Vísir - 06.08.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 06.08.1968, Blaðsíða 8
8 303 VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent h.í. Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjöri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson Auglýsingar: ^ðalstræti 8. Simar 15610 11660 og 15099 Afgreiösla : Aðalstræti 8. Sími 11660 Ritstjóm: I augavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuði innanlands 1 lausasölj kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. Fjölþætt iðnvæðing Hér í blaðinu hefur áður verið vakin athygli á því, hversu mikilvægt er fyrir atvinnuöryggi í landinu á komandi árum að hér skapist skilyrði nýrrar iðnþró- unar. Jafnmikilvægt er, að hin nýja iðnþróun lýsi sér í fjölþættri iðnvæðingu. í því væri fólgið veiga- mikið öryggi. Hér er átt við allt í senn, að hinn almenni iðnaður, sem fyrir er, eflist, bæði smáiðnaður og iðnaður í stærri stíl, sem og að leitað verði leiða til að hefja nýjan iðnað á svioum, þar sem breyttar aðstæður og ný tækni skapa nýja möguleika. Ennfremur að lagt verði kapp á að kanna möguleika á frekari stóriðju, e. t.v. fyrst og fremst á sviði efnaiðnaðar í meira eða minna náinni samvinnu við erlenda aðila, ef þörf krefur, vegna tæknikunnáttu og fjármagns. Þótt ýmsar greinar íslenzks iðnaðar hafi átt í erfið- leikum, hafa aðrar eflzt, og upp hafa skotið kollinum nýjungar og djarfhuga framkvæmdir, sem vekja vonir og vaxandi traust á hæfni og framtakssemi iðnaðar- manna og iðnrekenda. Skipasmíði hefur rutt sér til rúms innanlands á síð- ustu árum. Enda þótt hún eigi erfitt uppdráttar í fyrstu, eins og oft vill verða, ber samt að tengja miklar vonir við vöxt og viðgang þessarar iðngreinar. Talið er, að nú starfi við nýsmíðar skipa um 400 manns. Það hefur verið mikið ánægjuefni, að smíði tveggja nýrra strandferðaskipa er nú framkvæmd á Akureyri. Samhliða skipasmíðunum hafa dráttar- brautir verið endurbyggðar og stækkaðar og nýjar reistar. Verður að sjá til þess, að þær fái forgangsrétt að skipaviðgerðum umfram erlendar viðgerðastöðvar. Bygging dráttarbrautanna og skipasmíðastöðvanna hefur notið mikillar fyrirgreiðslu ríkisstjórnarinnar, og einnig hefur ríkisstjórnin stuðlað að verkefna- sköpun samhliða aukinni lánafyrirgreiðslu og auknum ríkisábyrgðum. Iðngarðar h.f. í Reykjavík eru dæmi um samstarf og áræði til aukinnar hagræðingar. Mjög áberandi er hið myndarlega iðnaðarsvæði með hagkvæmum bygging- um, sem hafa risið og eru að rísa á vegum Iðngarða. Vitað er að ríkisstjórnin hefur hlutazt til um könn- un nýrra iðnþróunarmöguleika. Sérfræðirigar vinna nú að athugun á því, að reist verði sjóefnaverksmiðja á Reykjanesi. Frekari efnaiðnaður í því sambandi er til íhugunar. Yrði þar e. t. v. um að ræða verulega stóriðju, sem mundi krefjast mikillar raforku og jafn- vel orku frá jarðhita. Iðnþróunarráð hefur til íhugunar ýmsa nýja iðn- væðingarmöguleika. Margt er á slíku frumstigi, að ekki er enn tímabært að spá nokkru um framvindu. En almenningur fagnar því, að unnið sé að fjölþættri iðnvæðingu af áræði og framsýni. ) » V1SIR. Þriðjudagur 6. ágúst 1968. Humphrey gagn- rýndi dóminn yfir Trong Ding Dzu Hubert Humphrey, varaforseti, sem keppir um að verða forseta- efni demokrata, gagnrýndi í fyrra- dag dóminn yfir Dzu, „friðar- kandidatinum í forsetakjörinu i Suður-Víetnam“. en hann var ný- lega dæmdur í 5 ára fangelsis- vinnu, fyrir að hafa hvatt til sam- starfs við Víetcong. Humphrey er fyrsti opinberi bandaríski embættismaðurinn sem gagnrýnt hefir dóminn, en f blöðum Bandaríkjanna og almennt var dómurinn gagnrýndur. Það er kunn- Jgt, að talsmenn Bandaríkjastjórn- ar reyndu aö fá réttarhöldunum frestað og helzt, aö málið yrði látið niður falla. „Viö hörmum“, sagöi mikilsvirtur Bandaríkjamaður nýlega, „að þetta mál vai tekið fyrir, og við höfum látiö það i ljós við stjórn Suöur-Víetnam. Við erum því mót- fallnir, aö nokkur maður sé leidd- ur fyrir rétt fyrir aö reyna aö koma á friði, jafnvel þótt um Dzu sé að ræöa, en dómur yfir honum mun hafa skaöleg áhrif, og menn missa trúna á, að Suöur-Víetnam sé í raun lýðræðisland. Það væri alls ekki í þágu lýðræöisins, ef Dzu yröi dæmdur." Humphrey r.iælti eindregiö með frjálsum kosningum og þátttöku Víetcong í þeim. Trong Ding Dzu. / '"/ \'////.W, ' '' '/////.'///, ' / ’■ ' '//"'/"""""" v //"',"// ■/, •/ '/"//""'"'//$/.: ■ Alvarlegir glæpir í New York borg jukust um 22.21 af hundraöi árið sem leið, að því er hermt er í nýbirtum skýrsl- m um lögreglunnar þar. wm M ■ Öldungadeildin í Washing- ton hefir fellt tillögu um að ,i..v 'í auka fjárveitinguna til efnahags aðstoðar viö erlendar þjóðir um 50 millj. dollara. Greiddu 61 atkvæði á móti en 16 með. Þar ® næst var frumvarpið samþykkt með lægri heildarfjárveitingu til efnahagsaðstoðar en dæmi eru til síöan er hún hófst eftir síö- ari heimsstyrjöld. Hún nær nú ekki 2000 milljörðum dollara. ■ í Jerúsaiem er neitaö ara- biskum áróðri um, að Israel á- formi að fiytja burt Palestinu- menn frá Ghazaspildunni. i Jabalia-flóttamannabúðunum þar eru 50.000 Arabar. Israels- stjóm segist aldrei hafa þvingað neinn til þess að vera, en ekki heldur hvatt neinn til þess að fara. Endurbætur á Hafnarbíói Eigendaskipti hafa orðið á Hafnarbíói í Reykjavík, Jón Ragn- arsson, veitingamaður, hefur keypt bíóið og látið gera tals- verðar endurbætur á innréttingum þess, en það er í gömlum herskála við Skúlagötu og Barónsstíg. Myndin er af Jóni Ragnarssyni í forstofu bíósins. ■ Belgíustjóm hefir ákveöið að kaupa 88 herþotur af gerð- inni Mirage-V frá Dassault- flugvélaverksmiðjunum f Frakk- landi. Kaupverðið er um 660 milljónir belgiskra franka. ■ Samkomulagsumleitanir til þess að leysa póstmannadeiluna í Kanada hafa farið út um þúf- ur. Póstmenn höfnuðu kaup- hækkunum, sem námu 19 af hundraði á 38 mánuðum. Verk- fallið hófst 18. júlí s.l. ■ U Thant framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefir skip- að Nils Gussing sérlegan erind- reka sinn í Nígeríu. ■ íbúatala Norður-lrlands (Ulst- er), sem er hluti hins sameinaða brezka konungsríkis, en hefir sitt eigið þing og sjálfræði I innan- landsmálum, er nú ein milljón og 484 þúsund, og af þeirri tölu búa rúmlega 399 þúsund i Belfast. Sýslur (counties) Noröur-lrlands eru: Antrim, Armagh, Down, Fer- managh, Londonderry og Tyrone.' Norður-lrland hefir 12 þingmenn • í neðri málstofu brezka þingsins, en norður-írska þingið kemur saman á Stormont fyrir utan Belfast. Þingmenn eru 52 í neðri deild og' 26 í efri deild, en ókjörnir fulltrú- ar eru borgarstjóramir í Belfast og Londonderry. Verzlunin (inn- og út- flutningur) nam að verðmæti ein- um milljarði punda 1966, en 1947 var verömæti hans 310 milljónir. Útflutningurinn 1966 nam 476 milljónum punda. Landbúnaöur er stöðugt mikilvægasta atvinnugrein in, þótt iðnaður sé mikill, skipa-. flugvélasmíði o.s.frv. og var verö- mæti landbúnaðarframleíðslunnar 1967 120 milljónir punda. Helm- ingur matvælaframleiðslunnar fer tii Bretlands.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.