Vísir - 17.08.1968, Page 12

Vísir - 17.08.1968, Page 12
12 V1SIR . Laugardagur 17. ágúst 1968. „Þér segið að það sé ekkert, sem þér getið haft fyrir stafni eins og er“, sagði Gail Kerr. „Ekkert, sem þér getið einbeitt yður aö. Það er hættulegt, vegna hins mikla tóms, sem það myndar. Og hér gerist ekki neitt, verið þér viss, ekkert sem getur dreift hugsunum yðar frá yð ur sjálfri sem er nauösynleg for- senda, að yður megi takast að ná yður aftur. Og nú, þegar ég veit hver þér eruð og hvaða starf þér stundið ... væri þaö ekki hyggi- legt þráft fyrir allt, að þér tækj- uð til við starf yðar aftur sem fyrst? Ég veit aö sjálfsögðu ekki fyrirætlanir yðar..." „Nei“, sagði Laura og settist á lokrekkjustokkinn. Þegar Gail Kerr haði virt hana fyrir sér um hríö, mælti hún dá- lítið hranaleg- að hún ætlaði að skreppa niður eftir kaffi. Laura þakkaði henni fyrir, og á meðan Gail var í þeirri ferð, þvoði Laura sér og tók að snyrta andlit sitt. Og þá var það, að hún kenndi allt í einu svíöandi sársauka... til hvers var það að snyrta sig og mála varirnar? Fyrir hvern ... Þögnin lumaði á ótal spurningum .. .þögnin, dul og án nokkurra tak- markana, óravíðátta eins og haf ið úti fyrir Var þá um að ræða eitthvert sjálf sem maður gat fund- ið, hið eina sanna og óvefengjan- lega ég? Eða var ekki að finna nema endurminningarnar, sem flæddu að manni eins og hafið upp aö ströndinni, vonbrigöi, sárs- auki, brostnir draumur um ham- ingju og fegi -ð undir yfirborðinu sem brimsjóirnir rótuðu upp og báru upp í fjöruna ... Lítið borð og garðstóll stóð úti við gluggann, sem vissi að bjarg brúninni og sjónum. Hún færöi annan stól að borðinu settist og horfði út yfir lognslétta endalausa vfðáttu hafsins. Og þá gerðist það, að hafið og hið stórbrotna um- hverfi hvarf henni eins og í móðu nokkurt andartak, og þess í stað birtist henni andiit doktor Christians St. Laurent, eins og hún hafði horff á það yfir kvöldverðar- borðið... birtist henni skýrt og greinilega eins og í sýn. Og um leið vaknaöi með henni hugsun, að hann væri undarlega samþættur umhverfinu .... eins og hafið, eins og þverhnípt bjargið, eins og þung búið og myrkt fjallið I norðurátt, og þetta annariega hugboð vakti ekki neina undrun með henni, ekki sýnin heldur, þótt hún skyldi hvor | ugt til hlítar. Hvernig skyldi nótt! in hafa verið honum? Skyldi hann hafa brotið upp bréfið og lesið' það? Og hún var því allshugar fegin að hún skyldi hafa hann til aö hugsa um eins og ráðgátu, til að glíma við. „Jæja, loks er ég að ölium lík- indum búin að koma þessu í lag með ritvélina," sagði Gail Kerr, þeg- ar hún snaraðist inn. Hún bar bakka í höndum með tveim kaffibollum, brúnuðu brauði og ávaxtasafa. ,.í dag er föstudagur,“ sagði hún, þeg- ar hún setti bakkann frá sér á borðið og tók sér sæti. „Þá fer mað- ur héðan með sendiferðabíl í bæinn eftir vistum. Þaö verður Parker, sem fer f dag, og ég lét hann hafa peninga, til að greiða með viðgerö- ina á vélinni...“ Hún skenkti kaff- ið. „Annars er Parker mjög snjall frístundamálari." Nú rifjaðist það upp fyrir Lauru, aö það hafði komið fram viö kvöld- verðinn að Gail Kerr væri brezk- ur þegn; að hún heföi komið til 1 Bandaríkjanna í sambandi við ein hver vísindamannaskipti og rann sóknarstyrk, sem bundinn var Kali- fomíu-háskóla. Þau Gail og rauð- skeggaði maðurinn, sem einnig sat við borð þeirra, höfðu að mestu leyti haldið uppi samtalinu, en Christian varla mælt orð. Laura hafði staðið upp frá borðum, áöur en kaffið var boriö inn og beðið að hafa sig afsakaða, og Christian hafði fylgt henni aö stiganum. Hann hafði tekiö í hönd henni, um leið og hann leit í augu henni og mælti lágt og innilega: „Við sjáumst á morgun, Laura.“ Og þetta var allt sem hún mundi af þvf, sem gerzt hafði við kvöldverðarborðiö. En nú virtist Gail Kerr ekki kæra sig um að ræöa annað en hvers- dagslegustu atriði; ekki hafa neitt frekara að segja sem nokkru máli skipti. Laura vissi að Gail gat stytt henni biðina næstu klukkustundim- ar, en hún vissi einnig aö hún mundi stöðugt sjá andlit Christians fyrir hugskotssjónum sínum, eins og hún mundi það frá því um kvöld- verðinn. Og hún þóttist vita, að í raun og veru væri Gail Kerr að leita gleymskunnar fyrir dvöl sfna á þess um stað — að mega gleyma og ná sér aftur. „Það eru ýmis ráð, sem maður notar til þess aö tíminn sé fljótari að líða,“ mælti Gail Kerr enn. „Ein- hver skreppur daglega til Deerpoint og sækir þangað póstinn, en þangað eru ekki nema tvær mílur, eftir að kemur á þjóðveginn. Þaðan eru svo átján mílur til Skeljavíkur. Og þangað er alltaf farið á föstudög- um, eins og ég gat um áðan. Þú iÚOA Snorrabr. 22 simi 23118 • skyrtublússur • síðbuxur • peysur • kjólar • dragtir • kápur T A R Z A N JANE! HAVe THEY HAKMED YOU? JANE! WHY DON'T YOU : ANSWER—? ' r ONT! VA ONT-WAZ! LOCJC H//A !N TH£ PRiSON CAVE! ly Edgaji Rjce Burroughs ThAT NiGHT' WHEH THE CAve-C/TY HAS FALLEN S/LENT- PPA ONT T'ERK- PPETEND TO TANE MEAWAY NOWI HE MUST NOT , SUSPECT WHY1 DO NOT UNDEE- STANP H/S STRANSE . TONSI/E! THE WAZ-DON UIE! THEY NEVER INTEND TO RETUKN JANE TO ME! SO... NOW THEY D WILL FEEL THE WRATH OF TARZAN! Jane, hafa þeir meitt þig. Af hverju svarar þú ekki? Ont-Was, lokið hann inni í fangahellinum. Hann þóttist ætla að taka mig með sér í burtu. Hann getur ekki grunað hvers vegna ég skil ekki tungumál hans. Um kvöldið, þegar heiiaborgin var orð- in hljóð. — Was-Don laug. Þeir ætluðu ekki að láta Jane af hendi, svo nú munu þeir komast að raun um reiði Tarzans. Með BRAUKMANN hitarttm 6 hverjum ofni getið þér sjálf ákveð- ið hitastig hvers herbergis — 8RAUKMANN sjálfvirkan hitastilii íx hægt að setja beint á ofninn eða hvar sem er á vegg í 2ja m. rjarlægð frá ofni Sparið hitakostnað og auktð vet- líðan yðar BRAUKMANN er sérstaklega hent* ugur á hitaveitusvæði ------------------ ÍIGHVATUR EINARSSON & CO SÍMI24133 SKIPHOLT 15 Svissnesk úr. Vestnr þýzkar og franslcar lcTulckar. Allt vcljbtkkt mcrki. Þórður Krístófersson úrsm. Sala og viðgerðaþjónusta Hrísateig 14 (Hornið við Sandlaugaveg.) Sími 83616 - Póethólf 558 • Reykjavík. OGREIDDIRÍ REIKNINGAR ’ LÁTIO OKKUR INNHEIMTA... t>að sparat vbut tíma og óþægindi INNHEIMT USKRIFST OFAN Tjarnargötu 10 — III hæd — Vonarstrætismegin — Sím/13175 (3finur)

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.