Vísir - 02.08.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 02.08.1968, Blaðsíða 3
VÍSIR . Föstudagur 2. ágúst 1968. 3 Lengst til vinstri er fráfarandi forseti, herra Ásgeir Ásgeirsson, forsetafrú Halldóra Eldjám, hinn nýi forseti, herra Kristján Eldjárn, dr. Bjami Benediktsson, forsætisráð- herra, forseti Hæstaréttar, Jónatan Hallvarösson og Birgir Finnsson, forseti Sameinaös Alþingis. í forgrunni eru sendimenn erlendra ríkja. Þriðji forseti Islands tekur við embætti Frá embættisfóku herra Kristjáns Eldjárns lþað rigndi fyrr um daginn, en skömm. eftir hádegisbilið tók að stytta upp. Þrátt fyrir út lit á áframhaldandi skúrum var margt fólk á ferli í miöborg- inni, og það var augljóst af and rúmsloftinu, að eitthvað sér- stakt stóð fyrir dyrum. Fyrir klukkan 3 hafði alger- lega stytt upp, og regnskýin voru á hröðu undanhaldi fyrir sólargeislunum, og á Austur velli var þegar samankomin mik il mannþröng. Enda ekki að á- stæðulausu, því að í gær tók við embætti nýr forseti Islands, herra Kristján Eldjám. Það þarf oftlega minna til þess aö Myndsjáin fari á stúf- ana, og að sjálfsögðu fór blaða- maður hennar til að vera við- staddur þessa athöfn, sem hófst í Dómkirkjunni. Inn í Dómkirkjuna fór blaða maðurinn tímanlega til þess að lýsa atburðunum frá sama sjón armiöi og hver annar borgari átti kost á að sjá þá gerast. Uppi á lofti f Dómkirkjunni ríkti þetta einkennilega sam- bland af þögn og hávaða, sem fyrirfinnst alls staöar, þar sem menn finna að mikið liggur við að hátíðleikasvipur sé yfir þvi sem gerist. Fólk var yfirleitt prúðbúið alvarlegt á svip og reyndi að hafa hljótt um sig eftir föngum. Þó voru þama nokkrir náungar, sem greinilega vom erlendir ferðamenn, í mol- skinnsbuxum og járnbentum klossum, en með myndavélar, sem voru margra þúsunda virði. Þarna uppi á loftinu var líka staddur ungur maður, kom- ungur maður, á að gizka 3 ára, Birgir að nafni, ásamt tveimur barnfóstrum, sem höfðu strangt eftirlit með honum. (Það skal tekið fram til að forða Birgi frá álitshnekki, að hann hegðaði sér í alla staði prúðmannlega meöan forsetavígslan fór fram, og ríslaði sér við að aka dráttar vél úr plasti um kirkjugólfíð — hávaðalaust). Kirkjugestir risu úr sætum og hljóðnuðu, þegar hinn nýkjömi forseti gekk i salinn ásamt konu sinni, frú Halldóru Ingólfsdótt- ur, og fráfarandi forseta, herra Ásgeiri Ásgeirssyni, forsætis- ráöherra og handhöfum forseta^ valds. Sunginn var sálmur og bisk upinn yfir íslandi flutti predik- un. Að lokinni athöfninni í Dóm kirkjunni var gengið yfir 1 Al- þingishúsið, þar sem forseti Is- lands, herra Kristján Eldjám, undirritaði embættiseið sinn. Aö því loknu gekk hann út á svalir Alþingishússins með frú Hall- dóru. konu sinni, og mannfjöld inn úti fyrir hyllti þau hjónin. Að sfðustu flutti forsetinn fyrstu embættisræðu sína. þar sem hann bar verðskuldað lof- á fyrirrennara sinn f embættinu herra Ásgeir Ásgeirsson, og Svein Björnsson fyrsta forseta hins fslenzka lýðveldis Ekki mun Myndsjáin að sinni rekja nánar ræðu forsetans en að henni var gerður mjög góður rómur. Þessi fyrsti dagur ágústmán- aðar mun að líkindum lengi L minnum hafður tneð tslending- um, þegar hinn þriðji forseti ungs lýðveldis tók við embætti. Eftir embættistöku forsetans dokuðu gestir um stund við i salarkynnum Alþingishússins, og forsetahjónin heilsuðu þar upp á fréttamenn, sem af heil um hug drukku þar skál herra Kristjáns Eldjárns og frú Hail- dóru. Forseti Islands, herra Kristján Eldjám og forseti Hæstaréttar, Jónatan Hallvarðsson ganga í kirkju. Á eftir koma, frú Halldóra Eldjárn og biskup Islands, herra Sigurbjörn Einarsson. Forseta afhent kjörbréf. Frá hægri Jónatan Hallvarösson, Sigurður Lindal, frú Halldóra, herra Ásgeir Ásgeirsson og herra Kristján Eldjám.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.