Vísir - 11.09.1968, Blaðsíða 10

Vísir - 11.09.1968, Blaðsíða 10
V1S x R . Miövikudagur 11. september 1968. 10 Bjargað eftir 14 tíma hrakaiaga ■ Við vorum á leið út í Þverál og rétt komnJr þangað, þegar ógurlegur hnykkur kom á bátinn. Ég veit ekki af hverju hann stafaði. Líklega höfum við rekizt á trjádrumb, rótarhnyðju eða annað rekald. — Óstöðvandi leki kom að bátniim. Hann fyllti á skammri stund. Við blésum strax upp gúmbátinn til þess að hafa hann tilbúinn. Þannig sagöi Indriði Hjalta- son formaöur á Farsæli frá Skagaströnd frá upphafi 14 tíma hrakninga í sjógangi og myrkri aðfaranótt mánudagsins, þegar Vlsir náði tali af honum í morg- un. Indriði fór í róður á Farsæli um fimm tonna trillu frá Skaga strönd klukkan fimm á mánu- dag með honum var einn há- seti, fimmtán ára piltur, Vigfús SKIPAFRÉTTIR Elvan. Báturinn sökk undan þeim klukkan um hálf ellefu um kvöldið og hrakti þá sföan um úti fyrir Skaga í fulla þrettán til fjórtán tíma. Það var NA gjóla og gúmbát- urinn fylltist strax af sjó. Við reyndum að damla honum upp undir land, en í honum voru lít- il árablöð. — Við urðum strax holdvotir af ágjöfunum. Þar að auki byrjaði að :igna.' Við sáum eltt skip djúpt út frá okkUr og reyndum að gera því viðvart með rakettum og öll um tiltækum ráðum, en bað sá okkur enginn um borð. Lengst af sáum ”ið til lands, meðan nóttin var túnglskinsbjört. En síðan færðust skýjabólstrar yfir og við töpuðum landsýn, þegar á nóttina Ieið. Um morguninn fengum við svo aftur landsýn og þá vorum við út af Skalla. Það bjárgaöi okkur, að aðfall var og bar okk- ur því að landi. Við reyndum að dóla upp undir og vorum komnir upp undir Ós við Kálfs- hamarsvík, þegar til okkar sást og við vorum sóttir á hraðbát. Hlýjasfi sepfemberdag ur svo árum skipfi í gær — næst hlýjasti dagur sumarsins 8-15% — 3>))) -- I siöu væri erlent hráefni. Tillaga frá veröiagsstjóra var samþykkt, þar sem ákveðið var, að að þvl er smá- söluverð varðar, tækju hinar nýju álagningarreglur ekki gildi, fyrr en verzlanimar fengju vörur ' hækk- uðu heildsöluverði vegna bráða- birgðalaganna. Hlaut tillagan 5 at- kvæði fulltrúa launþega og odda- manns gegn 4 atkvæðum atvinnu- rekenda. Samþykkt var með 5 atkvæðum atvinnurekenda og oddamanns gegn 4 atkvæðum launþega, að nýju regl- urnar giltu aðeins jafn lengi og hráðabirgðalögin. Sem dæmi um álagpingu á ýmsar vörur má nefna sykur. Þar verður heildsöluálagningin 6,5% I stað 7 og smásöluálagning 22% í stað 24. Svipað gildir um aðrar vörur. Hækk un á verði verður mest á lágtolla- vörum, svo sem matvörum, eða allt að 15 af hundraði, en minna á vör- um, sem bera háa tolla. M.s. Blikur I fer austur um land I hring- ferð 16. þ.m. Vörumóttaka briðjudag, miðvikudag og 'immtudag til Hornafjarðar, Breiödalsvíkur, Stöðvarfjarðar, Fáskrúðsfjarðar, Reyöarfjaröar, "skifjarðar, Norðfjarðar, Mjóa- ‘jarðar, Seyöisfjarðar, Borgar- 'jarðar, Vopnafjarðar, Bakka- 'jarðar, Þórshafnar, Raufarhafn- ar, Kópaskers, Húsavíkur, Akur- evrir, Siglufjarðar, Norðurfjarð- ar, ísafjarðar, Bolungavíkur, Súgandafjarðar, Flateyrar, Þing- eyrar, Bíldudals, Tálknafjarðar og Patreksfjarðar. • Hlýjasti septemberdagur svo ár um skiptir var I Reykjavík I gær og jafnframt næsthlýjasti dagur sumarsins. Mæidist hitinn 18.5 stig I Reykjavík en á Þingvölium varð hann hæstur yfir landið og mældist þar 20 stig. Samkvæmt upplýsing- um Veðurstofunnar stafar hlýviðrið af austanátt, sem berst hingað alla leið frá Bretiandseyjum og megin iandi Evrópu. Veldur þetta hlýja FÉLAGSLÍF Ferðafélag íslands ráögerir ferðir um næstu helgi. Á föstudagskvöld: Ferð á Kraka- tind og I Hvanngil. Á laugardagsmorgun: Haustlita- ferð I Veiðivötn. Á laugardag kl. 2 Þórsmerkur- ferð. 1 Á laugardag klf 2 Landmanna- laugar. Upplýsingar I skrifstofu félagsins simar 11798 og 19533. ÓSKAST Á LELGU 3ja herbergja íbúð óskast 1.—15. október. Upplýsingar í slma 33025. loft þoku á Austfjörðum, en hlýind um hér sunnanlands. • Á þessari öld hefur einu sinni áður mæizt meiri hiti í september. Var það árið 1939 en þá komst hit- inn upp I 20.1 stig þann 23. sept. 17.3 stiga hiti mældist I Reykjavík I september árin 1934 og 1936. Hæstur hiti í Reykjavík á þessu sumri mældist f júlí 18.6 stig eöa 0.1 stigi hærra en I gær. í morgun var 14 stiga hiti í Reykjavík kl. 9 og er búizt viö nókkuö svipuðu veöri hér í dag og í gær. París: Það hefir komiö mjög ó- vænt að mennta- og listaráðherra Frakklands André Malraux hefir vikið frá starfi leikstjóranum og leikaranum Jean Louis Barrault viö Odeon-leikhúsið. sem er þjóðnýtt. Hann hefir veriö leikhússtjóri þar I 9 ár. Þegar stúdentar lögðu undir sig leikhúsiö I óeirðunum 17. maí, með mikium gauragangi, er sagt aö Barfault hafi hrópað: „Jean Louis Barrault er ekki lengur leikhús- stjóri i þessu leikhúsi — Barrault er dauður". 1 uppsagnarbréfinu segir, að honum hafi verið vikið frá vegna vmissa ummæla hans. Annar bilðinn fannsf þar sem hinum hafði verið stolið Lögreglan vinnur að rannsókn tveggja bílþjófnaða, sem framdir voru I fyrrinótt I Kópavogi og Reykjavík og virðast I, tengslum hvor viö annan. Var öðrum bílnum stolið af Álfhólsvegi I Kópavogi ein hvern tíma um nóttina, en hann fannst svo vestur á Ægisgranda. Hins vegar var hinum bílnum stol- ið áf Vesturgötu um nóttina, en hann fannst svo um morguninn I Kópavogi á Álfhólsvegi I nágrenni | þess staðar. sem fyrri bílnum hafði ! verið stolið af. Hefur vaknað sá ! grunur, að þama hafi veriö á ferð- inni einn og sami þjófurinn, sem hefur ekki viljað nota sama öku- tækið báðar leiðir fram og til baka I Kópavog. Björn Jónsson _ m—> t. síöu hugleitt alla stöðu Alþýöubanda lagsins og þar á meðal síðustu atburði. Ljóst er að Alþýðu- bandalagið stendur nú á algjör- um tímamótum. Þarna er hins vegar ekki um einkamál mitt að ræða og hlýt ég þvf aö hafa samráð við samstarfsmenn mína Jm land allt og stuðningsmenn I kjördæmi mínu áöur en ég gef yfirlýsingu um það. Það sama gildir um, hvort ég muni sækja landsfund Alþýðubandalagsins nú I haust cða ekki. Teljið þér að þessir síðustu atburðir geti orðið undanfari stofnunar nýs stjórnmálaflokks? — Ég tel það fullkomlega hugsanlegt. Hafið þið undirbúið fund með Iýðræðissinnum innan Alþýðu- bandalagsins? — Ég hef fregnað að þeim til- mælum hafi verið beint til mín, Hannibals Valdimarssonar og fleiri, að við stæðum fyrir slík- um fundi. Ég te' sjálfsagt, að þeir 1 Alþýðubandalaginu, sem ekki eru I Sósíalistaflokknum og ekki þurfa að hlfta þar flokks- legum aga, ræði 'málin, sagði Björn að lokum. Útför ÞORBJÖRNS GEORGS GUNNARSSONAR (GÍÓS) veröur gerð frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 12: þ. m. M. 10.30 f. h. Fyrir hönd fjarstaddra ættingj Brandur Brynjólfsson. Þvottavél til sölu til sölu, mjög vel meö farin Hoover Matic-þvottavél. Upplýsingar í síma 83728. Rakari dæntdur — -> 16. slðu. kaup okkar. Lögð voru fram I mál- inu ýtarleg sönnunargögn fyrir þvl, að hárskerastofur, sem hafa venju- legt og óaðfinnanlegt rekstrarform, gefa svo Iftið í aðra hönd, að næst- um mun vera einsdæmi nú á dög- um. Skv. framlögðum rekstrarreikn- ingum kom I ljós að árslaun rakara voru eigi hærri en kr. 128.967.00 og þó er innifalið I þessum launum eigendanna vextir af ei?:n framlags fé, sem I þessu tilfelli var talið nema tæplega 53 þúsund krónum á hvorn. Skv. þessu skulu ákvarðanir verðlagsnefndar vera rökstuddar, ef á reynir. Ákvarðanir, sem brjóta I bág við fyrrnefnt lagaákvæði. eins og við rakarar teljum að hér hafi átt sér stað, ættu að vera að engu hafandi.“ Grikkland — Ib slöu stuðla að þvf hjá alþjóðastofnun- um, ríkisstjórn og Alþingi að mál- staður lýðrcjðis I Grikklandi sé I heiðri hafður. Hreyfingin er óháð stjórnmála- flokkum, en að henni standa með- al annars unghreyfingar allra fjög- urra stjómmálaflokkanna, öll stjóm málafélög stúdenta, Alþýöusam- bandið og Stúdentafélag Háskólans. Auk þess ritstjórar og blaðamenn frá öllum dagblöðunum, og fleiri. Aðild er öllum heimil, sem berjast vilja fyrir stefnu sa 'takanna. Sigurður A. Magnússon, ritstjóri, er aðalhvatamaður um stofnunina, en hann er þaulkunnugur málum Grikkja. Svipaðar hreyfingar munu starfa I öllum rfkjum Vestur-Evr- ópu, nema Spáni og Portúgal. Sænska hreyfingin er öflugust, og mun hin fslenzka leita fordæma þangað. I ráði er að bjóða hingað ein- hverjum af forystumönnum lýð- ræöissinna f Grikklandi. Kemur þá helzt til greina hinn þekkti Andreas Papandreou. sonur fyrrum forsætis- ráðherra. Hann er nú landflótta. Má vera, að hann haldi hér fyrir- lestra. BORGIN BELLA „Hvað segirðu?! Sagðist hann ekkert vera hissa á því, — að það væri mánudagur??!“ VEÐRIÐ I DAG Austan gola. Skýjað að mestu. Hiti 13—16 stig. Knattspyrnuhorn íslands. Fram ^og Valur keppa í kvöld kl. ly^. Komið þótt síöar sé. Mestuf spenningurinn síðast. TILKYNNINGAR Hvaö ungur nemur — gamall temur. Foreldrar, sýnið bömum yðar fagurt fordæmi í umgengni. Kvenfélagskonur Laugarnessókn- ar. Muniö saumafundinn f kirkju kjallaranum fimmtudaginn 12. sept. kl. 8.30. Bókasafn Sálarrannsóknafé- lags sl ndr og afgreiðsla tfma- ritsins Morguns. Garðastræti 8. símí 18130 er opin á miðvikudags kvöldum kl. 5.30 tíl 7 e.h. Skrit stofa félagsins er opin á sama tfma.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.