Vísir - 20.07.1968, Blaðsíða 4

Vísir - 20.07.1968, Blaðsíða 4
Sumir vilja hafa vaðið fyr- ir neðan sig Eru Neytendasamtökin á lífi? Það er orðiö langt síðan nokk uð hefur heyrzt frá Neytenda- samtökunum, oe vonandi eru þau ekki liðin undir lok, þvl þau eru vissulega nytsamur félags- skapur. Ef þeir sem reyna að halda merki félagsskaparins á lofti eiga í vök að veriast, þá ' væri bað verðugt verkefni fyrir hin mörgu og dugmiklu kven- félaga^amtök að hlaupa undir bagga til að blása nýju og fersku lífi í þessi bráðnauðsyn- legu samtök neytenda. Á þessum tfmum sem mikið er talað um versnandi hag og óvissar horfur og verðlagsmál eru mlkið á dagsskrá, þá getur sterkur félagsskapur neytenda veriö til mikilla hagsbóta á mörgum sviöum! í mörgum til- fellum og varðandi ýmis mál getur það verið til hagsbóta fyr sveigjast á móti og þannig gera sér far um að gera neytendum til hæfis. Sterk samtök á mörgum 'm • • s ir.. > . stæði út uiti Iandið eru: fá og flest illa útbúin, og svo eru þau eins og flestir vinnustaðir lokuð um Helgar, en þá komu ir neytendur að gcta snúið sér til einhvers aðila eins og neyt- endasamtaka, sem ráögefandi aðila og jafnframt til aö rétta hlut viðkomandi ef með þarf. Upplýsingastarfsemi neytenda- samtaka gera neytandanum bet- ur kleift að velja og hafna sér f hag, en að sjáifsögðu munu seljendur vöru eöa þjónustu sviðum geta mörgu góöu komið til leiðar, og má nefna sem dæmi samtök bifreiðaeigcnda, F. í. B., en þjónusta þeirra á vegum úti um suniarmánuðina, hefur komið sér vel mörgum þeim, sem hafa oröið fyrir ó- höppum eða bilunum á bilum sínum, þígar þeir hafa verið á feröalagi út um landið. Bílaverk- þessi öliugu félagasamtök bif- reiöaeigendanna og skipulögðu vfðtæka þjónustustarfsemi á veg um úti, eins og flestum er kunn ugt. Þetta er glöggt og nærtækt dæmi um hverju öflug félagasam tök geta áorkað til bættrar þjón ustu. Starfsvettvangur öflugra neyt endasamtaka á sér vart nokkur takmörk, og mundi geta mörgu góðu komið til leiðar fyrir alla aðila með fræðslu og upplýs- ingastarfsemi. En auðvitaö verð- ur að byggja starfsemina þann- ig upp, að fjárhagslegur grund- völlur sé fyrir hendi. Það er ekki hægt að reka umfangs- mikla starfsemi, nema tekjur séu tryggðar fyrir útgjöldum. Vonandi fáum við brátt full vissu um, að Neytendasamtökin séu enn í fullu fjöri, því á þeim sviðum er margt óleystra verk- efna, sem þarfnast góðra manna eða kvenna forsjá. Félög hús- mæðra og önnur kvenfélög ættu að bjóöa liðveizlu sína til fram- gangs hinum góðu málum Neyt endasamtakanna. Þrándur i Götu. Eftir morðið á Kennedy voru 199 naorð framin f Bandaríkjunum á einni viku. Síðastliðna viku fjölgaði morðunum jafnvel enn. 1 skrúögarðinum Central Park í Manhattan i New York, skammt frá aðsetri Jacqueline Kennedy, gerðist ein morðsagan. Jacqueline og börn hennar, John og Caroiine, voru ekki heima, er þetta gerðist. 42ja ára kauphallarstarfsmaöur, Angel Angelof að nafni, beið' á- tekta á kvennasalerni einu. Er Lilah Kistler, 24 ára, dótt- ir læknis í Pennsylvaniu, hafði gengið um garðinn með ungversk an hund, kom hún á salerniö. ■Stúlkan hafði af þvi tekjur að ganga um með hunda heldra fólks í hverfinu og hlaut 80 dali á viku fyrir ómakið. Angelofmyrti stúlku þessa á salerninu með einu skoti úr 45 „kalibra" byssu sinni. Að loknu þessu óhæfuverki kleif hann upp á þak byggingar- innar og tók að skjóta af handa- hófi á vegfarendur. Áttræður maður særðist tvisvar f baki, og barnfóstrur skýldu börnum fyrir kúlnahríðinni. Um himdrað lög- regluþjóna dreif að og nú hófst bardagi við morðingjann, sem stóð í klukkustund. Tveir lög- regluþjónar særðust lítils háttar, áður en varðmaður nokkur komst upp í tré að baki morðingjans og felldi hann með tveimur skotum. Tveir lögreglumenn að auki stukku upp á þakið og skutu tíu skotum að auki í líkama morðingj ans. í herbergjum Angelofs voru veggir þaktir myndum af Hitler, Göbbels og Göring. Hann hafði fæðzt í Búlgarfu og strokið úr her landsins árið 1965, laumazt yfir landamærin til Grikklands og komizt til Bandaríkjanna árið eft- ir. málagjöld. Lögregluþjónar láta lfk hans síga niður af þakinu. EKKI SAMA HVER ER ... Bandaríska tímaritið „News- week“ birtir kvikmyndagagnrýni, sem nýtur mikils álits. Þar birtist til dæmis sérdeilis lofsamleg gagnrýni um sænsku myndina „Elvira Madigan", en nú er verið að sýna hana í Bandaríkjunum. Út af þessari gagnrýni barst rit- inu nýlega bréf frá reiöum hjón- ‘ um, og fer það hér á eftir. „Maðurinn minn og ég ákváð- um að sjá „Elvira Madigan" vegna þess eins aö hún var aug- lýst með úrdrætti úr umsögnum ýmissa rita, þar á meðal yðar: „(Elvira Madigan) er ef til vil fegursta kvikmynd, sem nokkru sinni hefur verið gerð.“ Þetta stóö í Newsweek 9. okt. 1967. Myndin samanstóð af sífelldri byssuskothríð, lögregluofbeldi, spillingu lögregluliðsins og feimn ismálum. Það er erfitt að skilja, hvernig umsögn yðar getur átt við þessa framleiðslu." Blaðið brá við skjótt og svaraði þessu bréfi reiöra hjóna, og þaö kom upp úr kafinu, að þau höfðu vaðið reyk. „Eivira Madigan“ er ; ástarsaga, sem gerist á nítjándu j öid í Danmörku, en þau hjónin j höfðu villzt inn á mynd, sem : heitir aðeins „Madigan" og er hún amerísk leynilögregiusaga, sem gerist í New York á tuttug- ustu öld. Maöur er aldrei of varkár. Það finnst aö minnsta kosti þess- úm mannj, sem ekur á skelli- nöðru niður Birmingham-stræti í Alabama-fylki f Bandaríkjunum. Hann lætur sér ekki öryggishjálm inn nægja, heldur hefur hann til enn frekari öryggis sett gamalt bíldekk um mittið á sér. Það ætti að vera vörn í þvf, ef hann dettur, en sennilega er þessi upp finning dálítið of klunnaleg til að ná verulegum vinsældum. iohnson fellur á kné — óviljandi Hermennimir voru fljótir til að hjálpa Johnson forseta á fætur aftur, þegar hann datt illa í tröppunum upp í byggingu land- gönguliðs flotans. Hann haföi komið til að fylgjast með hinni árlegu skrautsýningu hermannanna. Hafi hann meitt sig við byltuna, lét hann að minnsta kosti ekki á því bera. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.