Vísir - 07.09.1968, Side 10

Vísir - 07.09.1968, Side 10
m\ V1SIR . Laugardagur 7. september 1968. Frá æfingu söngkennaranna í gær. ®--------------- Námskeið til að lífga upp á söngkennslu í skólum 9 Um 40 söngkennarar víðs vegar af landinu sóttu nám- skeið í söng, sem haldiö var i Tónlistarskólanum. Var stofn- að til námskeiðsins í því skyni að lífga upp á söngkennslu í skólum, sem hingað til hefur mest megnis verið bundin viö tónfræði. Talaði blaöið viö Guö- mund Guðbrandsson formann Söngkennarafélags^ íslands, sem veitti þessar upplýsingar og skýrði nokkuð frá námskeiðinu. Sagöi hann, að söngkennara- námskeið væru haldin á a.m.k. tveggja ára fresti og í þetta Auglýsið í Vísi f! J. r PT' skipti hefðu þrír Danir veriö fengnir til aö annast kennslu þau Sven G. Asmussen, kona hans Hanna og Klare Fredborg. Hafa þau haldið fjölda sambæri legra námskeiða í Danmörku. Aðalefni námskeiðsins að þessu sinni væri kórsöngur, notkun litlu slaghljóðfæranna, dansar og leikir við tónlist. Kvað Guðmundur söngkenn- urum vera úthlutaður einn tími í viku til kennslu í barnaskólun- um og væri lítið hægt að gera á þessum eina tíma og kennslan þvi til þessa mest megnis verið miðuð við nótnakennslu og fræðilega hlið söngsins. Kvað hann vera skort á söngkennur- um þar sem söngkennslan þætti vera erfiðari en önnur kennsla og fáir útskrifuðust frá söng- kennaradeild Tónlistarskólans. Sagðist hann vona að hægt yrði að fjölga kennslutímum í söng í tvo tíma á viku í framtíðinni og nægilegt framboö yrði af menntuðu fólki, sem vildi taka söngkennslu að sér. Froskittenn Óðins nðstoða G. 0. Sars ■ Varðskipiö Óöinn aöstoöaöi í gær norska rannsóknarskipið G. O. Sars, sem statt var noröur við Bjarnarey. Skipið stundar rannsókn ir með flotvörpu og hafði varpan flækzt í skrúfu þess. — Froskmenn af Óöni losuðu vörpuna úr skrúfu norska skipsins. Var því verki lok- ið um kiukkan hálf eitt í gærdag. G. O. Sars hafði þá rekið vélarvana mestaila nóttina. Óöinn fór aftur í átt til síidar- flotans í gær, þar sem skipiö er til aðstoöar íslenzkum skipum. Óð- inn er sem kunnugt er nýkominn á síldarmiHin. FELAGSLIF Ferðafélag íslands ráðgerir tvær 1 y2 dags ferðir um næstu helgi, nú eru haustlitirnir komnir. Þórsmörk Hlöðuveliir. Lagt af stað kl. 2 á laugardag frá Umferðarmiðstöðinni við Hring- braut. — Upplýsingar í skrifstofu félagsins, símar 11798 og '9533. AUGLÝSING Athygli innflytjenda, er höfðu afhent toll- skjöl til tollmeðferðar fyrir 3. september 1968, er vakin á því, að hinn 9. september 1968 er síðasti dagur, sem unnt er að afgreiða vörur án greiðslu innflutningsgjalds samkvæmt lög- um nr. 68/1968. Fjármálaráðuneytið 5. sept. 1968. Forsetahjónin heimsækja sýningu húsgagnaarkitekta Föstudaginn 6. september heim- sóttu forseti íslands, Kristján Eldjárn, og frú Halldóra Eld- jám sýningu Húsgagnaarki- tektafélags íslands. Á meöfylgj- andi mynd sjást húsgagnaarki- tektar sýna þeim húsgögnin á sýningunni. Sýningunni lýkur á sunnudagskvöld. Hún hefur ver- ið mjög vel sótt. AUGLÝSING um innheimtu gjalds á útgjöld til ferðalaga erlendis. Samkvæmt heimild í 5. gr. bráðabirgðalaga nr. 68 frá 3. september 1968 um innflutnings- gjald o. fl. og í framhaldi af bréfi viðskipta- ráðuneytisins til gjaldeyrisbankanna dags. 3. september 1968 setur ráðuneytið hér með svofelldar reglur um tilhögun og inn- heimtu gjalds á útgjöld til ferðalaga erlendis. 1. gr. Frá og með 4. september 1968 skulu gjaldeyr- isbankarnir og umboðsmenn þeirra innheimta fyrir hönd ríkissjóðs 20% gjald af andvirði alls selds gjaldeyris til hvers konar ferðalaga í einka- og opinberum erindum svo og í við- skiptaerindum. Skal gjaldið innt af hendi um leið og sala gjaldeyrisins fer fram. 2. gr. Gjaldeyrisdeild bankanna á vegum Lands- banka íslands og Útvegsbanka íslands hefur umsjón með innheimtu og skilum til ríkis- sjóðs á andvirði gjaldsins skv. 1. gr. Viðskiptamálaráðuneytið, 6. september 1968 Gylfi Þ. Gíslason (sign) /Ejörgvin Guðmundsson (sign) Hjálmar, Iízt þér ekki vel á nýju kápuna mína. Jú. Ég hélt að þér myndi líka hún og lét þess vegna skrifa hana hjá þér. HIISMET; Lengsta stríð sem staðið hefur yfir af óteljandi sem mannkynið hefur þurft að ,fða var „hundrað ára stríðið“ sem var á milli Eng- lendinga og Frakka og hófst árið 1338 og stóð til ársins 1453 (115 ár). Surprise — m-> i6. síöu. Um fjöruna f gær var gert ráð fyrir að farið yrði um borð í skip- ið og athugaö hvort skemmdir heflV'j orðið á því. Ef það reyn^st heilt verður biörgunarstarfinu haldið á- fram og reynt að koma taug á milli viö fyrsta tækifæri. Er álitið að þá yrði auðvelt að draga skipið út um háflæði. Arekstur — m—> i -iiðu manninn til blóðrannsóknar, en niðurstöður hennar liggja ekki fyrir enn. Á leiðinni í fangageymslur lög reglunnar að lokinni blóörann- sókninni skerptist allt f einu minni ökumannsins, sem þá rám aði í að hafa setið aö drykkju kvöldið áður og vaknað með eftirköstum um morguninn, sem leiddi til bess að hann hafði fengið sér einn gráan til hress- ingaf. Síðan var liðinn langur tími, því áreksturinn varð um kl. 3 í gærdag. Ekki bar ökumönnum saman um öll atvik. Sá, sem blöðruna blés, taldi, aö sendibíllinn hefði verið á allt of miklum hraöa. Hefði hann ekki meö nok>““- móti getað komið i veg fyts? áreksturinn.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.