Vísir - 20.07.1968, Blaðsíða 10

Vísir - 20.07.1968, Blaðsíða 10
V í S í R . Laugardagur 20. júlí 1968. dansa og hlusta á góðar plötur ’ og ég elska ferðalög. « Hvaö finnst þér um íslenzka ’ unglinga? Mér • finnst stúlkurnar öllu fjörugri en strákarnir. Stúlkurn- ar klæða sig mjög smekklega en flesta drengina skortir meiri kurteisi. AÖ öðru leyti held ég að þjóðin geti verið stolt af unglingunum í dag. í Við þökkuðum þessari ungu og fallegu stúlku fyrir rabbið, og að lokum má geta þess, að,, hún er algjörlega ólofuð. •'ilenntamálaráðherrarnir fyrir blaðamannafundinn í gær. Ráðherrar — W> ■ ^ 1 síðu arskóla, en framlag til hans er 5y2 milljón d. kr., en island greiðir ekki hluta af þeirri upp- hæð. Ráðherrarnir ræddu einnig um aukið menningarsamstarf Norðurlanda, og sameiginlega þátttöku þeirra í alþjóðastarfi. Ákveðiö var að hækka árlegt framlag til Nordisk Kulturfond úr 3 milljónum kr. í 3'4 milljón. Umræöum ráðherranna um þau mál, er voru á dagskrá, lauk um kl. 5 í gær, en þá hófust umræður um mál, sem ekki höfðu veriö ákveöin á dagskrá, það er aö segja stúdentavanda- málið og stúdentaóeirðirnar sem cru víða um lönd. Ráðherrarnir töldu þetta vera þjóöfélagsvanda mál, sem hefði mikla þýðingu, og ákveðið var, að lögö skyldi fram skýrsla frá hverju Norður- landanna um þróun þessara mála. En síðan hefur Norrænu menningarmálanefndinni, sem kemur saman til fundar í sept- ember, verið falið að ræða málið nánar. í dag munu ráðherrarnir ferð- ast út um landið til að sjá það Dagsbrún mótmælir uppsögnum á öldr- uðum verkamönnum — Undirbúningi að lifeyrissjóði fyrir alla landsmenn verði hraðað „Fundur í trúnaðarráði Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar, hald- inn 18. júlí 1968, mótmælir harð- lega þeirri stefnu, sem nú er að ryðja sér til rúms hjá atvinnurek- endum, að segja verkamönnum upp vinnu, þegar þeir hafa náð vissu aldursmarki (70 ár). Fundurinn mótmælir eindregið þeim uppsögn- um á eldri verkamönnum, er þegar hafa átt sér stað af þessum sökum, svo sem hjá Eimskipafélagi íslands o. fl. Forsenda þess að verkamenn geti hætt störfum á þessum aldri er sú, að þjóöfélagið sjái fyrir fjár- hagslegum þörfum þeirra, en eins og nú er ástatt i þeim efnum, vant- ar mikiö á, að þaö sé gert. Það vita allir, að ellilífeyrir Almannatrygg- inganna er nú fjarri því að nægja mönnum til framfæris, en verka- menn hafa ekki að öðru að hverfa. Meöan þjóðfélagið ekki sér öldr- uðum verkamonnum fyrir sóma- samlegum lífeyri, veröur að líta svo á, að atvinnurekendur hafi skyldum að gegna gagnvart þeim, enda hafa þessir verkamenn i flestum tilvikum eytt beztu árum ævi sinnar í þjónustu þeirra. At- vinnurekendur geta því ekki fleygt verkamönnum frá sér eins og not- uðu verkfæri, þótt starfsorka þeirra sé eitthvað farin að minnka. Þessi nýja stefna atvinnurekenda gagnvart öldruðum verkamönnum knýr á um, að lífeyrissjóðsmál verkamanna verði tekin föstum tök- um tii úrlausnar, og þvl skorar fundurinn á stjórnarvöld að hraða sem mest undirbúningi og fram- kvæmd laga um lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn. Jafnframt heitir fundurinn á al- mennu verkalýðsfélögin að taka þessi mál til meðferðar, því að líf- eyrissjóður fyrir verkafólk þarf nú að verða í fremstu röð baráttumála þessara félaga." Raunvísindastofnunin fjöígar vísindamönnum Auglýst hefur verið eftir nokkr- um sérfræðingum til starfa við Raunvisindastofnun Háskólans. Að því er Magnús Magnússon prófess or, forstööumaður stofnunarinnar sagði Vísi i gær, er hér ekki um ákveðinn fjölda að ræða, og sér- svið sérfræðinganna eru ekki á- kveðin, en þeir verða væntanlega valdir eftir verkefnum beim, sem fyrir liggja á stofnuninni. Stöður þessar eru veittar til 1 — 3ja ára. Eiga viðkomandi að hafa lokið háskólaprófi í greinum, sem erú á einhverjum eftirtalinna sviða: stærðfræði, eðlisfræði, efnafræði t og jarðeðlisfræöi. Próf. Magnús ! sagði, að við Raunvísindastofnun- ! Háskólans störfuðu nú 7 sérfræð- 1 ingar, 2 í efnafræðideild, 2 í stærö ! fræðideild, 2 í eðlisfræöideild og 1 í jarðeðlisfræðideild. Auk þess væru alltaf nokkrir vísindamenn, sem ynnu styttri eða skemmri tfma að verkefnum í stofnuninni. Reiknisstofnun Háskólans er og í tengslum við Raunvísindastofn- unina, og viö hana starfa 2—3 sér fræðingar. Reiknisstofnunin er til 1 húsa í sama húsi og Raunvísinda 1 stofnunin og próf. Magnús er einn- ! ig forstöðumaður hennar. sem fyrir augu ber, og munu þeir snæða hádegisverð á Þing- vöilum. í gærkvöidi sátu þeir kvöldverðarboð Gyifa Þ. Gísla- sonur menntamálaráðherra og konu hans. Við undruðumst - ;!>'/•— * ( s jöu Var ekki spennandi að taka þátt í þessari kepppni? Jú, ég vérö aö segja það. Þetta var allt svo skemmtilegt, ef undan er skilið allt erfiðið, sem við þurftum' á okkur aö leggja. Þátttakendur voru 65, en í dómnefndinni áttu sæti 10 manns frá ýmsum löndum. Varst þú ekkert taugaóstyrk í keppninni? Nei, ég get ekki sagt það. Það var miklu meiri óstyrkur í mér í sambandi við keppnina hérna heima. Hvernig var undirbúningnum háttað? Ég fór út 27. júní og fengum við að ferðast talsvert fyrir keppnina og var það mjög skemmtilegt. Við vorum svo á æfingum frá átta á morgnana til sex á kvöldin. Vorum viö einkum æfðar í þvi að ganga og koma fram, syngja og mörgu öðru. Var mjög erfitt að taka þátt í æfingum þessum. Er ekki alltaf einhver rígur á milli keppenda í slíkum keppn um? Nei, nei. Samkomulagiö á milli okkar allra var alveg sér- staklega gott, Við vorum tvær saman í herbergi og lenti ég með þeirri finnsku. Aðeins eitt atriði vakti dálitla undrun okk- ar og var það, að stúlkan frá Brazilíu skyidi sigra. Að mínum dómi voru margar aðrar, sem hefðu fremur átt á‘ð sigra. Hvað tók sjálf keppnin lang- an tíma? Hún hófst klukkan hálf níu og lauk um miðnættið. Þá var okkur strax ekið heim á hóteliö, en daginn eftir var svo haldinn dansleikur fyrir okkur og feng- um við þá allar borðherra og voru þeir jafnt ungir sem aldn- ir. Fenguö þiö ekki að hafa frjálsar hendur, ef undan eru skildar æfingarnar? Nei, svo sannarlega ekki. Það fylgdi gæzlukona okkur eftir hvert fótmál, en það var ein gæziukona fyrir hverjar tvær stúlkur. Við máttum t. d. ekki fara á salerni einar eða dansa við þá sem við viidum. Fékkstu einhver tilboö eftir keppnina? Já, alveg nóg af þeim. Ég fékk kvikmyndatilboð og fjöldann allan a£ tilboðum varöandi tízkusýningar. Annars hef ég ekkert ákveðiö mig, því að í haust fer ég til Frakklands og tek þátt í annarri keppni og eft ir hana geri ég upp huga minn. Ég gæti vel hugsað mér aö búa erlendis og þá sérstaklega í Bandaríkjunum. Hver eru þín áhugamál? Mér finnst skemmtilegt að Nátfúruvernd — (#—> 16 siðu skrifa um 15 almenningssamtök- um hér á landi bréf, þar sem þau voru beöin um aö snúa sér til nefndarinnar meö ábending- ar, nefndarmenn væru opnir fyr- ir þeim, og árangur næðist ekki nema með víðtæku samstarfi við fólkið. Þá væri nefndin og þakk- lát hverjum þeim einstaklingi, eöa samtökum, sem sneri sér til nefndarinnar með ábendingar, sem þá ef til vill fjölluðu um einstök byggðarlög eða einstaka staði. Reyndar þyrfti að koma á þjóðgarði í hverjum lands- hluta. Aðspurður sagöi Birgir, aö til areina kæmi að friða Horn- strandir allar, og á N-A- iandi kæmu til greina Jökulsár- glúfrin. Birgir kvaöst ekki gera ráö fyrir, aö heildarálit nefnd- arinnar lægi fyrir fyrr én. aö hálfu ári liönu eða ef til vill ári. Þetta væri það mikið og tímafrekt verk, og til þess yrði að vanda. í nefndinni eiga sæti auk Birgis þeir Benedikt Grön- dal, Eysteinn Jónsson og Gils Guðmundsson. Þorskveiðar — | m>—> 1 síðu | Austfjarðabátar togveiðarnar og einn þeirra, Börkur, kom meö 75 tonn til Noröfjarðar í fyrradag eftir 5 daga. j Metafli i Siglfirðingur frá Siglufirði hefur i nú aflað um 1300 tonn frá því ! hann byrjaði togveiöarnar 2. febrú- I ar, þrátt fyrir mjklar tafir vegna ; ísa í vor. Þar af fékk skipiö 420 I tonn af siægöum fiski á einum mán- 1 uði, sem samsvarar um 500 tonn- 1 um af óslægðu og segja fróðir menn j þetta vera metafla hér á landi. — Skipstjóri á Sigifirðingi er Axel Schiöth. Það er þess vegna eins og reið- arslag yfir verstöðvarnar norðan- lands og austan, að verða að stöðva þessar miklu veiðar, og sér fólk þar fram á minnkandi atvinnu næstu vikurnar og mánuðina,. Metloxveiði — ■' i I -fðl; Netaveiðin- stendur til 15. sept- ember, nema milli 10. og 20. ágúst, sem aðeins er leyfö stangaveiði á svæðinu. Kaupféiag Árnesinga frystir allan stóriaxinn til útflutnings, en nú eru í frystigeymslunum um 12 tonn af frystum stórlaxi. Bændur fengu um 144 kr. fyrir kílóið í fyrrahaust, en að því er Gunnar sagði, er fullt útlit fyrir að þeir fái hærra verð fyrir hann nú vegna gengislækkunar- innar s.l. haust. Nokkrir stærstu laxveiði- bændurnir á vatnasvæðinu leggja ekki laxinn inn hjá Kaup- félaginu, heldur selja hann beint til Reykjavíkur. Laxveiöin hefur því verið töiuvert meiri en ofangreindar tölur lýsa. Allp munu rúmlega 20 bændur leggja inn hjá K.Á. BELLA Það ailra versta er þó það við dag inn, að bað er ekki neitt, sem við getum verið niðurbrotnar út af. MESSUR Hafnarfjarðarkirkja. Messa kl. 10.30. Séra Garðar Þorsteinsson. Bessastaðakirkja. Messa kl. 2. Séra Garðar Þorsteinsson Dómkirkjan. Messa kl. 11. Séra Jón Auðuns. Háteigskirkja. Messa kl. 11. Séra Jón Þorvarðsson. Elliheimilið Grund. Guðsþjón- usta kl. 10 f.h. Séra Lárus Hall- dórsson messar. Heimilisprestur. Hallgrímskirkja. Wessa kl. 11, ræðuefni: „Trú í verkum, verk í trú.“ Dr. Jakob Jónsson. Vegaþjónusta F.Í.B. helgina 21. til 22. júlí 1968. Vegaþjónustubifreiðirnar verða staðsettar á eftirtöldum stöðum: FÍB-1 Hellisheiði — Ölfus, FÍB-2 Skeið — Grímsnes — Hreppar, FÍB-3 Akureyri — Mývatn, FÍB-4 Hvalfjörður — Borgarfjörður, FÍB-5 Hvalfjöröur, FlB-6 Út frá Reykjavík, FÍB-8 Árnessýsla, FÍB- 9 Norðurland, FÍB-11 Borgarfjörð ur — Mýrar, FÍB- 12 Austurland, FÍB-13 Þingvellir — Laugarvatn, FÍB-14 Egilsstaðir — Fljótsdals hérað, FÍB-i6 ísafjörður — Dýra fjöröur, FÍB-17 S-Þingeyjasýsla, FÍB-18 Bíldudalur — Vatnsfjörð- ur, FÍB-19 A-Húnaýatnssýsia — Skagafjörður, FÍB-20 V-Húna- vatnssýsla — Hrútafjöröur. Éf óskað er eftir aöstoð vega- þjónustubifreiöa, veitir Gufunes- radíó, sími 22384, beiönum um aðstoð viðtöku. Kranaþjónusta féiagsins er einn ig starfrækt yfir helgina. BLÖÐ ÖG TÍMARIT Birtingur 1. hefti 1968 er kom inn út. Éfni blaösins er. Greinar um Óðin-leikhúsið eftir Poul Vad í þýðingú Stefáns Baldurssonar. Peter Weiss og Marat/Sade eftir Thor Vilhjálmsson, Um list Þor- valds Skúlasonar eftir Braga Ás- geirsson, Bókmenntir og kreddur eftir Jón Óskar, Michelangelo Antonioni eftir Sigurð Jón Ól- afsson og Listamannalíf eftir Atla Heimi Sveinsson, þá eru ijóð eftir Jón Óskar og í þýðingu hans, ljóö eftir Einar Braga, Kristin Einarsson, Ólaf Gunnarsson, Kurt Schwitters og fleiri þýdd ljóð. EUZ*:. -. •

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.