Vísir - 10.08.1968, Qupperneq 7
V í S IR . Laugardagur 10. ágúst 1968.
7
KIRKJÆN O O ÞJÓÖliy
r i i s • X s f^\ X
Iruið a vruð
Hugvekjan, sem Kirkjusíða Vísis flytur i dag er stólræða,
haldin í Hvalsneskirkju sumarið 1935 af þáverandi presti á
Útskálum, sr. Eiríki Sv. Brynjólfssyni.
Hvalsneskirkja (Ljósm. Þorst. Jósepsson).
Kirkjur á Suðurnesjum
TVfförg fegurstu orðin, sem
Jesús hefur talað, eru rit-
uð í guðspjalli Jóhannesar. Þar
á meðal er kaflinn, sem ég las
áðan. Mörg versin í honum
verða ógleymanleg ef einu sinni
hafa verið lesin. Þeirra á með-
al er þetta: Hjarta yðar skelfist
ekki né hræðist, trúið á Guð og
trúið á mig. Það þýðir veriö
ekki órólegir i hjörtum yðar.
Verið trúaðir.
Það eru' til svo mörg óróleg
hjörtu. Ég hugsa, að fleiri en
einn komi hingað í dag vegna
þess að órósemi hjartna þeirra
kijýr þá ásamt þrá eftir þéirri
hvfld, sem er þar sem Guð er
nálægur.
Það eru margar órósamar
hugsanir, er vakna í sálu manns-
ins hér í heimi. Einn er áhyggju-
fullur eða órólegur vegna tím-
anlegrar afkomu sinnar, Hann
getur vart séð sér og sínum far-
borða, sér starfskraftana þverra
og ellina færast nær. — Hvemig
fer þegar hann er oröinn gam-
all? Hver annast um börnin,
ástvinina, eöa hver á aö að-
stoða og hjálpa ef hann eða hún
fellur skyndilega frá? — Annar
hefur ábyrgðarmikiö starf með
höndum. Hann finnur aö hann
getur ekki leyst það eins vel og
ætti að vera. Alls staðar eru
verkefnin. En kraftar og mögu-
leikar svo veikir til að starfa.
1 lífinu er svo margt sem
vekur órósemi hugans. Hver
veröur endir alls þess erfiðis,
baráttunnar, þess taumlausa lífs
hinna mörgu stefna sem heyja
, baráttuna um yfirráðin yfir
mannssálunum.
Áhyggjur og órósemi vakna
af hinum margvíslegustu orsök
um. En hvar er það hjarta, sem
ekki geymir meira og minna
af því í djúpum sínum? Eins kon
ar leyndur kvíði, er allt í einu
getur brotizt fram og haft á-
hrif á allt hugarfarið og sálar-
lífið.
Því eru þessi orð: Hjörtu yðar
skulu ekki vera óróleg. Trúið á
Guð, hverjum einasta manni
fagnaðarerindi, læknismeðal við
alvarlegasta meininu, sjúkdómi
er aldrei gefur friö. Það er eins
og í orðunum sjálfum sé hugg-
andi og. svalandi kraftur.
Það ,sem hjálpar er ekki kenn
ing um Guð, heldur barnslegt
traust á Guði. Órói og kviöi
koma af því að allt er svo ó-
Ijóst, allt mögulegt, skelfilegt
getur komið fyrir. Þó ég hafi
það ágætt í alla staði núna, veit
ég ekkert hvernig ég muni hafa
það á morgun eöa hinn dagmn.
Þá er lækningin að vita, að
finna, að eitthvað er til svo ör-
uggt, aö það getur aldrei brugð-
izt. Þessi vissa á að grípa yfir
alla óvissu. Ef ég eignast vissu
um aö Guð er veruleiki, sem
aldrei bregzt, sem ég finn í
öllu og fyrir hvern allt verður til
góðs, er óvissa, allur kvíði yfir
unninn.
Órósemi er skortur á trú. Trú
in á Guð er útilokun óróleikans
og kvíðans.
Sá, sem trúir á Guð, bíður
öruggur þó ekki fari allt þegar
í stað að vilja hans. Með rósemi
og styrk er hann vongóður og
hugrakkur á festu og þrótt.
Og eitt gerir hann. Hann bið
ur. Bænin gefur ró og friö, því
hún veitir meiri trú á Guö. Bæn
in gefur dagiega nýjan kraft
og nýjan skilning á vandamálum
og viðfahgsefnum lífsbaráttunn-
ar.
Þá leggjum við á hverju
augnabliki allt i hönd hans og
treysl^.,i því að í hendi hans
verði allt að blessun og oss
til góös.
Trúin á Guð gefur kraft til
aö starfa rólega, viturlega og
með sigurvissu þegar hinn óró-
legi eða hræddi hleypur úr einu
í annað, eða lætur hendur falla
í skaut lamaður af ótta. Sagan
um sigurför fagnagarerindisins
á jöröinni sýnir þessa fjölmörg
dæmi.
Og í einfaldasta og óbrotnasta
hversdagslífi er trúin á Guð
kraftur til starfa. Trúin er ekki
afskiptaleysi, áhugaleysf, iðju-
leysi. Trúin gefur það vonglaöa
bjartsýna hugarfar. Það er sá
eini jarövegur, sem máttur sigr
andi starfsemi sprettur upp af.
Sá, sem trúir, sáir og vökvar
með von. Því hann veit að lífs-
ins Guö ^efur ávöxtinn, hið
andlega Iíf og trúarlega hugs-
un. Hann er glaður, því hann
veit að allt »r í hendi hans, sem
er máttur og eilíf gæzka „Áfram
því með dug og dáð, Drottins
studdir ást og náð“, er kjörorð
hins trúaða. Svo veit hann, að á
jarðlífsvegum sínum stefnir
hann heim þangaö sem sólin
skín eilíflega.
Þar sem Guð er allt í öllu,
þar sigrar lífið yfir dauðanum.
En forgengileiki lífsins, óvissan,
dauðinn liggur bak við alla óró
semi. Þess vegna er það líka
þannig, aö sá sem veit, að það
er fullkomlega víst að þjáningar
og dauði eru inngangur til æðra
lífs, sem hann mætir er í hendi
Guðs hefur yfirunnið alla óró-
semi.
Trúið á Guö! Ekkert er jafn
óumræðilega mikilvægt nú á
tímum eins og að hjálpa mönn
um til trúarinnar á Guð, trúar
sem er sigrandi kraftur. Oftast
erum viö mjög vanmáttug til
þess aö geta það. Þaö tekst
ekki meö fögrum orðum vizku
eða vísindum, rökræðum eða
deilum um tilveru Guðs.
En frá þeim ,sem er trúaöur
f innsta eðli sínu, streymir eitt
hvað af krafti trúarinnar. vissu
og öryggi. Það er hægt aö
hjálpa öðrum til að eignast trú
með trúarlífi. Mér finnst oft,
að nútíminn þrái þaö heitt að sjá
trúna sem lifandi kraft, sem
fórnfýsi til að leggja í áhættu,
sigra. Æskulýður þrái aö sjá
einhvern ryöja brautina, ganga
á undan, öruggan, sigri hrós-
andi, djarfan og hugaðan. Þá
kæmu margir á eftir.
En þetta er það, sem vant-
ar sárast í lífi nútímans. Líf sem
algjörlega er borið uppi af krafti
trúarinnar.
„Trúið á Guð og trúið á mig.“
Það er aðeins einn, sem getur
sagt þetta án þess að hika. Er
ekki allt hans Iíf ein stórkostleg
hvatning til allra bræðra hans
og| systra: Hjörtu yðar skulu
ekki vera óróleg. Trúið á Guð,
Þessi hvatning fær kraft sinn frá
persónu hans. Jesús setti ekki
fram heimspekilega sönnun fyr-
ir tilveru Guðs. Hann svaraði
aldrei með nokkrum skýringum
eða rökræðum, árásum annarra
og aðkasti á guðstrúna. Og þó
finnum við, aö ef nokkuð í heim
inum gæti fengiö oss til aö trúa
á Guð þá er það Jesús, eins og
guðspjöllin lýsa honum.
Hann talar um Guö eins og
þann, sem hann hefur séð og
heyrt. Kennir oss að ávarpa
hann með orðinu faðir, því orði
sem hvert barn lærir fyrst að/
segja. Þar er engin aöskilnaður,
Jesús og Guð eru eitt. Því segir
hann: Trúið á mig. Það er að
trúa á Guð. Það sem Jesús er, er
hann af því hann er í Guði og
Guð er f honum. Að finna Jesú
er að finna Guð. „Sá sem sér
mig sér föðurinn". Af því hann
getur sagt þetta, er hann vegur
inn sem liggur að hjarta Guðs.
Fyrir hverja er Jesús vegur-
inn? Kannski aöeins fyrir þá,
sem hafa rétta kenningu um
hann, sem vita mest um hann?
Nei, fyrir þá, sem láta sann-
Ieikann, er hann boðaði ákvarða
stefnu lífs síns, sannleikann,
sem hann he'fur tekið á móti frá
Jesú. Hann talar sönnustu og
dýpstu oröin um mannlífið. Því
á líf vort að vera samfelld við-
leitni eftir að líkjast honum. Þá
getur hann orðið oss öllum veg-
urinn. er leiði oss við hönd sér
til Guðs.
„Ég fer til föðurins" segir
Tesú ákveðið. „Ég veit hvaðan
ég kom og hvert ég fer. Ég fer
til fööurins." O" við getum held
ur ekki, þegar viö horfum á
hans fullkomna líf, efazt um að
það var þan- \ sem hann fór.
Og T>ar er hann. Er þá ekki
alveg öruggt, að ef hann verður
ss,. > ] o 8fau
^ Suðurnesjum eru kirkjur á
þessum stööum: í Krýsuvík
í Járngerðarstaðahverfi í Grinda
vík, í Kirkjuvogi í Höfnum, á
Hvalnesi á Miðnesi, á Útskálum
í Garði, í Keflavík, í Innri-Njarð
vík og á Kálfatjörn á Vatnsleysu
strönd. Eru þetta samtals átta
kirkjur. Hins vegar eru sóknirn
ar ekki nema sjö, þar sem Krýsu
víkursökn var lögð til Grinda-
víkursóknar árið 1929 og kirkj
an af tekin. Síðar fór öll sóknin
í auðn, en engu aö síður stóð
kirkjan og stendur enn eins og
síðar mun sagt verða er nánar
verður um hana fjallað.
Allar eiga kirkjur Suðurnesja
sína sögu og hafa sér til ágæt-
is nokkuð. Einni þeirra þjónaöi
um sjö ára skeið kunnasti prest
ur íslenzku kirkjunnaf, sjálfur
Hallgrímur Pétursson. Hann
vígðist þangað 1644. Mun þar þá
hafa verið estlaust í nokkur
ár. Um þá vígslu var sögð sú
fræga setning: „Allan skr...
vígja þeir“.
Um þaö leyti sem sr. Hall-
grímur fékk Hvalsnes var ’’ar
kirkja hrörleg ,,og ekki hæf til
kirkjulegrar þjónustu“. svo
hann ¥ékk strax það verkefni
að reisa messuhæft guðshús.
hvað hann og geröi. Var sú
kirki uppbyggö af góðum kost
um með vænni súð og máttar-
viðum öllum sterkum, máluð
þrík yfir altari og grá^ur og
tvær messingpípur (stjakár) og
Ijósaöx, gefið kirkiunni af Bás-
endakaupmanni. Á Hvalsnesi
missti sr. Hallgrímur Steinunni
dóttur sína, sem hann kvað eft-
ir hin kunnu erfiljóö:
Unun var augum mínum
ávallt að líta þig,'
með ungdómsástum þínum
ætíð þú gladdir mig,
rétt yndis-elskulig.
Auðsveip og hjarta hlýðug
í harðri sótt ' vel lýðug
sem jafnnn sýndi sig.
Næm, skynsöm, ljúf í lyndi
lífs meðan varstu hér
eftirlæti og yrtdi
ætíð hafði ég af þér, >
í minni muntu mér.
Því mun ég þig með tárum *
þreyja af huga sárum
heim til þess héðan fer.
Hvílist nú holdið unga
af harmi og sorgum mætt,
svipt öllum sóttarþunga
svo er þér nú óhætt.
Dóttir mín, böl er bætt.
Frjáls við synd, fár og dauða
fyrir Jesú blóðiö rauða
sefur í Drottni sætt.
Énda þótt ólíku sé saman að p
jafna, má geta þess, að um einni |
öld síðar hélt annað skáld Hvals |
nesþing. Það var sr. Eiríkur |
Bjarnason, sem þar var prestur |
1755—67. Var hann i ýmsum |
brauöum, jafnan við mikla fá- f
tækt, vel gafinn naður og vand I
aður þótt ekki þætti mikiö til
hans koma. Hann var mjög af-
kastamikiö skáld og liggur eftir
hann býsn af -sálmum, rímum
og kvæöun. Eitt af ljóðum S
hans kunna allir og syngja enn
í dag því að það var sr. Eiríkur
sem þýddi Gamla Nóa eftir Bell-
mann.
Síðasti prestur á Hvalsnesi
var sr. Eiríkur Guðmundsson
prests í Kálfholti, Bergssonar
jrests í Bjarnanesi, sem mikiö
fjölmenni er frá komiö. Sr. Ei-
ríkur vígðist að Hvalsnesi 13,
nóvember 1796, fyrstur presta
í Reykiavíkurdómkirkju. Hann
fékk Útskála 1811 og varð Hvals
nes þá annexía þaðan. Hefur
svo verið síöan.
Kirkja var reist á Hvalsnesi
árið 1370. Skyldi þar vera heim
ilisprestur og syngja hvern
helgan dag. Torfkirkjur og sjálf-
sagt næsta fátæklegar og lág-
m-* io. síðu. |
Aðalatriðið
Á FERÐ SINNI um Vesturland árið 1815 kom Henderson
að Kambi í Reykhólasveit og segir svo frá:
„Konan og bóndinn voru með afbrigðum opinská og
málgefin. Þau spurðu mig margra spurninga um England
og hvernig háttað væri um bændur þar. Reyndi það eng- I
an veginn lítið á hugvitiö að svara sannleikanum sam ;
kvæmt, en þó svo að gestgjafar mínir fyndu ekki til þess, :
hversu kringumstæður þeírra væru fjarska miklu lítil- j
jnótlegri. Þegar þetta efni bar á góma eins og það þrá
faldlega gerði á ferðum mínum á Islandi, tók ég venju
lega það ráðið, að víkja samtalinu að því, að fyrir okkur j
dægurflugurnar skipti minnstu máli um hinar ytri að j
stæður, aðalatriðið væri árvekni um Guðs náð og sú ör !
ugga von á henni reist, aö þegar þessum skammvinnu oe j
óvissu ævistundum lýkur, bíði okkar hlutdeild í þeirri !
arfleifð, sem er óforgengileg, óflekkuð og fölnar aldrei
Slíkum orðum var ávallt vel tekið og sjaldan brást, að
þau vektu sömu tilfinningar.