Vísir - 06.08.1968, Blaðsíða 7

Vísir - 06.08.1968, Blaðsíða 7
VISIR. Þriðjudagur 6. ágúst 1968, morgun útlönd í raorgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd Deilan við leiðtoga Tékkóslóvakíu lögð á hilluna vegna einingar kommúnistaflokkanna Með samkomulaginu í Bratislava var deilan um leiðtoga Tékkóslóvakíu lögð á hilluna vegna ein- ingar kommúnistaflokk- anna. Alexander IXibcek, leiðtogi Komm únistaflokks Tékkósl6vakiu, flutti útvarps- og sjónvarpsræðu í fyrra- kvöid, og gerði þjóðinni grein fyrir viðræöunum í Cierna og Bratislava. í ræðunni kvað hann svo aö orði, að allar vonir bundnar við fundinn I Bratislava hefðu rætzt, og hann margendurtók, aö engir leynisamn- ingar hefðu verið gerðir. Hann full- vissaöi þjóöina um að sjálfstæði landsins og sjálfsforræöi heföi ver- ið tryggt, einnig hefði verið fallizt á, að umbóta- og frjálsræðisstefn- unni yrði haldið áfram, samkvæmt áætlun og ákvörðun leiðtoga Tékkó- slóvakíu, en markinu með henni yröi aðeins náö innan vébanda sam- starfs kommúnistalandanna, en framtíö Tékkóslóvakíu væri undir órofa samstarfi við þau komin. — Hann bað menn gæta stillingar og hverfa að störfum sínum. Áður hafði verið birt sameiginleg yfirlýsing kommúnistalandanna sex sem þátt tóku í Bratislava-ráðstefn- Oldrich Czemik, forsætisráðherra Tékkóslóvakíu í miðju) og Dubcek, flokksleiðtoginn, er þeir buðu Kosygin velkominn til Cierna. Flokksþing republikana hafið: Nixon talinn sigurstrang- legastur í upphafi þings — LokaatkvæBi um forsetaefnin á morgun • Flokksþing republikana í Banda ríkjunum hófst í gær á Miami Beach, Florida, og sitja það 1330 fulltrúar. Gert er ráð fyrir, að loka atkvæði um forsetaefni flokksins í forsetakosningunum í nóvember, fari fram á morgun (miðvikudag). Birt hefur verið uppkast að I stefnuskrá flokksins i forsetakosn- I ingunum. Samkvæmt henni er flokkurinn andvígur auknum viðskiptum viö kommúnistalöndin þar til sýnt er og sannað, að þau vilji í allri ein- lægni frið í heiminum. 1 stefnuskránni segir, að flokkur Friðafáðstefnan í Addis Abeba var sett í gær — Barizt á öllum vigstöðvum Nigeriu O Friðarráðstefnan í Addis Abeba var sett í gær áf Haile Selassie Abesiníukeisara. I útvarpi frá Biafra segir, að barizt sé á öllum vígstöðvum, og segja yfirmenn Biafra-her- sveitanna, að sambandsstjórnin í Lagos hafi gefið hershöfðingj- um sambandshersins fyrirmæli um, aö heyja sókn hvarvetna, til þess að standa betur aö vígi að fá kröfum framgengt á friðar- ráðstefnunni í Addis Abeba. í Umuahia, höfuðborg Biafra hafa sem stendur safnazt sam- an tugþúsundir manna, sem hafa flúiö þangað frá bardaga- svæðunum. Fyrir var mikill fjöldi flóttamanna, sem ekki hafði þak yfir höfuðið. inn sé staðráðinn í að gripa til víð tækra ráöstafana til þess að hindra allt ofbeldi í borgum Bandaríkj- anna. Um styrjöldina í Víetnam segir í henni, að markið sé og veröi j stöðugt að því stefnt, að draga ■ Bandaríkin út úr styrjöldinni, en ; styðja jafnframt Suður-Víetnama ! til þess að taka aukna ábyrgð á ! sig af vörnum landsins og því meira sem frá líður. Jafnframt er tekið fram, að þessa afstöðu beri ekki aö skilja svo, að flokkurinn muni nokkum tíma fallast á „dul- búna uppgjöf“ í Víetnam. 1 upphafi ráðstefnunnar var Nix- on talinn sigurstranglegastur vegna þess að „flokksvélin" er í gangi í hans þágu og vegna þess, að hann hefur flest atkvæði kjörmanna, þ.e. þeirra sem skuldbundnir eru til þess að greiða honum atkvæði í fyrstu Iotu. En aö því er virðist e'ru margir þeirrar skoðunar, aö þótt Nixon gangi með sigur af hólmi á þessum vettvangi, hafi hann ekki mikla möguleika til aö fá nægilegt kjós- endafylgi í forsetakosningunum, en það hafi Rockefeller hins vegar. unni, eöa — auk Tékkóslóvakíu og Sovétríkjanna, Póllands, Ungverja- lands, Búlgaríu og Austur-Þýzka- lands. I yfirlýsingunni var sagt, aö sér- hverju kommúnistaríki skyldi heim- ilt að fara sínar eigin leiðir í fram- kvæmd socialismans, án íhlutunar annarra, og virða beri þjóöleg sér- kenni og aðstæður í hverju landi. Lögð var áherzla á einingu og sam- starf, að því er varðaöi hermál og landvamamál, og rætt var um hversu efla mætti alþjóölegt sam- starf, kommúnista. Nokkurs uggs gætti bæði í Brat- islava og Prag eftir að yfirlýsingin var birt og gaus þá upp kvittur um Ieynisamninga, en að því er virðist hefur Dubcek og öðrum leiö- togum tekizt að uppræta að mestu þann ótta. Einkum virðast menn hafa boriö kvíöboga fyrir, aö ein- hverjar hömlur yrðu lagðar á skoö- ana- og prentfrelsi, en leiðtogarnir neita því með öllu. í fréttum vest- rænna fréttaritara segir, að öllum verði Ijóst innan tíðar, hver þróun- in verði í þessum efnum. 1 hinni sameiginlegu tilkynningu var sagt, aö eining væri um að efla Varsjárbandalagiö, og að stofna bæri til efnahagsráðstefnu eins fljótt og gerlegt væri til þess aö treysta efnahagslegt samstarf þeirra, innan vébanda Comecon, hins austur-evrópska sammarkaðs. Rockefeller. þar sem hann sé í hinum frjáls- lyndari armi flokksins, og hafi möguleika til að sigra hvorn sem væri Humphrey eða McCarthy, þar sem hann muni draga aö sér ó- ánægða menn í flokki demokrata og sennilega einnig mikinn fjölda þeirra, sem enn eru í vafa og ef til vill taka ekki ákvörðun um hvaða flokki þeir greiða atkvæði, fyrr en líður nær kosningum og ef til vill ekki fyrr en á seinustu stundu. f framhaldsfréttum frá Miami Beach f gær var sagt, aö mikið væri um fundahöld fvrir luktum dyrum og fast lagt að þeim kjör- mönnum, sem ekki hafa skuldbund ið sig til stuðningL viö ákveöin forsetaefni, að taka afstöðu, og eina af þessum fréttum, sem var fremur óljós, mátti skilja svo, aö staða Nixons værj aftur farin að veikjast. ^>->-13. síða. Yfirlýsingin var undirrituð i speglasalnum í Bratislava og skrif- uðu undir hana: Leonid Brezhnev fyrir Kommúnistaflokk Sovétríkj- anna, Janos Kadar fyrir Kommún- istaflokk Ungverjalands, Walter Ulbricht fyrir hönd Kommúnista- flokks Austur-Þýzkalands, Todor Zhivkov fyrir hönd Kommúnista flokks Búlgaríu og Alexander Dub- cek fyrir hönd Kommúnistaflokks Tékkóslóvakíu. Mikið var um bros og faðmlög, segir f einni frétt. 1 NTB-frétt segir, aö yfirlýsing in beri með sér, aö Tékkar hafi orð- iö að lofa að halda áfram barátt- unni gegn borgaralegri hugsjóna- stefnu og gegn and-socialistiskum öflum. Skoðun margra stjórnmálafrétta- ritara er, að ágreiningurinn um stefnuna í Tékkóslóvakíu hefði ver- ið lagður á hiliuna vegna kommún- istiskrar einingar. Pravda birti hina sameiginlegu yfirlýsingu f heild á forsföu og yfirleitt virðist henni vel tekið f kommúnistalöndunum. Mikil andúð var látin i ljós á Walter Ulbricht, leiðtoga Austur- Þýzkalands af mannsöfnuöi í Brat- islava, en hann hefur allra komm- únistiskra leiötoga haröast gagn- rýnt tékkóslóvaska leiðtoga. Sú skoöun hefur komiö fram meö al vestrænna diplomata og stjórn- málafréttaritara, að hið raunveru- lega samkomulag hafi náðst í Ci- erna, en fundurinn í Bratislava hafi verið boðaður til þess að staðfesta það. AHt sovézkt herliö er sagt fariö frá Tékkóslóvakíu. MviinsBigarcithöfn í Hiroshima í frétt frá Hiroshima í morgun segir, að klukkum kirkna og must- era hafi verið hringt til þess að minnast þeirra, sem létu lífiö í kjarnorkuárásinni á borgina fyrir 23 árum. Borgarstjórinn afhjúpaði minn- ingartöflu, sem á eru nöfn þeirra, sem á s.l. ári létu lífið vegna eftir- áhrifa af kjarnorkuárásinni. Á töfl- unni eru 212 nöfn. Borgarstjórinn kvaö þaö bæn allra borgarbúa, að þjóöir heimsins legðu algert bann við notkun kjarnorku- og vetnis- sprengja. Richard Nixon ■ talinn sigurstranglegastur fram- bjóðenda f upphafi þings.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.