Vísir - 12.10.1968, Page 10
10
V 1 S I R . Laugardagur 12. október 1968.
Nýsfárleg tónlist og dansar
í Þjóðleikhúsinu
Næstkomandi mánudagskvöld,
þann 14. október, verða haldnir
hljómleikar og danssýning í Þjóð-
leikhúsinu. Er þetta framlag Mus-
'ica Nova og Félags íslenzkra list-
dansara, i tilefni 40 ára afmælis
Bandalags íslenzkra listamanna.
Öll verkin á leikskránni eru íslenzk,
og hefur ekkert þeirra verið flutt
hér á landi áður. Tónskáldin sem
barna eiga verk eru Þorkell Sigur-
Wjörnsson, Gunnar Reynir Sveins-
*on, Leifur Þórarinsson, Páll Pamp
ichler Pálsson, Atli Heimir Sveins-
son og Magnús Bl. Jóhannsson.
iÞungamiðja kvöldsins er ballett,
sem Ingibjörg Björnsdóttir hefur
'l'amið við tónlist eftir Magnús Bl.
Jóhannsson. Er þar margt óvenju-
','egt á ferðinni, enda vart við öðru
að búast, þar sem höfundur tónlist-
árinnar við kvikmyndina „Surtur
fer sunnan“ á í hlut.
Tónlistin sjálf er ,,mixtúra“ hljöð-
færa- og rafmagnstónlistar. Magnús
hefur síðan samið við þetta eins
konar ijósatónverk þar sem sviðs-
ljósakerfið er tengt við píanóhijóm-
borð, sem einn hljóðfæraleikar-
. anna leikur á. Dansinn sem Ingi-
1 björg Björnsdóttir hefur samið er
einnig mjög í anda nútímans, en
hann flytja 9 stúlkur úr ballettskóla
Þjóðleikhússins.
Að tónlistarflutningi standa 15
hljóðfæraleikarar ásamt söngkon-
unni Ruth Little Magnússon. Viða-
mesta tónverkið að frátöldum
ballettinum eru 3 sönglög við kvæði
eftir Jón Óskar, eftir Atla Heimi
Sveinsson. Auk strengja, blásturs
og slaghljóðfæra, koma fram fjórir
píanóleikarar í þessu verki, þau
Gfsli Magnússon, Guörún Kristins-
dóttir, Halldór Haraldsson og Þor-
kell Sigurbjörnsson. Þorkell leikur
þá tvö píanóverk, Etyðu eftir sjálf-
an sig, og Svítu eftir Gunnar Reyni
Sveinsson. Þessi tvö verk'frumflutti
hann á tónleikum í Stokkhólmi fyr
ir skömmu. Verk Leifs Þórarins-
sonar heitir „Ég á lítinn skrýtinn
skugga“, og er tilbrigði fyrir klarin-
ett cello og píanö, samið að tilhlut-
an skóladeildar Rikskonserter í
Svíþjóð.
Páll Pampichler Pálsson á þarna
verk, sem hann nefnir „Hringspil
11“ og var það samið á s.l. sumri,
fyrir þá hljóðfæraleikara sem flytja
það nú í fyrsta sinn: trompetleik-
arana Jón Sigurðsson og Lárus
Sveinsson, Stefán Þ. Stephensen
hornleikara, og básúnuleikarann
Björn R. Einarsson. Þetta kvöld í
Þjóðleikhúsinu er hið síðasta á af-
mælishátíð Bandalags íslenzkra
listamanna, en áður hafa verið leik-
sýningar, myndlistarsýningar, upp-
lestra og tónlistarkvöld o. fl.
'IBÚÐIR TIL SÖLU
bæði i vestur og austurbæ. nýtt og eldra. — Hagkvæm-
ir skilmálar. Uppl. á kvöldmatartíma í síma 83177.
LÆKNARITARI
Staða læknaritara við skurðlæknadeild Borg-
arspítalans er laus til umsóknar. Umsækjandi
þarf að hafa starfsreynslu sem læknaritari eða
vera vanur vélritun og hafa nokkra málakunn
áttu.
Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri. Um-
sóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri
störf sendist Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur,
Borgarspítalanum Fossvogi fyrir 20. okt. n.k.
Reykjavík, 11. okt. 1968.
Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur.
Athugasemd
í tilefni frétta i blöðum og út-
varpi vegna vígslu hinnar nýju
dráttarbrautar á Akureyri, óskum
vér eftir aö koma eftirfarandi at-
hugasemd á framfæri:
Það er ekki rétt eins og fram
kemur i fréttum aö aldrei hafi verið
tekið upp i slipp hér á landi svo
stórt skip sem m.s. „Helgafell“,
því að fyrir rúmum 12 árum eða
þann 22. júní 1956 var m.s. „Helga-
fell“ dregið á land á stærstu drátt-
arbraut Slippfélagsins, en hún var
tekin í notkun í desember 1954.
Þá var skipið meö um 500 tonna
farm um borð. Síðan hefur m.s.
„Helgafell" verið tekiö í slipp hér
tvisvar sinnum. Slippfélagið starf-
rækir nú 3 dráttarbrautir, þá sem
áöur er nefnd, sem tekur rúm 2000
þungatonn, ennfremur 1500 tonna
hliðarfærslubraut meö 3 hliðar-
stæðum fyrir 1000 tonna þung skip,
byggö 1948 og eina dráttarbraut
fyrir 500 tonna þung skip með 2
hliðarstæðum, byggð 1955.
Vér væntum þess, að þér birtið
þessa stuttu athugasemd sem
fyrst, þar sem alltaf er skemmti-
Iegra að hafa það sem sannara reyn
ist.
Reykjavík, 7. október 1968.
Slippfélagið í Reykjavík h.f.
mikið og hafa þvingað verðið
langt niður fyrir það, sem eðli-
legt má teljast.
Lýsi hefur nær eingöngu ver-
ið notað í smjörlíki og matar-
feiti, en í Bandaríkjunum, þar
sem framleiðsla smjörlíkis er
mest, hefur hingað til verið ó-
heimilt að nota lýsi i þessu
skyni. Tilraunir eru nú gerðar
til að fá þessu ákvæði matarlög-
gjafar Bandaríkjanna breytt.
Fengist það framgengt, myndi
það hafa veruleg áhrif á lýsis-
sölur.
Af Islands hálfu sátu dr.
Þórður Þorbjarnarson, Sveinn
Benediktsson, Páll Ólafsson, dr.
Jónas Bjarnason, Valgarð Ólafs-
son og Tómas Pétursson fund-
inn. Fréttin er unnin úr frétta-
tilkynningu frá Félagi ísl. fiski-
mjölsframleiðenda.
Flýgur ein —
->- 1. síðu.
Murkuðshorfur —
1. síðu.
Verðinu á fiskimjölinu er
nokkur hætta búin vegna met-
uppskeru á soyabaunum í
Bandaríkjunum og sömuleiðis
vegna mikilla birgöa af þurr-
mjólk, sem hafa safnazt fyrir,
einkum í löndum Efnahags-
bandalagsins, en þessar vöru-
tegundir eru seldar í samkeppni
við fiskimjölið.
Erfiðleikar í lýsissölu munu
aftur á móti að miklu leyti
stafa af því hve lýsisframleið-
endur eru margir og smáir og
lítil samvinna þeirra á milli.
Kaupendur lýsis eru hins vegar
sárafáir og sá stærsti þeirra
notar 70—80% af heildarfram-
leiðslunni. Þetta hafa þeir fært
sér í nyt, þegar framboðið er
síðustu 3-4 árin verið hjá flug-
vélaflutningsfyrirtækinu West
London Air Charter.
1 Englandi séu núna 3 stúlk-
ur sem vinni sem atvinnuflug-
menn með farþegavélar eins og
aðrar vélar. Hafi þær komizt
inn í þessa atvinnugrein þegar
skortur var á flugmönnum þar
í landi, fyrir 2-3 árum. Eins séu
margar sem fáist við kennslu
eins og hún gerði á sínum tíma.
í Bandaríkjunum séu margar
konur með flugmannsréttindi. en
þær hefðu ekki vinnu við að
fljúga flugvélum.
Ungfrúin hefur flogið De Havi
land 125 þotum og var reynd-
ar á ferðinni hér fyrir skömmu
með eina slíka. Einnig hefur
hún flogið DC. 3 vélum. Hún
býst við að verða aftur hér á
ferðinni eftir 2 vikur, ef allt
gengur að óskum með aðra litla
vél.
Ekki hefur hún getað kynnzt
Islandi neitt að ráði því dvölin
vill verða stutt þótt oft sé höfð
viðkoma hér. Um þetta ferða-
lag sagði hún að lokum: „Þetta
verður hæg ferð, ef bíða þarf
eftir veðri.“
Faðir okkar
Hálfdán Halldórsson
fyrrum verzlunarmaður í Viðey
lést að Sólvangi 10. þ.m..
Jarðarförin fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn
14. þ.m. kl. 10.30 f.h.
Sveinn B. Hálfdánarson
Örlygur Hálfdánarson.
BÍLAKAUP - BÍLASKIPTI
i, o ' ^ > " '
Skoðið bilann, gerið góð kaup — Óvenju glæsilegt úrval
Vel með farnir bílar
í rúmgóðum sýningarsal.
Umboðssala
Við tölcum vclútlitandi
bila í umboðssölu.
Höfum bilana tryggða
gegn þjófnaði og bruna.
SYNINGARSALURINN
SVEINN EGILSS0NH.E
LAUGAVEG 105 SlMI 22466
BORGIN
BELLA
Ég held bara að hann Jón sé ,
líka skotinn í mér — hann hefur
samþykkt það, að við verðum sam
an, er hann skyldi einhvem tfm
ann hætta að vera með Hbimu.
VISIR
50
Öskufall varð hér nokkurt sið :
ari hluta dags í gær. Ekki dimntdi * 1
teljandi af því í húsum, e» þegar ,
það var mest, mátti varla gremtL ,
Álftanes héðan úr bænum og 8H ‘
fjöll hurfu í sortann, en ekki var '
mökkurinn þykkri en svo, að aftt 1
af sást upp í heiðan himinn.
Visir 12. okt. 1918.
flÍÍÍSMET
Stytztu staðamöfn i heimi eru
heiti franska þorpsins Y og ,
norska þorpsins Á.
TILKYNNINGAR
5
Kvenfélag Langholtssafnaðar >
heldur fyrsta fund sinn á starfs-)
árinu þriðjudaginn 15. okt. kl. i
20.30. Sigríður Þorkelsdóttir'
snyrtisérfræðingur kemur á fund-'
inn. — Stjómin.
FELAGSLIF
K.F.U.M. á morgun:
Kl. 10.30 f.h. Sunnudagaskólinn
viö Amtmannsstíg. Drengjadeildirn
ar í Langagerði og í Félagsheimil-
inu við Hlaðbæ í Árbæjarhverfi. —
Barnasam ma í Digranesskóla við
Álfhólsveg í Kópavogi.
Kl. 11.45 Drengjadeildin Kirkju-
teigi 33.
Kl. 1.30 e.h. V.D. og Y.D. við
Amtmannsstíg. Drengjadeildin við
Holtaveg.
Kl. 8.30. Almenn samkoma í húsi
félagsins við Amtmannsstíg. Sigur
sjöm Guðmundsson, verkfræðingur
talar. — Allir velkomnir.
,nj3tabJmmJMíHií.S3ua^-- utuiUsfKwníu.