Vísir - 02.08.1968, Síða 9

Vísir - 02.08.1968, Síða 9
V VÍSIR . Föstudagur 2. ágúst 1968. Tjað hefur verið mikil spenna austur í smáríkinu Tékkó- slóvakíu síðustu daga og er það engin furða. Þeir Tékkar sem muna tímabil Munchen-samn- inganna 1938 bera þess vitni, að andrúmsloftið sé mjög líkt og þá var. Sami geigurinn og skelfingin liggi í loftinu, en alveg eins og þá sé samheldni og mótspymuþrek þjóöarinnar sterkt. Sá hugur sé útbreiddur jafnt nú sem þá, að ef vopna- valdi verði beitt til að kúga þjóðina, þá skuli hún ekki lyppast niður fyrir ofureflinu, heldur berjast og fóma lífinu fyrir frelsið. Samlíkingin nær einnig til þeirra fundarhalda, sem efnt hefur verið til. 1 hugum Tékka er sterkur ótti við það, aö fund- arhaldið í Ciema fái líkt útfalll og fundurinn 1 Múnchen á sín- um tíma. Þar verði með ein- hverjum hætti og sennilega í latimi gengið svo frá hnútum, að frelsi landsins verði kyrkt, hömlum ritskoöunar verði kom- ið á eða þjóðin lokuð bak við nýtt jámtjald. Og samlíkingin verður einnig sterk í þeim ógnunaraðgerðum, sem stórveldið beitir til að buga smáþjóðina. Það er rifjað upp, hvemig Hitler efndi sumariö 1938 til stórkostlegra heræfinga meðfram öllum tékknesku landamærunum, hringinn í kringum Bæheim, allt austan úr Slésíu og suður til Austur- rikis. Og yfir vofa sömu hót- animar um innrás og miskunn- arlausa valdbeitingu, ef ekki veröi tafarlaust gengið að kröf- tmum. Cjónarvottar af öðrum þjóöum, ^ sem dvalizt hafa í Prag þessa siðustu daga herma líka, að afstaða þjóðarinnar sé slá- andi lík nú og var 1938. Menn syngja jafnvel á mannamótum sömu baráttu og frelsissöngv- ana, sem þá tíökuðust. Þar á meðal er vinsælasta lagið nú það sama og mest var sungið sumarið 1938, en fyrsta línan í því hljóðar eitthvað á þessa leið: „Tékkneski herinn stendur fast á landamærunum". I hug- um tékknesku þjóðarinnar er sára lítill munur á Adolfi Hitler 1938 og Leonidi Bresnév 1968. Samt hefur enn ekkert gerzt. Cierna-fundurinn hefur þegar þetta er skrifað staðið á fjóröa dag en það er ekki vitað um árangurinn. Kannski gerist ekk- ert fréttnæmt, ný innlimun fer ef til vill fram á laun og þá er málunum bjargað, kommún- istaflokkur Sovétríkjanna getur á ný tekið upp ,,friðelskandi“ stefnu og haldið áfram aö kúga þjóðirnar á „friðsamlegan" hátt. Og þá er allt gott og blessaö aftur. /~kg þó hefur eitthvað gerzt. Það getur að vísu verið, að allar leiðir aftur að lokum seinni heimsstyrjaldarinnar hafi aldrei ríkt friður í þessum heimi, og stórveldin öll hafi set- ið yfir rétti annarra minni þjóða. En þó verður það ekki af skafið, að framferði Rússa síðustu daga felur i sér ein- hverjar alógeðslegustu og skefjalausustu ógnunaraðgeröir, sem þekkzt hafa á öllu tímabil- inu frá stríðslokum. Framkoma Rússa í þessu máli hefur lýst slikri villimennsku, að það þarf að leita alla leið aftur til daga Hitlers til að finna nokkuð þvílíkt. Einu undan- tekningarnar eru nokkur atvik í eftirstríðsferli Rússa sjálfra, fyrst heræfingarnar og ógnan- irnar við landamæri Júgóslavíu, þegar átti að buga Titó, síðan beiting rússneskra skriðdreka í uppreisninni 1953 ekki aðeins Pað er hérna bréf frá Varsjárbandalaginu, félagi Dubcek. ingu, aö Vestur Þjóðverjar væru „militaristar". Tjessi orö í útvarpinu hljómuöu svo undarlega f kvöldkyrrð- inni, aö maður fór að spyrja sjálfan sig, hvort maður væri með öllum mjalla? Var þaö kannski eintómur Wall-Streei áróður, að það væru Sovétríkin sem nú framkvæmdu stórkost- legustu heræfingar frá stríðs- lokum i þeim tilgangi að kúga smáþjóö. Voru það Vestur-Þjóð- verjarnir, sem voru nú militar- istarnir og voru að ógna Tékk- um. Ekki vissi maður til þess Eitthvað var það, sem ekki pass aði saman hér. Víst voru þaö Rússar sjálfir sem héldu uppi hinum militarísku stóraðgeröum en hér voru þeir á sama tíma aö ásaka aðra þjóð um „militar- isma“. Það vantaði nú aðeins. að þeir kærðu Tékka fyrir militar isma, — eöa kannski þeir haf' gert það líka. Kannski þeir ráö- ist á Tékka og haldi þvi fram, að frjálslyndisstefna þeirra sé militarismi sem ógni Sovétríkj- unum. Það er skáldsögu líkt, ti) hvaöa ráða einvaldsherrar geta gripið til að verja og hleypa fölskum rökum undir vondan málstað. Það hefur einnig komið MUNCHEN eða CIERNA í Austur-Berlín heldur i öllu Austur-Þýzkalandi og loks beit- ing vopnavalds 1956 til að brjóta niður ungversku þjóðarbylting- una. Þetta eru þeir atburöir, sem gerzt hafa blygðunarlaust fyrir opnum tjöldum. En á þessum ofbeldislista má auðvitað líka telja valdatöku kommúnista með rússneskum stuðningi í öllum Austur-Evrópuríkjunum upp úr heimsstyrjöldinni, þó þar væri unnið meira bak við tjöld- in. ‘P'ins og allir skilja, er varla til harkalegri aöferð í diplo matískum samskiptum ríkja, en að hefja stórfelldar heræfingar meö hótunum um innrás til þess að knýja fram milliríkja- samninga. Og það var ekkert lit il kylfa, sem Sovétríkin nú reiddu á loft, þar sem tilkynnt var, að þetta væru þær víðtæk- ustu og stórkostlegustu heræf- ingar, sem þeir hefðu nokkurn tíma haldið. Það er sagt að þær hafi staðið yfir meðfram öllum vesturlandamærum Sovétríkj- anna, bæöi á landi og í lofti og hundruð þúsunda, ef ekki millj- ónir hermanna meö skriðdrekum og stríösþotum hafa tekið þátt í þeim. Og því er ennfremur bætt við, að þetta hafi verið „kjarnorkuheræfingar", en I þvf er það sennilega fólgiö, að rússn eskar sprengjuflugvélar fara i árásarferðir og þykjast kasta kjarnorkusprengjum og jafnvel vetnissprengjum á tilteknar borgir. Og svo merkja yfirfor- ingjar þeirra inn á landabréf i sjálfhælnum velþóknunarsvip, að nú séu þeir búnir að-eyða svo og svo mörgum milljónum manna, auðvitað allt „að þykj- ast“. Það er sjálfsagt ekki um það að villast, að sovézki herinn er öflugur og búinn fullkomn- ustu tækjum. Hvað sem Tékkóslóvakíu líð- ur, þá eru slíkar stórheræfing- ar almennt litið hættuleikur, leik ur að eldi, og enginn vafi er á því, að þær fela í sér nokkra hættu á nýrri heimsstyrjöld. Það er aldrei hægt að vita með vissu, hver meining valdhafanna meö þeim er, en hitt dylst ekki, að meðan þær standa yfir er líkt og öryggislásinn sé tekinn af. Þess vegna hlýtur friðsömum mönnum að blöskra slíkt fram ferði. En gagnvart Tékkóslóvakíu voru þær náttúrulega sérstakt og geigvænlegt ógnunartæki. í marga daga sáust óendanlegar lestir skriðdreka og herflutninga vagna streyma að tékknesku landamærunum. Það er ijóst, að þama var safnað saman þvílíku hernaðarlegu ofurefli að það var engu líkara en þaö ætti að berja Tékka niður í einu höggi. En það afmánarlegasta við fram- komu Rússa, sem sýnir ótrú- legt tilfinningaleysi gagnvart tékknesku þjóðerni og þjáning- um liðins tíma var þó, að öfi- ugar herfylkingar Austur-Þjóð- verja tóku þátt f þessum að- gerðum. Þannig hefur þýzkur her 'ó hann sé undir rússn- eskri stjórn enn á ný ógnað Tékkóslóvakíu. ■pg hef undanfarin kvöld setið við útvarpstækið mitt og hlustað á útsendingar Moskvu- útvarpsins á ensku til þess að heyra skýringar þeirra sjálfra á þessu framferði. Það er betra aö fá slíkt milliliöalaust, heldur en að eiða sig á „Wall-Street- áróðurinn" eins og sumir kalla starfsemi vestrænna frétta- stofa. En ég hef orðið fyrir dálitlum vonbrigðum og undrun yfir því, að I þessum útsendingum hefur varla verið minnzt á þessar stór kostlegustu heræfingar frá stríðslokum og enga skýringu hef ég heyrt þar á því hver til- gangurinn með þeim var. Það getur vel verið að Moskvu-út- varpið ræði meira um heræfing araar I tékkneskum útsending- um sfnum, en þangað er boð- skap heræfinganna ætlaö að ganga, — hins vegar virðist ekki talin ástæða til að flagga þess- um atburöum andspænis hinum vestræna heimi. Þeir telja þetta kannski ekkert merkilegt og aug sýnilegt er að þeir vilja ekki að það skyggi á fréttimar frá Víet- nam. Því að enn fjallar meginefni Moskvu-útvarpsins um hina hræðilegu bandarísku heims- valdasinna og kúgara f Víetnam. En meðan Moskvu-útvarpið þagði yfir heræfingunum miklu þá hafði það nú fengið mikinn áhuga á öðru viðfangsefni. Nú glumdu í því sffelldar fréttir og umsagnir, heilir fyrirlestrar um „stríðsæsingar" í Vestur- Þýzkalandi. Sjaldan hef ég heyrt aðrar eins illyrðaromsur og ann að eins níð um nokkurt rfki eins og þama var lesið um Vest ur-Þýzkaland, það voru öll slag orðin, stjórnin f Bonn var köl) uð war-criminals (stríðsglæpa- menn). revanchistar imperial- istar, expansionistar, neo-nas- istar og síðast en ekki sízt var endurtekið f annarri hverri setn fram í þessum tékknesku deil- um og er eitt merkilegasta dæm ið um það falsbréf eitt, sem sjálft höfuöblaö Sovétríkjanna Pravda birti um það leyti sem fundurinn í Cierna var að hefj- ast. Sagði blaðið að bréf þetta væri frá verkamönnum f Tékkó- slóvakíu meöal annars í bíla- verksmiðjum í Prag og létu þeir í ljós, aö þeir óskuöu eftir rússn esku hernámi í TéLkðslóvaktu. Næsta dag var þaö staðreynt i Prag, að engir verkamenn við þessar verksmiðjur höföu samiö neitt slíkt bréf, heldur var þetta tilbúningur frá rótum, hér var aðeins verið að beita sömu ó- skammfeilninni og Hitler var þekktastur fyrir, að semja fölsk skjöl og nota þau sem sakargift ir og afsökun fyrir ofbeldisað- gerðir. |7n kannski gerist ekkert, eða það gerist allt f hljóði með nýjum Mtinchenarsamningum f Ciema. Og þá verður auðvelt að gleyma þessu aftur, Sovétríkin eru n ‘ einu sinni hið lýsandi for usturíki sósíalismans og frels- isins í heiminum! Og þá er hægt að snúa sér aftur að Vietnam og hinum glæpsamlegu og „mili tarisku" Bandaríkjamönnum. Þá skulum við gleyma þessu öllu. Þá verður lfka hægt að gleyma göngu í rússneska sendiráöið með mótmæli hundrað fslenzkra ung-kommúnista og halda á- fram baráttunni og málningar- sprautunum gegn NATO. þess-. um „militarisku" samtökum, sem hinir friðsömu Rússar hafa náttúrlega ekki gefið neina á- tyllu til að vestrænar þjóðir sam einist um! Þá verður aftur gott að lifa, ef það hefur tekizt með samn- ingum í Cierna að koma beizl- inu mqð járnmélunum upp i tékknesku þjóðina. Þvf það er allt í lagi með harðstjórn sósfal ismans, bara ef hún er fram- kvaei-J í laumi, svo aö hún fari ekki „ð skyggja á stríðið f Víet nam! Þorsteinn Thorarensen.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.