Vísir - 13.09.1968, Blaðsíða 6

Vísir - 13.09.1968, Blaðsíða 6
6 V1SIR . Föstudagur 13. september 1968. TÓNABÍÓ íslenzkur texti. Heimsfræg og snilldar vel gerö og leikin, ný amerísk-ensk stór mynd i litum og Panavision j Myndin er gerð eftir sannsögu legum atburöum. Charlton Heston Laurence Olivier Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuö börnum innan 16 ára. Elska skaltu náungann (Elsk din næste) Mjög vel gerð, n' lönslc gam- anmynd • litum. Myndin er gerö eftii sögu Willy Brein- hoits. I myndinni leika flestir snjöliustu leikarar Dana. Dircb Passer Christina Chollin Walter Giller Sýnd kl. 5.1S og 9. HASKOLABIO Bráöin (The naked prey) Sérkennileg og stórmerk amer- ísk mynd texin í Technicolor og Panavision. Framleiðandi og leikstjóri er Cornel Wilde Aðalhlutverk: Cornel Wilde. Gert Van Den Berg. Ker Gampu Islenzkur texti. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuö innan 16 ára. Síðasta sinn. BÆJARBÍÓ Onibaba Hin umdeilda japanska kvik- mynd eftir snillinginn Kaneto Shindo. Hrottaleg og hersögul á köflum. Ekki nema fyrir taugasterkt fólk. Enskur texti Sýnd kl. 9. Bönnuð börnum innan 16 ára. HAFNARBÍÓ Hillingar Sérstæð og spennandi saka- málamvnd með: Gregory Peck Islenzkur texti . Bönnuð innan 16 ára. Endursýnd kl. 5, 7 og 9. AUSTURBÆJARBÍÓ Stúlkan með regnhlifarnar Endursýnd kl. 9. Sverð Zorros Endursýnd kl. 5. un er víðtæk og gagnger Samkeppnin á hjólbarðamarkaðinum h'órö — og bilstjórarnir vandfýsnir Cérhver bílstjóri mundi að minnsta kosti hika viö aö aka bíl sínum um veg, sem stráður væri glerbrotum, randhvössum steinum og brotamálmi. Hjól- barðamir em ekki gefnir, og þótt það megi bjóöa þeim sitt af hverju nú orðið, þá em þvf takmörk sett. Það er einmitt í þeim tilgangi að vita hvar þau takmörk liggja, að hjólbarðaframleiöendur láta fara fram prófun á þoli og gæð- um framleiðslu sinnar við svip- aðar aöstæður og áður em nefnd ar. Og um leið er verið að prófa það hve mikið öryggi hjól barðarnir veita ökutækinu, og þá um leið bilstjóranum og far- þegunum. Óhætt er að fullyröa að enginn hluti bflsins verði fyr ir öðru eins hnjaski og áreynslu og einmitt hjólbarðinn, og enda þótt bílstjóri og farþegar — og vegfarendur — eigi að sjálf- sögðu mikið undir því að stýri og hemlar séu í fullkomnu lagi og vinni eins og til er ætlazt, þá er aldrei fullkomið öryggi að því nema hjólbaröamir séu líka í fullkomnu lagi. Og það eru ekki hvað sízt vegfarendur, sem það getur bitnað á, ef hjólbarðinn veitir ekki það viðnám í hemlun sem til er ætlazt, en ótölulegur hluti bílslysa stafar beinlínis af því, að hjólbarði brást á mikilli ferð... Það er því sízt að undra þótt bílstjórar velji þá hjólbaröa und- ir ökutæki sitt, sem vitað er að bezt hafa reynzt, bæði hvaö snertir venjulega endingu og ör- yggi við örðugar aðstæður. Þetta vita framleiöendurnir að sjálf- sögðu, og auövitað er samkeppn- in á hjólbarðamarkaðinum hörð, ekki slður en á bflamarkaðinum sjálfum, og fyrir því er hverjum framleiðanda það brýn nauðsyn, að hjólbarðar hans reynist að minnsta kosti ekki verr en aðr- Þannig er hjólbarðinn prófaður við ólíkustu ökuskiíyrðL ir. Fyrir það verður hann stöðugt aö prófa framleiðslu sína. í þeim tilgangi hefur veriö komið upp eins konar miðstöö fyrir hjólbarðaprófanir á Texas- eyðimörkinni í Bandaríkjunum. Þessi stofnun hefur lagt undir sig 7000 ekrur lands, og hefur yfir að ráöa 80 farþegabflum, vömbílum og dráttarvélum, sem aka samtals yfir 40 milljón míl- ur í sambandi við hjólbarðapróf- un árlega. Reyndar eru árlega um 14000 mismunandi geröir hjólbarða við hinar f jölbreytileg- ustu aðstæður — en þó einkum við þær, sem telja má lakastar. Þarna er til dæmis fimm mflna löng akbraut með mismunandi slitlagi, þar sem viðnám hjól- baröanna við hemlun er prófað á mismunandi hraða. Þama eru | iu*i i i —i i i u j *i I Prófunar- tækið, þar sem ein klukku- stund jafn- gildir 750 km akstrl. ruddir akvegir, sem líkastir þvi er gerist „úti“ á landi, og þama eru steyptir vegarspottar, en ólíkir steyptum vegum að því leyti til, að randhvassir hnull- ungar og alls konar málmbrot og glerbrot standa upp úr stein- líminu, þar sem ökutækjunum er ekið með mismunandi hraða. Reynslan af hverri tilraun er nákvæmlega skráð og athuguð, meira að segja kvikmynduð og ljósmynduð. Að þeim prófraun- um loknum, fer svo fram sér- fræöileg athugun á hjólbörðun- um, yzt sem innst. En þessar útiprófanir eru ekki nema hálf sagan. Stofnunin hef- ur og yfir að ráða alls konar tækjum og vélum, þar sem til dæmis ending hjólbarðanna er prófuð, og eins komizt að raun um hvort með þeim leynist nokkrir tæknilegir gallar, sem reynzt geti hættulegir. Eitt þess- ara tækja er þannig gert, að það snýr hjólbarðanum rangsæl is við stórar og breiðar skífur, mismunandi hratt og með mis- munandi þrýstingi, en viðnáms- flöturinn á þessum skífum er og mismunandi hrjúfur. Klukku- stundar prófun hjólbarðans meö þessu tæki, jafngildir hvorki meira né minna en 750 km akstri. Enda þótt hjólbaröaframleið- endur láti fram fara slíka prófun á sýnishornum af venjulegri framleiðslu sinni áriega, er próf unin þó mest og víðtækust, þeg- ar verið er að ganga frá nýjum hjólbarðagerðum, að einhverju leyti frábrugðnum þeim „marg- prófuðu" t. d. nýjan skurö, eins og þaö er kallað. Þá er ekkert til sparað, og engin ný gerð er sett á markaðinn fyrr en hún hefur staðizt allar slíkar prófan- ir eins og til er ætlazt. Hjólbarða framleiðslan i heiminum er „mikið fyrirtæki" eins og þar stendur, hjólbaröaframleiðendur margir og í ýmsum löndum og samkeppnin hörð. Það kann þvi að vera, að það sé ekki eingöngu með öryggi ökutækis og farþega fyrir augum sem framleiöend- umir beita öllum þessum víð- tæku prófunum við framleiðslu sína — en þær stuöla að auknu öryggi í akstri engu að síður. LAUGARÁSBÍÓ NÝJA BÍÓ Flóttinn frá Texas Barnfóstran (Texas across the river) Sprenghlægileg skopmynd i (The Nanny) Islenzkut texti Technicolor. Aðalhlutverk. Stórtengleg, spennandi og af- Dean Martin. burð=vei leikin mynd með: Alain Delon. Bette Davis Sýnd kl 5, 7 og 9. Bönnuð börauœ vngri en 14 íslenzkur textl. ára.. — Sýnd kl 5. 7 og 9. GAMLA BÍÓ STJÖRNUBÍÓ ROBIN KRÚSÓ Blóö'öxin liösforingi Bráöskemmtileg ný Walt Disn- ey tvikn • litum meö: Dicb Van Dyke íslenzkur texti. Æsispennandi kvikmynd. Sýnd kl. 9. Bönnuð bömum. Nancy Kwan tslenzkur texti. Ræningjarnir i Arizona Sýnd kl. 5 og 9. Sýnd kl. 5 og 7.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.