Vísir - 20.07.1968, Blaðsíða 16

Vísir - 20.07.1968, Blaðsíða 16
VISTR Laugardagur 20. júh' 1968. Bæjarfógeti skipaður í Neskaupsfað Að tillögu dómsmálaráðherra hefur forseti Islands hinn 4. þ. m. veitt Sigurði Egilssyni, héraðs- dómslögmanni, bæjarfógetaembætt- ið í Neskaupstað frá 15. ágúst n.k. að telja. Þá hefur forseti Islands hinn 16. þ.m. veitt Jóhanni Gunnari Ólafs- syni, bæjarfógeta á ísafirði, lausn frá embætti samkvæmt eigin ósk frá 1. okt. n. k. að telja. Markmiíið er heildarendurskoiun laga um náttúruvernd — segir Birgir Kjaran um nefnd, sem semja á frumvarp um friðun Þingvalla og náttúruvernd almennt 9 „Markmiðið með skipun nefndarinnar er að fram- kvæma heildarendurskoðun á náttúruverndarlögunum,“ sagði Birgir Kjaran, formað- ur nýskipaðrar nefndar, sem komið var á samkvæmt sam- bykkt Alþingis frá í vor um friðun Þingvalla og náttúru- vernd. Þá sagði Birgir og, að helzt þyrfti að koma á fót þjóðgörðum í öllum lands- fjórðungum, til þess eru tæki færi nú, en þau kynnu að ganga úr greipum. Kæmu þá margir staðir til greina, en allt kostaði þetta fjármuni. Birgir sagði, að þeir í nefnd- Vörubifreiðir teknar úr umferð á Raufarhöfn Aðeins ein vörubifreið i umferð Fyrlr tveimur dögum hóf lög reglan á Raufarhöfn herferð mikla og klippti af bifreiðanúm er þeirra vörubifreiðastjóra, sem ekki höfðu ereitt bungaskatt bif reiðanna. Eru það um 8 bifreið ir sem stöðvazt hafa af áður- greindri herferð oe aðeins eiftn vörubill, sem ekur í friði lög- reglunnar á Raufarhöfn. Ríkir nú mikið vandræðaástand á Raufarhöfn )g segia sumir íbú- anna, að nú hafi hlutverkin snú izt við, þ.e. áður létu menn bílana vinna fyrir sér, en nú vinna þeir fyrir bílunum. Um síðustu mánaðamót »—r ir.nheimtur fyrri hluti þunga- skattsins og var hann 17—18 þúsund krónur á vörubifreið. Sfðan voru engin grið gefin, og hófst innheimta síðari hluta skattsins skömmu síðar, og gátu bifreiðarstjórarnir engan veginn séð sér fært að inna greiðsl- urnar af hendi. Er harkan svo mikil af hálfu lögreglunnar, að einn bifreiðarstióranna, er var staddur all fjarri heimili sínu, er lögreglan klippti af bifreið hans númerin, fékk ekki leyfi tii að koma henni á viðunandi geymslustað. Að öðru leyti telja bifreiða- stjórar á Raufarhöfn það miklu skynsamlegra að greiða þunga- skattinn eftir því hve mikið er ekið en upphæðin, er þeir þurfa að greiða er miðuð við að eknir séu 30 búsund km. Það er stað reynd, segja bifreiðastjórarnir, að við ökum ekki nema um 10 þúsund km á ári, en eins og margir vita er mjög lítið að gera á veturna fyrir vörubila á Raufarhöfn. inni vonuðust til að um þau mál, sem nefndin fjallaði um, næðist víðtækt samkomulag, utan við flokkadrætti og stjórnmál. Enda hefði sú orðið raunin, er fjallað var um málið á Alþingi. Þá hefðu komið tvær tillöigur, önnur um náttúruvernd almennt, en hin sérstaklega um Þingvelli, og heföi nefnd sú, sem fjallaði um þau, sameinað frumvörpin í eitt og skipun nefndarinnar væri af- leiðing þess frumvarps. Um þetta hefði ríkt algjör samstaða. Birgir sagði, að fyrsta verk- efni nefndarinnar hefði verið að SM- 10. sfða Táknræn mynd: Dr. Gylfi Þ. Gíslason, Birgir Kjaran og Éyþór Einarsson hjálpast að við að reisa merki Náttúruvemdarráðs við Skaftafell í fyrrahaust. | LEIKUR ' ÁRSINS Knattspyrnuleikur ársins fór . fram í gær. Léku þá á Valsvell- \ inum liö frá verkfræðingum, sem ^ i vinna hjá Reykjavíkurborg, og t , lið verkífræðinema, sem vinna ; ' hjá sama aðila. Dómari i leikn- i j um var Sigrún Ingólfsdóttir, eini ^ ^ kvenmaðurinn, sem hefur dóm- t , arapróf í knattspyrnu á landinu. / * Leikurinn fór vel fram, og var 1 Kommúnistaflokkur Tékkóslóvakiu samþykkti kina nýju stefmi einróma Fylgir áfram óbreyttri utanrikisstefnu Miðstjórn tékkneska kommúnista kommúnistalandanna um sig, til flokksins samþykkti í gær einróma |,eSs að uppræta allan misskilning. afstöðu framkvæmdastjórnarinnar Mfðstjórnin kom saman á fund varðandi hina nýiu stjórnmála- „ . ... .. , ... stefnu. Miðstjórnin samþykkti,eft,r m|°« snorP> brefl.efi or6a- einnig tveggja þjóða viðræður, þ. skipti milli kommúnistaflokks e. Tékkóslóvakíu við hvert hinna Tékkóslóvakíu og fimm annarra kommúnistaflokka, þeirra, sem áttu leiðtoga á Varsjárfundinum. Miðstjórnin samþykkti ályktun, sem er í höfuðatriðum sem hér segir: 1. Afstaða og stefna fram- kvæmdastjórnar flokksins er staðfest. 2. Henni er heimilað að hefja viðræöur við „systurflokka“. þ. e. aðra kommúnistaflokka, til þess að uppræta allan misskiln- ing í þeim tilgangi að treysta samstarf. þeirra milli. 3. Tékknesk sendinefnd sem fer til slíkra funda hefir heim- lld tll að taka afstöðu á grunni þeirra grundvallaratriða, sem flokksforustan tók s.l. fimmtu- dag. 4. Miðstjómin staðfestir, að það er skoðun hennar, að tveggja þjóða viöræður skapi bezt skilyröi til framtíðarfunda kommúnista og verkalýðsflokka. Miðstjómin endurtekur þá 6- rjúfanlegu ákvörðun að fylgja áfram óbreyttri utanrikisstefnu, sem byggð er á vináttu og sam- starfi við Sovétríkin og önnur sósíalistísk lönd, og gagn- kvæmri viröingu fyrir jafnréttí og sjálfsákvörðunarréttl og engri íhlutun um innanrlkismál. íslenzkum stúdentum i húsagerðarlist tryggð skólavist á Norðurlöndum • Þaö er nokkurt vandamál hér á landi, að veröandi arkítektar verða undantekningarlaust að fara utan til náms, og það hefur reynzt erfitt fyrir þá að komast að við ýmsa háskóla í þeirri grein, eink- um þó á Norðurlöndum, nema í Danmörku. Á fundi menntamálaráðherra Norðurlandanna var m. a. rætt um að einum íslendingi skyldi tryggð skólavist við hvern arkitektaskóla á Norðurlöndum ár hvert, en skól- arnir eru 9 talsins. Ráðherrar hinna Norðurland- anna tóku vel í þetta mál og munu ræða j)að nánar, hver í sínu heima- landi. Nái þeSsi hugmynd fram að ganga verður það til hagsbóta fyrir þá stúdenta, sem leggja stund á nám í húsagerðarlist.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.