Vísir - 18.10.1968, Qupperneq 4
Hann fær 96 þúsund kr. á kvöidi,
en vill ekki verða pop-stjarna
Bandarískur prestur, 42ja ára
gamall, var fyrir skömmu hand-
tekinn í New York fvrir að hafa
tekið tuttugu og þriggja ára
stúlku með valdi og haldið henni
í átta mánuði. Presturinn, sem
héitir De Vemon Le Grande hafði
haldið stúlkunni, Kathleen Kenne
dy, í einangraðri íbúð, sem er i
viðbyggingu við kirkju hans í
New York.
Fyrir stuttu fór hann með hana
í stutta ökuferð og þá lánaðist
henni að sleppa frá honum. Henni
tókst með naumindum að gera lög
reglunni viðvart, þvi Le Grande
bar að er hún var að tala við
lögregluna i sima. Handtók klerk-
ur hana öðru sinni og hélt heim
á leið. En lögreglan komst á spor-
ið og frelsaði stúlkuna frá honum.
Við rannsókn á heimili klerksins
kom í ljós, að hann rak þar
barnaheimili og voru þar 45 böm.
Á hann sjálfur 22 barnanna og
það sem meira er, nunnurnar sem
gæta allra barnanna ganga með
skammbyssur á sér. Mál klerksins
var strax tekið fyrir og var hann
látinn laus eftir að hafa lagt fram
1400 þúsund króna tryggingu.
lögum, sem aðeins standa yfir í
litlar fimmtán mínútur, en þá verð
ég lika að stytta lögin mjög mik
ið og það krefst mikillar vand-
virkni, ef vel á að vera.
Ravi Shapkar vill ekki kyrr-
setja sig í neinu landi, heldur
vera ávallt á ferðalagi. Þó eyöir
hann mestum tíma ársins í Banda
ríkjunum, en vill alls ekki búa
þar. Hann segir, að Kalifornía sé
dásamleg borg og fólkið mjög
skemmtilegt og aðlaðandi. En því
miður er allt of mikið lika nei-
kvætt við Bandarikin, svo ég get
ekki hugsað mér að setjast þar
íð.
— Um unga fólkið i hinum
ve6træna heimi segir hann. Það
er mjög frjálslegt, en getur aldrei
slakað á. Einnig er það mjög í-
stöðulaust. Nemendur minir í cit-
arskólanum í San Francisco skera
sig oft í finguma fyrstu dagana,
sem þeir eru við námið, og hætta
að læra við svo búið. Ef unga
fólkið lendir í verkefnum sem
eru erfið viðureignar, þá hleypur
það bara í burtu frá þeim.
Það vill aöeins ná fullum ár-
angri á einum og sama deginum.
— Auðvitað krefst það um-
hugsunar að skilja indverska tón-
list, segir hann. Á Vesturlöndum
finnst fólki þetta aðeins vera góö
tilbreyting frá þeirri hljómlist,
sem það hefur vanizt. Fólkið vill
heyra sem flestar tegundir hljóm-
listar og er reiðubúið að snúa evr-
unum að hverju sem vera vill.
— Shankar segir að engra á-
hrifa frá Evrópu gæti í útsetning
um hans á hinum indversku lög-
um. Hann skrifar aldrei upp nót-
ur við lög sem hann semur. Að-
eins ef hann semur hljóinlist fyr
ir kvikmyndir.
Ennfremur segir hann, að mik-
ill hluti peninga sinna fari í ferða
kostnað og uppihald. Ekki víl ég
vera fátækur, en ég vil heldur
ekki hafa einka-sundlaug eða aka
í stórum og dýram bílum. Eitur-
lyfjaneyzla er mikið vandamái og
lætur hann það sig skipta miklu
máli. Meðal hinna mörgu milljóna
á vesturströnd Bandaríkjanna eru
allt of margir sem reykja Mari-
júana eöa þess háttar sígarettur.
Þessu unga fólki vil ég hjálpa.
De Vernon Le Grande. Á sjálfur
22 af 45 börnum sem hann hefur
á barnaheimili sínu.
— Ravi Shankar, fremsti citar
leikari Indveria, fær 96 þúsuná
krónur fyrir hverja hljómleika,
sem hann heldur f Evrópu. í Ame
riku þar sem hann dvelur mik-
inn bluta ársins eru tekjur hans
talsvert hærri á hveriu kvöldi.
Sæmilegt það! Hann kenndi
George Harrison, bítlinum fræga,
að leika á citar og siðan hefur
hann verið einn eftirsóttasti Iista
maðurinn I hinum vestræna
heimi.
— Ég vrl ekki verða nein pop-
stjarna, segir Shankar. Harrison
kom mér ekki á framfæri, eins og
svo margir halda. Ég átti mikinn
aðdáendahóp á Vesturlöndum áð-
ur en við hittumst. Ég hef ákveð-
ið að læðast hljóðlega út úr hin
tim ofsafulla stjömuheimi, sem far
ið hefur illa með margan kapp-
ann. Eftir eitt ár verð ég ekki
nefndur á nafn og algjörlega
gleymdur og það er einmitt það
sem ég vil.
— Þegar blaðamenn ræða við
hinn 47 ára gamla Shankar bros-
ir hann ávallt, en virðist samt
vera talsvert hlédrægur.
I Indlandi tíðkast það, að Ieikið
sé f fimm til sex klukkustundir
samfleytt, en það þýddi ekki mik
ið að bjóða fólki upp á það á Vest
urlöndum. En ég hef æft mig á
Prestur tók unga konu
með valdi og hélt
henni í átta mánuði.
Ravi Shankar: - Kenndi m. a. George Harrison að leika á citar, auk þess að vera sjálfur einn
eftirsóttasti listamaður á Vesturlöndum.
Umferðarrabb
Vfða í borginni þarf aukinnar
aðgæzlu við í umferöinnl núna
með haustinu vegna skólafólks-
ins, sem sums staðar streymir
hópum saman til og frá skólum.
Víða hópast unglingarnir einnig
saman við greiðasölur og veit-
ingastaði, sem falla unglingun-
um f geð. Um hádegisbiliö, þeg
ar umferðin er einna mest á að-
alumferöaræðum borgarinnar,
þá er einnig mest umferð þess-
ara gangandi unglinga, sem einn
ig eru aö flýta sér í skólann eða
úr honum.
Það krefst meiri varúðar hjá
bifreiðgrstjórum gagnvart þess-
um böraum og unglingum. f
fyrsta iagi vegna eðlilegs galsa
hjá þessu unga fólkl og svo
vegna hins, sem er miklu alvar-
lcgra, að ungiingarair sýna marg
ir hverjir ökutækjum hina
mestu lítilsvirðingu oft á tfðum
f skjóli þess, að ökumenn vari
sig. Til dæmis er það alit of
algeng sjón aö sjá unglinga mis-
nota gangbrautarrétt þannig að
ganga hægt yfir hver á eftir öör
um, þannig að bflar fái að bíða.
Þetta er gert af hrekk i skjóli
réttar hins gangandi vegfaranda.
Einnig gera unglingar of mik-
ið að þvf að ganga hiklaust út
á akbrautir hvar sem er. Þó aðr
ir vegfarendur geri þetta nokk-
uð einnig, þá er þessi löstur ai-
gengastur meðal ungs fólks.
Lögreglan þarf að gera gang-
skör að því að stemma stigu við
þessu skeytingarleysi unglinga
áður en slys verður af þvi að
þeir storki ökumönnum. Það er
ckki öruggt, að ökumenn seu
alltaf nógu fljótir að víkja.
Yngstu börnin vara sig betur i
umferðinni, þvi þau taka það
bókstaflega sem þeim hefur ver
ið kennt. Aftur á móti sýna þau
hálfkæring í umferðinni um leið
jg þau vaxa úr grasi, gegn betri
vitund.
Umferðin er svo varasöm og
hættuleg, að unglingum má ekki
líðast að ganga rnn umferðargöt-
umar uppfullir af prakkaraskap.
Umferöin er viða svo. þétt og
flókin og ökumennirnir misjafn-
ir. Hafa ber í huga, að sumir
verða að beita allri sinni athygli
svo ekkert komi fyrir.
Nokkur brögð eru að þ’d, sér
staklega sums staðar í úthverf
um, að eötur séu notaðar sem
leikvellir. Eru þá iafnvel ung-
’jörn á þríhjólum eftirlitslaus á
ferðinni. Er furðulegt, hvað fólk
sýnir mikið kæruleysl að þessu
leyti. Víða er það þannig við
hús, að lóöimar eru svo ffnar
á sumrin vegna sumarblómanna,
að börnin mega ekki leika sér
þar, og verða þvf að vera á göt
unni. Einhvern tíma var það til-
kynnt, að lögreglan mundi
senda eftirlitsiaus böm inn til
sín með áhangandi' sérstöku
spjaldi, sem á stæði að
viðkomandi bam hefði fund-
izt eftirlitslaust á götunnl.
Af einhvjrjum ástæðum hefur
það ekki farið hátt, að gang-
skör hafi verið geið að þessu
leyti.
En þó manni finnist umferðar
málunum meira ábótnvant á einu
sviðinu en öðru, þá er umferðin
orðin slík, að öllum er nauðsyn
að gæta ýtrustu varkámi.
Þrándur í Götu.