Vísir - 06.08.1968, Blaðsíða 2
2
VI S IR. Þriðjudagur 6. ágúst 1968.
Séð yfir þjóðhátíðarsvæðið.
Þjóðháf'iðin:
Ekki orðsið við
bindindismál
Sprangað í Vestmannaeyjum á þjóðhátíðinni.
O Vestmannaeyjar og þjóðhá-
tíöin er einhver elzta útisam-
koma af því tagi, sem nú eru
orðnar svo geysivinsælar og
draga orðið til sín tugi þúsunda
manna um eina og sömu helg-
ina. Þjóðhátiðin heldur raun-
ar hátíölegt 100 ára afmæli
1974, en þá hófu Eyjaskeggjar
að halda sína eigin hátíð. Nú er
svo komið að þeir geta ekki ein
ir notið þessarar skemmtunar
sinnar, úr landi berast yfirleitt á
annaö þúsund manns.
í ár skemmtu sér á 5. þúsund
manns í Herjólfsdal. Ekki hefur
þjóðhátíð í Eyjum verið kennd
mikiö við bindindismál, en þó
hefur allt venjulega gengiö eins
og í sögu og svo var einnig nú
aö sögn þeirra, sem þarna
dvöldu um helgina, og áttu góöa
daga, þrátt fyrir að veðrið væri
ekki eins ákjósanlegt og skyldi.
Ölvun var hvorki meiri né al-
mennari nú en oft áður, en eng
in teljandi vandræöi sköpuðust
af henni.
Flugfélag íslands var mjög
heppið í sambandi við flutninga
til Eyja. Þaö var sjaldan „Ófært
til Eyja“ að þessu sinni og var
flogið í allan gærdag og eins í
fyrradag, en hátíöinni laúk
á sunnudagskvöld.
Glímt við steinana á hlaðinu í Húsafelli. Þaö er heillavænlegra
að beina kröftunum inn á þessar brautir.
Húsafell:
Varð annar
stærsti bær
landsins
O „Við vorum viöbúnir að
taka við þessum fjölda, en viö
áttum ekki von á þessu“, var
það sem Vilhjálmur Einarsson
einn af forystumönnum stærsta
útimótsins um þessa verzlunar
mannahelgi hafði að segja í gær
kvöldi í sjónvarpsviðtali. Hátíð-
in í Húsafellsskógi var ein sú
fjölmennasta, sem fram hefur
farið hér á'landi. Fréttamaður
Vísis, sem átti leiö um staðinn
Tjaldbúðimar í Húsafellsskógi voru eins og stórborg á að líta úr fjarlægð.
sá þarna næststærstu borg á
íslartdi, aðeins Reykjavík var
stærri á sunnudaginn, þegar 15.
000 manns voru i skóginum,
flestir þeirra i tjöldum. Að líta
jffir staðinn var eins og að sjá
yfir „smáíbúðahverfi" sem mál-
að hefði verið af einstakri lita
gleða. I’ austurenda þessa hverf
is voru opinberar „byggingar",
Húsafellsbærinn eins og nokk-
urs konar ráöhús, kirkjan litla,
—og svo auðvitað heyhlaöan,
sem þjónaöi sem dyflissa fyrir
þá sem brotið höföu reglur
byggðarlagsins.
Satt að segja voru þeir ekki
viðbúnir að taka við þessum
geysiLga fjölda, Borgfirðingarn
ir. „Hreint land, fagurt land“,
gat t.d. ekki orðið að veruleika
hér að því er virtist m.a. vegna
öskutunnuleysis. Þá voru biðrað
irnar við náöhúsin merki um
sama ástand. Eflaust hefur há-
tíðin gefiö gott í aðra hönd, og
þá geta líka þúsundirnar, sem
fengu náttúrufegurð og skemmt
anir fyrir lítið fé, búizt viö að
næsta ár verði hátíðin betur
heppnuð. Þetta er annað áriö,
sem slík hátíð fer fram þarna í
innsveitum Borgarfjarðar i
næsta nágrenni viö jökla, og
hefur í bæði skiptin heppnazt
vel.
Vilhjálmur kenndi veðri m.a.
um áberandi drykkjuskap á
laugardagskvöld, en þetta varð
þeim félögum mikiö áhyggju-
efni, enda stofnað til þessarar
skemmtunar í öðru skyni. Á
sunnudag og í gær var veðrið
ágætt og drykkjuskapur ekki
svo að neinu næmi, — einn sá
fréttamaður fullan að rangla um
svæðið á sunnudagskvöldið, sá
var vel á 5. tugnum en ungling-
arnir höguðu sér þá bærilega.