Vísir - 11.09.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 11.09.1968, Blaðsíða 2
2 VÍSIR . Miðvikudagur 11. september 1968. 92 tóku jbátt í námskeiði sænsku íþrótta- kennaranna Með samþykki menntamálaráðu- i neytisins gekkst íþróttakennara- skóli íslands dagana 26. ágúst til 30. ágúst 'fyrir námskeiði íþrótta- , kennara. Námskeiðið var haldið í Reykja vík í húsakynnum bama- og gagn- fræðaskóla Austurbæjar. Námskeiðið sóttu alls 92 kenn- arar en 81 mætti 1 allar kennslu- stundir. Aðalkennarar voru frá íþrótta- kennaraskólum Svíþjóðar í Stokk- hólmi og Örebro. Þau Ulla-Britt Agren og Andres Erikssen. Einnig kenndi Vignir Andrésson en fyrirlestra fluttu Stefán Her- mannsson, verkfræðingur um ný efni í slitlög á íþróttasvæöi og Her- mann Sigtryggsson iþrótta og æsku iiðsfulltrúi Akureyrar um iþrótta- kennarann og æskulýðsstörf. Þor- steinn Einarsson iþróttafulltrúi rík isins leiðbeindi um iþróttamann- virkjagerð. Á námskeiðinu voru sýndar kennslumyndir um íþróttir. 1 sambandi við námskeiðið var haldinn aðalfundur Iþróttakennara- félags Islands. Jónína Tryggvadótt- j ir lét af formennsku en við tók Guðmundur Þórarinsson. Stjórnendur námskeiðsins voru Ámi Guðmundson skólastjóri í- þróttakennaraskóla Islands og í- þróttafulltrúi ríkisins Þorsteinn Einarsson. STÚKUMIÐARNIR SELDUST UPP Á ORSKOMMUM TIMA ~ • Ekki er ólíklegt að í dag, viku áöur en Benfica leikur hér hafi um 3000 aðgöngumiðar aö leiknum selzt Er þetta ótrúleg fyrirframsala, sem hér hefur átt sér stað, en miðar hafa veriö seldir úti á landi og í gær var byrjað viö Utvegsbankann. • Myndin segir annars alla söguna frá bankasölunni. Þar seldust upp á örskömmum tíma allir miöar, sem eftir voru i stúku og voru menn þar mættir í langa biðröð strax fyrir klukk an eitt í gær, sumir langt að komnir. Tekiö var upp þaö ráð að skammta miða og mátti hver einstakur ekki fá nema 5 miða. • Margt bendir nú enn frek- ar en fyrr á að hér verði um algjöra metaðsókn að ræöa, þótt komlð verði langt fram í sept- ember og sumir tala jafnvel um að uppselt verði á Laugardals- völlinn. Hámarksf jöldi á leik þar er um 15 þús. manns, — fleiri verða ekki rúmaöir þannig að • Fólk virðist yfirleitt ákveðiö í aö sjá Benfica-snillingana f leiknum hér, hvemig svo sem veður verður og því er kappið í fyrirframsölunni mikiö, enda má alveg reikna með því að erf- itt verði aö standa i langri bið- röð á síðustu stundu inni í Laug ardal, þegar Ieikurinn er að hefj- ast n.k. miövlkudag kl. 18.15. Þama eru nokkrir kappar, sem voru með í meistarakeppninni í Golfklúbbi Ness. Frá vinstri: Þor- bjöm Kjaerbo, Golfkl. Suðumesja, Einar Guðnason, Golfkl. Rvíkur, sem sigraði f keppninni, Atli Aðalsteinsson, Golfkl. Vestm., Gunnar Sólnes, Golfki. Akureyrar, Pétur Björnsson, Golfkl. Ness, og Jón Þorsteins"on, Golfkl. Suðurnesja. ÞOTUKEPPNI í GOLFI CHELSEA VANN COVENTRY 1:0 • I gærkvöldi vann Chelsea Cov- ^ Burnley — Grimsby 6:0 entry með 1:0 á heimavelli Cov- Swindon — Bradford 4:3 entry. Leikur þessi var liður í 1. 1 Swansea — Walsall 3:2 eftir fram- deildarkeppninni. I 3. deild vann lengingu. Northampton Watford með 2:0 og í Þessum þrem leikjum lyktaði með 2. umferð League Cup urðu úrslit jafntefli í leikjunum á laugardaginn þessi: ^og voru nú endurteknir. Nýtt norskt met í lyftingum • Um næstu helgi hefst ný golf keppni, Þotukeppni Flugfélagsins heitir hún og mun heita í framtíð- inni því að Golfklúbburinn Keilir á Hvaleyrarholti hefur í hyggju að gera þessa keppni að árvissum at- burði f félagsstarfinu næstu árin. Hér er um að ræða opið mót og veröur keppt með og án forgjafar. Keppnin er því j :ss eðlis að búast má við mikilli og góðri þátttöku fé- laga úr öðrum golfklúbbum. Keppt er um fallega gripi, sem Flugfélag ísiands hefur gefið. Á laugardag veröa 18 holur leiknar og á sunnudag aðrar 18. I fram- tíðinni á þetta þó að veröa 72 holu keppni. Ekki sakar að geta þess að golfvöllur þeirra í Keili er mjög skemmtilegur um þessar mundir og í allra bezta ástandi. Eivind Rekustad hefur sett norskt met í lyftingum. Hann lyfti saman- lagt 490 kg. í þungavigt á alþjóð- legu móti í Gautaborg um síðustu helgi, þrátt fyrir mikinn hita. Ove Johanson vann keppnina með 517.5 kg. Annar Norðmaður, Leif Jensen, setti landsmet i jafnhöttun, lyfti 120.5 kg. I aukatilraun tókst Ove Johansson að ná 192.5 kg. i pressu i þungavigt, og er það Norðurlanda- met. —:mn?aaaa^

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.