Vísir - 12.10.1968, Page 2

Vísir - 12.10.1968, Page 2
VISIR . Laugardasur 12 oktöbfir 1?"? Broddabarðar og malbiksslit '0 Þaö mun hafa verið fyr- ir u. þ. b. tíu árum, að haf- in var í Finnlandi fram- Meiðsla á svonefndum ís- ^roddum (nöglum), í þeirri 1 mynd sem þeir eru almennt 'í dag. Lengra er þó síðan | isbroddar voru útbúnir í Ibarða eða hjól bifreiða við .sérstök tækifæri, svo sem við kappakstur á is, en það þótti skemmtilegt tóm- stuncl gaman áður fyrr, að manni skilst, sérstaklega í austanverðri Evrópu. líægt er að fá brodda fyrir allar gerðir ökutækja. Vörubíla, al- ,’menningsvagna, stóra flutninga- bíla og vinnuvélar. Ástæðan fyrir því, &6 menn fara að reyna notkun ísbrodda í hjól- barða, er að sjálfsögðu þeir erfið- leikar, sem ökumenn eiga í við að halda ökutækjum sinum í skefjum á ísilögðum vegum. Þetta ástand hefur mjög versnað við aukningu steyptra og malbikaðra vega. í Finnlandi, sem og öðrum norð- lægum löndum, er sérstök þörf fyrir öryggisútbúnað bifreiða i hálku. Bæði er, að samfelldir fost- kaflar valda svelimyndun, sérstak- lega á malarvegum og tímabundin snögg kuldaköst, valda ísingu á malbikuðum og steyptum vegum og ef snjókoma hefur verið, þá snjókleprum á vegum, sem verða því hálli, sem meira er ekið á þeim, en ástæður ráða því hverju sinni. Sföan Finnar hófu notkun ís- brodda í hjólbarða fyrir tfu árum, hefur notkun þeirra aukizt mjög, sérstaklega í Svíþjóð og Noregi, á meginlandi Evrópu og víða I N.- Ameríku. Það er í rauninni merkilegt, hvaö notkun ísbrodda er litil hér á landi, þrátt fyrir, að hér fáist á- gætar gerðir brodda, þær sömu tegundir, sem mest eru notaðar er- lendis. Einnig eru kunnáttumenn um ísetningu brodda í hjólbarða hérlendis ágætir, og hafa fullkom- in tæki til þessa verks. Sérstaklega er áberandi, hversu fáir vörubílar, flutningabilar og almenningsvagnar eru búnir ís- broddum í hjólbörðum, og jafnvel gengur svo langt, að ökumenn stórra bifreiða, leyfa sér að aka á algerlega sléttslitnum börðum um háveturinn, hvað þá á öðrum árs- tímum. ísbroddar í hjólbörðum hafa fáa kosti fram yfir keðjur, og í mörg- um tilfellum eru þeir ekki eins öruggir. Aftur á móti eru þeir mun þægilegri í notkun, sérstaklega eru þeir hentugir, þegar aðstæður eru þannig, að virkilega óþægilegt er að nota keðjur og oftast nægja þeir í hálku. Til móts við keðjurnar koma svo snjóbarðarnir, og snjóbarðar með ísbroddum er lausnin, sem önnum kafnir ökumenn geta hagnýtt sér. Af þeim öryggisbúnaði á hjól- barða, sem viö þekkjum til, er ekkert sem eykur verulega öryggi við hraðan akstur. Það er einungis innan marka skynsamlegs aksturs- hraða, sem þessi öryggisbúnaður kemur að haldi, og þá í samræmi við þær aðstæður sem eru hverju sinni. Það er t.d. tilgangslaust að halda, að ísbroddar nái festu við veginn, þegar lausþjappað snjóiag á honum er orðið 1 cm. eða meira. Þá ná broddarnir ekki í gegn og snjórinn er of laus. Við þannig aðstæður, koma keðjur að góðu haldi, svo og snjóbarðar. Keðjur gera lítið gagn á glærum ís. en þá geta ísbroddar gripið betur í veginn en jafnvel venjulegur hjólbarði á auðum vegi. Það hefur án efa valdið nokkru um takmarkaða notkun fsbrodda Kaupum hreinar léreftstuskur VISIR i hjólbarða hér á landi, og þá sér- staklega f Reykjavík, að ráðamenn f gatnagerð og gatnaviðhaldi, hafa haldið þvf fram, að broddamir slitu upp malbikið. Engum dettur í hug að neita því, að köttur get r klór- að. En rannsóknir sanna, ,,að slit á malbiki af völdum ísbrodda (nagla) er svo litilfjörlegt, að varla tekur að nefna það“, segir Amulf Ingulstad. verkfræðingur hjá norsku vegamálastofnuninni, eftir all mikla athugun, sem hann vann við, varöandi kosti og galla út- búnaðar á hjól ökutækja f hálku- akstri. Athugun þessi var gerð i samvinnu við Landssamband hjól- barðaverkstæða í Noregi og bif- reiðaeftirlitið i Osló, Að skella skuldinni á broddabarðana, varð- andi molnun malbiksins hér f borg er fráleitt, ekki sízt meðan engar ábyrgar rannsóknir liggi fyrir sem skorið geta úr um það. Það orkar engum tvímælum, að það er saltburðurinn á götumar og þá sérstaklega malbikuðu og steyptu götumar (þvf að á þær er saltið mest notað), sem „sprengir" upp malbik og steypu, og þá þarf enga brodda til að spæna upp sundur- lausar malbiks- og steypuagnir, góðir hjólbarðar án nagla sjá auð- veldlega fyrir því. I grein í 2.—3. tölublaði af „Iðn- aðarmál" 1968, er greinargóð lýs- ing á hugsanlegum frostskemmd- um á malbikuðum vegum af völd- um salts, eftir H. Allarp verkfræð- ing, í þýðingu Stefáns Bjamasonar. lAIlarp vitnar þar í ummæli H. H. I Ravn prófessors. sem hann viðhafði í útvarpsviðtali, en þar segir hann m. a.: „að saltburðurinn á ak- brautirnar muni væntanlega hafa áhrif á myndun frostskemrhdanna". I fyrrnefndri grein segir Allarp verkfræðingur: „Ég er ekki í nokkr- um vafa um, að saltburðurinn á verulega sök á frostskemmdunum. Ég á ekki við að skemmdirnar séu efnafræðilegs eðlis, heldur miklu fremur eðisfræðilegs" Allarp heldur áfram með að skýra á fræðilegan hátt hvernig „kuldablanda“, (sem við þekkjum vel frá þvi verið var að frysta rjómaísinn hér áður fyrr), þ. e. sam- band salts og íss eykur frostmynd- un í jarðlaginu. Á blettum, þar sem saltið er mest, lyftir frostið malbikinu og myndar sprungur. Þegar þiðnar, sígur saltiögurinn og vatnið ofan f sprungurnar, losar sundur malbikshlutana og síðan „tína“ hjól ökutækjanna efnið upp úr holunum. Þessar skýringar Allarps á holu- myndun í malbiki, skýra ekki þau fyrirbrigði, eins og þegar djúpar i traðir myndast i malbikið á einum j vetri, eins og t.d. átti sér stað á | þjóðveginum milli Kópavogs og [ Hafnarr'jarðar. Ekki heldur „hraun- ! myndunina" í steypta kaflanum á j Miklubrautinni. Þeir sem vildu i I kanna slikar skemmdir. gætu byrj- j ! að með því, að strá nýju salti á ! ! klakaðar húströppurnar hjá sér í j j sæmilegu frosti, bíöa siðan og sjá ' WEMMMB1 Knattspyrnufélagið Vikingur | Knattspyrnudeild. i Æfingatafla fyrir veturinn 68 til'69. Priðjudaga kl. 6.10 — 7, 5 fl. A Fimmtudaga kl. 6.10 — 7, 5. fl. B. Fimmtud. kl. ~ — 8.15. meistarafl Fimmtudaga kl. 8.15 - 9 30 2. fl. Föstudaga kl. 7.50 — 8.40 4. fl. B. Föstudaga kl. 8.40 — 9.30 4. fl. A. Föstudaga kl. 9.30 — 11.10 3. fl. Sunnud. kl. 2.40—3.30 5. fl. C og D. Mætið stundvíslega. — Stjórnin. Talið er hæfilegt að nota 11-12 brodd. í hvern barða fyrir hver 100 kg. þyngd ökutækisins. Það verða um 100 til 140 broddar í hvern barða á léttari bifreiðum. Nauðsynlegt er að skásetja broddana svo flöturinn verði sem stærstur, sem þeir ná að grípa í. hvað verður. Ég ráðlegg þeim hin- um sömu, að gera þetta ekki. Tröppurnar myndu verða eins og Miklabrautin. Það er næsta merkilegt, að eftir öll þessi ár saltburðar á göturnar, sem að visu er ekki hægt að kom- ast hjá, og það mikla tjón sem saltið veldur á mannvirkjum, öku- tækjum og jafnvel híbýlum manna, skuli ekki ennþá vera búið að gera athuganir á, með hverju hægt er að forðast sem mest tjón af salt- inu, án þess þó að rýra það öryggi sém saltið á að skapa. Til dæmis veldur nýtt salt án efa miklu meira tjóni en „notað“ salt. en aftur á móti er efamál, að nýtt salt skapi meira öryggi. Það skiptir einnig miklu máli, hvort saltinu er hrúgað á umferðarsvæð- ið, eða stráð hæfilega miklu til að eyða hálkunni. Því hef ég orði' svona langorður um saltburð og slit á malbiki. að éins og áður er sagt kom fram mjög hvimleið ásökun á isbrodda í hjólbörðum (broddabarða), fyrir það ógagn sem þeir eru taldir vinna á götum borgarinnar. Hér hefur verið bent á aðrar á- stæður fyrir sliti á malbiki. Sagt er, að í nokkrum borgum í Bandarikj- unum, hafi borgarvfirvöld bannað notkun broddabarða, vegna þess að álitið var að þeir skemmdu svo göturnar. Bifreiðaeigendur afsönn- ' uðu þetta og banninu var létt af. Annað mál er það, að ástæöulaust er fyrir ökumenn, að aka fram eftir vori og jafnvel allt sumarið á ! broddabörðum, auk þess sem það . er persónuleg óhagsýni. Á auðum : vegi, slíta broddarnir út frá sér.I og jafnframt sem sólinn slitnar, ýt- . ast broddarnir innar í sóla barðanna ; unz þeir jaga sundur strigann og þá • er ekki að sökum að spyrja. Vissir ókostir fylgja því einnig ' að aka á broddabörðum f þíðu.' Stöðugleiki ökutækisins rýmar ‘ (það skríður til), hemlun er talin rýrna um 5 — 15% og leiðinlegur- hvinur myndast við aksturinn. Or því að fara má eiga von á hálku er full ástæða til að hvetja ökumenn til -að aka á brodda- börðum. Bifreiðaeigendur ættu helzt að eiga heilan gang undir ökutækið af négldum snjóbörðum. Vinningur er, jafnvel þótt negldir snjóbarðar séu aðeins á afturhjól' um. en séu negldir snjóbarðar á öllum hjólum, eykur það mjög* stýrismöguleika og einnig hemlun. Nú er kominn timi til að athuga broddabarða og snjóbarða. Oku- menn skulu hafa f huga, að keðj- umar þurfa einnig að vera í lagi, óg að þær passi á þá barða, sem’’ þeim er ætlað að klæða.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.