Vísir - 12.10.1968, Síða 9
»V 1SIR . Laugardagur 12. október 1968.
INæsta Kötlugos gæti lagt allan
landbúnað Suðurlands í rúst
Kötlugosið 1918 rifjað upp af Jbví að i dag
er hálf öld liðin frá upphafi jbess
□ Katla, hið ægilega eldfjall á Mýrdalsjökli, hefur
verið virk í a. m. k. 10 þúsund ár án þess að taka
sér langar hvíldir, eins og sum önnur eldfjöll hér á
landi eða erlendis t.d. Hekla og Öræfajökull. Síðustu
4 aldir hefur hún gosið reglulega tvisvar á öld og
alltaf nálægt 2. og 6. áratug hverrar aldar. í dag er
nákvæmlega hálf öld liðin frá upphafi síðasta Kötlu-
goss 1918.
□ Menn velta því fyrir sér, hvort ekki sé orðið
tímabært fyrir Kötlu að fara nú að gjósa aftur, svo
að hún verði ekki talin orðin óreglusöm. Smáhlaup
kom að vísu úr jöklinum 1955, sem talið er hafa
komið frá smágosi. Telja margir jarðfræðingar, að
þetta gos hafi létt svo á Kötlu að hún muni hafa
hægt um sig um sinn og hafi með því haldið regluna.
Þeir telja ólíklegt, að Surtseyjargosið hafi orðið til
þess að tefja fyrir Kötlu og jafnvel Heklu, en sumir
hafa orðið til þess að leiða að því getum.
Tjað er ekki aðeins vegna á-
huga á túrisma, sem menn
velta því fyrir sér hvenær næsta
Kötlugos verður. Kötlugos og
meðfylgjandi hlaup eru með stór
kostlegustu náttúruhamförum,
sem getur aö upplifa á þessari
plánetu, segir dr. Sigurður Þór-
arinsson i grein þar sem hann
veltir fyrir sér möguleikunum
á því að segja fyrir næsta Kötlu
gos. En hann bætir við: Og þau
hafa oft valdið þungum bú-
sifjum og lagt blómlégar byggð
ir í auðn um lengri og skemmri
tíma, jafnvel svo að þær hafa
aldrei risiö að nýju.
Það hafa allir íslendingar
a.m.k. einhverjar hugmyndir um
harðindi og hallæri fyrri alda
vegna hafísa og eldgosa. Við,
sem þetta land byggjum nú,
stöndum betur að vígi gagnvart
þvílíkum náttúruhamförum, en
forfeöurnir, en það er eins víst
og nótt fylgir degi, að það verða
ekki öll eldgos á íslandi jafn
elskuleg og blátt áfram jákvæð
eins og síðustu Öskjugos, síð-
asta Heklugos og nú síðast Surts
eyjargosið. Þessi gos voru næst
Hlaupið tók með sér geysileg jakastykki úr jöklinum og bar
með sér tugi kilómetra; Margir jakarnir voru tugi metra á
hæð, enda var kraftur hlaupsins og vatnsmagn tröllslegt. Þeg-
ar hlaupið var mest taldist það vera a.m.k. 3 — 400.000 tenings
metrar á sekúndu. Til samanburðar má geta þess, að Þjórsá
er um 100 teningsmetrar á sekúndu, Volga um 10.000 og
Amazonfljótið um 70.000 teningsmetrar, en það er mesta
fliót í heimi.
<*!
Gosmökkur úr Kötlu 2. nóvember 1918. Katla þeytti úr sér um 0.7 teningskílómetrum af
ösku í gosinu, sem var heldur meira magn, en úr Heklugosinu 1947 og rúmur helmingur
af því sem kom upp í Surtseyjargosinu. Sautján Kötlugos eru þekkt frá því um landnáms-
öld: Um 900, um 1000, 1179, 1249, 1262, 1311, 1416, um 1490, 1580, 1612, 1625, 1660, 1721,
1755, 1823 1860 og 1918. Efi leikur á því hvort Katla hafi gosið 1955. Það er stórt spurning-
armerki, hvort þá hefur gosiö, því annars megum við sannarlega eiga von á nýju gosi inn-
an tíðar. (Ljósm. K. Guðmundsson).
um því eins og Ferðamálaráð
og hagsmunaaðilar ferðamanna-
iðnaðarins hefðu skipulagt þau.
Sú eldstöð, sem líklegust er
talin til að valda verulegum usla
er einmitt Katla og m.a. í til-
efni þess er grein þessi skrifuö
á hálfrar aldar afmæli síðasta
Kötlugoss.
Hlaupin úr Mýrdalsjökli eru
stórkostlegustu afleiðingar
Kötlugoss. 1918 fór hlaupið yfir
800 ferkílómetra svæöi, sem er
nálægt því að vera einn hundr-
aðasti af öllu flatarmáli íslands.
Þessi hlaup eru að sjálfsögöu
ógnvaldur við alla þá, sem
kynnu að vera á ferð, þar sem
hlaupið fer yfir og aö sjálfsögöu
þarf ekki að fjölyrða um mann
virki, sem fyrir hlaupinu yröu.
Brýmar á Hólmsá og Múlakvísl
ásamt öllum vegum á leið
hlaupsins munu án efa þurrkast
út í næsta Kötluhlaupi. Tjón-
ið, sem hlaupið mun valda mun
því skipta milljónum, kannski
aðeins tiltölulega fáum, en eins
gæti farið að þessi upphæð
hlypi saman í gífurlegar fúlgur.
Það yrði varla hlaupið sjálft
sem y.'ii gevsilegu tjóni, heldur
öskufall úr gosinu. Dr. Sigurð-
ur Þórarinsson lýsir því í grein
sinni, sem getið er hér um að
ofan, að falli aska í næsta gosi
yfir sömu svæöi og í gosinu
1721, en mánuði seinna á árinu,
veröur lítill sem enginn hey-
skapur það sumarið í flestum
sveitum Suðurlandsundirlendis-
ins, eða á aðal mjólkur — og
landbúnaðarsvæöum landsins.
Kalvandamál seinustu ára verða
hreinir smámunir í samanburði
við slíkan voða.
Tvívegis, 1625 og 1755, hefur
öskufall Kötlu lagt Skaftár-
tungu og nokkurn hluta nær-
sveita í auðn. Slíkt gæti alltaf
gerzt aftur og öskunni getur
slegið niður á nýjum stöðum
næsta skiptið. Aska getur bor-
izt vítt um. T.d. var öskufall
hér í Reykjavík í síðasta Kötlu
gosi og þótti ekkert sérstak-
iega frásagnarvert.
Viö öskufallið verður ekki ráð
ið og ekki um annað aö gera
en taka því þegar það kemur.
Spurningin er aöeins sú. Hvern-
ig erum við undir eldgos búnir,
eldgos, sem lagt getur land-
búnaðinn á öllu Suðurlandsundir
lendi í rúst um eins árs skeið í
einu vetfangi og lagt heilar
veitir í auðn. ' c ;a virð'st
vera vert að gefa gaurri nú á
hálfrar aldar afmæli síöasta
Kötlugoss.
Nokkuð hefur verið gert til
þess aö fylgjast með fyrstu
merkjum næsta Kötlugoss. Veð-
urstofan hefur m.a. sett upp
jarðskjálftamæli við Vík í Mýr-
dal undir stjórn Ragnars Stef-
ánssonar, jarðskjálftafræðings,
en jarðskjálftamælinum er ætl-
að það hlutverk að fylgjast með
öllum hræringum umhverfis
Kötlu, en jarðhræringar eru að
jafnaöi undanfari eldgosa.
Gamla ráöið, sem menn í ná-
grenni jökulsins notuöu áöur
fyrri til aö fylgjast með undan-
fara eldgosa í Kötlu, mun nú
ekki duga lengur. Þeir höfðu
ákveðin mið á joklinum, þar
sem þeir gátu séö jökulinn lyft-
ast, en þessi mið eru nú úr
sögunni, vegna þess hve jökull
inn hefur minnkað mikið síðustu
áratugina.
Margt hefur verið ritað um
síðasta Kötlugos eins og mörg
gosanna, klerkar, klausturhald-
arar og sýslumenn fyrri alda og
þessarar aldar hafa veriö iðnir
og samvizkusamir v'ð að skrá
niður greinargóðar lýsingar á
gosunum, hamförum og mann-
raurium, sem af gosum hefur
leitt. Þeir hafa skrá þar sínar
13. síða