Vísir - 13.09.1968, Side 2

Vísir - 13.09.1968, Side 2
 :........................................... ■■■• : ■ "-:'j iMáai V í SIR . Föstudagur 13. september 1968. Myndin er af hinu efnilega liði Víkings í 4. flokki, þeir urðu Reykjavíkur- og Islandsmeistarar og nægir jafntefli gegn Þrðtti í haustmóti til að vinna öil mót sumarsins. Til þessa hafa þeir skorað 78 mörk gegn 15 (frá vinstri) Björgvin Óskar Bjamason þjðlfari, Jón Dagsson, Björn Guðmundsson, Gunnar Kristjáns- son, Stefán Halldórsson, Gunnlaugur Kristfinnsson, Bjarni Árnason, Haukur Stefánsson, Vilmundur Vilmundarson, Guðmundur Magnússon, Adolph Guð- mundsson, Hannes Sigurðsson, Ragnar Guðmundsson, Viðar Mattiasson, Kort Sævar Ásgeirsson þjálfari og Anton Kærnested formaður knattspyrnudeildar Víkings. Á myndina vantar Ólaf Jónsson og Björgvin Björgvinsson. Þeir eru ekki vanir að tapa ggggp nn ■ Strákamlr f 4. flokki Vik ings em ekki vanir þvf aö tapa leik. Þegar þeir voru f 5. fl. f hitteðfyrra tapaði liðið engum leik en gerði tvö jafn- tefli. 1 sumar hefur sama sag- an endurtekið sig, og á laugar daginn vinna þeir lfklega 3. mótið f 4. flokki, þeir eru bún ir að vinna Reykjavfkur- og Verðlaunagripir þeir sem Víkingar hafa unnið í Reykjavfkur- og Islandsmótinu. íslandsmótið og nú bíður bik- arinn í haustmótinu og verður 6. bikarinn f safnið eftir sum arið hjá félaginu. Helming- inn af blkumnum færir 4. flokkur. Við heimsóttum þá í gær- kvöldi strákana. Óskar þjálf- ari, einn af knattspyrnumönn- unum í eldri flokkunum, gekk röggsamlega til verks. Strákarn ir fengu að puða. Flautan gekk í sífellu. Pað var ákefð og á- hugi í hverju andliti. í sumar hefur 4. flokkur Vík ins skorað 78 mörk, en fengið á sig 15. Markakóngamir þeirra eru Gunnar Kristjánsson, sem hefur skoráð 33 mörk og Stef- án Halldórsson með 27 mörk. Satt að segja er ekki ólíklegt að þessir tveir hafi skorað fleiri mörk í sumar en nokkrir aðrir knattspymumenn hér á landi. 140 með í Unglingameist- aramótinu í sundi i Gunnar og Stefán markakóngar sumarsins með samtals 60 mörk, þess skal getið að meirihluti liðsins hefur tekið bronz- merkið í knattþrautum KSÍ. Pósthólf Vals oft fullt: Naestu helgi 14. og 15. septem ber fer fram i Reykjavík Ungl- ingasundmeistaramót íslands 1968 og er þetta í 6. sinn, sem mótið er haldið. Þátttaka er mjög góð eða um 140 unglingar frá 11 félögum og héraðssamböndum. Meðal þátttakenda er margt af okkar bezta sundfólki og mætti þar fyrst nefna Ellen Ingvadóttur, sem er ein af b'itttakendum íslands á Olympíuleikunum í Mexíkó, þá má nefna Guðmundu Guðmunds- dóttur, Sigrúnu Siggeirsdóttur, Finn Garðarsson, Guðjón Guð- mundsson Ólaf Einarsson, sem öll kepptu á alþjóðlegum mótum fyrir ísland sl. sumar. Stúlkurnar, sem nefndar voru eiga allar ís- landsmet í ýmsum greinum. Mótið er líka stigakeppni á milli félaga, undanfarin 2 ár hefur Æg- ir sigrað og vinnur til eignar bikar gefinn af Albert Guðmundssyni, ef þeir vinna aftur I ár, en bæði K.R og H.S.K. hafa möguleika og full- an hug á að koma í veg fyrir sig- ur Ægis. Mótið veröur því mjög spertn- andi og má búast við góðum árangr | um og íslandsmetum hjá ungling- Sundþing 1968. Ársþing Sundsambands Islands verður haldið að Hótel Loftleiðum „Snorrabúð" iaugardaginn 14. sept. og hefst kl. 13,30. stundvislega. Dagskrá þingsins er samkvæm* lögum S.S.t. Þjálfarafundur: I Stjórn S.S.I, hefur ákveðið aö gangast fyrir fundi sundþjálfara í sambandi viö unglingameistaramót íslands. hinn 15. sept. n.k. Rætt verður um sundþjálfun og stofnun félags fyrir sundþjálfara. Fundar staður og tími, verður tilkynnt á unglingameistaramótinu. Margir hvetja Val til dáða í leiknum gegn SENFICA! ■ Jón Kristjánsson, gjaldkeri Vals hefur nóg aö starfa þessa dagana eftir aö vinnudegi lýkur. Þá byrjar hann á að taka upp bréfin, sem Val hafa borizt í pósthólfið, — þeir enu nefnilega margir sem skrifa félaginu þessa dagana vegna þátttökunnar í Evrópubikarnum. Iri einn skrifar og hvetur fé- lagiö t.d. til dáða, segir að ekk- ert sé að óttast. írar hafi staðið í sömu sporum í fyrra, allir voru smeykir um stórar tölur lítilmagn- ans gegn þessu heimsfræga liöi. En úrslit urðu þau aö f írlandi varð 1:1 en í Portúgal 0:0. Þar eð Benfica skoraði fleiri mörk á úti- velli en írska liðið á útivelli, komst liöiö áfram. Flestir, sem skrifa Val biðja um félagsmerkið. — og fá það ókeyp- is sent ásamt prentuöu bréfi frá i félaginu. Þá berast fjölmörg bréf frá fréttastofnunum, einkum tékk neskum, en segja má að Tékkar séu iðnastir við að skrifa Val, greinilegt er að beir hafa nú mik inn hug á að kynnum við hinn vestræna heim, þvi áður fyrr voru slík skrif ekki algeng. Nokkuð fækk aði bréfum á tímabili frá Tékkó- slóvakíu en nú eru þau farin að streyma inn aftur. Annars koma bréfin frá fjölmörgum löndum Evrópu og innihalda hinar ýmsu fyrirspumir um knattspymuna, hér, íþróttablöð, deildaskipting- una o. s. frv.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.