp í sölusamninga fyrir allt þetta ár. Heilfryst-
ing á smáfiskinum verður stöðvuð frá og með degin-
um í dag.
• Togveiðibátar hafa sem kunn-
ugt er aflað mjög vel nyrðra
og er mikill hluti aflans smáfisk-
ur, sem heilfrystur er fyrir Rúss-
landsmarkað. Samkvæmt upplýs
ingum, sem Visir fékk í gær hjá
Eyjólfi ísfeid Eyjólfssyni hjá
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna
er rammasamningur fyrir þess-
ar pakkningar/ um 5000 tonn á
þessu ári og er nú þegar búið
að verka upp í þá samninga.
Sagði Eyjólfur, að litlar líkur
væru á að hægt yrði að semja
um meiri sölu á þessari vöru til
Rússlands og annar markaður
væri ekki fyrir hendi.
Frystigeymslur fullar
Hraðfrystihús Fiskiðjusamlagsins
á Húsavík hefur orðið að setja á
löndunarbann í nokkra daga öðru
hverju til þess að anna aflanum,
sem á land berst. Sagöi Bjö.rn Ól-
afsson. forstjóri Samlagsins, við
Vísi i gær, að allar frystigeymslur
frystihússins væru að fyllast og
sömu sögu væri að segja á Dalvík,
Hrísey og fleiri stöðum norðan-
lands.
— Allur flotinn verður í landi í
dag (föstudag), á morgun og hinn
daginn, sagði Björn. — Við getum
ekki tekið á móti meiru, en það er
hastarlegt, að menn skuli þurfa að
ganga iðiulausír á götunum í blíð-
skanarveðri og nægur fiskur úti
! fyrir.
ALGJ0R METLAXVEIÐI
FYRIR AUSTAN FJALL
Laxveiðibændur telja aðalhrotuna jbó eftir,
bar sem meginhluti veiðanna til þessa hafa
verið 12-14 punda hrygnur
■ Gegndarlaus laxveiði hefur verið í stórám fyrir austan
fjall að undanförnu, og muna menn þar ekki aðra eins veiði.
1 s.l. viku lögðu nokkrir netabændur á vatnasvæði Ölfusár og
Hvítár um 6 tonn af laxi inn til Kaupfélags Árnesinga, en
það er langmesta magn, sem þar hefur verið lagt inn á elnni
viku frá upphafi. — Að því er Gunnar Guðmundsson tjáði
blaðinu, en hann vigtar laxinn inn hjá K.Á., telja bændur að
mesta hrotan sé enn jftir og er því-allt útlit fyrir að algjört
metsiímar verði í laxveiðum í sumar.
í gærdag höfðu rúmlega 3 J/2
tonn af laxi borizt til kaupfé-
lagsins, en búast mátti við tölu-
verðu magni til viðbótar, þó
vafasamt sé að eins mikið verði
lagt þar inn og í siðustu viku.
Kaupfélaginu hafa alls borizt
rúm 14 tonn af laxi í sumar, en
allt fyrrasumar bárust því milli
20 og 25 tonn.
Netabændur telja að mesta
hrotan sé enn eftir, en þeir
marka það á þvi að hingað til
hefur áberandi mikill hluti veiö-
arinnar verið 10—14 punda
hrygnur, en smálaxinn og
stærri hængar, sem verið hafa
verulegur hluti veiðarinnar til
þessa, hafa mjög lítið veiðzt.
Smálaxinn er greinilega tölu-
vert seinna nú á ferðinni en
venja er.
Þá telja bændur að veiðin al-
mennt sé jafnan mest eftir 20.
júlí og fram til mánaðamóta.
m->- 10. sfða 1
Við undruðumst að stúlkan
frá Brasilíu skyldi vinna
— sagði Helen Knútsdóttir, sem tók jbátt
i Miss Universe keppninni
□ Hún er nýkomin heim til
lslands eftir að hafa tekið
þátt í fegurðarsamkeppninni
Miss Universe, sem fram fór
í Miami í Bandaríkjunum ný-
lega. Við hittum þessa glað-
lyndu. 18 ára fegurðardís,
Helen Knútsdóttur, að heiin-
ili foreldra hennar og lögðum
nokkrar spurningar fyrir
hána á mcðan rigningin buldi
á gluggum þægilegrar setu-'
stofunnar, og unnið var við
að mála önnur herbergi íbúð-
arinnar, því einhvers staðar
segir, að vel verði að hlúa
að fögrum konum.
10. síða
Sagði Björn, að aflinn hefði veriö
mjög góður að undanförnu. Tekið
hefði verið á móti 53 tonnum á
þriöjudaginn, 91 tonni á miöviku-
dag og 45 tonnum á fimmtudaginn.
Frystihúsið á Húsavík er hætt að
taka á móti ýsu, þar eð hún er
mjög erfið í vinnslu, feit og geym-
ist illa. Er ýsan varla hæf til flök-
unar.
Mikil sókn hefur verið í fisk-
gengdina úti fyrir Norðurlandi. Auk
togveiðibátanna frá Norðurlands-
höfnum er mikill fjöldi hand-
færabáta á miðunum nyrðra frá
höfnum suð-vestan lands og eins
frá Austfjöröum. — Afli hefur einn-
ig verið mjög góður úti fyrir Aust-
fjörðum í sumar og hafa trillur frá
nærliggjandi höfnum fengið þar góð
an afla. — Auk þess stunda margir
10. síöa
IS«il