Vísir - 13.09.1968, Side 9

Vísir - 13.09.1968, Side 9
9 V1SIR . Föstudagur 13. september 1968. Rússnesklr skrlðdrekar af nýjustu gerö. Hver er tilgangur Rússa með vígbúnaðarkapphlaupi á sama tíma og dregið hefur verið úr vörnum Vestur-Evrópu? Vanme§n vestrænna þjáða Tjaö er nú orðið uppvíst, að hinir leiftursnöggu herflutn ingar og innrásaraögerðir Rússa í Tékkóslóvakíu hafa komiö herstjórn Atlantshafsbandalags- ins mjög á óvart. Þetta vekur menn nú til umhugsunar um það að alvarlegir hættu og erfið- leikatímar séu að renna uþp yf- ir hinum vestrænu þjóðum. Hér er þó ekki átt við þá pólitfsku hlíð á málinu að stefna hinnar friðsamlegu sambúöar hafi beðið hnekki. Þaö er mál út af fyrir sig. En það, sem hér um ræðir er sú óhugnanlega stað- reynd, að þaö hefur komið í ljós í hernaðaraðgerðum Rússa í Tékkóslóvakíu, að vigbúnaður þeirra er miklu öflugri og her- sveitir þeirra búnar fullkomnari vopnum, en yfirstjórn hinna vestrænu landvama hafði gert ráð fyrir. Það hefur sem sagt opinber- azt. aö á sama tíma og hin vest- rænu ríki hafa á undanförnum árum dregið verulega úr her- styrk sínum, fækkað herliði og ekki lagt f þann gífurlega kostn að á krepputímum að endur- nýja úreltan hertækjabúnað, hafa Rússar eflt herbúnað sinn af meira kappi en nokkru sinni áður. Vesturlönd hafa dregið úr herbúnaði sínum að nokkru í trausti á hinni „friðsamlegri sambúð". En nú er það ljóst, að Rússar hafa ekki reynzt þess trausts verðir. f stað þess að þeir kæmu til móts við Vestur- lönd og drægju samsvarandi úr sínum herbúnaöi hafa þeir aug- sýnilega kostað því meira til vígbúnaöar síns, viðhaldið öll- um liöstyrk sínum og eflt hann stórlega með geysilega kostnað- arsamri endurnýjun á hertækja búnaði. Þetta veldur því nú, að hemaðarlegt ofurefli Rússa í Evrópu í venjulegum herstyrk er meira en bað hefur nokkru sinni verið frá þvi á afvopnunarár- unum á Stalinstímabilinu eftir lok heimsstyrjaldarinnar. \7ið þetta hafa nú rifjazt upp rökræöur, sem áttu sér stað í Vestur-Evrópu síðastliðinn vet- ur um vamarmál Evrópu. Þá geröist það, að enskur hers- höfðingi að nafni Sir John Hack ett, sem var yfirmaður Rínar- hers Breta í Vestur-Þýzkalandi, skrifaði bréf til stórblaðsins Times, þar sem hann lýsti ugg sínum yfir þvf. að herstyrkur Atlantshafsbandalagsins væri orðinn svo veikur og vanmáttug ur, að hann væri ekki fær um það lengur að gegna hlutverki sínu aö verja Vestur-Evrópu. En aövörunarorö Hacketts voru þá borin til baka af yfir- stjórn bandalagsins og sú skoð un látin í ljósi, að hann geröi of mikið úr herstyrk Rússa. — Þrátt fyrir talsverðar umræður og greinaskrif, varð sú niður- staðan á, að almennt var litið á Hackett sem umkvörtunarsaman hernaðarsinna, er sárnaði þaö persónulega að sjá stöðugt fækk að í herliðinu í Þýzkalandi. Að- vörunartónn hans ætti heldur ekki við á tímum friðsamlegrar sambúöar. Þá var haldið áfram að draga úr liðstyrk Atlantshafsbanda- lagsins, auðvitað fyrst og fremst vegna hins erfiða efnahagsá- stands. Bandaríkjamenn áttu viö erfiðleika að stríða austur í Víet nam og þurftu á auknu herliði að halda. Var þá gripið til þess ráðs, aö sækja herlið til Evrópu stundum í því formi, að úrvals- hersveitir, sem voru í góðri þjálf un voru fluttar frá Evrópu, en aðrar sem voru þjálfunarlausar og lélegar sendar þangað f stað inn. Og með sama hætti hófust um síðustu áramót takmarkanir á herbúnaði Evrópuríkjanna vegna hins erfiða efnahagsá- stands í öllum Vestur-Evrópu- löndum, sérstaklega þó í lönd- um eins og Bretlandi, Belgíu og Þýzkalandi. Fjá voru þessar aðgerðir til að draga úr landvömum rök- studdar með því, að Bandaríkja menn ætluðu að koma á fót mjög viðamiklu herflutninga- kerfi með risavöxnum herflutn- ingaflugvélum og var þar gert ráð fyrir því, að ef í hart slægi gætu þeir flutt nægilegt herlið á einum mánuði til að mæta rússneskri innrás. Þegar bessar áætlanir voru gerðar var reiknað með því, að Rússar og lepprfki þeirra hefðu til taks í Evrópu 20—30 herf'dki á móti 20 herfylkjum v»strænna landa og þar var einn ig gert ráð fyrir því, að rússn- eskt herfylki hefði aðeins um 60% styrkleika á móts viö vest- rænt herfylki. Á þeim grundvelli var talið aö her Atlantshafs- bandalagsins yrði þess um- kominn að tefja fyrir hugsan- legri rússneskri sókn í mánaðar- tíma, þangað til Bandaríkja- menn gætu komið til aðstoðar meö liðsauka. Svo yfirstjórn Atlantshafsbandalagsins taldi enga sérstaka hættu samfara þvf,' jþö dregið væri úr varriar- kraftinum. Hún byggöi líka á pólitískum sjónarmiðum „frið- samlegrar sambúðar“ og vildi Ieggja sitt af mörkum til að draga úr spennunni og „auð- vélda“ Rússum að hefja samsvar andi afvopnun á sínu liði. Allt þetta ár hefur Atlants- hafsbandalagið síðan haldið uppi svokallaöri ,,friðarstefnu“, sem kom skýrast í Ijós á ráöstefn- unni f Reykjavík í sumar, þar sem megintillagan fjallaði um þaö, að Atlantshafsbandalagið skyldi reyna að nálgast Var- sjárbandalagið og stíga fyrsta skrefið til að afnema þessi tvö bandalög. A fás Rússa og Varsjárbanda- lagsins á Tékkóslóvakíu hefur nú að sjálfsögðu gert frið arviöleitni Atlantshafsbanda- lagsins að engu. En hún hefur gert meira, hún sýnir því miður að „friðarstefria" Atlantshafs- bandalagsins hefur verið mjög hættuleg öryggi vestrænna þjóða. Það hefur nú komið í ljós, að Rússar hafa ekki 20 — 30 herfylki bardagaklár til taks í Mið- Evrópu, heldur yfir 60, og hug- myndir vestrænna hernaðarsér- fræöinga um að rússnesk her- fylki væru veikari en sambæri- leg vestræn herfylki hafa reynzt rangar. Hinar leiftur- snöggu hernaöaraögerðir í Tékkóslóvakíu hafa einnig fært mönnum h-im sanninn um það, að ef Rússar hygðu á alls- herjar árás, þá gefa þeir engan mánaðarfrest. Þeir hafa algera, líklega þrefalda hernaðarlega yfirburði yfir vesturveldin í Evrópu, bæði á landi og i lofti. Hersveitir þeirra, sem tóku Tékkóslóvakíu, höfðu langtum fullkomnari eldflaugavígbúnaö heldur en Vesturveldin höfðu búizt við að þær ættu. Á sama tíma hafa atburöimir sýnt hve aðvörunarkerfi Atlantshafsbandalagsins er ó- fullkomið og varbúið. Þetta aðvörunarkerfi er meðal annars í því fólgiö, að röð ratsjárstöðva hefúr verið komiö fyrir með- fram öllum austurlandamærum Þýzkalands. En um kvöldið, þegar Rússar voru að leggja af stað til inn- rásar voru gervallar þessar stöðvar slegnar út af laginu með elektrónískum truflunum og með svokölluðum stanniol strimlum, sem Rússar létu dreifa stöðugt um allt loftsvæð- ið. Þetta olli því að yfirstjórn Atlantshafsbandalagsins haföi ekki hugmynd um, hvað var á seyði. Menn ímynduðu sér, að ratsjártruflanimar væm aðeins liður í hinum víðtæku heræfing- um, sem Rússar frömdu til að ógna Tékkum og vissu ekki fyrr en löngu eftir á, að rússneskt fallhlífa og stormsveitarlið var komið til Prag. Þaö óhugnanlega við þetta var, að Rússar hefðu alveg eins getað verið að senda þenna her til innrásar í Vestur- Þýzkaland. Þannig endurtók sig sama sagan og í leifturstríði nasistanna á fyrri árum, að vesturveldin voru með öllu ó- viðbúin og treystu aðeins á það bezta f óskhyggju sinni og frið- arþrá. Það er aö vísu sagt, að sendiherra Rússa hafi tilkynnt Bandaríkjamönnum um innrás- ina, en ríkisstjórnir annarra Atlantshafsríkja fengu enga að- vörun frá vamarkerfi banda- lagsins. Þær fengu fyrstu upp- lýsingar frá fréttastofnunum og blöðum. Tjannig var Atlantshafsbanda- lagið bæöi varbúið og van- megnugt að hreyfa legg né lið á meðan hið rússneska ofbeldis- 10 slöa Átökin innan Alþýðubanda- Iagsins hafa vakið mikla eftir- væntingu á meðal fólks og rétt eins og fyrir spennandi lcnatt- spymuleik, eru menn famir að spá um það, hver úrslitin muni verða. Visir stöðvaði nokkra veg- farendur niðri í Austurstræti og lagði fyrir þá þessa spumingu: „Hverjir haldið þér að verði ofan á í deilunum innan Alþýðubanda- lagsins?“ Dagur Jónasson, skrifstofu- stjóri: „Ætli kommúnistarnir hafi það ekki!?“ Þorgeir Sigurðsson, endur- skoðandi: „Ég hef trú á Hanni- bal í þessu, því mér sýnist hin- ir eiga í vök að verjast — eink- anlega eftir síðustu atburöi i heimsmálunum.“ Einar Eðvaldsson, vélstjóri: „Mér sýnist Hannibal sigur- stranglegur!" Hörður Steinþórsson, verzl- unarmaður: „Mér lízt þannig á horfurnar, að Hannibal sé lík- legur.“ Þorvaldur Tryggvason, skrif- stofumaöur: „Ætli kommúnist- amir nái ekki yfirhöndinni. Þeir eru fjölmennari og skipi*' lagöari innan Alþýðubandalags* ins.“

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.