Vísir - 20.07.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 20.07.1968, Blaðsíða 3
V í SIR . Laugardagur 20. júlí 1968. 3 Þegar einhver platar einhvem upp úr skónum færist ánægjubros yfir andht einkum þegar það er íslendingur, sem er að plata einhvern. Knattspyrnus álf ræði arstemmninguna“. Lúðrasveitarmenn blésu líka af hjartans iyst og fengu að launum að fylgjast með leiknum af góðum stað. beindu athyglinni nú óskiptri aS leiknum, staöráönir í að láta næsta mark ekki koma sér á ó- vart. Engu að síður kom næsta mark áhorfendum á óvart, og þaö er ef til vill lítil kurteisi hjá Norömönnum að skora tvö mörk í röð hjá gestgjöfunum án þess að leyfa þeim fyrst að jafna metin. Þó þótti mönnum fyrst keyra um þverbak, þegar þriðja mark- ið kom frá sömu aðilum, og margir litu út fyrir aö vera komnir á þá skoðun aö nú tjóaði ekki lengur að hvetja íslenzka liöið, heldur væri skynsamlegra að æpa að því skammir og hrista hausinn yfir misheppnuð- um tilraunum þess. Þó voru heiðarlegar undantekningar frá þessum óþjóðlegheitum, því að margir kölluðu vinsamlegar á- bendingar til leikmanna eins og: „Ertu að sofna þarna?“ „Vill ekki maðurinn færa sig út fyrir völlinn?" „Halló þama, leikur- inn er byrjaður.“ Sumir voru líka mjög blóð- þyrstir og mæltu sterkiega með því, að íslenzku liðsmennirnir „hjóluðu í Norsarana.‘‘ Loksins kom leikhlé eða hálf leikur. „Ekki skal ég aftur á völlinn." „Ég held við ættum að keppa við vanþróuðu þjóðim- ar.“ I þessum dúr voru daufleg- ar samræður manna, sem hitt- ust ú vellinum. Einn og einn áhorfandi var þó bjartsýnni: „Þeir ná sér á strik í seinni hálf leik.“ „Það á eftir að rætast úr þessu.“ Lítið rættist þó úr þessu, held ur bættu Norömenn einu marki viö — svona til að þakka fyrir Ieikinn, og það voru vonsvikn- ir áhorfendur, sem héldu heim til sín. Ef hægt er að tala um niöur- stöður úr þessum vísindalega Ieiðangri á völlinn, eru þessar helztar: ísl. áhorfendur eru svipaðir og knattspyrnuliðið að því leyti, að þá skortir samstöðu, og þeir missa fljótt móðinn, þegar móti blæs. Þeir eru hlutdrægir og ó- vægir í dómum. — En þegar þeir fara heim, leiðir og von- sviknir að eigin sögn, eru þeir innst inni harla ánægðir og hafa átt skemmtilega kvöldstund. Margir vallargesta eru ekki ýkjaháir í loftinu, enda háir það þeim, þegar stórvaxnir knattspyrnuunnendur taka sér stöðu fýrir framan þá. Reyndar virðast yngstu vallargestirnir hafa ffieiri áhuga á því að afla sér aukatekna með flöskusöfnun, heldur en fylgjast með íslenzkum ósigrum. „Uff, nú munaði njjóu.“ Það lá við að sumir áhorfendanna fengju hvert taugaáfallið á fæt- ur öðru, þegar hætta skapaðist við annað hvort markið. Sumir sátu þó svipbrigðalausir eins og brezkir séntiimenn og báru harm sinn í hljóði. lV'ú stendur tími sumarleyf- ' anna sem hæst og fólk streymir út i náttúruna til að finna þar kyrrð og ró fjarri dags ins önn. Þegar út í sveitina er komiö eru allir sammála um, hversu gott það se að vera í öruggri fjarlægð frá fjölmiðlun artækjum og spennu þjóðlífs- ins. Þó er eins og falskur tónn heyrist, þegar menn eru aö veg sama næðið og rólegheitin, því aö í rauninni hljóta menn aö vera sólgnir í sp.ennu ogitauga- æsing. Bækur eiga að vera spennandi, kvikmyndir eiga að vera spennandi og meira aö segja fólkið sjálft á að vera spennandi. Og svo lenda menn í mótsögn við sjálfa sig með því að lofsyngja kyrröina. Gott dæmi um eftirsókn fólks eftir spennu, er hinn gífurlegi íþróttaáhugi og aðsókn að hvers konar keppni, einkum og sér í lagi eru knattspyrnuleikir þó fjölsóttir. Litið v/ð á Laugardalsvelli Myndsjáin hefur takmarkað vit á hinni göfugu knattspyrnu- íþrótt, en þeim mun meiri áhuga á sálarvísindum, og hún brá sér þess vegna á Laugardalsvöllinn í Reykjavík til þess að fylgjast með viðbrögðum ^horfenda, þeg ar frændþjóðirnar, Norðmenn og íslendingar, leiddu saman hesta sína í knattspyrnuleik. Þegar komið var inn I Laugar- dal var lúðrasveit að leika þjóð- söngva landanna, og keppend- urnir stóðu teinréttir úti á vell- inum, en meiri glímuskjálfti virt ist vera í áhorfendum, sem stungu saman nefjum, kveiktu sér í sígarettum og voru á sí- felldu iði. Svo byrjaði ballið, og í fyrstu heyröust hjáróma raddir hrópa „Áfram Island", „Áfram strák- ar“, en hrópin breiddust út, og innan skamms voru flestir farnir að æpa hvatningarorð í einum kór. Smám saman dóu þó hvatningarópin úr, þegar leikurinn varð þófkenndur, en nokkrir ungir hugvitsmenn í stúkunni höfðu tekið með sér þokulúður eða horn og þeyttu ákaft. Allt var með friöi og spekt, þangaö til fyrsta markið kom ó- vænt eins og þruma úr heiö- skiru iofti. Og fyrst á eftir voru menn hljóðir, eins og oft þegar váleg tíðindi gerast. Síðan tóku menn atburðinum meö karl- mennsku, töluöu um, að nú færu strákarnir aö komast f gang, og l } I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.