Vísir - 11.09.1968, Blaðsíða 4

Vísir - 11.09.1968, Blaðsíða 4
GÆZLUMENN ELTA ONNU BRETA- PRINSESSU Á DANSLEIKI Hinn 15. ágúst varð Anna Breta prinsessa átján ára. Hún segir skilið við bernsku sína, og skóla- dagamir eru liðnir. Hrffandi full- orðinsár blasa við henni. Þó fer hún á mis við mikil- vægt frelsi, sem annað æskufólk á hennar aldri mun brátt öðlast. Gert er ráð fyrir, að brezka þing- ið muni samþykkja ný lög, sem lækka lágmarks giftingaraldur úr tuttugu og einu niður í átján ár. Þessi réttindi getur Anna ekki er þeir tóku Berlín. Daginn eftir sjálfsmorð foringjans -éðust rúss- neskir hermenn inn í jarðhýsið til að finna lík hans. Klimenko, yfir- liðsforingi, stjómaði sveitinni. iÞað rigndi, og hætt var við að ryðjast gegnum rústirnar. Ekki alllangt frá innganginum fundust lík karls og konu. Lík áróðurs- ráðherra Hitlers, Joseph Goebb- els, þekktist á staurfætinum. Lík konu hans mátti kenna á flokks- merki úr gulli og vindlingahylki Hitler dó ekki hetjudauba: Tók eitur en skaut sig ekki Adolf Hitler var ekki maður til að standa við orð sín, er hann svipti sig lífi í foringjajarðhýs- inu víð Wilhelmstræti í Berlín hinn 30. apríl 1945. í erfðaskrá sinni,- ritaðri stuttu fyrir sjálfs- morðið, lagði hann þunga áherzlu á heiðursreglur þýzka hersins. Þar er mönrrum falið að sigra, ellegar deyja með vopn í hendi. Foringi þriöja ríkisins dó ekki hetjudauða. Hann tók eitur. Frá þessu er skýrt í nýútkominni rúss neskri bók, er sagnfræöingurinn og blaðamaðurinn Lev Alexandro- vitj Besymenskij hefur ritað. Bók in er byggð á rússneskum skjöl- um, er hingað til hefur verið hald ið leyndum, meðal annars skýrslu um krufningu líks Hitlers, illa brennds en þó vel þekkjanlegs. Rússneskir læknar krufu líkið. Þessi uppljóstrun Sovétmanna gengur af goðsögninni um fráfall Hitlers dauðri. Fjöldi viður- um byssuskotið, sem talið var hafa gert út um örlög hans milli klukkan 15 og 15.30. Hitler var sagður hafa legið á legubekk og skotið sig í munninn. Líkleifamar fundust þó ekki. Menn sögðu, að legubekkurinn hefði verið alblóð- ugur. Rússar hertóku kanzlarahöljina, einnig úr gulli og merktu Magda Goebbels. Það var ekki fyrr en þrem dög um síðar, að Rússarnir fundu lík Hitlers og Evu Braun. Varðliðsfor- inginn Alexej Panassov og ó- breyttur hermaður Ivan Tsurakov urðu að fjarlægja haug múrsteina og brenndra bjálka til að komast að líkunum. Panassov skýrði leyni þjónustunni Smersh svo frá: „Lík- :in voru svo illa brennd, að ó- kleift var að þekkja þau þegar í ;stað.“ Þau voru flutt til aðalstööva leyniþjónustunnar og krufin undir stjóm dr. Sjkaravskijs. Hann bar kennsl á Hitler vegna tanngarðs- ins. í munninum fannst hylki eitt, Juggið í smátt. Hins vegar voru ekki á líkinu nein merki skotsára, hvorki á enni né í munni. Gler- brotunum var safnað og þau send til rannsóknar. 1 ljós kom, að Hitl er hafði tekið inn cyankalium. Að lokinni nákvæmri krufningu brenndu Rússar leifarnar af líki foringjans og dreifðu öskunni í vindinn. Samdægurs og Hitler tók eit- ur, hafði eftirmaður hans, Dönitz, tilkynnt öllum Þjóðverjum, að „Adolf Hitler hefði fallið sem hetja í baráttunni við bolsévika." tileinkað sér. Hún má ekki gift- ast án leyfis drottningar. Anna hefur ekki verið „bendluð" við neinn sérstakan ,jrylgdarmann“ að svo stöddu. Húa hefur aldrei farið út algjörlega ein með vini. Þótt henni sé Ieyft aö taka þátt í samkvæmum, dansa, eöa fara á sýningar og í kvikmyndahús að vild, þá hefur það venjulegast veriö í samfylgd fjögurra til sex ungra pilta og stúlkna á svipuð- um aldri og hún er. Ekki kemur til greina, að ungur piltur sæki hana heim í höllina og aki henni heim aö lokinni skemmtun. I þess stað ekur einka bflstjóri Önnu jafnan 1 bifreið drottningarinnar til danshússins, og þar hittir hún förunaut sinn. Þá verða þau einnig að kveðjast fyrir allra augum, og hún ekur heim meö bílstjóranum, ein. Tvær undantekningar hafa ver- ið frá þessari gullvægu reglu. Ann ar pilturinn var Norton Knatch- bull, sonur baróns nokkurs, og hinn var Guy Nevill, sonur lá- varðar. Guy þessi mátti spyrja eftir Önnu í höllinni, en leyni- lögreglumaður frá hirðinni tók sér sæti í baksæti bifreiöarinnar. Síðan óku þau til virðulegs veit- ingahúss við Konungsveg í Chelsea. Anna og Guy snæddu kvöldverð við kertaljós og gæddu sér á kjúklingi og rjómaís ásamt einu glasi af kampavíni hvort. Leynilögreglumaðurinn settist við næsta borö. Hann sást einnig í bifreiðinni, þegar þau óku heim- leiðis til Buckinghamhallarinnar. Anna er í mestu vandræðum með að stýra milli eðlilegrar skemmtunar ungrar stúlku og viröuleika konungborinnar stúlku. Það gerðist kvöld eitt, að hún skemmti sér vel. Þetta var einkasamkvæmi. Dansherra henn ar vildi gjarnan kynna hana fyrir vini sínum einum. Hann sagði: „Þetta er ...“, hætti svo i miðjum klíðum, brosti og bætti við: „Mér þykir leitt. Ég tók ekki eftir nafni þínu.“ Anna tók þessa gaman- semi óstinnt upp, eins og langa- langalangamma hennar, Viktor- ía drottning, hefði gert í hennar sporum. „Þetta er ekkert fyndið,“ sagði prinsessan. í annað sinn spurði Anna einn dansféiaga sinn, hvort hann væri hræddur við hana, þar sem hann hélt henni ekki nógu þétt að sér í dansinum. Þannig er Anna Bretaprinsessa í stöðugri baráttu við tilfinningar sínar og skyldur sem meðlimur drottningarfjölskyldunnar. Anna, 18 ára í viðhafnarbúningi. Raunar nokkuð ólík sjálfri sér. Skattamál Skattamál Sementsverksmiðju ríkisins þar sem ákvarðaður er að nýju skattu. 42 aðlla, vekur að vonum nokkra athygli, þVí opinber fyrlrtæki hafa ekki fyrr lent i hliðstæðri aðstöðu. Hins vegar er vitað, að mörg fyrir- tæki voru i vandræðum á und- anförnum árum i kapphlaupinu um vinnukraft á ýmsum sviðum. Nauðsynlegir starfsmenn settu það að skilyrði, að svo og svo mikið af vinnu þeirra væri und- anþegið uppgjöri til skatts. Mikil vöntun á vinnuafli varð til þess, að stjórnendur margra fyrir- tækja féllu í þessa freistni til að standast í samkeppninni. Þetta er kunnara en frá þurfi að segja, enda telur almennings álitið, að Sementsverksmiðjan sé ekki ein á báti, ef betur væri að gáð. Hitt þóttu mikil tíðindi, að opinbert fyrirtæki skyldl lenda í vandræðum vegna þessa. Slíkt gera hreint fyrir sínum dyr- um. Almenningi finnst að hin svo- fasteignasala og þekktustu lög- fræðinga, sem taka á mótioffjár fyrir til dæmis innheimtur sínar, þykir undrunarefni á borð við það, að fasteignaskrifstofurnar eða lögfræöingar borgarinnar þyrftu allt í einu að borga við- bótarskatt vegna þess að yfir- sézt hefði að telja fram ýmsar greiðslur. En þessir aðilar hafa á undanförnum árum, góðærum, oft haft ailgóðar fúlgur. Hins vegar hefur aldrei frétzt um, að þessir aðiiar hafi þurft að kailaöa skattalögregla hafi aðal- lega verið að eltast við smærri aðila, en þeir með breiðari bök- in hafi sloppiö við ónæðið. Hitt mundi vafalaust auka á virðingu skattalögreglunnar gagnvart al- menningi, ef hún, auk bess að gefa opinberum fyrirtæklum auk ið aðhald, tæki upp á því aö hnýsast í fiárreiður hclztu fé- sýslymanna, eins og stærstu sem þeir sumir hverjir leggja litla vinnu i. Það er nú kvartaö um að at- vinnuvegirnir séu £ kröggum, en hvaö skyldu hinir illa stöddu sjávarútvegsmenn greiða stórar fúlgur til lögmanna vegna van- skila, en þær innheimtur veröa þeir að greiða, hvað svo sem þeir eru illa staddir. Hins vegar greiða margir lögmenn litla skatta og gjöld, þannig að halda má, að beir rétt tóri. Það er eðlilegt, að almenningur tor- tryggi f járreiður þessara manna, og trúi því vart öðru en að þeir hafi drjúgar tekjur. Margir fasteignasalar hafa til dæmis 2% af sölu fasteigna, hvort sem þær eru stórar eða litlar. Koma öfl þessi sölulaun til skattaupp- gjörs? Meinið er, að lögmenn og fast- eignasalar þrífast í öfugu hlut- falli við atvinnuvegina, vegna eignaskipta og innheimta á van- skilaskuldum. Það þættu fróðleg ar upplýsingar, hvort það hafi nokkurn tíma verið kannað ofan í kjölinn, að skrifstofur lögfræð- inga og fasteignasala þoli athug- un skattalögreglunnar. Þrándur í Götu. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.